Morgunblaðið - 24.03.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.03.1960, Blaðsíða 3
000 00-0 %•<** ■* $ *■*■*+# 0 * *-0* 0 00'0-00\<0>000!M-0;0!'’0S&0,0^*,:f'-\ Fimmtudagur 24. marz 1960 MORGUISBLAÐIÐ 3 Dýrmætt gljá- efni úr síldar- hreistri AAGE Schiöth á Siglu- firði hefur í næstum tíu ár starfað að rannsóknum og tilraunum með síldar- hreistur og hefur nú loks tekizt að vinna úr því dýr- mæta útflutningsvöru, — gljáefnið gúanín. Þessar tilraunir hafa verið bæði fjár- og tímafrekar, og oft kostað óhemju starf og þolinmæði. Aage Schiöth var hér í bænum um helgina og svaraði þá spurningum Morg- unblaðsins um vinnslu þessa. — Ég las um það í norskum blöðum fyrir allmörgum ár- um, að hægt væri að fram- leiða gljáperlur úr síldar- hreistri. Þetta vakti forvitni mina, og ég tók mér ferð á hendur til þess að kynnast þessari framleiðslu. En hér kom ég alls staðar að luktum dyrum. Enginn kunnáttumað- ur vildi láta mér nokkrar upp lýsingar í té ,sem að gagni mættu koma. Hér var um efna fræðileg leyndarmál að ræða, sem vandlega var gætt og vak að yfir. »» Hóf sjálfur tilraunir Ég tók að föndra við síldar- hreistrið heima hjá mér í Siglufirði, en það kom brátt í Ijós, að ég hafði reist mér hurðarás um öxl. Ég komst þó að þeirri niðurstöðu, að á síldarhreistrinu eru örsmáir kristallar, sem brjóta ljósið á svipaðan hátt og silfurberg, og það eru þessir kristallar, )±0 00 0 lf "0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 sem notaðir eru í margskonar dýrmætar gljávörur. Þetta efni heitir „gúanín“, og kemur fyrir víðsvegar í náttúrunni, en enn sem komi- ið er mun auðveldast að vinna það úr hreistri fiska, aðallega hreistri síldar og laxa, þess- ara fallegu, silfurgljáandi fiska. Þessu kunna að valda svipaðir lifnaðarhættir eða umhverfi í hafinu þann tíma, sem þeir halda sig, þegar þeir ganga ekki upp á grunnmið eða í ár og vötn. ><a, Vandasamar tilraunir til vinnslu. — — Áður en hægt væri að gera sér vonir um að efna til arðbærrar vinnslu á gúaníni, þurfti auðvitað að gera all- umfangsmiklar tilraunir til vinnslu í smáum stíl. Vinnslu- vélar eru ákaflega dýrar, og það er ekki aftur tekið, ef vinnslan fer í handaskolum. Varð ég því um langan tíma að fara með löndum. Ég gat hvergi aflað öruggs fróðleiks hjá öðrum. Ekkert hefur ver- ið um þetta efni ritað, og yf- irleitt var ekkert við að styðj- ast, annað en eigin reynslu. Ég varð sem sagt að finna aðferðina upp, þ.e. gera sjálf- ur allar tilraunir og læra af öllum mistökum, en jafnframt gat ég þá glatt mig við það, þegar árangur náðist. Samstarf við Harald Böðvarsson & Co. — Það var mér ómetanleg- ur stuðningur, þegar mér bauðst samstarf við feðgana Harald Böðvarsson og Stur- laug son hans á Akranesi. Þeir höfðu sjálfir látið gera svipað- ar tilraunir en voru ekki á- nægðir. Með þvi að taka hönd- um saman ,höfðu báðir betri von um árangur. Ég tel að ég hefði orðið að hætta við starf ið, ef stuðningur þeirra hefði ekki fengizt. — Nú hafa erlendar verk- smiðjur boðið okkur sæmilegt verð fyrir það efni, sem við getum framleitt, og árangur- inn er sá, að síldarhreistur, sem áður var gagnslaust efni og verðlaust, getur nú orðið að verðmætri útflutningsvéru. >n» Fleira fæst úr hreistrinu —Þá má líka geta þess, að fleira er hægt að vinna úr síldarhreistri og raunar öllu öðru hreistri, en það er efni, sem næg eftirspurn er eftir og telja má talsvert verðmætt, nefnilega slökkvikvoða. Þetta efni er notað til þess að slökkva eld í íbúðum manna, í skipum, flugvélum og víðar. Þarna er lifandi dæmi þess, hvernig við Islendingar fleygj um mikilsverðum hráefnum ónotuðum. Hér þarf sannar- lega að breyta um stefnu, halda öllu nýtilegu til haga, smáu og stóru. Talið berst nú að öðrum á- hugamálum Schiöths. Hann vill auk þess stofna til fiski- ræktar í stórum stíl, og hér telur hann sinn gamla góða Siglufjörð vera tilvalda mið- stöð, ekki sízt þegar öruggt vegasamband er komið á við Fljótin í Skagafirði, þessa fögru og frjósömu sveit. — Við eigum að hætta að karpa um andstæðurnar milli sveita og sjávarsíðu og efna til samstarfs, jafnvel samkeppni þeirra í milli, og sannarlega getur fiskiræktin orðið þar snar þáttur. Einmitt á svæð- inu umhverfis Siglufjörð, eru einhverjar beztu aðstæður á landinu til stórkostlegrar fiski ræktar. Ég á við Ólafsfjarðar vatn, Héðinsfjarðarvatn, Höfðavatn og Hópsvatn, og síðast en ekki sízt Miklavatn. Þetta vatn hefur um aldarað- ir verið Fljótamönnum svipuð gullnáma og Mývatn Þing- eyingum og Pollurinn Akur- eyringum. STAKSTEIKAR Afleiðing óstjórnarinnar Öllum íslendingum er það enn- þá í fersku minni, að þegar vinstri stjórnin setjtist á valda- stóla, lýsti hún því yfir að höfuð verkefni hennar væri að Ieysa öil efnahagsvandamál þjóðarinn- ar. Þetta sagðist hún mundu gera í samráði við verkalýðssamtökin og samtök framleiðenda í land- inu. Allir muna líka, hvernig vinstri stjórnin efndi þetta loforð sitt. Allt valdatímabil hennar mót- aðist af hraðvaxandi dýrtíð og verðbólgu. Hagur framleiðslunn ar þrengdist stöðugt, hallarekst urinn varð geigvænlegri með hverjum mánuðinum, sem leið, lánstraust þjóðarinnar þvarr og gengi íslenzkrar krónu hríðféll. Þetta er í örfáum dráttum saga þess ólánstímabils, er vinstri stjórnin fór með völd í landinu. Niðurstaðan varð svo sú, að þessi stjórn hrökklaðist frá völdum eftir að kjörtímabil hennar var rúmlega hálfnað. Þá gafst hún upp, hljóp frá öllu sukkinu, þeg ar þjóðin var að því komin að „ganga fram af brúninni‘“, eins og gefnahagsmálasérfræðingur hennar orðaði það svo réttilega. '0 0 0 0 0 0 0>0'0000'0'000 00-0-0t0\0}000-0-0 0 0 0- 0 00 0 0 0 0 Sýning Valtýs Péturssonar Sýning Valtýs Péturssonar í Listamannaskálanum hefir stað- ið síðan um helgi. Aðsókn hefir verið mjög góð og seldust 10 málverk þegar fyrstu dagana. Myndin hér að ofan er af e—u mósaikmálverki listamannsins. Hámarksflughraði Electra-véla takmarkaður — Er smiðagalli orsök slysanna? NORSKA blaðið Aftenposten skýrír frá því, samkvæmt frétt frá T)P-fréttastofunni, að lofl ferðayfirvöld Bandaríkjanna hafi gefið fyrirmæli um, að engin far þegaflugvél af gerðinni „Electra" megi fljúga hraðar en 500 km á klst. — en hámarkshraði sá, sem vélar af þessari gerð geta náð, mun vera um það bil 725 km á klst. Hagkvæmasti flughraði véla þessara mun hins vegar vera kringum 650 km/klst. ★ Rannsókn fer nú fram á á síð- asta „Electra-slysinu", sem varð í Indiana i Bandaríkjunum sl. fimmtudag, en þá fórust 63 menn er