Morgunblaðið - 25.03.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.03.1960, Blaðsíða 1
24 síður WfiMáfoÍfo 47. árgangur 71. tbl. — Föstudagur 25. marz 1960 Frentsmiðja Morgunblaðsins Mála- miðlun segir Dean um bandarísku tillöguna Bretar styðja hana Genf, 24. mars. — Frá fréttamanni Mbl. — DEAN, fulltrúi Bandaríkj- anua, Iagði fram nýja tillögu um landhelgi og fiskveiðilög- sögu á Genfarráðstefnunni í dag. Felur hún í sér sömu grundvallaratriði og voru í bandarísku tillögunni á síð- ustu Genfarráðstefnu, sex mílna hámarkslandhelgi og sex mílna fiskveiðilögsögu að auki, en þó með ákveðnum undantekningum. Fylgdi Dean tillögunni úr hlaðí með ræðu og lagði áherzlu á, að þetta væri málamiðlunartil- lasra. Bandaríkin héldu enn við grundvallarregluna um þriggja mílna landhelgi og væru alger- Iega andvíg tólf mílna landhelgi. ?- Kanadíska tillagan í dag? í REUTERSFRÉTT í gær- kvöldi sagði, að búizt væri við að Kanada legði fram sína til- lögu í dag. Talið er að Kanada menn geri tillögu um sex mílna Iandhelgi og auk þess sex mílna fiskveiðilögsögu þar sem strandríki hefðu einka- rétt til fiskveiða. ?- ---------------? Sagði hann, að á ráðstefnunni væri nægilega mikill hluti full- trúa andvígur 12 mílna landhelg- inni svo að hún næði ekki fram að ganga. í f jórum liðum Bandaríska tillagan er í fjór- um liðum: 1) Landhelgi skal vera i mesta lagi sex sjómílur. 2) A sex mílna beltí utan Iand- helginnar skal strandríki hafa fiskveiðilögsögu og nær fiskveiðilögsagan þá yfir 12 mílna belti miðað við grunn- línur landhelginnar. 3) Fiskveiðiríki má halda áfram að fiska á ytra sex mílna beltinu sömu fisktegundir og Framh. á bls. 2. Á bladamannafundi með Dean, Hef skiíning á sérsföðu Islendinga - en Bandaríkin engh sátfasemjarar Dean í ræðustólnum Genf, ZJf. marz. — Frá fréttamanni Mbl. — DEAN, aðalfulltrúi Banda- ríkjanna á Genfarráðstefn- unni, hélt fund með blaða- mönnum að afloknum fundi ráðstefnunnar í dag. Staðfesti hann í upphafi að hann hefði átt við ís- land, er hann í ræðu sinni á ráðstefnunni sagði, að Bandaríkin hefðu samúð með ríkjum, sem byggju við alveg sérstakar að- stæður. (Sjá aðalfrétt blaðs ins). — Frumkvæði fslands, eða ... Sagðist hann hafa fullan skilning á sérstöðu fslands þar eð 97% útflutnings þess væri fiskur og aðrir sjávarafurSir — og efnahagurinn væri alger- lega byggður á fiskveiðum. Sérlega væri þetta alvarlegt úr því að við íslandsstrendur væri ekki nægur fiskur fyrir alla, sem þar veiddu. Á þessu máli yrði að finna einhverja lausn og eðlilegast væri, að íslendingar eða einhverjar þær þjóðir, sem veiddu á fs- landsmiðum, bæru fram- til- lögu þar að lútandi. Hafði skilning, segir Dean Dean sagði, að Bandaríkin ætluðu ekki að verða neinir sáttasemjarar i þessu máli, en þeir vildu umfram allt verða hjálplegir. — Ennfremur, að sendinefnd hans hafði rætt málið við brezku sendinefnd- ina og sagði hann að hún virt- ist hafa skilning á sérstöðu fs- lendinga. En Dean vildi ekki svara spurningu um það, hvort Bandaríkjamenn hefðu í und- irbúningi tillögu um að tak- marka söguleg réttindi innan 12 mílnanna við einhvern