Morgunblaðið - 24.03.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.03.1960, Blaðsíða 8
8 MORGUN BLAÐIÐ Fimmtudagur 24. marz 1960 Búnaðarþingi lokið Ersdaði með deilum um efnahagsmál 1 FYRRADAG var 42. búnað- arþingi slitið kl. 5.30. Forseti þingsins, Þorsteinn Sigurðs- son á Vatnsleysu, gaf yfirlit yfir störf þingsins. Það hefur staðið í 26 daga og þingfundir hafa verið 22. Fyrir þingið voru lögð 47 mál og af þeim voru 39 afgreidd, 2 fóru til milliþinganefnda og 6 mál hlutu ekki afgreiðslu. Síðustu fundir þingsins voru á mánudag og þriðjudag. Á fund- inum á mánudag afgreiddi bún- aðarþing svofellda ályktun um eflingu veðdeildar Búnaðar- banka íslands: Efling veðdeildar „Búnaðarþing ályktar að skora á ríkisstjórn og Alþingi að stuðla að því að tekið verði á þessu ári allt að 50 millj. kr. erlent lán handa veðdeild Búnaðarbankans, og verði ríkisábyrgð veitt fyrir láninu og lánstíminn ákveðinn eigi skemmri en 30 ár. Þá verði og svo ákveðið í sam- bandi við lántöku þessa, að ef gengisbreyting yrði á lánstíman- um, þá skyldi sá halli, sem af því kynni að leiða fyrir veðdeild- ina, jafnaður með fjárframlagi úr ríkissjóði". Þá var og á mánudaginn sam- þykkt stórt og mikið mál, en það var frumvarp til ábúðarlaga. Breytingar á búfjárræktarlögum Einnig voru samþykktar nokkr ar breytingar á búfjárræktarlög- unum. Má þar geta nokkurra atriða er við koma hrossarækt. Fela breytingarnar í sér hækkun á styrkjum til stóðhestahalds, hækkun á styrk til hrossarækt- arsambands, er láti reisa girð- ingu til starfsemi sinnar o. fl. Þá er lagt til að inn í búfjár- ræktarlögin komi ný grein er fjallar um viðhald þess geita- stofns, sem til er í landinu. Orð- ist greinin þannig: „Búnaðarfélagi íslands er skylt að sjá um, að geitastofni þeim, sem nú er til í landinu, verði við haldið. Veita skal þeim bændum, sem geitpening eiga, kr. 60,00 sem árlegan styrk á hverja geit, sem þeir hafa á fóðr- um. Þó skal ekki veita styrk á fleiri en 200 geitur árlega. Skylt er þeim bændum, er geitabú reka og styrks njóta, að senda Búnaðarfélagi íslands ár- lega skýrslur um rekstur búsins í því formi, sem viðkomandi ráðunautur félagsins telur full nægjandi“. Þá voru og gerðar breytingar á ákvæðunum um fóðurbyrgða- félög. Fjáröflun til Ræktunarsjóðs og Byggingarsjóðs Á fundi sínum á þriðjudag samþykkti þingið tillögu til þingsályktunar varðandi fjáröfl- un fyrir Ræktunarsjóð og Bygg- ingarsjóð svofellda: „A. Búnaðarþing ályktar að skora á Alþingi og ríkisstjórn að gera hið allra fyrsta ráðstafanir til að afla Ræktunarsjóði og Byggingarsjóði nauðsynlegs fjár- magns með hagstæðum kjörum, svo þessir sjóðir geti á næsta hausti og eftirleiðis sinnt því hlutverki, sem þeim er ætlað lögum samkvæmt, enda verði strax og fært þykir lánstíminn lengur og vextir lækkaðir af þessum lánum frá því sem nú er, samkvæmt núgildandi bráða- birgðaráðstöfunum um þetta efni, og verði lán, sem veitt eru samkvæmt núgildandi lánskjör- um færð til samræmis við það. B. Jafnframt skorar búnaðar- þing á Alþingi