Morgunblaðið - 25.03.1960, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.03.1960, Blaðsíða 15
Föstudaeiir 25. marz 1960 MORGVISBL 15 FRAMTIÐIN _ ÚTGEFANDI: SAMBAND UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA RITSTJÖRI: BJARNI BEINTEINSSON Kappræðufundurinn verður a Kommar borubrattir KAPPRÆÐUFUNDUR sá, sem fyrirhugaður hefur verið milli Heimdallar og Æskulýðsfylking- arinnar um efnahagsmál verður haldinn n.k. þriðjudag í Sjálf- stæðishúsinu og hefst hann kl. 8,30. Þar sem fundur þessi hefur verið lengi á döfinni, þykir rétt að skýra nokkuð frá aðdraganda hans og undirbúningi, ekki sízt vegna þeirrar mjög svo villandi greinar, sem birtist um fundinn í Þjóðviljanum í gær. Það er upphaf þessa máls að þ. 11. febrúgr sl. barst Heimdalli bréf frá Æskulýðsfylkingunni í Eeykjavík, þar sem ÆFR skorar á Heimdall „að mæta sér á op- inoerum kappræðufundi um efna hagsmálafrumvarp ríkisstjórnar- innar“. í bréfinu var óskað eftir svari og viðræðufundi innan tveggja daga. Stjórn Heimdallar sendi tvo fulltrúa á viðræðufund laugar- daginn 13. febrúar. Fulltrúar Æskulýðsfylkingarinnar létu þá í ljós þá skoðun sína að þeir teldu æskilegt að fundurinn yrði haldinn meðan Alþingi fjallaði um frumvarpið, en frumvarpið var afgreitt frá Alþingi þ. 19. febrúar. Var því auðséð að full- trúar ÆFR ætluðu Heimdalli að- eins eina viku í mesta lagi til alls undirbúnings að kappræðufund- inum. Heimdallur gat ekki sætt sig við þessi skilyrði, ekki sízt þar sem fulltrúar félagsins töldu, að ekki væru öll kurl komin til grafar í efnahagsmálaaðgerðum ríkisstjórnarinnar, enda þótt að- alfrumvarpið væri fram komið. Var talið nauðsynlegt að gefa almenningi tóm til umhugsunar um hinar fjölþættu aðgerðir. Tóku fulltrúar Heimdallar fram að æskilegt væri að kappræðu- fundur yrði haldinn síðar. Viðbrögð ungkomma urðu hins vegar þau, að Þjóðviljinn birti stórar fyrirsagnir um hræðslu Heimdellinga og að þeir hefðu „hafnað áskorun ungra sósialista um efnahagsmáin“. Hálfum mánuði sí^ar ritaði stjórn Heimdallar bréf til ÆFR, þar sem farið var fram á, að við- ræðufundir yrðu teknir upp milli fulltrúa félaganna um vænt anlegan kappræðufund og var slíkur fundur haldinn 25. febrúar sL A þeim fundi var gert skrif- legt samkomulag um að fund- inn skyldi halda þriðjudaginn 15. marz og var húsnæði undir fund- inn tryggt þann dag. A næsta viðræðufundi, sem haldinn var stuttu síðar óskuðu fulltrúar Æskulýðsfylkingarinn- ar eftir því að fundinum yrði frestað.. Urðu Heimdellingar við þeirri ósk og var fundartími ákveðinn fimmtudaginn 24. marz. Var síðan gert endanlegt sam- komulag um ýmis framkvæmd- aratriði og undirbúningur hafinn að fundinum. Fimmtudaginn 17. marz bárust enn boð frá Æskulýðsfylking- unni um frekari frestun á fund- inum. Var borið við forföllum ræðumanna. Stjórn Heimdallar féllst ekki á frestun, ekki sízt með tilliti til þess að enn væri vika til stefnu og nýjum ræðu- mönnum fylkingarmanna vork- unnarlaust að hafa heila viku til undirbúnings. Þar við mætti svo bæta, að í upphafi ætlaði Æsku- lýðsfylkingin Heimdalli aðeins viku til alls undirbúnings að kappræðufundinum. Lýsti for- maður ÆFR þá yfir því, að þeir myndu mæta Heimdalli á áður umsömdum degi. Enn bar það til tíðinda sl. mánu dag að stjórn Heimdallar barst bréf frá ÆFR, þar sem því var lýst yfir að Æskulýðsfylkingin sæi sér ekki fært að taka þátt í fundinum á fyrrnefndum degi og óskaði enn frestunar. Var þá um tvennt að velja: Láta fundinn falla niður eða verða við óskum ÆFR um enn frekari frestun. Stjórn Heimdallar gaf því enn frest til þriðjudagsins 29. marz. Er þess að vænta að fundurinn geti þá orðið, a. m. k. hefur ekki borizt beiðni um frekari frestun, enda kemur hún ekki til greina af hálfu Heimdallar. Allt fjas ungkomma í Þjóðvilj- anum í gær um að fulltrúar Heimdallar hafi reynt að láta fundinn stranda á framkvæmdar- atriðum er hin mesta firra. Sannleikurinn er sá að fylkingar- menn voru með allkyns útúrdúra og vildu bregða sem mest af því, sem verija er um slíka fundi. Héldu þeir t.d. lengi í hugmynd- ina um útifund, enda þótt vitað sé að allra veðra er von um þetta leyti árs og því alveg undir til- viljunum komið, hvort fundur- inn tækist. Ennfremur reyndu þeir að bregða sem mest frá venjulegum fundartíma, vildu t.d. Kalda fundinn kl. 9, enda þótt vitað væri að hér er um langan íund að ræða. Heimdellingar eru að sjálf- sögðu ánægðir yfir því, hve boru- brattir kommar eru í Þjóðviljan- um í gær. Það sýnir þá að þeir hafa ioks mannað sig upp í að gar.ga til kappræðufundar við unga Sjálfstæðismenn og er nú vonandi að þeir gangi ekki enn á bak orða sinna um það. Um nánari tilhögun fundarins er annars þetta að segja: Fundur- inn hefst kl. 8,30 í Sjálfstæðishús- inu cg verður húsið opnað kl. 8.00. Umferðir verða fjólar, 20 mínútur, 15 mínútur, 10 mínútur og 10 mínútur. Ræðumenn verða þrír af hálfu hvors aðila. Æsku- lýðsfylkingarmenn byrja fund- inn en ræðumenn Heimdallar enda. Aðalfundarstjóri verður Æskulýðsfylkingarmaðurinn Sig- urður Guðgeirsson en aðstoðar- fundarstjóri og tímavörður verð- ur af hálfu Heimdallar Jóhann J. Ragnarsson, stud. jur. Ræðumenn af hálfu Heimdall- ar verða Birgir Isl. Gunnarsson, stud jur., Othar Hansson, fisk- vinnslufræðingur og Pétur Sig- urðsson, alþingismaður. Aðgangur að fundinum er öll- um heimill og er þess að vænta að ungir Sjálfstæðismenn fjöl- menni og sýni með því kommún- istum að ungt fólk er þess al- búið að standa vörð um viðreisn- araðgerðir ríkisstjórnarinnar. Kreppa eða ekki kreppa? SVO SEM kunnugt er, eru kom- múnistar miklir bókstafstrúar- menn á fræði þeirra Marx og Engels. Telja þeir, að þessir lærifeður þeirra hafi í kenning- um sínum bent á ýmis algild lög- mál, sem gildi í atvinnu- og efna- hagslífi þjóða, sem búa við kapítalískt hagkerfi. En svo staðfastir sem kom- múnistar eru í ofsatrú sinni, þeim mun óhönduglegar ferst þeim að leggja út af tekstanum. Ein af höfuðkenningum þeirra Marx og félaga er, að yfir kapítalískt þjóð- félag hljóti að dynja kreppa einu sinni á hverjum áratug að meðal- tali. íslenzkir ungkommúnistar hafa hafa lagt út af tekstanum á þessa leið, á bls. 97 í Dagur rís, handbók ungra sósíalista, sem kom út fyrir stuttu: „Við höfum hingað til talað um hinar ein- stöku kreppur, sem koma um það bil einu sinni á hverjum áratug, kreppur eins og þær er dundu yfir á árunum 1825, 1836, 1857, 1873, 1891, 1900, 1907, 1920 og 1929“. — Útlagning Haraldar Jóhannssonar, helzta hagfræð- ings kommúnista, er hins vegar þessi, á bls. 178 í bókinni Efna- hagsmál, sem einnig er nýút- komin: „Til kreppna kom þannig á síðari hluta aldarinnar 1855, 1862, 1868, 1879, 1886, 1894“. Eins og sjá má, ber kommún- istum ekki saman um eitt einasta ár á síðustu öld, sem hafi verið kreppuár. Freistast maður til að halda, að ef slegið væri upp í svo sem tíu heimildarritum kom- múnista um kreppur, þá kæmi í ljós, að samkvæmt kenningum Marx hefði verið samfelld kreppa í heiminum allt frá é,r- inu 1800. Líklegasta skýringin á þessu ósamræmi í túlkunum kommún- ista á „lögmálum" Marx er sú, að í rauninni hafi þeir ekkert rannsakað þessi mál, heldur að- eins slegið fram •ýmsum ártölum, algerlega af handahófi, í trausti þess að almenningur hafi ekki tök á að gagnrýna þau. Þessi að- ferð er einmitt höfuðeinkenni „hins vísindalega