Morgunblaðið - 25.03.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.03.1960, Blaðsíða 2
2 MORGUISBLAÐIÐ Föstudagur 25. marz 1960 Framboð og kjör forseta Islands • FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ hefir birt svofellda auglýsingu í Lögbirtingablaðinu: „Kjör forseta íslands skal ' fram fara sunnudaginn 26. júní 1960. Framboðum til forsetakjörs skal skila í hendur dómsmála- ráðuneytinu, ásamt samþykki forsetaefnis, nægilegri tölu meðmælenda og vottorðum yfirkjörstjórna um að þeir séu á kjörskrá, eigi síðar en fimm vikum fyrir kjördag. Forsetaefni skal hafa með- mæli minnst 1500 kosninga- bærra manna, en mest 3000, er skiptist þannig eftir lands- fjórðungum: Úr Sunnlendingáfjórðungi (V.-Skaftafellssýslu—Borgar- / fjarðarsýslu, að báðum með- J töldum) séu minnst 995 með- 1 mælendur en mest 2000. 1 Úr Vestfirðingafjórðungi / (Mýrasýslu—Strandasýslu, að / báðum meðtöldum) séu minnst 1 150 meðmælendur, en mest 295. Úr Norðlendingafjórðungi ( V.-Húna vatnssýslu—S.-Þing- eyjarsýslu, að báðum meðtöld- um) séu minnst 245 meðmæl- endur, en mest 490. Úr Austfirðingafjórðungi (N.-Þingeyjarsýslu-A.-Skafta- fellsýslu, að báðum meðtöld- um).séu minnst 110 meðmæl- endur, en mest 215. Þetta auglýsist hér með sam kvæmt lögum nr. 36 12. febrú- ar 1945 um framboð og kjör forseta íslands". — Genf Frh. af bls. 1. sama magn og skip þess hafa veitt á þessu svæði í a. m. k. fimm ár, verði miðað við aflamagn og tegundir, sem veiddust 1953—58. 4) Ef deila rís út af þessum veiðum er það fiskveiði- ríkisins að sýna fram á rétt sinn til veiðanna og ef ekk- ert annað er ákveðið má vísa málinu til gerðardóms, sem gefur úrskurð innan fimm mánaða. Flest ríki fá 12 mílur. Dean sagðist þeirrar skoðunar, að tillagan væri sanngjörn og hagkvæmt lausn á deilunni um landhelgi og fiskiveiðilögsögu — og ætti að vera aðgengileg fynr alla aðila. Sagði hann, að allflest . ríki mundu á þessum grundvelli geta tekið sér einkarétt til fiskveiða á sex mílna svæði utan við sex mílna landhelgi, en þó væru und antekningar, því við strendur nokkurra ríkja hefðu útlending- ar stundað veiðar hinn tiltekna l^ctrr,—kstíma (5 ár) eða lengui. Vöktu athygli Lagði hann áherzlu á það, að Bandaríkin hefðu samúð með ríkjum, sem byggju við alveg sérstakar aðstæður, hefðu þá sérstöðu að efnahagslíf þeirra væri byggt á nær eingögu fisk veiðum. Bandaríkin mundu ekki bera fram sérstaka til- lögu í því sambandi, en væru reiðubúin að ræða sérstaka meðferð slíkra mála. Þessi orð bandariska full- tgúans vöktu mikla athygli og hefur hann vafalaust átt þar við ísland. Vert er að benda á í þessu Starfsfræðsiudagur er á sunnudðginn Um 200 manns vinna að undirbuningi A SUNNUDAGINN kemur verð- ur fimmti starfsfræðsludagurinn haldinn í Iðnskólanum í Reykja- vík. Skýrði Ólafur Gunnarsson frá þessu í gærdag. Áhugi á starfsfræðsludeginum fer vaxandi og sem dæmi um það má nefna að nemendur miðskól- ans í Stykkishólmi hafa óskað eftir að fá að njóta starfsfræðsl- unnar. Fulltrúar stofnana og starfs- greina, sem leiðbeiningar veita verða á annað hundrað en starfs- greinarnar eru nokkru færri. — Reynslan hefur sýnt, að áhugi á sumum starfsgreinum er svo al- mennur að einn futllrúi kemst ekki yfir að veita upplýsingar um þær. Sýningar í sambandi við starfs fræðsludaginn verða fleiri en nokkru sinni fyrr. f nemendasal skólans verða sýndar þrjár fræðslukvikmyndir: „Togveiðar“, „Hús handa öllum“ og .Reykjavík 1957“. Á sömu hæð er aðgangur að skóla prentara og rafvirkja og sömuleiðis að skóla húsa- og húsgagnasmiða, sem senn tekur til starfa. Á annarri hæð skólans eru flestir fulltrúar iðaðarins og þar verða tvær sýningar. „Við byggj- um hús“ og „Reykjavíkurbær, Þróun og störf“. < Margar bæjarstofnanir aðstoða við undirbúning þessarar sýn- ingar. Á þriðju hæð verð# fulltrúar starfsgreina, sem