og ríkisstjórn að gera ráðstafanir til að bæta Ræktunarsjóði og Byggingar- sjóði þann halla, sem sjóðirnir bíða árlega sökum mismunar á útlánsvöxtum þeirra og vöxtum af því fé, sem þeir hafa að láni. Einnig óskar búnaðarþing að ríkissjóður hlaupi undir bagga og taki að sér greiðslu á erlendum lánum þessara sjóða, nema kost- ur verði annarra öruggra ráða þeim til hjálpar. C. Ennfremur er þvi treyst, að ríkissstjórnin útvegi nú þegar það fé, sem með þarf, svo fcaman greindir sjóðir geti afgreitt á næstu mánuðum þær lánbeiðnir, er liggja hjá þeim og hafa öll skilríki í lagi, og með þeim láns- kjörum, er áður hafa gilt“. Umræður um efnahagsmál Að síðustu afgreiddi þingið tillögu varðandi efnahagsmál. I lok þingsins báru þeir Gunn- ar Guðbjartsson, Bjarni Bjarna- son, Baldur Baldvinsson og Jó- hannes Davíðsson fram tillögu um efnahagsmál. Er hún var lögð fyrir þingið báru þeir Einar Ólafsson og Siggeir Björnsson fram aðra tillögu um sama efni. Eftir nokkrar umræður varð samkomulag milli flutnings- manna beggja tillagnanna að sameinast um eina tillögu og var hún svohljóðandi: „Búnaðarþing metur að verð- leikum þá fyrirgreiðslu, sem út- flutningi landbúnaðarvara var tryggð með samkomulagi um bú- vöruverð í sl. desembermánuði og þann rétt, sem bændum er veittur til að hækka verð land- búnaðarvara vegna hækkaðs reksturskostnaðar á verðlags'' inu, en jafnframt vekur búnao- arþing athygli Alþingis og ríkis- stjórnar á því að sumir þættir efnahagslöggjafar þeirrar, sem nú hefir verið ákveðin, geta orð- gjtianSRB! r* * f'x* ' • . vv . Þyril- j vœngja MIG MINNIR að Flugfélag Is- lands hafi eitt sinn flutt trakt- or loftleiðis austur í Öræfi. Slíkt þykir víst að sönnu ekki mikil tíðindi á íslandi nú orð- ið. Þó eru það stórir hlutir, þegar þess er minnst sem áð- ur var um samgöngur austur þangað og flutninga, jafnvel þó ekki sé litið lengra aftur í tímann en til þess er Skaft- fellingur var að lóna austur við sandana til að koma vör- um á land við Ingólfshöfða. Hér í Noregi búa enn marg- ir bændur víð mikla samgöngu ' Þyrilvængja lendir í Maldal flytur fraktor erfiðleika, jafnvel slíkt vega- ieysi að þess er enginn kost- ur að komast með hest og kerru heim til bæja. Inni í Ryfylki, aðeins fáa km. frá fjölmennum iðnstöðvum með tugmilljóna framleiðslu ár- lega eru bændabýli sem eng- inn vegur er að, enda myndi kosta hundruð þúsunda eða jafnvel milljóna, talið í norsk- um krónum að sprengja veg í björg og klet'ca heim að bæj- unum. Slík býli sem hér er um að ræða eru oft mikil góðbýli um margt og þrautseigja margra bænda að búa á þeim er ótrúlega mikil. Einn slíkur bær er býlið Maldal í Ryfylki, þar búa enn 2—3 bændur, hafa byggt sér rafstöð og búa myndarbúskap í fullu sar-ræmi við þá fram- kvæmd. Bændunum í Maldal þótti súrt í broti að vera traktor- lausir, en þar er enginn flug- völlur og og ekkert Flugfélag Islands til að leysa þá þraut að koma traktor til þeirra. Málið var samt leyst nú ný- lega og var til tíðinda talið hér um slóðir. Búvélafirmað Eikmaskin í Stafangri seldi bændunum í Maldal 37 hest- afla traktor og lofaði að koma bonum heim á hlað til þeirra. Eikmaskin sendi traktorinn með skipi til Sauda og tvo vélamenn með honum. Þeir rifu traktorinn sundur í Sauda og skiptu honum í fjórar byrð ar. Svo kom flugherinn til sög unnar með vinsamlega fyrir- greiðslu, sem um leið var góð æfing fyrir þyrilvængju-flug- mennina, sem þar voru að verki. Þeir komu og fluttu traktorinn í fjórum ferðum upp í Maldal. Tók sá flutn- ingur eigi nema eina klst. alls. Vélamennirnir voru líka flutt- ir loftleiðis upp að Maldal. Þeir komu traktornum saman aftur, og nú geta bændurnir í dalnum unnið vorverkin með traktor eins og bændurnir niðri í sveitinni, en þeir hjá Eikmaskin brosa í kampinn yfir því að hafa slegið tvær flugur í einu höggi, greitt vel íyrir bændunum í Maldal og auglýst firma sitt og þjónustu svo að um munar. Jaðri, 16. marz 1960. Árni G. Eylands. Þyrilvængjan tekur hluta af traktor á bryggjunni í Sauda. ið bændum þungir í skauti, og þá einkum þeim mönnum, sem nú eru í þann veginn að hefja búskap, eða hafa staðið í og eiga Fulltrúar á nýloknu búnaðarþingi. miklum framkvæmdum ólokið. Af þessum sökum vill búnað- arþing beina þeirri áskorun til ríkisstjórnar >\g Alþingis að nauðsyn ber til að gerðar verði ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar af þessum ástæðum og að stutt verði á allan hátt að heilbrigðri þróun landbúnaðarins“. Undir þessa tillögu rita þeir Gunnar Guðbjartson, Einar Ólafsson, Jóhannes Davíðsson, Baldur Baldvinsson, Siggeir Björnsson og Bjarni Bjarnason. Sprengja samkomulagið Er til umræðu kom um tillög- una bar Kristján Karlsson fram breytingartillögu um að þar sem stendur — „efnahagslöggjafar þeirrar, sem nú hefir verið ákveðin, geta orðið bændum þungir í skauti .... “ — komi í staðinn — „verða bændum þung- ir í skauti ....“. Tillaga þessi var studd af búnaðarmálastjóra. Við þetta brast samkomulags- grundvöllurinn og fór svo að breytingartillagan var sam- þykkt með 10 atkv. gegn 7, en 8 sátu hjá. Síðan var tillagan svo breytt samþykkt með 18 atkv. gegn 1 en 6 sátu hjá. ítalskur píanóleik- ari hlutskarpastur 13. marz sl. fór fram í hljóm- leikasal National-Fílharmóní- unnar í Varsjá afhending verð- launa til sigurvegaranna í 6. al- þjóðlegu samkeppni píanóleik- ara, sem kennd er við Chopin. Úthlutun verðlaunnanna var hinn hátíðlegi lokaþáttur á þriggja vikna hljómleikum ungra píanóleikara, sem í glæstri keppni höfðu barizt um lárviðar- titil hins minnisverða árs 1960, er 150 voru liðin frá fæðingu hins mikla tónskálds og minnzt var um heim allan. í fyrstu umferð keppninnar tóku þátt 76 píanóleikarar frá ‘ 30 löndum, af þeim komust að eins 12 í síðustu umferð. 1. verð- laun hlaut ítalskur píanóleikari 18 ára að aldri Maurizio Pollim. Aðrir sem verðlaun hlutu voru: Irina Zariískaya frá Sovétríkj- unum, Tania Achout-Haratoun- ian frá íran, Li Min Chan frá Kína, Zianida Ignatieva og Val- ery Kastielski frá Sovétríkjun- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.