Morgunblaðið - 24.03.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.03.1960, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐiÐ Fimmtudagur 24. marz 1960 Nauðungaruppboð sem auglýst var í 12., 13. og 15. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1960 á hluta húseignarinnar nr. 12 við Ingólfsstræti, hér í bænum, þinglesin eign Málfríð- ar Jónsdóttur, fer fram eftir kröfu Guðjóns Hólms hdl., bæjargjaldkerans í Reykjavík, Kristjáns Eiríks- sonar hdl., Gústafs Ólafssonar hrl., Þorvaldar Lúð- vikssonar hdl., Hafsteins Baldvinssonar hdl., toll- stjórans í Reykjavík, Sigurgeirs Sigurjónssonar hrl. og Einars Viðar hdl. á eigninni sjálfri, laugardaginn 26. marz 1960, kl. 3,30 síðdegis. Borgarfógetinn i Reykjavik HIAB-KRANAR Ctvegum HIAB — krana fyrir allar tegundir vörubifreiða. Sparið vinnu — Sparið erfiði — Sparið tíma. Látið HIAB leysa vandann. AQar upplýsingar gefa einkaumboðsmenn: Hannes Þorsteinsson & Co. Laugavegi 15 — Sifni 24455 Kaupmenn - Kaupfélög Höfum fengið hinar vinsælu KÖRFUGRINDUR allar stærðir. Sendum gegn póstkröfu. Skiltagerðin Skólavörðustíg Læknar — Djúkrunarkonur Heilsuverndarstöðin í Sólvangi í Hafnarfirði óskar að ráða: 1. Sérfræðing í fæðingarhjáip og kvensjúkdómum. 2. Sérfræðing í barnasjúkdómum. 3. Hjúkrunarkonn, sérfróða í heilsugæzlu. 4. Aðstoðarmann á rannsóknarstofu (Laborant). t Umsóknir sendist til héraðslæknisins í Hafnarfirði, Ólafs Einarssonar, sem geíur nánari upplýsingar. Hafnarfirði, 22. marz 1960. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði Stefán Gunnlaugsson Maria Sœmundsdóttir Minning Fædd 2. ágúst 1875. Dáin 15. marz 1960. MARÍA Sæmundsdóttir hús- freyja, frá Hvítárvöllum í Borg- arfirði, andaðist í Reykja- vík eftir allþunga legu og verður í dag lögð til hvíldar að Hvann- eyri í Borgarfirði. Við brottför þessarar vinkonu minnar hafði ég gjarnan viljað senda nokkur kveðjuorð, þakkir fyrir gamla og nýja vináttu og hlýhug til mín og minna. Það var seint í júnímánuði ár- ið 1917, að ég fluttist, ásamt fjöl- skyldu minni í Borgarfjörð, og gerðist því, sem næst nágranni Maríu frá Hvítárvöllum. Þetta var blíðskaparvor og sólríkir dagar, og sveitin öll í sínu feg- ursta skarti. Það var margt sem fyrir augað bar, en ekkert sem hreif rfiig meira, en hin stóru og velsetnu bændabýli. Mér varð það strax ljóst að þar stóðu Hvítárvellir mjög framarlega. Sjálft staðarheitið, bar með sér þá reisn, er bærinn bjó yfir. Það þurfti ekki einu sinni „glöggt gestsauga", til að sjá hversu allt, bæði utan húss og innan var mót- að af smekkvísri snyrtimennsku. Ég efast ekki um, að þar hafi báðir húsbændurnir átt hlut að máli. Maria var smekkvís kona og ákaflega hög, það var sama að hverju hún gekk, hvort hún sat við að sauma fagrar landslags- myndir, þeytti rokkinn eða prjón aði, allt var unnið af listasmekk. En það var stórt heimili á Hvít árvöllum á þeim árum, glaðvær og fallegur barnahópur, níu að tölu og þar að auki margt hjúa. Vökul augu húsmóðurinn- ar gættu þess að allt væri í lagi. Ég minntist þess og, að á heimil- SI'Z*MVV| bOleu EuitMUMin:# Hið margeftirspurða Laugavegi 33 Siren golfgarn er nú loks komið. Margir fallegir litir. Innheimtustarf Fullorðin mann eða ungling vantar okkur nú þegar til innheimtustarfa. FORD-umboðið KR. KRISTJÁNSSON H.F. Suðurlandsbraut 2. Sími 3-5300 inu dvaldist lengi, — eða til lauðadags einstæðingskona, sem íðustu árin var algerlega í rúm- nu. Um hana var hugsað eins og iinn af fjölskyldunni. Á Hvítárvöllum var alla tíð njög gestkvæmt. Þar var þing- íús sveitarinnar og þar voru því illir sveitarfundir haldnir. Á >eim dögum voru margir kaffi- Jollar drukknir á Hvítárvöllum, og ekki skorið við neglur sér, það er fram var borið. Húsfreyj- an stóð sjálf við eldavélina og hitaði kaffið eða matreiddi, hæg- gerð og ljúf í fasi, virtist aldrei þreytt, hversu margt sem um var að sinna. Það var alltaf eins og hátíð að koma að Hvítárvöllum, því þar sameinaðist gestrisni, myndar- skapur og geta. Sjálf kom ég þar oft, og á þaðan hlýjar og góðar minningar. Það var eiginlega sama á hvaða tíma dagsins var komið þangað, þar beið manns alltaf dúkað borð og hlýr vin- áttuhugur. Það var eins og að alltaf væri eftir gestinum beðið. María á Hvítárvöllum var fríð kona, beinvaxin, létt í spori, á- kveðin í fasi en þó hæggerð. Ég hygg að hún hafi haft mjög góða skapgerð, útlit hennar allt bar þess vott. Hún bar aldurinn vel og fram yfir sjötugt var engan ellihrörleik hægt að merkja á henni. Stillt var hún og ósýnt um að æðrast. Missi manns síns Ólafs Davíðssonar og tveggja upp kominna mjög efnilegra barna, bar hún með trúarlegri ró og sigurvissu. En nú er þessi merkiskona horfin sjónum okkar. Eftir langt og erfitt, en velunnið dagsverk, hefur hún skipt um bústað. A Hvítárvöllum lifði hún sín beztu ár, og eins er halla tók ævinni, eða nánast sagt um það bil 60 ár. í dag kveður hennar jarðneski líkami þennan elskulega stað, þar sem hún átti svo ótalmargar gleðistundir og þar sem lifstré hennar var gróðursett og bar svo ríkulegan ávöxt. Megi sú sama sól er þú heilsaðir á morgnana á hlaðinu á Hvítárvöllum senda geisla sína á blómum skrýdda kistu þína í dag. Blessuð sé minning þín. Sigríður Björnsdóttir. Císli Einarsson héraðsdómslögmaður. Málfiutningsstofa. Laugavegi 20B. — Sími 19631. 34-3-33 ungavinnuvélar BIFREIÐAEIGENDUR Forðizt stöðumælasektir Stöðumælaklukkan hjálpar yður til þess Um leið og þér greiðið stöðu- mælagjaldið, stiiHð þér klukkuna. Hún hringir, þegar tíminn er að verða út runninn. Dragið ekki að kaupa stöðu- mælaklukkuna, því að birgðir eru mjög takmarkaðar. * SIS Austurstræti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.