krefjast háskóla menntunar, þar verður heilbrigð- ismálanefnd, verzlunar- og við- skiptamáladeild, járniðnaðar- deild skýrð með myndum og tækjum, deild frá Landssíma ís- lands og loks ný deild Löggæzlu- og umferðarmál, verða þar full- trúar fyrir hinar ýmsu deildir lögreglumanna, bifreiðaeftirlitið, umferðamálin og ökukennara. Á fjórðu hæð verða m. a frá landbúnaðinum og Búnaðar- félag íslands hefur í tilefni dags- ins látið útbúa fræðslurit um landbúnaðinn, er unglingar geta aflað sér í landbúnaðardeildinni. Á sömu hæð er sýning sjávarút vegsins og þar eru einnig flug- mál og fleira. í sambandi við starfsfræðslu- daginn verða heimsóknir a nokkra vinnustaði. Nemendur úr Kennaraskólan- um og 6 bekk Menntaskólans að- stoða við undirbúning starfs- fræðsludagsins síðdegis á laugar- dag, en nemendur úr stúdenta- deild Kennaraskólans aðstoða á starfsfræðsludaginn sjálfan ásamt nokkrum kennurum. Starfsfræðsludagurinn hefur verið undirbúinn í öllum fram- haldsskólum bæjarins. Allt hið mikla starf sem unnið er á starfsfræðsludaginn er eins og að undanförnu unnið endur- gjaldslaus. Starfsfræðsludagarn- ir hafa orðið mörgum unglingn- um að miklu gagni en eigi að síður er auðséð að íslendingar verða að gera starfsfræðsluna að námsgrein í skólum eins og aðrar menningarþjóðir, ef þjóðin vill ekki svíkja æskuna og þá um leið þjóðarheildina í sambandi við það val sem lífshamingja ein- staklinga grundvallast fyrst og fremst á: Val starfssviðs, sagði Ólafur Gunnarsson, við blaða- menn í gær. Tekst Bot- vinnik að jafna í dag? Moskvu 24. marz. FIMMTA einvígisskákin var tefld í dag. Botvinnik, sem hafði svart beitti Caro-Kann vörn, eins og í þriðju skákinni. Tal gerði ítrekaðar tilraunir til að ná frumkvæðinu, en Botvinnik tókst að fylkja mönnum sínum og ná góðu tafli. Mikil uppskipti urðu á mönnum, og eftir 41. leik fór skákin í bið. Liðsafli var þá jafn hjá báðum, en Botvinnik hefir heldur frjálsari stöðu, og því betri horftur í biðskákinni. — Hún verður tefld í dag. Krúsjeff og de Gaulle: Ræðost við undir fjögur uugu PARÍS, 24. marz. KRÚSJEFF hélt áfram árásum sínum á V-Þýzkaland í ræðum á öðrum degi Frakklandsheim- sóknarinnar. — í morgun ræddust þeir de Gaulle við í rúmar tvær stundir. Var þetta einkafundur, aðeins tveir túlkar viðstaddir. Ræðast þeir aftur við á morg- un, en þá verða viðstaddir Gromykó, utanríkisráðherra Dagskrá Alþingis neðri deildar Alþingis föstudag- inn 25. marz 1960, kl. 1,30 mið- degis. 1 Almannatryggingar, frv. — 3. umr. 2. Framleiðsluráð landbúnað- arins o. fl. — Ein umr. 3. Búnaðarháskóli, frv. 1. umr. sambandi, að á fyrri Genf- arráðstefnunni sátu Banda- ríkin hjá, þegar fram kom tillaga frá íslendingum um að taka skyldi sérstakt tillit til ríkja, sem sér í lagi væru háð fiskveiðum. Vitakerfið ónýtt Dean varði miklum hluta ræðu sinnar í að skýra hvers vegna Bandaríkin væru mótfallin 12 mílna landhelgi. Fyrst og fremst sagði hann, að hún skerti sigl- ingafrelsi. Hún myndi lika valda því, að 80% af vitakerfi strand- ríkja yrði gagnslaust og byggja þyrfti upp algerlega nýtt kerfi, því 12 mílur á hafi úti þyrfti 110 feta háan brúarvæng til þess að sæfarendur eygðu land áður en þeir kæmu í landhelgi. Meðal- dýpi við 12 mílna landhelgi (ef miðað væri við strendur allra landa) yrði 700 faðmar og þar væri ekki hægt að varpa akker- um. Lagði hann áherzlu á það, að Bandaríkin teldu það tilslökun og málamiðlun að fallast á sex mílna landhelgi. Varðveita réttindin. Hann vék aftur að fiskveiðun- um og sagði, að einkaréttur strandríkis til fiskveiða mundi snerta illa erlend ríki, sem þar hefðu veitt, $kki aðeins í ár, heldur kynslóðir. Taldi hann rétt að varðveita slik réttindi. Annað mundi snerta bandarískan sjávarút- veg illa og útveg sumra ann- arra ríkja en verr. En rétt væri að takmarka veiðar fjar- lægs ríkis