á- kveðinn tíma. Undirrita ekki 12 mílur Þá sagði Dean, að enda þótt tveir þriðju hlutar fulltrúa á ráðstefnunni greiddu atkvæði með stærri landhelgi ea sex mílunum, sem Bandaríkm stungu upp á, mundu Banda- ríkjamenn ekki undirrita sátt- málann, en halda áfram 3ja mílna landhelgi. Á okkar bandi er nægilegur fjöldi þjóða til að fella 12 mílna land helgina, bætti hann við. Ræða við Kanadamenn Dean upplýsti, að sendi- nefnd hans hefði rætt hvað eftir annað við kanadisku sendinefndina, því nauðsyn- legt væri að reyna að ná sam- komulagi og brúa bilið milli tveggja meginsjónarmiðanna. Sagði hann, að Bandaríkin hefðu mikilla veiðihagsmuna að gæta við strendur Kanada og Mexico og sú væri aðal- ástæðan fyrir því að stjórn hans hefði tekið söguleg rétt- indi inn í þessar umræður. Þ.Th. Myndin var tekin í Sharps- ville í SuSur-Afriku á dögun- um eftir að lögreglu og inn- fæddum hafði lent saman og liggja fallnir og særðir blökku > menn á götunni. Stjórnin fyr- , irskipaði i gær þriggja mánaða ( bann á ölluni fundahöldum, jafnvel guðsþjónustur eru ! bannaðar. Talið er að 70 manns hafi fallið í átökunum. Afriku- og Asiuríkin innan Sþ beita sér nú fyrir því að Örygg isráðið verði kvatt saman til að raeða ástandið í S-Afríku. i Loftleioir lækka ekki Macmillan í skyndi til fundar við Eisenhower WASHINGTON, 24. marz: — Harold Macmillan, forsætisráð- herra Breta, flýgur á morgun vestur um haf til viðræðna við Eisenhower forseta. Munu við- raeður þeirra fjalla um svar Breta og Bandaríkjamanna tilþegar allar tilraunir með kjarn- Rússa eftir að þeir féilust að mestu á bandarísku tillöguna um bann við kjarnorkutilraunum. Efni bandarísku tillögunnar er m.a., að kjarnorkuveldin banni orkuvopn, að undanteknum til- raunum neðanjarðar með litlar k j arnorkuspreng j ur. Macmillan afþakkaði í dag boð John Diefenbakers, for- sætisráðherra Kanada, um, að heimsækja Ottawa að erindi sínu sínu loknu í Washington, Kveðst Macmillan ekki hafa tíma til að hitta Diefenbaker að þessu sinni, og harmi hann það mjög. LOFTLED^IR munu ekki lækka fargjöld sín þrátt fyrir fargjalda lækkun IATA. Sigurður Magnús son, blaðafulltrúi Loftleiða, tjáði Mbl. þetta í gærkveldi, en þá komu forystumenn félagsins frá Kaupmannahöfn þar sem þeir héldu fund með aðalumboðs- mönnum félagsins erlendis. Sagði Sigurður, að þrátt fyrir IATA-lækkunina væru Loftleiða fargjöld enn lægri eftir sem áður og mundi hægt að spara $44, þegar keyptur væri farmiði Lon- don—NewYork fram og til baka miðað við fargjöld annarra fé- laga. Verðmunur áöðrum leiðum> væri í samræmi við þetta. Sumaráætlun félagsins hefst 1. apríl og verða þá 8 ferðir frara og til baka milli meginlanda. Upphaflega voru ráðgerðar 9 ferðir, en vegna ýmissa örðug- leika varð að fækka um eina. Cloudmaster-vélarnar verða í vaxandi mæli teknar í notkun. Þær munu þó ekki fljúga til Dahmerkur eða Svíþjóðar. í sum ar verða 3 vikulegar viðkomur í Noregi, 3 í Danmörk, 2 í Sví- þjóð, 1 í Finnlandi, 2 í Bretlandi, 2 í Hollandi, 1 í Luxemburg og 3 í Þýzkalandi og verður flogið til sömu borga og áður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.