sósíalisma". Jón E. Ragnarsson. stud. juris: Vínarmótið I. Á skal oð ósi stemma Jón E. Ragnarsson stud. ju/. hef- ur orðið við þeirri beiðni að rita greinaflokk um heimsmót kommún ista, sem haldið var í Vínarborg sl. sumar. Birtist hér fyrsta greinin. ÞAÐ er flestum í fersku barns- minni, hve þeir voru mótfallnir ýmsum inntökum, pillum og mix- túrum, og þótti slíkur varningur fremur beizkur. Til þess að vinna bug á þessari óbeit og klígju hefur það ráð oft verið tekið að blanda inntökurnar bragðbætandi efnum og hjúpa pillur í súkkulaði. Þá bregður svo við, að börnin snæða lyfið með beztu lyst, finna ekkert nema sætan keiminn og fyrr en varið er lyfið tekið að grassera í maga barnsins. Fyrst eftir styrjöldina ráxu kommúnistar að mestu einhliða og ódulbúinn áróður á alþjóðavett- fangi. Það kom þó brátt að því, að þeim, sem ekki tilheyrðu „hinu harða liði“, þótti fullyrðingar þeirra fremur beiskar og klígju- gjarnar, einkum með hliðsjón af framferðinu. Gripu þeir þá til þess ráðs að hjúpa áróður sinn lystauk- andi yfirlýsingum ,t.d. um frið, vináttu o.s.frv. Bragðbætir þeirra er framleiddur af ýmsum alþjóða- samtökum, sem þeir stjórna og friðarhreyfingum undir þeirra stjórn Inntakan er framreidd í formi yfirlýsinga á fundum, ráð- stefnum, í heimboðum til landa þeirra, en þó ríkulegast á miklum sirkushátíðum, sem þeir kalla sam an annað hvert ár og nefna Festi- völ. Á Festivali er barninu ekki ætl- að að innbyrða lyfið sjálfs sín vegna, þar tekur barnið lyfið vegna sjúkleika læknisins. FORSAGA Síðan 1947 hafa kommúnistar boðið til þessarar Festivala á tveggja ára fresti. Skipuleggjendur þeirra eru alheimsæskulýðssamtök kommúnista, WFDY og IUS, sem hafa aðsetur í Búdapest og Prag. Fjárhagnum er borgið með „frjáls um framlögum einstaklinga“ á borð við Sovétríkin, Kína og önnur kommúnistaríki, sem þarna -eiga hagsmuna að gæta. ' I. FESTIVAL var háð í Prag 1947, skömmu áður en kommúnist- ar tóku völdin í Tékkóslóvakíu. Er talið að það hafi átt eigi lítinn þátt í að auðvelda kommúnistum valdaránið. Þá var landið á valdi rauða hersins. Þetta Festival var opinberlega rammpólitískt og sama máli gegndi um II. FESTIVAL í Búdapest 1949 og reyndu kommún- istar aldrei að neita því, né dylja áróður sinn, sem einkum beindist gegn Bandaríkjunum og Marshall- hjálpinni, um leið og þeir auglýstu eigin ágæti. III. FESTIVAL var í A-Berlín 1951. Þá höfðu kommúnistar áttað sig á því, að áróður þeirra á fyrri hátíðum hafði verið full harkaleg- ur og einhliða, lexían bögglaðist fyrir brjósti þátttakenda og til- gangur Festivala var orðinn aug- ljós. Þeir létu því nægja að leggja áherzlu á baráttu „sumra“ þjóða fyrir friði. Stærsta númerið í A- Berlín voru hermenn frá Norður Kóreu, þaktir medalíum, sem voru hylltir ákaflega fyrir skelegga bar- áttu gegn imperíalistiskum innrás- arher Sameinuðu þjóðanna. IV. FESTIVAL var svo sett á svið í Búkarest 1953. Þetta var skömmu eftir dauða Stalins. Það var á þessu móti, en þó einkum á V. FESTIVALI í Varsjá 1955 að komm únistar beittu sameiningaraðferð- inni. Nú áttu allir að sameinast undir þeirra merki, hvaða skoðan- ir, sem þeir annars hefðu, mönn- um var boðið að gerast óbeinir þátttakendur í mótinu og samtök- um þeirra eða jafnvel aðeins beðn- ir að ljá sitt göfuga nafn. Fengist slíkt leyfi ekki, var nafnið tekið bessaleyfi til þess að skreyta á- sjónu samkomunnar. Um þetta leiti, á tíu ára afmæli alheimsæskulýðssamtaka kommún- ista, WFDY, hafði flóttinn úr þeim náð hámarki sínu, sama máli gegndi um stúdentasamtök þeirra. IUS. Slegið var af baráttusöngvum kommúnista og vígorðum, jafnvel sungnir vestrænir slagarar, og lát- ið nægja að þátttakendur