Morgunblaðið - 25.03.1960, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.03.1960, Blaðsíða 17
Föstudagur 25. marz 1960 MORGUNBLAÐIÐ 17 - / róðri' Framh. aí bls. 10 við bát nokkru á eftir okkur. Þetta er Sigurður Pétur, en hann á trossur sínar á svipuð- um slóðum og Gullborgin. Við keyrum fram hjá fyrstu bauj- unni hans kl. 6,30. Nú er 'Sigtryggur Sig- tryggsson kokkur kominn á ról og farinn að elda graut. Strákarnir tínast á fætur, einn og einn og koma aftur í til þess að fá sér eitthvað í svanginn. Þeir senda mér smá augnagotur og heilsa blátt áfram. Mér er af öllum tekið vingjarnlega. Nú finn ég að ég er orðinn svangur, búinn að dóla uppi í brúnni og kjafta við Binna alla leiðina út. Eg finn að sjóveikin æflar alveg að láta mig í friði og þess vegna „helli ég mér“ i grautinn og slátrið, ét brauð og drekk mjólk. Kjarngóð, þjóðleg fæða, holl þeim, sem er að hefja erfiði dagsins. Kaffið, þennan lífrétt sjó- mannanna, læt ég ósnert. En nú er klukkan orðin 6,45 og við erum komnir að bauju með gulgrænni veifu. Hún er okkar. Það er siglt að og henni kippt inn fyrir borð- stokkinn. Stjórafærið er sett á spilið og byrjað að draga þessa 90 faðma inn. Síðan kem ur útfari og stjórasteinn og loks endinn á netinu. Allt veit ur inn yfir breitt netahjólið á borðstokknum. Sævar Ben- ónýsson stýrimaður (sonur Binna) stendur með gogginn við hjólið reiðubúinn að góma þann gula ef hann er eitthvað , laus í netinu þegar það strekk ist yfir hjólið. Strákarnir hafa raðað sér meðfram netarenn- unni, sem liggur aftur með borðstokknum stjórnborðs- megin og nú eru netin látin renna aftur í skut, þegar spil- ið hefir kippt þeim upp úr sjónum. Auk þeirra sem áður eru nefndir eru á bátnum þeir Kolbeinn Sigurjónsson 2. vél- stjóri og hásetarnir Ingi Jó- hannsson, Gunnar Gíslason, Jóhann Hauksson, kunningi minn að norðan og eini mað- urinn sem ég þekki um borð, Óskar Þórarinsson og Magnús Sigurðsson. — Hann ætlar að verða treg ur í þessari trossu, segir Binni og hristir höfuðið. Þó fer að koma einn og einn fiskur. Hann er greiddur úr netinu og fleygt á dekkið. Loks er fyrsta trossan komin inn öll og í henni voru ekki nema 50—60 fiskar. Sigtrygg- ur hefir nú lokið matseld og frágangi í kokkhúsi og snar- ast nú fram á dekkið, blóðgar fiskinn og lætur síðan falla niður í lest. Umsvifalaust er haldið að næstu trossu, sem er skammt undan. Strákamir tylla sér og fá sér sígarettu á meðan siglt er á milli, renna niður einni könnu af kaffi áður en staðið er upp á ný og sami leikurinn hefst aftur. Kojan hans Binna er afturí og segir hann mér að ég skuli leggja mig í hana. Ég þigg það. Ekki verður mér svefnsamt en rennur þó í brjóst af og til. Það er talsverður veltingur, þótt logn sé að mestu. Vélin malar, spilið suðar og neta- grjótið skellur í rennuna. Allt rennur saman í eina hljórn- kviðu starfs og strits. Þetía er áreiðanlega erfitt starf og ekki tilbreytingarríkt en án efa skemmtilegt þegar sá guli veltur inn yfir borðstokkinn. Eftir rúmlega klukkustund- ar lúr rís ég á fætur og fer upp 1 stýrishús. Þar stendur Binni enn og umstýrir og nú er meiri fiskur í trossunni. Við erum á grunnu vatni rétt fram an við Þjórsárósana. Uppi á þaki stýrishússins er skýli, sem notað er á síldveiðum og þangað fer ég til að smella af nokkrum myndum. Þegar ég kem niður aftur eftir nokkuð erfiða ferð, því ég kann lítt fyrir mér í að stíga ölduna, fimm ég matarlykt aftan úr kokkhúsi. Þótt erfið- ið sé ekki mikið hjá mér finn ég samt til matarlystar. Sjáv- arloftið virðist hafa hin beztu áhrif á hana. Og í þessari trossu eru um 280 fiskar, en svo er talið á netafiskiríinu. Þá er rætt um svo og svo mörg hundruð og þúsund fiska en ekki um þyngd. Aftur á móti á línunni er rætt um svo og svo mörg tonn eftir róðurinn. Þeim skipsfélögunum finnst þetta samt ekki mikið. Einu sinni hafa þeir fengið 2.300 fiska í eina trossu. — Þá var sá guli við. Þá fengu þeir 6.300 fiska i 3 trossur og urðu að skilja tvær trossur eftir því komið var kvöld og þeir fundu þær ekki. Daginn eftir reyndist vera rúmt þúsund í hvorri tross- anna, sem eftir lágu, og það hefði verið vænn róður ef ailt hefði náðst í einu. Og þet^a var allt stórfiskur svo að magnið hefði numið allt að 100 tonnum. Það kemur ó- sjaldan fyrir að ekki þarf nema 30—50 fiska í tonnið svo vænn getur hann verið. Þar er að sjálfsögðu um gotu- fisk að ræða, óslægðan. Um þetta er rabbað meðan við hámum í okkur saltfisk og sætsúpu. ar trossumar og nú skal halda heim á leið. Kl. 12.30 er lokið við að draga og allar trossurnar eru komnar um borð. Binni á- kveður að leggja ekki á sama stað núna, það var svo lélegt þarna, tæpir 600 fiskar í öllum trossunum. Hann hefir brugð- ið sér niður og hlustað í tal- stöðina, en fengið litlar afla- fréttir hjá þeim sem utar eru. Það er nú farið að leita þarna á nokkuð svipuðum slóðum, haldið vestur eftir og út 4 49 faðma dýpi. Tveir dýptarmælar eða fisksjár ganga sífellt og alltaf er litið á þær annað slagið. Síðan er haldið austur á bóginn aftur og upp á grynnra vatn. Þar finnur Binni loks lóðningar, sem hann gerir sig’ ánægðan með. (Ég get skotið því hér inn að næsta dag fékk Gull- borgin 3.300 fiska og mun hafa verið með beztan afla þann dag.) Þegar Binni er búinn að horfa á lóðningarnar dálitla stund segir hann: — Við hendum helvítis draslinu hér. Strákarnir eru komnir upp, búnir að fá sér kaffisopa og tilbúnir að leggja. — Láta fara, segir Binni og Sævar stýrimaður fleygir fyrstu baujunni fyrir borð. Klukkan er 3.30. Eftir um klukkustund höf- um við lokið við að leggja all- Meðan verið var að leggja spurði ég Binna nokkuð um hver áhrif hann héldi að það hefði ef netin tapast. Hann seg ir að oft komi fyrir að net tapist. Þar sem sendinn er botn rekur straumurinn þau saman í eina bendu. Telur hann að þau haldi ekki áfram að fiska í sig þegar svo ar. Komi það hins vegar fyrir að trossur slitni við hraunbotn og verði þannig eftir telur hann að þau geti haldið áfram að veiða í tvo til þrjá sólar- hringa, en þá fer að safnast ’ slý í þau og þá eru þau ekki hættuleg lengur. Binni tilfær- ir nokkur dæmi máli sínu til sönnunar þar sem net hafa náðst eftir að hafa legið nokkurn tíma í sjó. En nú er haldið heim á leið. Binni fer niður og leggur sig en Sævar tekur við stjórn- inni og einn hásetanna stýrir. Stefnan er tekin austur með landinu til þess að vera sem lengst í sæmilega sléttum sjó. Við sjáum ekki út til Eyja. En nokkuð frammi á sundinu sjáum við glitta í öldufald- ana. Það er hífandi rok og rigning út við Eyjar. Er við nálgumst Eyjarnar er tekið að bregða birtu. Við erum komnir í stórsjó á ný. Og nú er ofsinn svo mikill að sæ- rokið kembir af hverjum öldu faldi. Við stefnum á Ijósa- dýrðina í Vestmannaeyjakaup stað, þar sem ber yfir Eiðið. Uppi undir Eyjunum er hauga sjór enda eru 11 vindstig þar úti og veðrið hefir staðið svo lengi af sömu átt að sjórinn hefir náð sér vel upp. Við nálgumst Faxa, eins og Eyja- menn kalla Faxasundið. á- Mér fannst í morgun, er við fórum út, vera mikill sjór. En hann var ekkert hjá þessu. Það. mátti með sanni segja að nú dansaði skeiðin. Þessi rúm- lega 80 tonna bátur var eins og örlitil skel í heljargreipum risa. Sjóirnir þyrluðust inn yfir stefni og hvalbak svo að vart sá fram á. Ég undraðist leikni og dirfsku strákanna, sem hlupu eftir netarennunni fram í lúkar til að leggja sig. Þeir voru að hafa vaktaskipti við stýrið. Afturí var Sigtryggur að sjóða saltkjöt. og mér er ekki grunlaust um að illt hafi verið að hemja pottinn á eldavél- inni, en ég hafði svo mikið að gera við að halda mér sjálfum að ég hætti ekki á að fara og gá að því hvernig kokka- mennskunni reiddi af. Hitt er víst að sjóðandi saltkjöt feng- um við að borða þegar komið var til hafnar. Nú nálguðumst við Faxa- sundið og Binni kom upp í stýrishúsið og tók við stjórn- inni. Hver risaaldan á fætur annarri skall á bátnum. En þaulvanar hendur héldu um stýrið. Þar stóð maður sem í 40 ár hafði haldið um stýris- völ, þótt ekki sé hann nema 55 ára gamall. á------------ Meðan farið var fyrir Heima klett og siglingin tekin síð- asta spölin inn í höfnina gat ég ekki annað en horft högg- dofa á leikni þessa stjórnanda. Vindurinn stóð á hlið og bát- urinn valt eins og kefli. Það brakaði í hverju tré og storm- urinn söng í rá og reiða. Nú var ekki haldið laust um stýrisvölinn og honum mjakað lítið eitt til eftir því sem stefna átti. Nú var stýrinu snú ið eins hart og kostur var frá „hart í bak“ yfir í „hart í stjór“. Og þegar lensinn var tekinn inn í hafnarmynnið var nóg að gera við stýrið. Binni reif opna gluggana á stýris- húsinu og hvessti augað, en hann er eineygður, ýmist á standbergið eða upp til eyjar. Það var slegið af vélinni og stýrt af krafti. Nú gilti að lenda rétt milli garðanna. Og það tókst. Ein risaaldan færði bátinn á loft og fleygði hon- um inn mitt á milli innsigling- arvitanna. Við voru heilir í höfn á ný. Eftir góða málsverð kveð ég þá félaga og þakka fyrir ævintýraríka sjóferð, að minnsta kosti á mælikvarða landkrabbans. Lítið eitt reik- ull i spori held ég gegn lemj- andi rigningunni upp í bæ- inn. vig. * 0 * * 0-0 * 0 0 + -0 * & 0 0 0 m 0 * 0 0 0 0 -0 0 0 00000000000 — Erlent yfirlit Frafh. af bls. 8 að engin lausn fengist á Alsír- málinu fyrr en franski herinn hefði gersigrað uppreisnarmenn. Hann margendurtók þessa yfir- lýsingu, sem olli mikilli ólgu og almennri vanþóknun í Frakk- landi. Menn höfðu búizt við því að endalok uppreisnar hermann- anna í Alsír mundi ryðja braut- ina til vopnahlés og samkomu- lags við Serki. . De Gaulle gaf engar frekari skýringu á stefnubreytingunm, en vafalaust liggur að baki mikil vægt atriði, sem sett hefur strik í reikninginn hjá de Gaulle og kollvarpað fyrri áætlunum. En sagan er ekki á enda. De Gaulle synjaði ósk tilskilins fjölda þing- manna um að kvatt yrði til auka þings til að ræða landbúnaðar- málin. Gagnrýni heyrðist úr öll- um áttum og það er mál manna, að forsetinn hafi nú með öllu glatað hinni styrku aðstöðu, sem hann var kominn í eftir að hafa brotið hermannauppreisnia á bak aftur. -M ÞINGKOSNINGARNAR, 0BL sem fram fóru á Ceylon um síðustu helgi, hafa vakið heimsathygli. Ekki aðeins vegna þess að forsætisráð- yj herrann Dahanayke féil sjálfur og baðst lausnar, heldur líka vegna þess að hlutur kommúnista varð lítill og hægriflokkarnir unnu á. Hinir þrír kommúnistaflokkar eyjarinnar hlutu aðeins 33 þing- sæti af 151 og sá þeirra, sem ber nafnið Kommúnistaflokkur Ceyl on fékk einungis 3 sæti. Dahanayake grét, þegar hon- um varð ljóst, að hann hafði fali- ið — og hann brast aftur í grát, þegar hann afhenti lausnarbeiðni sína. Hann hafði gert sér vomr um sigur. Minnihlutastjórn. Dahanayke var menntamála- ráðherra í stjórn Bandaranaike, báðir voru þeir í forystu frelsis- flokksins. En í september í haust var Bandaranaike myrtur, þá tók Dahanayke við stjórnartaumun- um. í desember sagði hann sig úr flokknum og rauf þing. Da- hanayke var orðið ólíft í frels- isflokknum, því hann hafði sak- að nokkra meðráðherra sína og flokksbræður um að hafa staðið að morðinu á Bandaranaike. — Stofnaði Dahanayke eigin flokk. En vegna glundroðans í frelsis- flokknum voru sigurhorfur hans taldar litlar. En þá kom ekkja Bandaranaike til skjalanna og það er einkúm talið henni að þakka, að flokk- urinn galt ekki afhroð í ko$n- ingunum. Frelsisflokkurinn kom úr kosningunum annar stærsti, en sameinaði þjóðarflokkurinn, sem um margra ára skeið fór með stjórnartaumana, hlaut flest þingsæti, 50 af 151. Senanayake, leiðtogi samein- aða þjóðflokksins, hefur tekið að sér að mynda minnihlutastjóm. Brugðið getur til beggja vona um stuðning annarra flokka við stjórnina og því ekki sennilegt að hún verði föst í sessi. En Senanayake er sagður mjög hlynntur Vesturveldunum, mun hagstæðari þeim en Bandaran- aike, enda þótt frelsisflokkurinn hafi í seinni tíð tekið æ harð- ari afstöðu gegn kommúnistum. Ognarástand ríkir nú i Suður-Afríku. Lögreglan hefur beitt skotvopnum gegn blökkumönnum og margir hafa farizt. Ástæð- an til átakanna er sú, að þeldökkir una ekki lengur réttarskerðingum þeim, er þeir verða að þola. Hvítir, sem eru liðlega 3 millj. eða um fjórðungur íbúanna, ráða lögum og lofum. Eitt af félögum blökkumanna stóð fyrir aðgerðum þeim, sem urðu til þess að lögreglan skarst í leikinn með vopnum. Blökku- menn eru skyldugir lögum sam- kvæmt til að bera nafnskírteini. Þeir fá ekki vinnu án þess að framvísa skrteininu og lögreglan getur handtekið þá og varpað í fangelsi beri þeir ekki skír- teinið þegar þeir eru utan dyra. Þetta er gert til að koma í veg fyrir að blökkumenn leiti at- vinnu utan síns bæjar- eða sveit- arfélags. Verði þeir uppvísir. að slíkri atvinnuleit eru þeir fang- elsaðir. Mótmæli blökkumanna voru a þá lund, að þeir skildu nafnskír- teinið eftir heima, en gengu síð- an til næstu lögreglustöðvar til að láta handtaka sig. Þannig söfnuðust hundruð saman við lögreglustöðvar víða í Jóhannes- ar- og Höfðaborg. Þeir ætluðu að koma ringulreið á starfsemi lögreglunnar, enda tókst það. En úrslitin urðu átakanleg, eins og fyrr greinir. Um allan hinn frjálsa heim hafa einstaklingar og samtök mót mælt aðgerðum lögreglunnar. — Samúðarkveðjur til aðstandenda hinna látnu hafa borizt hvaðan- æfa að. Stjórnanadstaðar. í S-Afríku hefur krafizt þess, að Verwoerd forsætisráðherra segi af sér, en hann hefur svarað með því, að láti hvítir undan siga verðí þeir traðkaðir niður af blökkumönn- um. Hann neitaði jafnvel í fyrstu að láta fara fram opinbera rann- sókn, en er nú að láta undan í þvl. Almenningsálitið í heiminum hefur knúið Suður-Afríkustjóm til að slaka til um þumlung h.j.h. Ttwhmised T£i6bi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.