Morgunblaðið - 24.03.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.03.1960, Blaðsíða 6
6 iuoRCvynr 4ðið Fknmtudagur 24. marz 1960 Frá Alþingi: Kosfar um 80 millj. að steypa Reykjanesbraut LAGT hefur verið fram á Alþingi frv. til laga um að Reykjanes- braut frá Álftanesvegamótum um Keflavík og Garði til Sandgerðis verði steypt og verkinu lokið á næstu fimm árum. Heimilist að taka allt að 85 millj. kr. lán í þessu skyni. Flm. frv. þessa eru Jón Skaftason og Geir Gunnars- son. í greinargerð er minnzt á þál,- till. er Ólafur Thors flutti á þingi 1958 til 1959 um steinsteyptan veg frá Hafnarfirði til Sandgerðis, er fjárveitinganefnd lagði til, að ásamt með þáltill. frá Ingólfi Jónssyni um vegagerð úr stein- steypu yrði afgreidd með þál. þess efnis að fela ríkisstjórninni að láta í samráði við ‘vegamála- stjóra gera áætlun um að steypa fjölförnustu þjóðvegi á næstu ár- um. Umsögn vegamálastjóra hefði borizt 30. jan. sl. og teldi hann, að kostnaður við nauðsynlegar umbætur og slitlag á Reykja- nesbraut muni nema samtals 68,1 millj., er sundurliðist þannig: Endurbygging á 35 km. vegar- kafla kostar 21,3 miHj. kr. og steypt slitlag á 40 km. vegar- kafla kostar 46,8 millj. kr. Telja flm. að eftir efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar muni kostnað- aráætlunin hækka um ca 25%. Bátar viff hafnargarffinn í Ölafsvík. Glaumbæjar- kaffi í dag HAFNARFIRÐI — í dag efnir Bamaheimilissjóður til kaffisölu í Alþýðuhúsinu til styrktar starf seminni í Glaumbæ hér suður i hraunum. — Hinn 12. þ. m. var hinn almenni söfnunardagdr, og voru þar seld merki og skemmt- un haldin í Bæjarbíói. Barnaheimilið er nú mjög fjár þurfi, og hefir því venð ákveðið að efna til kaffisölu i dag með alls konar góðgæti, svo sem heimabökuðum kökum. — Verður kaffi á boðstólum frá kL 3 og fram eftir deginum. Er þess að vænta að Hafnfirð- ingar fjölmenni í Glaumbæjar- kaffið, og má t. d. benda starfs- hópum á þrjú-kaffið í Alþýðu- húsinu, en þeir hafa oft fjöl- mennt þar undir svipuðum kring umstæðum. —G.E. «>------------------------- Niðursuðuverksmiðja í Stykkishólmi? - þýðingarmikil á Snœfellsnesi ÞRÍR þingmenn Vesturlands, Benedikt Gröndal, Sigurður Ágústsson og Ásgeir Bjarna- son, flytja í sameinuðu þingi tillögu til þingsályktunar um fiskileit á Breiðafirði. Er til- lagan á þessa leið: Alþingi ályktar aff fela ríkis stjórninni að láta fram fara rannsókn á humar-, rækju- og smásíldarmagni í Breiðafirði Skipt um vél Á FUNDI sínum áþriðjudaginn, var rætt um bæjarábyrgð vegna breytinga og endurbyggingar á togaranum Ingólfi Arnarsyni. Er í ráði að um leið og flokkunar- viðgerð fer fram á skipinu verði sett í togarann dieselvél. Samþykkti bæjarráð að mæla með því við bæjarstjórn að hækka ábyrgð bæjarsjóðs í þessu skyni um allt að sjö milljónir króna. * Hestar draga að sér forvitin börn Amma skrifar: Velvakandi! Það rtiá segja um vöxt Reykjavíkur síðustu árin, að hann sé örari en auga á festi. Beggja vegna Suðurlands- brautar — inn að Elliðaám — gefur enn að líta fé á beit og bóndabæi á stangli, en óðar en varir eru býlin komin inn í miðja byggð — byggðin er um það bil að gleypa þau með húði og hári — en bitinn stendur í og veldur óþægind- um. Veslan við Smáíbúðahverfi, við fjölfarnar og hraðfarnar krossgötur, stendur eitt þess- ara býla. Þar munu vera hafð- ir í geymslu reiðhestar reyk- vískra hestamanna, og er skemmst af því að segja, að hestarnir draga mjög að sér forvitin og fjölmörg börn ná- grannanna, en þau eru látlaust á ferli um tún býlisins, að og frá nær- liggjandi götum — og sífellt hlaupandi yfir götu. — Aí þessu randi barnanna staía háskaleg óþægindi — bílstjór- ar þurfa að hafa auga á hverj- um fingri þegar ekið er fram hjá býlinu -— og börnin raunar og viff Snæfellsnes