Morgunblaðið - 26.03.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.03.1960, Blaðsíða 2
2 MORGVTS BLAÐIÐ Laugardagur 26. marz 1960 Berum klœði á vopnin DEILUR ÞÆR, scm að undan- förnu hafa risið í tónlistarmál- um hér í bæ, bera orðið á sér þann blæ, að til vansæmdar og vanvirðu horfir. Látum liggja á milli hluta hversu djúpstæð rök kunni að vera fyrir deilum þessum. Hins vegar vonast ég þó til, að enginn dragi í efa, að lista- mönnum þjóðarinnar beri skylda til að sýna það for- dæmi, sem í öllu getur talizt gott og fagurt og að þjóðin þannig megi eigna sér þá, sínum fylgissveini. Það sanna og góða svíkur aldrei. Lifa í anda hinna miklu meistara: að gjöra ei öðrum, það sem maður ei vill að manni sjálfum sé gjört, og alltaf að hafa það fyrir reglu að launa illt með góðu. Gcrast auðmjúkur, „lít- illátur, Ijúfur kátur“. Sé allt þetta haft í huga, þó erfitt sé að framfylgja því út í æsar, mun okkur öllum vel farnast. Ég álít að betra framlag listinni í landinu til framþróunar muni íslenzkir ekki geta gefið elska þá og virða og þroskast listamenn af verkunv þeirra. þjóð sinni. Af framanrituðu vil ég því Stormana mun lægja. Það leggja til og benda þeim á, sem mun skapast friður og vellíð- hér eiga hlut að máli að bera an í sálarlífinu og ást til alls nú klæði á vopnin og sættast sem lifir. Ávöxturinn verður heilum sáttum. Láta fortíðina tvímælalaust: Góð verk og eiga sig og rækta með sér gróska í tónlistarlífi þjóðar- fagrar hugsanir hver til ann- innar. ars. Byrja nýtt líf frá deginum Reykjavík, 25. marz 1960. í dag og gera kærleikann að Skúli Halldórsson. Þór til Eyja á 40 ára af- mæli björgunarfélagsins í DAG eru liðin 40 ár frá því að fyrsta björgunarskipið, sem íslendingar eignuðust — og sem síðar varð fyrsta varðskip land?- manna — kom til hafnar í Vest- mannaeyjum, og var það Þór, sem Björgunarfélag Vestmanna- eyja hf. keypti úti í .Danmörku. Er afmælis þessa merka atburðar minnzt í grein í blaðinu og Les- bók, sem fylgir blaðinu í dag. í gærdag bauð forstjóri Land- helgisgæzlunnar nokkrum gest- um til kaffidrykkju í birgðastöð Landhelgisgæzlunnar í gamla „Farsóttarhúsinu“ vestur við Selsvör. Við það tækifæri skýrði Pétur frá því, að Landhelgisgæzl- an hefði boðið nokkrum þeim mönnum er einkum komu við sögu gamla Þórs, til Vestmanna- eyja í dag og sigla þeir með varð skipinu Þór, sem er þriðja sikpið, sem ber það nafn. Meðal þeirra verða þeir Jóhann Þ. Jósefsson fyrv. alþingsmaður Vestmanna- eyinga og Karl Einarsson fyrrum bæjarfógeti og þingmaður þeirra. Voru þeir meðal þeirra Vest- mannaeyinga, er hrundu Björg- unarfélaginu af stað og stóðu fyr- ir kaupunum. Einnig verða með i förinni þeir Jóhann P. Jónasson fyrrum skipherra á gamla Þór og Guðbjartur Ólafsson forseti SVFÍ. Við þetta tækifæri sýndi Pét- ur Sigurðsson líkan, sem Land- helgisgæzlan hefur látið gera af Þór. Er það forkunnar vel gert og smíðaði það Sigurður Jónsson módelsmiður hjá Landssmiðj- unni. Forstjóri Landhelgisgæzlunnar sagði, að er Þór hafi komið til landsins, hafi íslendingar í raun inni tekið í sinar hendur land- helgisgæzluna við strendur lands ins, sem staðið hefur óslitið Meðan setið var yfir rjúkandi kaffi, rifjuðu hinir gömlu forvíg ismenn Vestmannaeyinga upp ýmis atvik frá því er Þór var upp á si'tt bezta. Jóhann Þ. Jósefsson spurði t. d. Jóhann skipherra: Hvað voru eiginlega margir á skipinu, þegar farið var með Austfirðingana? — Um 180 sagði Jóhann, — og hér skaut Þórarinn Björnsson skipherra því inn, að það hefðu verið 185. — Ég var þá á skipinu, bætti Þórarinn við. Jóhann sagði frá því hlæjandi að gamli Þór hefði gengið mest 9 mílur. Þau urðu örlög hans að um jólin 1929, er hann var á sigl- ingu með embættismenn norður í Húnaflóa, strandaði hann og þar bar hann beinin. — Og ekkert manntjón varð, skaut forseti I Norsk listvefnadarsýning Þjóðminjasafninu í GÆR var blaðamönnum og fleiri gestum boðið að skoða listvefnaðarsýningu Statens Kvinnelige Industriskole í Osló, sem hingað er komin í boði Þjóðminjasafnsins. — Kristján Eldjárn, þjóðminja- vörður, ávarpaði gesti og kynnti Helen Engelstad, skólastjóra ofannefnds skóla, en hún er hingað komin með sýningu þessa og hefur sett hana upp. Þtssu næst ávarpaði frú Eng- elstad gestina, en þeirra á meðal voru norsku sendiherrahjónm, Börde og frú. Skýrði hún sýn- inguna og sagði hvernig sýning- armunirnir væru til komnir og úr hverju þeir væru unnir. — Byrjaði hún á sýningarmunum barna, sem kennt er að vinna ýmis konar muni. Vínna sjúkra. Þessu næst sýndi hún muni bæði örkumla sjúklinga og geð- Fœreyingar á Siglu- fjarðartogarana SIGLUFIRÐI, 25. marz. — Tog- arinn Hafliði kom úr Færeyja- för um þrjú leytið í nótt. Með honum voru 25 Færeyingar, sem ráðnir eru á bæjartogarana og m.b. Ingvar, sem leggur upp á Sauðárkróki. — Togarinn Hafliði hafði legið bundinn við bryggju um mánaðartíma vegna mann- eklu, og fór undir eins út á veið- ar, eftir að hafa skilað á land Færeyingum á Elliða og Ingvari. f dag er unninn 200 tonna afli togarans Elliða og á morgun er búist við togbátnum Braga og SVFÍ inn í. Margréti eftir helgina.' Z' NA 15 hnúhr S V 50 hnútar X Snjóiotno > Odi \7 Siúrir IC Þrumur W/.:íí KuktaM Hiftshíl H Ha» L L<*i» ■ "“i—tt: r 2^ y- j Siglfirðingar sigla á sæluvikuna n FLÓABÁTURINN Drangur mun í dag snúa við á Dalvík, í stað þess að halda áfram inn Eyja fjörð til Akureyrar samkvæmt áætluninni, og er tilgangurinn að flytja Siglfirðinga á sæluvikuna á Sauðárkróki. En Siglfirðingar komast ekki landleiðina tii Sauð- árkróks. Mun Drangur svo bíða eftir Siglfirðingunum meðan þeir skemmta sér á sæluvikunni, og flytja þá til baka heim eftir helgina. Þessa dagana er því góð at- vinna í frystihúsinu, en hefur verið fremur stopul í vetur. Hrað frystihúsið ísafold gerir út einn línubát, Baldvin, en afli línubáta er mun tregari en togbáta. Fjöldi togbáta veiðir nú fyrir Norðurlandi þ. a. m. togarar úr Faxaflóahöfnum og er það nýtt á seinni árum. Telja sjómenn ör- uggt að fiskmagn fyrir Norður- landi fari nú vaxandi ár frá ári. sjúklinga. Þá skýrði frúin frá þvl hvernig heimaunnin ull er með- höndluð í Noregi, en listmunir þeir, sem á sýningunni eru, eru fyrst og fremst unnir úr ull af hinu gama norska fjárkyni, sem nú er fremur fátt af þar í landi. Ull þessi er sams kyns og ullin af íslenzka fénu, en að dómi frú- arinnar hin bezta til alls kyns listvefnaðar. Þá sýndi frúin ofna og saumaða hluti, efni, prjónle3 og dúka, auk fagurra listmuna ofinna, svo sem hökla og fleiri muna kirkjulegs eðlis. íslenzk vinna. Meðal muna, sem á sýningunni eru, er teppi ofið af Vigdísi Kristjánsdóttur, og er það gert, eins og allir aðrir munir á sý:i- ingunni, í fyrrnefndum skóla. — Allir munirnir, sem á sýningunni eru, eru „frumsamdir" af nem- endum skólans, sem sjálfir skapa verkið frá upphafi, teikna það að vinna að öllu leyti. Frú Engelstad mun næstkom- andi fimmtudag flytja erindi um gamlan norskan listvefnað og hefst hann kl. 8,30 í Háskólan- um. Sýning sú, sem að framan greinir verður opnuð almenningi kl. 18 í dag og mun verða opin til 12. apríl daglega frá kl. 13 —22 e. h. í DAG er hlýjast í Valenciu á ingnum hér suðvestan lands í írlandi, 14 stig, en kaldast í nótt. Goose Bay um 20 stiga frost. Veðurhorfur kl. 22 í gærkvöldi f sjálfri New York er 4 stiga SV-mið: allhvass, eða hvass frost. Er því mikill munur á SA í nótt, en lygnir síðdegis veðurlagi ' austan og vestan á morgun, dálítil rigning. Suð- Atlantshafs. vesturland, Faxaflói og Faxa- Hin stöðuga lægð við Suður- flóamið: SA-kaldi ©g síðar Grænland, samfara háþrýsti- svæði yfir Norðurlöndum er eins konar vorboði hjá okkur, enda er 8 stiga hiti i Reykja- stinningskaldi, hlýtt og xir- komulítið. Breiðafjörður, Vest firðir, Breiðafjarðarmið og Vestfjarðamið: SA-gola, skýj- vík og er það einu stigi hlýrra að. Norðurland til Austfjarða en í London og Kaupmanna- og miðin: Góðviðri. SA-land höfn. Lítil hreyfing er nú á og SA-mið: Hægviðri í nótt, Grænlandslægðinni, en samt en SAkaldi og skýjað á morg- mun herða nokkuð á landsynn un. — — 12 milur Frh. af bls. 1. strandríkin fái að ráða fiskveið- um á heimamiðum sínum allt að tólf mílum frá grunnlínum. — Þessi staðreynd væri líka viður- kennd í tillögum Bandaríkjanna nema að þar væru viðurkennd söguleg réttindi annarra þjóða að stunda fiskveiðar allt að 6 mílum frá grunnlínum. Ómögu- legt væri að fallast á þessa und- anþágu í bandarísku tillögunum, því í þeim fælist mikið misrétti. Þegar slegið væri föstu sem al- þjóðareglu að 12 mílna fiskveiði- lögsaga skuli gilda almennt, brýt- ur það gegn grundvallarreglu Sameinuðu þjóðanna um jafn- rétti ef einstakar þjóðir verða að hlíta ágangi um alla eilífð. Þegar við semjum lög, verða þau að ganga jafnt yfir alla,“ sagði Drew. Hann taldi að ef fjarlægar fiskveiðiþjóðir hefðu hagsmuna að gæta við strendur annars lands, yrðu þær að semja við viðkomandi ríki. Drew kveðst vera mótfallinn víðri landhelgi, sem ógnaði frjáls um siglingum, enda hefði hún enga öryggisþýðingu. Rúmenar vilja 12 mílur Fulltrúi Filipseyja, Tolentino, sagði þjóð sína gera tilkall til alls hafsins milli eyjanna og að ekki yrði hægt að láta það við- gangast að erlend fiskiskip stunduðu veiðar í Suluhafinu, sem væri hjarta eyjanna. Fulltrúar Spánar og Rúmeníu fluttu langar og heldur leiðinleg- ar ræður, og sagði spánski full- trúinn meðan annars að Spánn hefði ætíð aðhyllzt sex mílna landhelgi og að nú sæju aðrar þjóðir að skoðun Spánverja hafi alltaf verið rétt. