Morgunblaðið - 24.03.1960, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.03.1960, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 24. marz 1960 MORGVNBLAÐIÐ 11 Cuvilliésleikhúsið í STRÍÐSLOK, þegar borgir Þýzkalands lágu í rústum og helztu menningarstöðvar lands- ins þ. á m. leikhús, voru grjót- hrúgur einar, var það spá flestra, að vegna samkeppni við svo stór- kostlegar menningarmaskínur, sem útvarp og sjónvarp mundu aldrei framar rísa af grunni leikhús, né leiklistarlíf geta blómgazt í því landi, er hafði þótt miðstöð leiklistar í álfunni. Til allrar hamingju reyndist þessi spá ,vera hin mesta firra. Þegar var hafizt handa við að byggja bráðabirgðaleikhús, sem héldu uppi fyrst um sinn leiklistarlíf- inu handa þakklátum og áhuga- sömum áhorfendum, og óðar en varði risu svo hin glæsilegustu leikhús í borgum landsins, sem lyftu enn á ný list hins talaða orðs í upphæðir, og ekki þurfa þau að óttast áhugaleysi sjón- varpsóðra borgara, þau eru nær undantekningarlaust alltaf full, og það er ekkert grín að útvega sér miða. En er þó sú borg, sem enn þarf að notast við bráða- birgðaleikhús til leik- og óperu- sýninga sinna, og hefur hún þó tvímælalaust á áð skipa með beztu kröftum landsins: Miinch- en. Enn standa aðeins gapandi útveggix hins fyrrum volduga Ríkisleikhúss borgarinnar, og nú fyrst er verið að hefjast handa við endurbyggingu þess. Skal það vera tilbúið 1962 og vera þá eitt glæsilegasta leikhús álfunnar. Þó hefur gagnrýnin á þessum seina- gangi verið hörð og áköf. En hvað sem allri gagnrýni líður, má samt segja, að viðkomandi yfirvöld hafi þvegið hendur sínar með endurbyggingu annars og minni leikhúss, hins svokallaða Cuvilliésleikhúss. Leikhús þetta er hreinasta perla og stolt Múnch enarbúa. Útlendingar koma víðs vegar að til þess að skoða það. Þetta er nákvæm endurbygging á einstaklega fögru hirðleikhúsi, sem byggt var á miðri 18. öld (1751—1753). Óperusýningar við hirðina Upphaflega var Cuvilliésleik- húsið eingöngu byggt fyrir óperu sýningar við hirðina. f þann tíð hafði annað hirðóperuhús starfað í Múnchen í eina öld, þar sem ópera barocktímans hafði þróazt og dafnað. Barockóperan (og þar með óperan yfirleitt) á eins og flest annað á sviði lista og menn- ingar á þessum tíma rót sína að rekja til Ítalíu, til ítalska leik- stílsins, comedia dell’arte, sem hafði og verið leikinn við hirð- ina enn fyrr. Seint á 16. öld voru á Ítalíu gerðar tilraunir með end urvakningu grískra harmleika- stílsins með kór og rezitatívi, ná- kvæmum texta, sem var algjör- andstaða comedia dell’arte, þar sem leikarar mæltu það af munni fram, sem andinn innbauð þeirn í hvert skipti. Þannig varð svo óperan til (fyrsta óperan: Dafne, eftir Peri og Caccini, Florenz 1594). Var þá fyrirbærið nefnt comedia cantala eda comedia in musica. EVrsta óperan í Múnchen var sýncT 1653 og sama ár var áðurgreint hirðóperuhús byggt. Þar þróaðist smám saman barock óperan, sem var aðallega hömruð saman úr fjölþættari og merki- legri list Jesúítaleikhúss'.r.s, hljómlist og síðast en ekki sízt vanabundinni og skrautlegri hirðskrúðgöngu, trionfi, svo að á endanum var barockóperan ein heljarmarséring og flottsýning, sem öll hirðin tók þátt í, lék og söng, og aðaltilgangurinn var að syngja kjörfurstanum, aðal- manninum, lof og prís. Var sa lotningarfulli hósíannasöngur há mark óperunnar. Loks brann þetta leikhús, rokokostefnan var að ryðja sér til rúms og trionfi- áhrifin höfðu þorrið, þannig að hirðin varð nú að láta sér nægja að horfa á sýningarnar, og þá var það, sem Max III Josep, kjör- fursti af Bæjaralandi, bauð dvergnum Cuvilliés, hirðhúsa- meistara, „dem Meister des höf- ischen Bayrischen Rokokos“, að hefja smíði nýs óperuhúss. Sá byggði síðan leikhús það, sem við ha er kennt, þetta afburða fagra rokokoleikhús, eftir ítalskri fyrir mynd (stúkuleikhús, Logentheat er, á la Feneyjar, Róm), sem enn í dag er yndi Múnchenarbúa. Leiktjaldageymsla Slík var merkileg forsaga Cuvilliésleikhússins, en það á sér líka sjálft merkilega sögu, eins og maður jafnvel finnur á sér, þegar maður er staddur í því. Fram til 1795 var leikhúsið ein- göngu notað til hirðóperusýn- inga, þar sem t. d. náungar að nafni Christaff Gluck eða WolE- gang Amadeus Mozart stóðu á hl j óms veitarst j órapalli. Óperur þeirra beggja voru oft sýndar sem Faschingsóperur á kjötkveðjuhátíðinni, og mætti þá hirðin grímuklædd á sýninguna. Forleikir fóru að tíðkast til þess að þagga niður í hirðinni, og ballettar urðu fastur liður (2 balli seri). Eftir 1795 var farið að sýna leikrit og þýzkar óperur í leikhúsinu og nú jafnframt öll- um heimill aðgangur. 1805 var þar maettur Napoleon Bonaparte. 1811 fékfe leikhúsið svo hættu- legan keppin*ut þar sem hið ný- byggða, glæsilega Ríkisleikhús var, að 1834 var því lokað og það notað sem leiktjaldageymsla Ríkisleikhússins. Þó sáu menn skjótt, hversu mikill skaði væri að svo fallegu litlu leikhúsi fyrir þá innilegu leikhússtemningu, sem aðeins lítil leikhús geta veitt. 1857 var því aftur dubbað upp á það, sem aflögu hafði farið og hafnar leiksýningar af fullum krafti. Skömmu fytrir aldajmót tók það hringsvið í notkun, fyrst leikhúsa á Vesturlöndum áður íMunchen steindur veggur voru vandlega hlutuð sundur, númeruð og flutt burtu. Eftir voru aðeins gráir yeggirnir. Þeir hrundu svo þrem vikum seinna í loftárás. Eftir stríðið voru þeir aftur reistir, og utan á þá og inni fyrir var árið 1948 hraflað saman glingri og nefnt bráðabirgðaleikhús. Stend- ur það enn og heitir Residenz- theater, það er eitt ljótasta leik- hús, sem ég hef séð, þar leika beztu leikarar borgarinnar kvöld eftir kvöld, — til bráðabirgða. Þetta er nýtt leikhús innan gam- alla veggja, í gömlu umhverfi. f nýju umhverfi En örskammt þar frá var árið 1958 enn á ný hið gamla leikhús opnað, í nýju umhverfi. Og e.t.v. er það nú enn fallegra en nokkrU sinni fyrr, því að mjög hefur ver- ið vandað til allrar heildarsmíð- arinnar, enda er það einn liður og óaðskiljanlatgur hluti sögu- listasafns Bæjarlands og sam- kvæmt því aðeins starfrækt yfir vetrarmánuðina, því að á sumr- um skal það laða ferðamenn og vera sýnt sem safngripur, og er það miður. Leikhúsið er staðsett mitt inni í bákni safnhúsasam- stæðunnar, og til þess að komast þangað verður að ganga marga og krókótta undirganga og sund. Því næst opnast manni húsa- garður með stórum, fallegum gosbrunni í miðjunni, langt frá óhljóðum og skellinöðruskrölti umferðarinnar, umluktur öldn- Framh. á bls. 13. Gunnar Bjarnason: H vanneyrarbréf um Rogalandsbréf SÁ ÁGÆTI starfsmaður og trún aðarmaður íslenzka landbúnaðar íns um nærfellt fertugt skeið, Árni G. "Eylands, hefur tvívegis ritað merkilegar greinar um bún- aðarkennslu og tilraunastarfsemi