Electra-vél sprakk í loft upp á flugi. — Aður hafa orðið tvö slys með Electra-vél, hið fyrra, er flugvél af þessari gerð hrap- aði í EastRiver við New York hinn 3. febr. 1950, en þá fórust 65 menn. Hið síðara varð 20. sept. sl. haust, en þá varð sprenging í Electravél, sem var á flugi yfir Buffalo í Texas. Þar týndu 24 menn lífi. Fyrrgreindar takmarkanir, að því er varðar hámarkshraða, bera v.itt um, að eitthvað liggi að baki þeirn fregnum. sem áður hafa bor izt um það, að smíðagalli á vélun um hafi valdið fyrrgreindum slys um. Rannsóxn fer nú fram á því, hvori skemrndarverk kann að hafa verið orsök síðasta „Electra stys?ins“ — við Tell City í Indi- ana. Electravélarnar hafa verið reyndar síöan 1955 — og árið 1958 fengu þær flugleyfi frá við- komandi yfirvöldutn í Bandaríkj unum. — Nú hefir, samkvæmt fyrrgreindum fréttum, hámarks- flughraði þeirra verið takmark- aður — og sumar heimildir segja jafnvel, að bannað verði að fljúga Electra-vélum, á meðan ýtarleg rannsókn fer fram á flughæfni þeirra. Þess má geta, að nú þegar hafa yfir 20 flugfélög víðs vegar um heim annaðhvort fengið eða pantað Electra-flugvélar — sam- tals um 2000 vélar. — Loftleiðir gerðu á sínum tíma ráð fyrir því að kaupa slíkar vélar, eins og kunnugt er. Súpum seyðið af sukkinu ÞaS er af þessu einstæSa sukki og ráðleysi vinstri stjórnarinnar sem þjóðin sýpur seyðið í dag. Það var verðbólguflóð hennar, sem felldi gengi íslenzkrar krónu. Hin nýja skráning krónunnar nú er aðeins viðurkenning á stað- reynd, sem öllum landslýð varð Ijós haustið 1958, þegar stjórn Hermanns Jónassonar og félaga hans gafst upp. Þær verðhækk- anir, sem nú eru að gerast vegna hinnar nýju gengisskráningar eru þess vegna bein afleiðing af verðbólgustefnu þessarar lán- lausustu stjórnar, sem setið hef- ur á íslandi. Þetta verða íslendingar að hafa í huga nú, þegar þeir horfast í augu við stundarerfiðleika, vegna þeirrar viðreisnarráðstafana, sem óumflýjanlegar voru. Núverandi ríkisstjórn hefur aðeins haft kjark og manndóm til þess að horfast í augu við raunveruleik- ann. Hún hefur ekki tekið þann kost að renna sér fótskriðu und- an brekkunni, dulbúa hið sjúka efnahagsástand áfram og telja þjóðinni trú um að allt sé í lagi. Hún hefur þvert á móti valið hinn kostinn ,að leggja á bratb- ann, hefja viðreisnarstarf, serr. þjóðarhagur krefst að ekki verði lengur látið undan fallast. Nokkrar byrðar Það væri mjög óskynsamlegt af núverandi stjórnarflokkum að ætla sér að telja þjóðinni trú um það, að hægt sé að heyja viðreisnarbaráttuna án þess að almenningur leggi á sig nokkrar i byrðar. Vitanlega þýðir hin nýja gengisskráning hækkað verðlag á fjölmörgum nauðsynj- um landsmanna. Engum dylst heldur, að vaxtahækkunin hefur í för með sér ýmis konar erfið- leika fyrir þá, sem þurftu á lán- um að halda til margskonar fram kvæmda. En þessa erfiðleika kemst þjóðin ekki hjá því að taka á sig í bili, meðan hún er að koma efnahagslífi sínu á heil brigðan grundvöll. Þetta verður að segja þjóðinni. Það verður að vera hægt að tala við íslendinga eins og vitiborið og raunsætt fólk. Ella er vonlaust verk að berjast fyrir efnahagslegu og pólitísku sjálfstæði þessarar þjóðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.