Morgunblaðið - 25.03.1960, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.03.1960, Blaðsíða 22
22 MORCUNfíTdfíJfí Föstudagur 25. marz 1960 ★ ÍPRÓTTIR * 22 valdir ti! lands- liðs- æfinga LANDSLIÐSNEFND Knatt- spyrnusambands íslands hefir nú valið 22 menn til æfinga vegna landsliðsleikjanna á komandi sumri. Eru þeir valdir til 1. maí, en þá hafa nýir menn mögu leika á að komast í Landsliðs- æfingarnar, hafi þeir sýnt getu sína. Þjálfari verður Óli B. Jóns- son. Fyrsta æfingin er á morg- un, laugardag. Þeir, sem valdir hafa verið, eru: Hreiðar Arsælsson, Hörður Felixson, Garðar Árnason, Örn Steinsson, Sveinn Jónsson, Þór- ólfur Beck, Ellert Schram, Gunn- ar Guðmannsson, Heimir Guð- jónsson, Bjarni Felixson og Helgi Jónsson, allir úr KR, Helgi Daníelsson, Sveinn Teitsson, Þórður Jónsson, Kristinn Gunn- laugsson og Ingvar Elísson frá Akranesi, Rúnar Guðmannsson, Guðjón Jónsson, Baldur Schev- ing, Guðmundur Óskarsson og Grétar Sigurðsson úr Fram og Árni Njálsson úr Val. Leikar fóru þannig á körfu- knattleiksmótinu á miðviku dagskvöldið, að ÍR vann KFR (B) meff 94:34 og ÍS vann ÍKF meff 74:34. Mótið heldur áfram á mánudags- kvöldið, og keppa þá KFR og Ármann og ÍS og ÍR í meistaraflokki. Myndin er úr leik ÍR og KRF. Ljósm.: Sveinn Þormóðss. Þorgeir Jónsson bóndi að Mýrum - minning F. 5. apríl 1889 d. 18. marz 1960. FORELDRAR Þorgeirs voru hjón in Sigurveig Jónsdóttir frá Akra- nesi og Jón Magnússon frá Stóra hofi Eystrahreppi. Þau hjónin bjuggu i Reykjavík og áttu tvo syni Halldór sem er dáinn fyrir 10 árum og Þorgeir. Þau slitu sam vistum þegar Þorgeir var 2 ára og fluttist Sigurveig þá fyrst að Hlíð í Gnúpverjahreppi og var síðan í vinnumennsku með dreng inn sinn á ýmsum bæjum. A þeim árum var það enginn leikur að vera einstæð kona með barn á framfæri og mun það snemma hafa mótað skapgerð Þorgeirs og Ethafnaþörf. Enda fór hann ung- ur að vinna fyrir sér. Strax eftir ferminguna réðist hann á skútu og var síðan á skútum fram yfir tvítugsaldur. Árið 1912 fór hann sem vmnumaður að Mýrum í Vill ingaholtshreppi til Eiríks Þórðar sonar sem þar bjó með Guðrúnu dóttur sinni. Að Mýrum átti Þor- geir örlagaríkt erindi, því snemma tókust ástir með honum og Guðrúnu sem aidrei sló fölskva á, en þau giftu sig á fyrsta ári hans á Mýrum. Garbeigendur Nú er rétti tíminn til að klippa trén í garðinum. Tök- um að okkur alla skrúðgarða vinnu. Pantið í síma 23123, — milli kl. 4 og 7 alla virka daga Svavar F. Kjærnested Þór Snorrason EGGERT CLAESSEN og GÚSTAV A. SVEINSSON hæstaréttarlögmenn. Þórshamri við Templarasund. Magnús Thorlacius hæstaréttarlögmaður. Málflutningsskrifstofa. Aðalstræti 9. — Simi i-1875. Tvö fyrstu árin var Þorgeir vinnumaður hjá tengdafoour sínum. En vorið 1914 tók hann við búinu og þar bjó hann svo í 40 ár. Fyrstu búskaparárin stundaði hann jafnframt sjóinn. Tvær vetr arvertíðir réri hann í Þorlákshöfn og síðan fimm á Loftsstöðum, en þaðan er nú löngu hætt að róa, enda var lending þar brimasöm. Guðrún og Þorgeir áttu sex börn, tvær dætur og fjóra syní. Vorið 1954 brugðu þau svo búi og fluttu til Reykjavíkur og mun það hafa verið Þorgeiri sárt, að slíta þau bönd öll, svo fast- lyndur, sem hann var. Ævisaga erfiðismanns er drátta mörg og svo er um sögu Þorgeirs, þó hér sé aðeins drepið á helztu þættina . En saga hans frá hrakningum í æsku, með fátækri einstæðings- móður, frá því hann sem barn byrjar að taka til hendi og vaxa, þó með ofvinnu væri um aldur fram til ábrygðar fyrir sinni lífsafkomu. Frá skútuárunum, þar sem hann 14 ára gamall stend ur við hlið manna, sem hörð lífs- barátta og óblíð veðrétta á brim- samri strönd, hafði mótað, og hann