við fisktegundir og aflamagn með hliðsjón af veiðum þess á árunum 1953— 58, til þess að koma í veg fyrir auknar veiðar vegna þróunar veiðitækjuinnar. John Hare, fulltrúi Breta, lýsti því siðar yfir, að Bretar mundu styðja tillögu Banda- ríkjamanna, enda þótt hún kostaði Stóra-Bretland mikl- ar fórnir eins og han.. komst að orði. En stjórn sin væri fús til þess að slaka til og láta af þriggja mílna grund- vallarreglunni í þeirri trú að önnur ríki gerðu lika tilslök- un svo að tryggt yrði að bandariska tillagan næði fram að ganga, hlyti tvo þriðju hluta atkvæða. Talaði ekki á islenzka visu Á fundinum í dag talaði sænski fulltrúinn Petren, sem mun vera hinn merkasti maður m.a.v.þ. að hann kann íslenzku. En hann mælti ekki á íslenzku í dag, síður en svo, því íslend- ingarnir, sem á hann hlýddu hafa sjálfsagt hugleitt hve mikið hef- ur verið rætt um norræna sam- vinnu. Því enda þótt Svíar hafi nær engra hagsmuna að gæta í þessu sambandi var Petren enn ákafari gegn útvíkkun landhelgi og fiskveiðilögsögu en Bretar hafa verið. Hann sagði, að Svíar hefðu fallizt á sex mílur á fyrri ráðstefnunni aðeins sem mála- miðlun. Ógerningur væri að fall ast á það, að sjómenn, sem lengi hefðu veitt við strendur erlendra ríkja, yrðu reknir burt af þess- um miðum með einhliða ákvörð unum um útvíkkun lögsögunnar. Ef þörf er á friðunaraðgerðum, þá á að gera sérsamninga þar að lútandi, sagði hann. Lýsti Svíinn því loks yfir, að þar sem bandaríska tillagan um sex milna landhelgi hefði verið felld á síðustu ráðstefnu væru Svíar horfnir aftur að því, sem þeir hefðu áður haldið fram: Fjögurra mílna landhelgi. Panama, Moreno. Sagði hann, að hverju ríki ætti að vera frjálst að ákveða eigin landhelgi, það væri einn af réttum sjálfstæðra ríkja. Hins vegar sagði ráðherr- ann, getur Panamastjórn sætt sig við 12 mílur sem hámark. Lagði hann áherzlu á að Panama hefði mikilla hagsmuna að gæta af fiskveiðum og nefndi því til sönnunar, að „Panama“ þýddi einungis fiskisæld. Fulltrúi Búlgaríu, Radouilsxy, studdi rússnesku tillöguna um 12 mílna landhelgi aðallega til að hindra óvinaherflota í að sigla upp að ströndum annarra ríkja, að því að hann sagði. Þ. Th. Rússa, Debré, forsætisráðherra Frakka og Murville, utanríkis- ráðherra. Krúsjeff mun verða í 12 daga í Frakklandi og ferðaSt mikið Um landið. Var honum vel fagnað í dag, er hann fór um götur borg- arinnar. Talið er, að þar sem fólksfjöldinn var mestur, hafi verið 10 þúsundir. Benda frétta- menn á, að þegar Eisenhower kom síðast til Parísar hafi 100 þús. manns fagnað honum þegar hann ók sömu götur. Engir Akranes- bátar a sjo 1 gær AKRANEISI, 24. marz: — I dag er engin Akranesbáta á sjó vegna sunnanstorms. I gær bárust hér á land 200 lestir fiskjar af 19 bátum. Tveir voru aflahæstir Höfrungur II og Böðvar með jafn mikinn afla 29 lestir hvor. Afli var ákallega misjafn allt ofan í tvær lestir á bát. — Oddur. Forsetaefni WASHINGTON, 24. marz. -- Stuart Symington, öldungadeild- arþingmaður frá Missouri, lýsti því yfir í dag, að hann myndi gefa kost á sér sem forsetaefni Demokrata. A/A /5 hnútor X Snjókoma \7 Skúrír 1 > L js/ KuUat/tH H Hmt / SVSOhnútor • úii K Þrumur V///t*aV Hihtkt'i L Latqi Óstilltara veður VEÐRÁTTAN er nú orðin Veðurútlit kl. 22 í gærkvöldi: nokkru óstilltari en að undan SV-land til Vestfj. og SV- förnu. Lægðin á Grænlands- mið til Vestfj.-miða: Allhvass hafi olli hvassviðri með helli- sunnan, skúrir, gengur í SA- dembu vestan lands í gærmorg átt á morgun. un, en suður af Hvarfi sér á Norðurl. til Austfj., og norð- nýja lægð sem hreyfist norð- urmið til Austfj.miða: Sunn- austur og fylgdi henni SA- an kaldi eða stinningskaldi. hvassviðri og rigning á veður- skýjað. skipinu Charlie suðaustur af SA-land og SA-mið: Sunnan ) Hvarfi. kaldi, skúrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.