Morgunblaðið - 25.03.1960, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.03.1960, Blaðsíða 14
14 MORGUNRLAÐIÐ Föstudagur 25. marz 1960 Hildur Jónsdóttir Thcrarensen Minningarorð FRÚ HILDUR J. Thorarensen frá Kotvogi lézt að Hrafnistu hinn 2. þ.m. á 89. aldursári. Hún verður járðsungin frá Dómkirkjunni i dag. Frú Hildur fæddist 22. ágúst 1871 að Stórholti í Dölum, þar sem foreldrar hennar bjuggu, þau merkishjónin séra Jóh Thorarensen prestur í Saurbæjar þingum og frú Steinunn Jakobína Jónsdóttir, prests Halldórssonar í Stórholti. Foreldrar séra Jóns, föður Hildar, voru Bjarni skáld og amtmaður Thorarensen og kona hans Hildur Bogadóttir óðalsbónda og stúdents á Staðar- felli, Benediktssonar. Var frú Hildur síðust á lífi af barnabörn- um Bjarna Thorarensens amt- manns. Kona séra Jóns Halldórssonar í Stórholti og móðir frú Stein- unnar Jakobínu, var Sigríður, dóttir séra Magnúsar í Steinnesi Arnasonar og Önnu Þorsteins- dóttur prests í Stærra-Arskógi Hallgrímssonar. Voru þau frú Hildur og Jónas skáld Hallgríms- son þannig að 2. og 4. að frænd- semi. Hildur var þannig stór- ættuð kona, er átti til margra þjóðkunnra gáfumanna að telja. Systkinin í Stórholti, sonar- bórn Bjarna skálds og amtmanns voru auk Hildar: 1) Bjarni Jón bæjarfógetaritari í Reykjavík, kvæntur Blínu, dóttur Jóns Ein- ars Jónssonar, stúdents. frá Stein- nesi og konu hans, Herdísar Andrésdóttur skáldkonu, 2) Bogi óðalsbóndi í Hvammsdal, kvænt- ur Guðrúnu Guðmundsdóttur frá Felli í Kollafirði, Einarssonar, og 3) Lárus Þórarinn skáld og prest ur að Garðar í Norður-Dakota í Bandaríkjunum, ókvæntur. Frú Hildur ólst upp hjá for- eldrum sínum í Stórholti í glöð- um systkinahópi. Heimili prests- hjónanna var orðlagt myndar- heimili, húsfreyjan var atgervis- kona, mikil búkona og stjórnsöm og húsbóndinn glæsimenni, skáld mæltur vel og einn af beztu söng mönnum landsins á sinni tíð. Séra Jón, er var fimmta barn þeirra amtmannshjónanna, sigldi til Háskólans í Kaupmannahöfn að loknu stúdentsprófi, tók þar 771 sölu Rúmgóð íbúð i Hlíðahverfi. — Félagsmenn, sem óska að nota forkaupsrétt að íbúðinni, snúi sér til skrif- stofunnar, Hafnarstræti 8, fyrir 29. þ.m. B. S. S. R. — Sími 23873. Veitingarekstur Maður sem hefur rekið veitingarekstur í mörg ár, óskar eftir að veita forstöðu eða taka á leigu veit- ingahús eða félagsheimili. Margt kemur annað til greina. Tilboö sendist afgr. Mbl. fyrir 10. apríl merkt „Veitingahús — 9955“. Fermingar-Biblíur Gleymið eklii að gefa fermingarbörnunum Biblíu á fermingardaginn V E R Ð : 1 alskinni kr. 600.00, í rexini kr. 195.00 og 145.00 Vasa-útgáfan. Kr. 1,20.00 og 50.00. Gyllum nafn á bækurnar, ef óskað er. Aðalútsala í bókaver/.lun SNÆBJARNAR JÓNSSONAR, Hafnarstræti 9. Biblíufélagið heimspekipróf og lagði stund á .æKmsfræði, en lét af því námi vegna veikinda. Gekk hann síð- ar á prestaskólann og lauk þar námi 1861. Séra Jón átti við van- rciisu að stríða mikinn hluta ævi sinnar, var hann góður kenni maður, ágætur skrifari, ljúfur matur og prúður í allri fram- göngu. Steinunn Jakobína var, eins og áður er sagt. mjög dugleg búkona og vel að sér í öllum störfum, enda var faðir hennar, séra Jón Haldórsson mesti bú- sýslumaður og hraustmenni, söngmaður ágætur og viður- kenndur læknir á sinni tíð. Ólína Andrésdóttir minntist þess að sumarið 1876 var hún einu sinni stödd við messu í Stað- arfellskirkju á Fellsströnd, þá 18 ára gömul. Sá hún þá háa, aldraða konu í svörtum silkikjól, óvenjulega skartklædda, ganga inn kirkjugólfið og leiða litla stúlku í hvítum kjól með gylltar fléttur, sem bundnar voru raúð- um silkiborðum. Þetta voru þær amtmannsekkjan frá Möðruvöll- um og litla nafna hennar, sonar- dóttirin í Stórholti, þá fimm ára gömul. Hildur Thorarensen gekk í kvennaskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan 1891. Hún giftist Eiríki Sverrisson, cand. phil. frá Bæ í Hrútafirði 10. sept. 1898, var hann sonur sýslumanns hjónanna í Bæ, Sigurðar Sverr- issonar og Ragnhildar Jónsdótt- ur, prests að Felli í Mýrdal Torfasonar. Bjuggu þau fyrst í Bæ, en aldamótaárið fluttust þau til Keflavíkur og voru þar í tvö ár, en fluttu þá til Reykjavíkur. Eirík mann sinn missti Hildur 1904. Arin 1905—’07 var Hildur kennari við Kvennaskólann í Reykjavík, og bauð frk. Ingibjörg H. Bjarnason henni fasta stöðu við skólann, þegar hún tók við skólastjórn 1906. Hildur giftist í annað sinn 11. okt. 1907 Katli Ketilssyni óðals- bónda í Kotvogi í Höfnum, syni Ketils dbrm. og óðalsbónda þar og konu hans, Vilborgar Eiríks- dóttur írá Litlalandi í Ölvusi. Þau Hildur og Ketill hófu búskap í Kotvogi við mikla rausn og myndarbrag. Kotvogsbúið stóð á gömlum merg, er Hildur kom þangað, var það eitt stærsta og merkasta heimili þessa lands. Forfeður Ketils höfðu búið þar mann fram af manni og gert garð inn frægan. Voru þeir Katlar all- ir góðir búmenn, auðugir að fé og mannkostum. Vilborg, móðir Ketils, var þá enn á lífi, er Hild- ur kom að Kotvogi og varð hús- freyja á staðnum. Var Hildur vel þeim vanda vaxi'n að setjast þar Hildur Jónsdóttir Thorarensen að bústjórn og er óhætt að full- yrða, að hún hafi rækt húsmóð- urstörfin með miklum myndar- skap og sóma, enda voru þau Ketill mjög samhent í því að hlúa sem bezt að heimilisfólki öl’u og gestum þeim, sem að gaiði bar. A þeim tíma var margt heimamanna í Kotvogi, bæði skyldnenni húsbændanna og fjöldi vinnuhjúa og vertíðar- manna, er sumir komu úr fjar- iægum héruðum. Er til dæmis um þetta, að eitt sinn voru 72 heim- ilismenn í Kotvogi um vertíðina. Það var því all umfangsmikið starf að vera húsmóðir á svo stóru heimili, þar sem húsbænd- urnir voru, auk þess að vera stjórnendur, bæði skjól og skjöld ur alira heimamanna og margra annarra þar í sveit. En öll þessi margháttuðu ábyrgðarstörf hús- freyjunnar rækti Hildur með hin um mesta sóma og rausn. Heim- ilið var hollur og lærdómsríkur skóli fyrir unglinga, sem vildu !æra alla þjóðhætti og verkmenn ingu þéirra tíma, reglusemi, nýtni og aðhald. Ketill maður Hildar var líka hið mesta göfug- menni og ljúfmenni, er ekRert mátti aumt sjá. Hann var vinnu- samur og reglufastur, orðlagður fyrir meðferð búpenings og dýra- lækningar. Voru þau hjón mjög samhent í því að rétta öllum hjálparhönd, er þess þurftu með og þau gátu lið- sinnt. Þeir urðu því fjölmarg- ir, er með árunum nutu margs hjá þeim góðu hjónum, og það eins, þótt þeir væru ekki heima- menn, enda þótti það sjálfsagt og voru óskráð lög, svo sem ver- ið hafði frá fornu fari a þeim stað. Voru þau bæði höfðingjar í beztu merkingu þess orðs. Bar marga að garði í Kotvogi á þess- um árum og oft þurfti að hjálpa skipshofnum og skipsbrotsmönn- um, innlendum óg