stóðst þá raun með vilja- festu og mikilli vinnugleði, sem var hans sterkasta hlið. Og- síðan búskaparárin fjörutíu, ásamt ver tíðarvinnu fyrstu árin. Þessi saga er saga þjóðarinnar, kjarna henn- ar. Af vinnuhöndum manna eins og Þorgeirs, vex sá gróður, sem unuœður Heitar um áfengismál • Goðtemplarareglan boðaði til almenns fundar í Góðtemplara- húsinu í gærkvöldi og var til- efnið einkum útvarpserindi, sem Bjarni Tómasson málarameistari, flutti í útvarpið fyrir skömmu, en í því gerði hann grein fyrir tillögum sínum í baráttunni gegn áfengisbölinu. — Frummælendur voru þeir Gunnar Dal, sem túlk- aði sjónarmið bindindishreyfing- arinnar og Bjarni málari. Fyrri ræðumaður rakti sögu á- fengisvarna hér á landi og benti á það böl, sem áfengisneyzla hef- ur leitt af sér á liðnum tímum og benti jafnframt á þau úrræði, sem hann teldi heppilegust til að ráða bót á því máli. Nefndi hann til dæmis algjört aðflutnings- og neyzlubann sterkra drykkja um tveggja ára bil á 15 ára fresti. Bjarni Tómasson las á fundin- um upp grein, sem Alfreð Gísla- son læknir ritaði fyrir Þjóðvilj- ann ekki alls fyrir löngu, og auk þess endurtók hann töluverðan hluta útvarpserindis síns, sem fjallaði um leiðir til að bægja ungu kynslóðinni frá óhollu líf- erni og ráð til að bjarga afvega- leiddu fólki. Bjarni kvað algjört vínbann ekki vera bezt til þess fallið að leysa þessi vandamál. Bannið yrði bara til þess að heim- ilisfólk færi að stunda bruggun sem eins konar „hobby“. Þá taldi hann brýna nauðsyn á að koma á fót lokuðum vistheimilum, þar sem áfengissjúklingar yrðu látn- ir vinna gagnleg störf í þágu lands og þjóðar. Bjarni kvað það einnig skoðun sína, að frjáls verzlun og fram- leiðsla á sterkum bjór gæti að mörgu leyti leitt til betra ástands í áfengismálum. Fór nú kurr mikill um salinn þar sem hrópað var fram í fyrir Bjarna, svo að hann varð að gera hlé á málflutningi sínum um hríð. Á eftir urðu umræður mjög heitar og víða komið við. Stóð fundurinn fram eftir kvöldi. Syngur og dansar á Röðli Niðursuðuframleiðsla á Siglufirði SIGLUFJÖRÐTJR, 24. marz: — Egill Stefánsson, kaupmaður, hef ur mörg undanfarin ár reykt hina feitu og góðu Norðurlands- síld, sem þótt hefur úrvalsréttur. dýpstar á rætur í íslenzkri mold, og gefur dýrasta ávexti. Þorgeir var ætíð talfár maður, sem aldrei lagði öðrum lastyrði. En söngvinn var hann og var sá þáttur ríkastur í eðli hans næst vinnunni. Rúm 40 ár söng hann í Villingaholtskirkju, og eftir að kirkjukór var stofnaður þar 1944 söng hann þar bassarödd. Hér í Reykjavík var hann trúr sinni sönggyðju, og sýini trú, sem var heit og einlæg. Hann sótti kirkju, næstum hvern helgidag og þar söng hann ætíð í sæti sínu. Við Þorgeir vorum vinnufélag- ar síðustu árin hans og féll ætíð vel saman. Þá hafði hann unnið langan vinnudag og enn meðan kraftar leyfðu vann hann af sömu trúmennskunni. Kom fyrstur á morgnana og fór síðastur heim á kvöldin. Sifeldlega raulaði hann við vinnu sína og var alltaf til- búinn að taka lagið. En þá eigin- leika veit ég bezta í fari manns. Svo kveð ég þig Þorgeir minn vegna trúar þinnar og ágætra mannkosta með þessum fátæk- !egu ljóðlínum: „Lífið er æðsti auður manns árdegis sveipað roða. Skal þó ei för til lífsins lands ’jós yfir vegum boða. Fagurt er líf manns við sólarsýn Sólrisið eilíft sem við þér skín reifi þig árd„igsroða“, Tryggvi Emilsson. Þá hefur hann einnig aðstöðu til að leggja og sjóða niður í dósir síld og gaffalbita. Á s.l. ári bætti Egill vélakost verksmiðju sinnar verulega og getur nú lokað í sjálfvirkum vélum um 15000 dós um á dag. Þá hefur hann fengið nýja ofna í reykhús sitt, sem stórauka afköst þess, svo