Morgunblaðið - 24.03.1960, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.03.1960, Blaðsíða 10
10 MORCVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 24. marz 1960 Utg.: H.í Arvakur, Reykjavík. Ikamkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinssor, Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 40,00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 2.00 eintakið. ÁBYRGÐ STJÓRN ARANDSTÖÐ- UNNAR UTAN UR HEIMI CTJÓRNARANDSTÆÐING- ^ AR halda áfram haturs- fullum árásum sínum á við- reisnarstefnu ríkisstjórnarinn ar. Það er ekkert við það að athuga, þó stjórnarandstæð- ingar gagnrýni ýmislegt í stjórnarstefnunni á hverjum tíma. Lýðræðið byggist ekki hvað sízt á málfrelsi minni- hlutans og tillitssemi við hann. En minnihlutinn verð- ur jafnframt að vera já- kvæður í gagnrýni sinni og miða hana við heill þjóðar- innar, en má ekki láta stjórn- ast af gremju yfir valdamiss- inum. Enda er það enn einn kostur lýðræðisins, að völdin eru ekki fast tengd neinum einum flokki eða stefnu. Miklar þrengingar Enginn réttsýnn maður gæti haldið því fram, að núverandi stjórnarandstaða gætti fyrrnefndra 'skilyrða í málflutningi sínum. Hún ger- ir allt, sem hún getur til að tortryggja hinar nýju efna- hagsaðgerðir, þó að forystu- mennirnir hljóti að vita, að ef þær fara út um þúfur, þá bíða allrar þjóðarinnar miklar þrengingar. Það, sem nú er verið að gera, hefur hlotið meðmæli færustu efnahagssérfræðinga, innlendra og erlendra. Við njótum mikilvægrar aðstoð- ar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Efnahagssamvinnustofnun arinnar til þess að fram- kvæma þær. Ef hið mikla átak í efnahagsmálunum mis- tekst, og það getur því aðeins mistekizt, að stjórnarandstæð ingum takist að æsa almenn- ing til óhæfuverka, þá mun íslenzka þjóðin fá það orð á sig á alþjóðavettvangi, að hún sé ábyrgðarlaus og óraunsæ. Slíkt fyrirbrigði mun engin alþjóðastófnun fást til að styrkja á nokkurn hátt. Þá myndum við einangrast frá nágrönnum okkar. Komið í veg fyrir hrun Að vísu má segja, að nokk- ur von gæti verið fólgin í því, að þjóðin fengist til að leggja á sig miklar byrðar, ef sér- hver einstaklingur fyndi fyr- ir því á átakanlegan hátt, að allt væri komið í óefni, svo sem eftir hrun peningakerfis- ins, eða annað slíkt. Núverandi ríkisstjórn hef- ur einmitt sett sér það mark, að þjóðin þurfi aldrei að komast í slíkar raunir. En mikil er ábyrgð þeirra manna, sem hyggjast hindra þetta starf. Við sjósetningu. Myndin sýnir skrúfustaðsetningu og skutbúnað. Lítill skuttogari UNGA FÓLKIÐ NÝJASTA viðbótin við flota skuttogaranna heitir Universal Star og er frá Aberdeen. Þessi togari er all frábrugðinn öðrum skuttogurum, sérstaklega stærð- in, en mesta lengd hans er að- eins 31,7 metrar eða svipuð lengd og á um 200 tonna vélbátum. Universal Star er nýlega kom- in til Aberdeen úrveiðiferð. Skip- stjórinn, George Robb, lætur mjög vel yfir sjóhæfni skipsins og segir að unnt hafi verið að toga í 8—9 vindstigum, eftir að margir togarar af venjulegri gerð voru hættir. Gott sjóskip Áhöfnin er 14 manns og eru þeir sammála skipstjóra um sjó- hæfnina og segja ennfremur að vinnuskilyrði séu míklu betri en á venjulegum togurum. Skipið sé mjög stöðugt og taki ekki á sig sjó, jafnvel í verstu veðrum. Helzti gallinn, sem fram hefur komið í sambandi við þennan tog- ara, er sá, að ekki hefur reynzt unnt að notast við venjuleg veið- arfæri. Þá þrjá mánuði, sem skip- ið hefur verið að veiðum, hafa ýmsar lagfæringar verið gerðar, og segir skipstjórinn að nú muni byrjunarerfiðleikarnir vera yf- irstignir. Aðalbreytingarnar liggja í því að toghlerarnir eru léttari en venjulegir toghlerar. Einnig voru nokkrar breytingar nauðsynlegar á höfuðlínu o. fl. Fiskað í reynzluferð Smíði þessa nýja skuttogara hófst 18. júní 1959 og var reynzlu ferð farin í nóvember sama ár. Farið var á Norðursjávar-mið og fiskað þar í tvo daga með sæmi- legum árangri. Er það algjör ný- lunda að fá hagnað úr reynzlu- ferð. Ætlunin er að láta Univer- sal Star stunda veiðar í sex mán- uði, og bera síðan árangurinn saman við afköst 35 metra tog- skipa af venjulegri gerð, sem stunda veiðar á sömu miðum, sennilega við Færeyjar. Ný vandamál Vegna þess hve Universal Star er miklu minni en aðrir skuttog- arar, voru ýms vandamál, sem leysa þurfti áður en smíði hófst. Stærri togararnir