erlendum. Þau Hildur og Ketill voru Verzlun til sölu Kjöt- og nýlenduvöruverzlun ásamt sælgætissölu, sem opinn er til kl. 11,30 á mjög góðum stað í Hlið- unum. Góður lager. — Vandaðar innréttingar með öllum nýtízku vélum. Upplýsingar gefur (ekki í síma). SEFAN PÉTURSSON hdl. Málflutningur — Fasteignasala Ægisgötu 10. barnlaus, en uppeldisbörn þeirra voru þau bræðrabörn Hildar, séra Jón Thorarensen, prestur í Nes- sókn, sonur Bjarna Jóns, bæjar- fógetaritara og Lára Boghildur, dóttir Boga í Hvaihmsdal. Kom Jón að Kotvogi, er hann var fimm ára, en Lára á fyrsta ári. Arið eftir að Hildur kom að Kot- vogi fæddist þar frænka Ketils, Astríður Þórarinsdóttir, er einn- ig varð uppeldisdóttir þeirra hjóna, var hún dóttir Ingigerð- ar Jónsdóttur, Ketilssonar. Eftir að Hildur var orðin ekkja, tók hún til fósturs þær Fanneyju Gunnlaugsdóttur og Rögnu Bjarnadóttur, sem báðar eru bú- settar í Reykjavík. Ennfremur ól Hildur upp son Láru, Björn Helgason, sem yngstur er fóst- urbarna hennar. Milli Hildar og tengdafólks hennar frá Kotvogi var ætíð hin innilegasta vinátta og dvöldu systkinabörn Ketils oft og löngum á heimili þeirra hjóna. Frú Hildur var gáfuð kona og listhneigð, svo sem hún átti kyn til. Hún var í ríkum mæli gædd þeim dyggðum, sem konur mega prýða. Hannyrðakona var hún fráoær og saumaði í og óf af slíkri list að fáséð er. Hún var Ijóðeisk og söngelsk, enda var hún þegar frá æsku persónulega kunnug og handgengin ýmsum helztu skáldum þjóðarinnar. Sjálf var hún ágæt söngkona eins og hún átti ætt til. Arið 1904 stofnaði hún ásamt nokkrum öðrum konum söngfélagið Gígju, er starfaði við góðan orðstír í Reykjavík til ársins 1908. Frú Hildur var góð kona og göfug- lynd, hún var afar barngóð, greiðvikin og gestrisin. Hún var prúð í allri framkomu og fyrir- mannleg, gædd ríkri þjóðernis- vitund, og hvar sem hún fór, mátti göggt sjá, að þar fór is- lenzk höfðingskona. Ketill, maður Hildar, dó 1921 og varð harmdauði öllum þeim, er hann þekktu. Var nú Hildur orðin ekkja í annað sinn og stýrði hún nú búi sínu ein, hafði út- gerð, svo sem áður hafði verið og stórbú. Arið 1932 várð hún fyrir því óbætanlega tjóni að missa stórt skip, áttæring, með allri áhöfn. Var þetta þungt áfall fyur Hildi og heimilið allt. Bjó liún þó búi sínu enn um nokkur ár, en 1936 brá hún búi og flutt- ist til Reykjavíkur, þar sem hún bjó síðan með Láru, fósturdótt- ur sinni og syni hennar, Birni Helgasyni. Eins og áður er sagt, var Hild- ur mjög barngóð, og var það hennar yndi að hlúa að bæði skyldum og vandalausum. Hún var heilsugóð alla ævi, og til hárrar elli gat hún liðsinnt og hjálpað börnum sínum og barna- börnum, enda áttu þau hug henn- ar og umhyggju alla tíð. Frú Hildur hefur lokið miklu lífsstarfi. Hún hefur markað djúp spor í sögu merkrar kynslóðar, sem nú er gengin. Hún átti góða eiginmenn, góð heimili og ágæt fósturbörn, er allt vildu fyrir hana gera. í þessari stuttu grein hefur að sjáltsögðu fátt eitt verið nefnt af því merka ævistarfi, sem frú Hildur innti af hendi á langri* ævi. Fyrir aldarfjórðungi átti ég því láni að fagna að kynnast þess ari mætu konu, er ég bar ætíð djúpa virðingu fyrir. Minning hennar mun lifa um langan aldur. Ingólfur Þorsteinsson Látið Perlu létta störfin! ... ékkert gleppur daÓDt í gegn j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.