til aff kanna grundvöll fyrir niffursuffuverk smiðju í Stykkishólmi. í greinargerð segir: Reynsla undanfarinna ára hef- ur sýnt, að mikinn hluta ársins er atvinna lítil í Stykkishólmi. Vélbátaútgerð hefur farið minnk andi, enda miklu lengri sókn á mið en frá verstöðvum vestar á Snæfellsnesi. Reynt hefur verið að tryggja jafna atvinnu með út- gerð togarans Þorsteins Þorska- bíts, en framtíð þeirrar útgerðar er tvisýn. Af þessum sökum er brýn þörf á aukinni fjölbreytni í atvinnulífi staðarins. Síðastliðíð haust hélt hrepps- nefnd Stykkishólms fund, þar sem mættir voru atvinnurek- endur staðarins og var rætt um framtíð atvinnulifsins þar. Fund urinn samþykkti tillögu, þar sem íarið var fram á þá leit að hum- ar-, rækju og smásíldarmiðum í Breiðafirði, sem þessi þáltill. fjallar um. Var helzt bent á þessa leið til þess að auka fjölbreytni atvinnulífsins og tryggja atvinnu árið^um kring í Stykkishólmi. oft í bráðri lífshættu .... því stundum sljóvgast gætnin, enda skemmst að minnast, að lítill, forvitinn drengur varð fyrir bifreið, og slasaðist mik- ið. ^Byrgjumlirunninn Það er gömul saga, að of seint sé að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofan í — en þegar börnin eru mörg, ber þó að byrgja, þó seint sé. J h±r‘ I 'U1-' FT/f Ætti því hið bráðasta að búa svo um hnútana, að hestahald og geymsla á þessum stað hafi ekki í för með sér bráða lífs- hættu fyrir böm nágrann- anna. AMMA Ólafsvík verstöð í ÓLAFSVÍK eru nú 11 stórir I vélbátar og bættust fjórir í hóp- inn á síðastlðnu ári. Ólafsvík liggur vel við viðskiptum að- komubáta, sem sækja á mið und- ir Jökli. Síðan nokkur friðun fékkst á nálægum veiðisvæðum hafa fiskigöngur aukizt stórlega um- hverfis allt land. Mest hefir aukningin orðið á veiðisvæðun- um umhverfis Jökul og í Breiða- firði, svo og í Vestfjörðum, en þessi svæði öll voru áður akur innlendra og erlendra veiðiþjófa. Ólafsvík er nú og hefir lengi verið blómlegasta fiskiþorpið umhverfis Jökul. Nú síðustu ár- in hafa komið fram ungir dugn- aðarmenn, kappsamir og afla- sælir, sem borið hafa að landi vaxandi auð og velmegun. Flot- inn hjá þeim Ólafsvíkingum hefur lika stækkað og eflzt svo ört, að fádæmi eða einsdæmi mun hérlendis. • Nafnið, sem þjóðin þekkirr Svavar Gests skrifar: Varðandi bréf, sem birtist í dálkum þínum fyrir nokkru um útvarpsþáttinn „Nefndu lagið“ óska ég að taka eftir- farandi fram: Bréfið kom mér ekki á ó- vart, því allmörg hinna „ís- lenzku laga“ ganga undir tveimur nöfnum. Fullyrðingar um aðeins eitt rétt nafn eru því vafasamar. Þegar slík lög hafa komið fyrir í þættinum þá hefi ég látið nægja algengara nafnið, það nafnið, sem þjóðin öll þekkir bezt úr „fslenzku söngvasafni", er út kom fyrir 45 árum og þá jafnframt úr „Nýju söngvasafni“, sem kom út fyrir áratug, og var það söngvasafn sérstaklega ætlað skólum og heimilum. Þetta eru mínar heimildir, þar er að finna þau nöfn, sem notuð eru í þættinum. Hafi einhver keppandi nefnt lögin öðrum nöfnum þá hefur það engu að síður verið talið rétt (hafi rétt nafn komið). Eitt sinn var lagið „Fyrr var oft í koti kátt“ leikið og kepp- andinn nefndi það „f Hlíðar- endakoti“, sem að sjálfsögðu var talið rétt. skapað nýja Ólafsvík. Ólafsvík framtíðarinnar með nýjum íbúð- arhúsum og byggingum til at- vinnureksturs, með nútíma þseg- indum. Fastir íbúar eru 800, en á vertíðum vinnur þar fjöldi að- komufólks, hvaðanæva að. Mann fjöldi þá er um eitt þúsund. Meðan vertíðin stendur er í aflahrotunum unnið nótt með degi, eða svo lengi sem fólkið þolir. Þessar skorpur eru vitan- lega misjafnlega langar, því ráða gæftir og afli. Þykir sumum gott þegar landlegur koma. Eins og kunnugt er var sam- þykkt að byggja landshöfn í hin- um forna Rifsdal, sem liggur nokkru utar en Ólafsvík. Nokkuð hefir verið unnið í þessari fyrir- huguðu landshöfn og útgerð haf- in þar, en hefur lítið þrozkast. Það mun hafa verið hugmynd forgöngumanna landshafnar i Rifi, að þessi nýja höfn yrði að- alhöfn Ólafsvíkinga og Sandara, og að lagður yrði vegur í Bú- landshöfða milli.Rifs, og Ólafs- víkur. Sú vegagerð er enn skammt á veg komin, og enn er ekki séð, að hún geti í framtíð- inni orðið sá grundvöllur, sem vaxandi vélbátaútvegi Ólafsvík- inga er nauðsynlegur. Gæti vel farið svo, að eftir tiltölulega stuttan tíma, 5—6 ár, væru komn ir 20 stórir vélbátar, sem heima- bátar í Ólafsvík. Auk þess myndu aðkomubátar leita þangað við- skipta hluta af vetrarvertíð og að haustinu, ef afgreiðsluskilyrði bötnuðu. Að þessum staðreyndum at- huguðum er það þjóðarnauðsyn, sem ekki þolir langa bið, að gert sé myndarlegt átak í hafnarmál- um Ólafsvíkinga til frambúðar. Það væru eðlilegustu og kær- komnustu atorkulaunin, sem Ól- afsvíkingar óska sér. Hafnarmannvirki eru víðast fjárfrek, og víst er að það kostar mikið fé að gera varanlegar hafnarbætur í Ólafsvík. Þó er að staða þar ekki lakari en annars staðar við Snæfellsnes, með þeim tækjum, sem nú er völ á, og reynslan hefir sýnt að í Ólafsvík er framtíðar útgerðarstaður, þar sem allir vinna að framleiðslu- störfum, beint og óbeint, þó geta ekki vinnandi heimahendur kom izt yfir að gera því til góða, sem að landi berst. Það er heldur ekkert smáatriði, sem hér um ræðir. Vertíðarafli heimabáta í Ólafsvík verður sennilega ekki undir 10 þúsund lestum á yfir- standandi vertíð. Máske nokkuð meiri. Nágrannaveiðistöðvar: Hellis- sandur (að utan) og Grafarnes (að innan) hafa einnig stóraukið framleiðslu sína undanfarin ár, og þá alveg sérstaklega á yfir- standandi vetrarvertíð. Að þörf- um þeirra verður að gefa fullan gaum, þótt Ólafsvík sé sá staður- inn, þar sem nýrra hafnarfram- kvæmda er bráðust þörf. Hér að framan hefir aðeins verið drepið á þörf ört vaxandi vélbátaútvegs Jöklara sjálfra. Til viðbótar þykir rétt að minna á það, að fjöldi vélbáta víðsvegar að sækir að jafnaði á hin gjöfulu fiskimið við Jökulinn, styttri eða lengri tíma á hverri vetrarvertíð, sem fer eftir gæftum og afía- brögðum. Margt af þessum að- komubátum myndi vilja og þurfa að njóta ýmislegrar fyrirgreiðslu svo sem sölu á afla, t. d. í Ólafs- vík, ef þess væri kostur. En um slíkt hefir ekki verið að ræða undanfarið af skiljanlegum ástæð um. Það er einmitt nú talað mikið um samdrátt á framkvæmdum. Er okkur sagt að það sé nauð- synlegt, svo við getum áfram lif- að í landinu. En ekkert má hindra það, að við getum haldið uppi nauðsynlegustu framkvæmd um til vaxandi framleiðslu, sem oft margborgar kostnaðinn á til- tölulega stutum tíma. Það er þetta viðhorf, sem þarf að ráða um stækkun hafnarinnar í Ólafs- vík. Slík framkvæmd er þegar aðkallandi nauðsyn fyrir Snæ- fellinga sjálfa, og fjölda annarra. í Ólafsvík þarf að koma full- komin og mikilvirk fiskihöfn, bæði með tilliti til aukins fisk- afla og síldveiða. Það er mörg matarholan undir Jökli. Hinir dugmiklu sjómenn verða að fá skilyrði til að gera þær sem arðgæfastar. Arngr. Fr. Bjamason. Ágæt veiði á handf æri GJÖGRI, 23. marz. — Hér er alltaf sama blíðskapar veðráttan, spegilsléttur sjór og sól. Tveir einhleypir bændur úr Trékyllis- vík hafa róið undanfarna daga, og fiskað ágætlega á handfæri, frá 100—1300 pund í róðri. Þess má geta að þessir tveir einhleypu bændur eru fáa tíma í hverjum róðri, því þeir hafa sínum skyldu- störfum að gegna, að hugsa um búpening sinn, því að engar eiga þeir konurnar til að gefa fram á jöturnar. Þeir þurfa langt að sækja á fiskimiðin, en þetta er stór og ágætur fiskur. Ágætis rauðmagaveiði hefur verið undanfarið á Gjögri. — Regína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.