hér á landi, þá fyrri í Ársriti Ræktunarfélagsins, er nefndist „Mold eða möl“, en sú síðari birt- ist í Mbl. 10. febrúar sl. og nefnd- ist „Rogalandsbréf". í báðum þessum greinum mælir Árni ein- dregið og rökfast með því, að kennsla í búvísindum og rann- sóknarstörfum búnaðardeildarinn ar skuli sameinuð á Hvanneyri. Hann hefur með greinum þess- um tekið drengilega afstöðu með þeim mönnum, sem vilja bæði af framkvæmdarástæðum og metn- aðarástæðum reisa þessar mikil- vægu stofnanir íslenzka búskap- arins í sveit. Árni getur þess í báðum grein- um sínum, að ég hafi fyrstur manna hreyft þessu máli, en ekk ert um það ritað síðan. Það mun vera rétt, að ég setti þetta sjón- armið fram á aðalfundi í félagi búnaðarkandídata veturinn 1948. Málið vakti strax verulega at- hygli og olli umræðum. Ég vil nú lýsa því yfir vegna ummæla Árna G. Eylands og nokkurs kvíða hans yfir því, að ég sé honum ef til vill að einhverju leyti ósammála, að skoðun mín er óbreytt, að ég er honum að veru- legu leyti sammála og að hvert ár síðan hef ég tekið þátt í umræð- um um þetta mál og unnið að þróun þess eftir föngum. Hitt er rétt, að ég hef ekki ritað um það neinar greinar. Ástæðan fyrir því er m.a. útvarpserindi Árna um málið á sínum tíma og blaðagrein ar, að öðru leyti er ástæðan sú, að málið er mjög viðkvæmt sum- um mönnum og vandmeðfarið og í þriðja lagi hafa aðrir menn unn- ið sleitulaust að framgangi þessa máls sl. áratug, aðallega að þeim þætti málsins, er varðar kennal-* una, þ. e. að láta reisa (visi al) búnaðarháskóla á Hvanneyri. Htt ég haft samstarf við þessa aðiln og unnið að málinu að minum hlut. Ég held Árni G. Eylanda meti það, sem þegar er gert. Þa0 er tiltölulega auðvelt að Mtja fram hugmyndir og rita sæmileg- ar blaðagreinar um mál, en nú á dögum er slíkt ekki nýlunda, heldur mætti segja, að þjóðfélag- ið sé bakkafullt af ágætum hug- myndum og snjöllum ritsmíðum. Annað verður hins vegar sagt un» farsælar framkvæmdir hug- myndanna. Hvað þessu máli við kemur vil ég þó benda á, að mikið hefur verið gert og miklu áorkað, þrátt fyrir harðan and- róður. Skal hér nefnt það helzta: 1. Framhaldsdeildin á Hvann- eyri er nú orðin 13 ára göm- ul. Það er vel lifandi nýgræð- ingur, vísir að búnaðarhá- skóla. 2. Búnaðarþing hefur samþykkt áskorun til ríkisvaldsins um að það láti reisa búnaðarhá- skóla á Hvanneyri. 3. Ráðherraskipuð nefnd hefur skilað uppkasti að lögum um búnaðarháskóla á Hvanneyri, og mun uppkastið verða lagt Framh. á bls. 13. Svalir og „forsviðssvalir" (Prozenium) Cuvilliésleikhússins. voru hringsvið til í Japan ein- göngu). Um tíma var Cuvilliés- leikhúsið nokkurs konar tilrauna leikhús fyrir ný verk, s. s. eftir Ibsen, Björnsson og Strindberg. Eitt ljótasta leikhúsið — en beztu leikarar Svo komu heimstyrjaldir og allar þeirra ógnanir. Hina fyrri lifði leikhúsið af án tjóns. Þegar halla tók undan fæti fyrir Þjóð- verum í seinni heimsstyrjöldinni, þótti ljóst, að ekki skyldi bjóða hættunni byrginn, hvað snerti varðveizlu dýrmætra listaverka, og því var hafizt handa með að koma því helzta á öruggari staði. Cuvilliésleikhúsið var tæmt öll- um sínum dýrgripum; hver listi, biti, súla, tjald, ábreiða og Frá opnunarsýningu Cuvilliésleikhússins: Brúðkaup Fígarós. Rosl Schwaiger, Hertha Töpper, Claire Watson, Erica Köth.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.