kyrjuðu þyndarlaust þann augljósa vísdóm, að það gæti verið hættulegt að varpa kjarnorkusprengjum á fólk. Þá ríkti Genfarandinn svonefndi. Þetta var rúmu ári áður en fjár- haldsmenn mótsins og leiðtogar myrtu blómann af æskulýð Ung- verjalands. VI. FESTIVAL var síðan háð í Moskvu 1957, eins og kunnugt er, og sló það allt annað út, sem á und an var gengið, enda þótti mikið við liggja eftir harmleikinn í Ung- verjalandi. Leitast var við að kæfa óánægðar raddir með ofboðslegum hópsýningum, lúðraþyt og söng. Mót þetta sóttu 35.000 þáttakendur frá ca. 130 þjóðum og talið er að Rússar hafi spanderað hátt á ann- að hundrað milljón dollurum í þessa hrikalegu sirkushátíð. Móti þessu hefur verið lýst rækilega hér í blaðinu og verður það látið duga að sinni. Segðu mér hverja þú um- gengst og þá skal ég segja þér hver þú ert. — Hinir opinberu skipuleggjendur þessarra Festivala eru, eins og áð- ur er getið, svonefnt Alþjóðasam- band lýðræðissinnaðrar æsku (WF DY), og Alþjóðasamband stúdenta (IUS), bæði stofnuð 1945. f fyrstu tóku æskulýðssamtök ýmissa landa þátt í starfi þeirra ,en brátt vaTð markmið þeirra og gengdarlaus þjónkun við heimskommúnismann svo augljós, að síðan 1948 (valda- ránið í Tékkóslóvakíu) telja samtök þessi næstum eingöngu meðlimi frá löndum undir ráðstjórn. Sem dæmi um eðli og starf þessara sam taka má nefna, að þegar kastaðist í kekki milli Stalins og Títós hér á árunum, þá voru Júgóslavar auð- vitað reknir úr samtökunum, en þegar Krúsjef bauð júgóslövum frið var þeim umsvifalaust boðið að ganga í samtökin að nýju. Samtök- in studdu þjóðarmorðið í Ung- verjalandi með þögn sinni, starfs- menn WFDY urðu þá að flýja frá Búdapest til Prag undan æskulýð Ungverjalands (sem þeir segja stuðningsmenn sína) og sneru ekki aftur fyrr en „frelsishetjur“ Kad- arj þræls höfðu sett vopnaðan vörð um bækistöðvar þeirra. Hér á árunum áttu kommúnistar það til, að spretta skyndilega úr sætum sínum á þingum samtakanna og hrópa Stalin, Stalin, þar til þá þraut örendi. Samtök þessi gefa af og til út yfirlýsingar um iUt inn- ræti vestrænn þjóða um leið og hástemmdu lofi linnir ekki um friðarvilja Sovétríkjanna. Starfsmenn þessarra samtaka og embættismenn eru einlit hjörð og flestir atvinnukomúnistar, t.d. Jiri Pelkan, forseti IUS. Hann er starfs- aður tékkneska kommúnistaflokks- ins og hefur haft atvinnu af því að vera æskulýðsleiðtogi þar í landi allt frá valdaráni kommúnista 1948, meðlimur heimsfriðarráðsins með meiru. Bruno Bernini, forseti WFDY, launaður starfsmaður hins komm- únistiska heimsfriðarráðs. Báðir þessir herramenn voru leiðandi I undirbúningsnefnd VII. Festival í Vínarborg í fyrra. Sá sem stjórnaði undirbúningn- um undir Vínarmótið var Valentín nokkur Vdovin, ritari WFDY og varaforseti miðstjórnar Komsomol, æskulýðsfylkingartnnar í Rúss- landi. Merkastur þessara „ópólitísku“ æskulýðsleiðtoga er þó Alexander H. Shelepin, yfirmaður rússnesku leynilögreglunnar, fyrrverandi for seti Komsomol, varaforseti WFDY, þótt hann sé kominn á fimmtugs- aldur. Með skipun hans í hið gamla embætti Beria heitins kom í ljós hin nánu tengsl milli Komsomol, rússnesku leynilögreglunnar og Festivalsundirbúnings, en Hr. Shelepin hefur átt drjúgan þátt í undirbúningi fyrri Festivala. Rúmsins vegna verður þetta að nægja um aðstandendur Vínarmóts ins, en fjölmargt er ótalið og er það langur bálkur og ævintýraleg- ur. — í næstu grein verður skýrt frá pólitískum tilgangi mótanna og þeim mismunandi aðferðum, sem beitt er gegn þátttakendum frá hin um ýmsu þjóðum og kynþáttum eftir stjórnarfari og menningarstigi heima fyrir. — J.R.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.