hægt er að afgreiða um 8 tunnur af kaldreyktri síld á dag. Síld seld til útlanda Hyggst Egill gera tilraun til þess að hraðfrysta síldina, og reykja síðan eftir hendinni. Þá hefur hann og unnið að því að selja síld í dósum á erlendan markað. Nú um tima hefir um 25 manns unnið í verksmiðju Egils, sem selt hefur til Austur-Þýzka- lands nokkurt magn gaffalbita, en verðið er mjög lágt. • Hörff samkeppni í stuttu viðtali við fréttaritara Morgunblaðsins, segir Egill sölu- samkeppni mjög harða á erlend- um mörkuðum í þessari grein matvæla, og eigi hinar stærri og grónari verksmiðjur mun bptri vígstöðu. Egill segir þessa atvinnugrein geta veitt mikla atvinnu, en þarfnist hins vegar mikils rekstr arfjár. En tvímælalaust sé, að vaxandi 'atvinna og gjaldeyris- þörf þjóðarinnar megi mæta að nokkru með aukinni framleiðslu á þessu sviði, ef framleiðslan mætti skilningi stjórnarvalda. — Stefán. Afli tregur NESKAUPSTAÐ, 16. marz. — AUi hefur verið tregur í marz- mánuði og gæftir stirðar frá 1.— 15. þessa mánaðar. Fyrri helming mánaðarins hafa 3 netabátar og einn stór færabátur alls lagt a land 120 lestir af fiskí. UM ÞESSAR mundir kemur fram nýr skemmtikraftur í veitingahúsinu Röðli, söngkon an Virginia Lee, sem ætlar að skemmta Reykvíkingum með söng og darisi um fjögurra vikna skeið. Virginia er fædd og uppalin í Suður-Afríku, af evrópsku bergi brotin, en hef- ur dvalið víða í Evrópu und- anfarin 3 ár og nú seinast í Lundúnum, og þangað mun hún halda aftur að lokinni fs- landsdvöl. Við hittum frú Lee ásamt manni hennar, á förnum vegi í gær, og það bar ekki á öðru en að frúin hríðskylfi, þrátt fyrir stóra og hlýlega yfirhöfn. — Kalt?, spurðum við og fylltumst meðaumkun. — Svolítið, — sagði frú Lee, og brosti. Annars bjóst ég við að það mundi nú næða dálítið um mann hérna norður frá, og birgði mig þess vegna vel upp með hlýleg klæði. — Annars verð ég að láta í ljósi ánægju mína yfir því hvað andrúms- loftið er tært og svalandi hérna, — allt annað andrúms- loft en heima í S-Afríku. — Þér hafið sungið mikið opinberlega. — Já nokkuð. Annars hefi ég einkum sungið inn á plötur í heimalandinu, en nú síðustu árin hef ég ferðazt á milli skemmtistaða og komið víða. Auk söngsins hefi ég lagt mikla stund á dans og sýni hann nú jafnframt. — Hvað viljið þér segja okk ur um álit yðar á íslenzkum danshljómsveitum? — Ég álít, eftir fyrstu kynn um að dæma, að allt þess hátt ar sé í ágætu horfi hér. — Fólkið? — Islendinf*ar eru ágætir á- heyrendur, vingjarnlegir í alla staði og karlmennirnir margir hverjir alveg draumur, segir frú Lee, að lokum, um leið og hún gýtur augunum til eig- inmanns síns. Ný ferðaskrifstofa EINN þeirra ungu manna, sem undanfarin ár hefur staðið fyrir ferðalögUm um byggðir og óbyggðir landsins í félagi við aðra, hefur nú opnað sitt eigið ferðafyrirtæki, Er þetta Úlfar Jackobsen verzlunarmaður. Hef- ur hann opnað ferðaskrifstofu í Austurstræti 9 undir vígorðinu: Kynnizt landinu. Hefur Úlfar komið sér upp nokkrum bílakosti til ferðalaga um byggðir og óbyggðir. Hann hyggst gangast fyrir fyrstu ferð inni um páskana og verður það för austur í öræfi. Úlfar ræddi nokkra stund við blaðamenn í gær í tilefni af þessu og kvað áhuga manna fyr- ir ferðalögum hér innanlands hafa aukizt stórlega á síðari ár- um. Til þess að auðvelda m .n- um slík ferðalög frá fjárhagslegu sjónarmiði kvaðst Úlfar ætla að gefa ferðafólkinu kost á því að borga farmiða sína með afborg- unarskilmálum. Úlfar kvað það von sína að hann gæti haldið uppi fjölbreyttum ferðum, og myndi hann efna til lengri og skemmri skemmtiferða í vor og sumar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.