draga til dæm- is botnvörpuna upp á efra þilfar eftir þar til gerðri rennu, sem gengur aftur úr þeim, en á Uni- versal Star er ekkert efra þilfar, og ekki var mögulegt að hafa skutinn opinn. Var það ráð tek- ið að setja borðstokk fyrir skut- rennuna, sem hægt væri að leggja flatann þegar botnvarpan er dregin á þilfar. Þá er á Uni- versal Star ný tegund „gálga“, sem unnt er að sveigja aftur til að auðvelda innbyrðingu botn- vörpunnar. Nokur hætta var álit- in á því að varpan lenti í skrúf- unní, og var því ákveðið að búa skipið tveim skrúfum, en á þann hátt var unnt að staðsetja þær miklu framar á skipinu en ella. Athyglisverð nýjung Of snemmt er að segja endan- lega um árangur af tilraununum með þessa tegund skipa. En sú reynzla, sem þegar er fengin, gefur mjög góðar vonir. Ýmissa endurbóta er þörf og verða þær gerðar á næsta togara sem byggð ur verður af þessari gerð. Fyrir- sjáanlegt er að hér er á ferð merkileg nýjung, sem vert er að veita athygli. ¥ ARÓÐRINUM gegn við- *■ reisnarstefnunni er því meðal annars haldið fram, að ungt fólk, og þá einkum það, sem mun stofna heimili á næstunni, muni mæta miklu meiri erfiðleikum, en verið hefði að óbreyttri skipan mála. Þetta er furðuleg röksemda færsla, ef nota má svo virðu- legt orð í þessu sambandi. Að vísu er nú stefnt að því, að lántakendum, hvort sem þeir eru ungir eða gamlir, skuli ekki haldast uppi að féflétta lánveitendur, eins og þeir hafa gert svo lengi að undan- förnu. Ekki er hægt að taka þátt í hryggð þeirra, sem harma endalok slíks órétt- lætis. Hyldýpi blasti við En viðreisn þjóðfélags, sem komið var fram á gjárbarm, þannig að hyldýpi blasti við, eins og svo skáldlega og rétti- lega hefur verið lýst, getur ekki verið tilræði við unga fólkið. Hið gagnstæða er ein- mitt hið rétta. Það skiptir unga fólkið meira máli en nokkra aðra, að lagður sé grundvöllur að heilbrigðu þjóðfélagi. Ef sú viðleitni mis tekst er það langalvarlegast fyrir það fólk, sem fyrst og fremst fengi það hlutverk að reisa þjóðfélag sitt úr rústun- um. Og það mundi enginn gera, ef það yrði ekki unga fólkið. Allir landsmenn þurfa að skilja það og þá alveg sér- staklega unga fólkið, að þjóðin á aðeins um tvo kostí að velja: Sigur stjórn- arstefnunnar eða efnahags- legt hrun. Universal Star. Efnahagsþróun Afriku — rædd á ráðstefnu 1 Tanger EFNAHAGSNEFND S. Þ. fyrir Afríku (ECA) hélt nýlega ráð- stefnu í Tanger og samþykkti ýmsar mikilvægar ályktanir. — Nefndin fól framkvæmdastjóra sínum, Mekki Abbas (Súdan), að rannsaka hvernig bezt verði stuðlað að þróun iðnaðar í Af- ríku. Jafnframt samþykkti hún áætlun um að láta gera kort yfir náttúru-auðlindir álfunnar. Með sérstöku tilliti til málma, sem eru fyrir hendi í Afríku, var lögð áherzla á að rannsaka mögu- leikana á að hefja þar iðnað, sem byggður sé á málmvinnslu. — ★ — Þá var ákveðið að kveðja sam- an ráðstefnu afrískra kaupsýslu- manna árið 1961 til að ræða flutn ing fjármagns milli Afríkuríkj- anna, aukin viðskip.ti og nýja markaði og nýtingu auðlindanna með einkaframtaki. Fram- kvæmdastjórinn var beðinn að koma með tillögur, sem miðuðu að því að stemma stigu við ýms- um óheppilegum áhrifum, sem efnahagsheildir í Evrópu kynnu að hafa á viðskipti og iðnvæðingu Afríku. Þar sem ekki er fyrir hendi nein alþjóðleg stofnun, sem fjall- ar um fiskveiðar, á svæðinu milli Miðjarðarhafs og Gíneu-flóans, samþykkti nefndin ályktun um að setja á stofn sérstaka fiskveiða nefnd til að ráða þar bót á. — ★ — Nefndin lagði megináherzlu á nauðsyn þess að búa Afríkumönn um skilyrði til haggnýtrar mennt unar, svo að þeir geti tekið æ virkari þátt í uppbyggingunni. — Skorað var á meðlimi S. Þ. og annarra efnahags-stofnana að gera allt, sem í þeirra valdi stæði til þess að efla möguleika Afrikubúa til að mennta sig 1 hagfræði, skýrslugerð, opinber- um rekstri og stjórn iðnfyrir- tækja. — ★ — Fundinn sátu meðlimir allra 16 aðildarríkja nefndarinnar, ásamt fulltrúum hinna 10 óbeinu aðild- arríkja. Tvö svæði, Belgíska Kongó og Rúanda-Úrúndi, urðu óbeinir meðlimir EAC á fundin- tim. Ennfremur voru áheyrnar- fulltrúar frá 13 ríkjum viðstadd- ir fundinn, ásamt fulltrúum ým- issa alþjóðastofnana og einka- fyrirtækja. Næsti fundur nefnd- arinnar verður haldinn í janúar eða febrúar 1061 í Addis Abeba, höfuðborg Eþíópíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.