Morgunblaðið - 24.03.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.03.1960, Blaðsíða 1
20 síður mj#M3>íI> 47. árgangur 70. tbl. — Fimmtudagur 24. marz 1960 Prentsmiðja Moigunhlaðsíns Vaxandi fylgi við 12 mílur Von á tillögu Randaríkjanna GENF, 23. marz. — Frá fréttaritara Morgunblaösins. — Fundur var haldinn í heild- arnefnd ráðstefnunnar ár- degis í dag, en enginn síð- degisfundur var. Þar töluðu Tuncel frá Tyrklandi, Van Mau, Vietnam og Martinez Moreno frá San Salvador. — Tyrkinn lýsti stuðningi við 12 mílna fiskveiðilandhelgi, en vildi -ekki stærri lögsögu en 6 mílur. Hugsanlegt væri að leysa sérstök deilumál í þessu efni með sérsamningum milli einstakra ríkja eða svæða. — Fulltrúi Vietnam taldi að samþykkja bæri 6 mílna lög- sögu — og viðbótar-fiskveiði- svæði, þar sem viðkomandi D- -D í REUTERSFRÉTTUM í gærkvöldi var frá því greint, að svo virðist sem 12 mílna landhelgi njóti æ vaxandi fylgis meðal fulltrúa á ráðstefnunni — og ógni það nú forrétt- indum landa eins ©g Bretlands og Bandaríkj- anna, sem árum saman hafi fiskað innan 12 míhia frá ströndum ann- arra ríkja, Bretar á mið- unum við ísland, Banda- ríkjamenn við Kanada. Von er á kanadisku til- lögunni á föstudag. ?---------------------D ríki hefði forréttindi en ekki einkarétt. — • — Fulltrúi Salvador sagði, að samkvæmt stjórnarskrárákvæði lands síns væri landhelgi þess 200 mílur, en því ákvæði myndi breytt tij samræmis við löglegar samþykktir þessarar ráðstefnu — ef næðust. — • 1 fréttatilkynningu frá utanrík isráðuneytinu í gærkvöldi um Gerifarráðstefnuna segir m.a. »vo: Á morgún (þ.e. 24. marz) taka til máls fulltrúar Bandaríkjanna og Panama, en fulltrúi Breta sennilega eftir helgina. Ekki hef- ir enn verið ákveðið hvenær full trúi íslads tekur til máls. Al- mennt er tillögu Bandaríkjanna beðið með eftirvæntingu. • Bandaríska tillagan Bandariska tillagan, sem flutt verður á morgun, er sam- kvæmt góðum heimildum á þessa leið: Mesta víðátta land helgi skal vera 6 sjóm. Strand ríki skal þó hafa einkarétt á fiskveiðum á viðbótarbelti, en það verði mest alls 12 mílur Framh. á bls. 19 Svart- eygur crngi ALLIR litlu angarnir á fæðingardeild Landsspítal- ans munu vera bláeygir og ljósir yfirlitum — utan einn. Sá heitir Jens Ama- liich, og er svarteygur, með tinnusvart hár og gulleita, nokkuð dökka húð, eins og mamma hans og sjálfsagt pabbi líka. Þýzkar stöðvar í Hollandi og Frakk- landi HAAG OG BONN, 23. mar*. — (Reuter — NTB) — Þ A Ð var haft eftir góðum heimildum í Haag í dag, að Holland og Vestur-Þýzkaland hefðu komizt að samkomu- lagi um, að v.-þýzki herinn fengi birgðastöðvar í Hol- landi — og hollenzki herinn í Þýzkalandi. — Heimildirn- ar sögðu, að stöðvarnar í Hol- landi yrðu undir þýzkri stjórn, en mannaðar Hollend- ingum. Þjóðverjar myndu hins vegar starfa í hinum hol- lenzku stöðvum í Þýzkalandi, en Hollendingar myndu hafa þar stjórn á hendi. -•- Talsmaður v.-þýzka utan- ríkisráðuneytisins sagði síð- degis, að gengið hefði verið frá öllum höfuðatriðum varð- andi umræddar stöðvar, en hins vegar fékkst hann ekki til að upplýsa, hvort samn- ingar hefðu verið undirrit- aðir. Þá upplýsti talsmaður Bonnstjórnarinnar og í dag, Framti. á bls. lfl Söluskattur f rá L apríl EINS og skýrt var frá í blaðinu í gær, voru söluskattslögin stað- fest í fyrrakvöld. Að því er Skatt stofan upplýsir verður söluskatt- ur af hvers konar innanlands- viðskiptum ekki á lagður fyrr en 1. apríl nk. á fœðingadeildinni Jens litli er heldur ekki neinn venjulegur Islendingur, þó fæddur sé á fæðingardeild- inni í Reykjavílí., heldur Eski- móí, sem ætlar heim til Græn- lands við fyrstu hentugleika, þar sem hann mun læra að aka hundasleða og droga nið- ur um ís, og vinna önnur álíka karlmannleg störf. Fréttamaður blaðsins heim- sótti í gær Jens litla og Hel- enu móður hans, og rabbaði stundarkorn við þá síðar- nefndu. Helen Amaliich er frá litlu þorpi á austurströnd Græn- lands, skammt frá Scoresby- sund. Þar er ekkert sjúkrahús, og þar eð læknirinn í Scores- bysund taldi að taka þyrfti barn hennar með keisara- skurði, var hún send til Framhald á bls. 19. 0t&s0i0t0U0mm0*0»0mm0*0»0mm0i0$0i0i0~*0íi I0^0mm0»0m00mm0mm0mm0mm0mm0mm0m00mm0t0im Rússar og Frakkar standi saman P A R í S, 23. marz. — (Reuter — NTB — AFP) — Nikita Krúsjeff kom hing- að í morgun í 11 daga heim- sókn sína til Frakklands. — De Gaulle forseti tók á móti honum á Orly-flugvellinum, ásamt Debre forsætisráð- herra og ýmsum fleiri ráð- herrum stjórnarinnar. — Krúsjeff var þreytulegur, er hann steig út úr flugvélinni. De Gaulle bauð hann velkom- inn til Frakklands, og sagði m. a., að hann væri „fulltrúi þjóðar, sem hefði það í hendi segir Krúsjeff í París sér að miklu leyti að tryggja heimsfriðinn." — Krúsjeff sagði m. a. í svarræði sinni, að ef Rússland og Frakkland hefði samstöðu í friðarmálun- um, gæti ekkert ríki ógnað friðinum í Evrópu — eða heiminum. • Öryggisráðstafanlr Þeir de Gaulle og Krúsjeff óku síðan í opinni bifreið inn í borgina, umkringdir fjölda lög- reglumanna á bifhjólum. Talið er, að um það bil 80.000 Parísar- búar hafi fagnað sovézka for- sætisráðherranum við komuna, Framh. á bls. 19 Búlganin fær lausn í náð MOSKVU, 23. marz. (Reut- er). — Samkvæmt góðum heimildum hér, hefir Krú- sjeff, forsætisráðiherra, veitt Búlganin fyrirrennara sín- um lausn frá embætti þvi, sem hann hlaut í Stavropol, eftir að hann var sviptur embætti forsætisráðherra. — Fyrrgreindar heimildir telja Búlganin sjúkan — og hafi hann sjálfur beðið um lausn frá störfum. Er sagt, að hann hafi kvartað undan því við Krú- sjeff, að frammámenn kommúnistaflokksins í Sta- vropol hafi gert linnulausar árásir á sig vegna hinnar „andflokkslegu starfsemi", sem Búlganin játaði á sig 1957. — Krúsjeff er sagður hafa fallizt á lausnarbeiðni hans — og veitt honum 3000 rúblna eftirlaun á mánuði. Austurríki og Sviss iulU gilda fríverzl.samning VINARBORG og Bern, 23. marz. (NTB/Reuter). — Austurríki og Sviss fullgiltu í dag Stokkhólms- samninginn um fríverzlunar- bandalag hinna svonefndu „sjö ytri ríkja". — Efri deild sviss- neska þingsins samþykkti samn- inginn í dag með 37 atkvæðum gegn 9, eu neðri deildin hafði samþykkt hann í gær. í þingi Austurríkis var samn- ingurinn fullgiltur eftir margra klukkustunda umræður, Á morgun líkur sennilega við- ræðum, sem fram fara í Genf millifulltrúa friverzlunarbanda- lagsins og Finnlands um væntan- lega aðild þess að bandalaginu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.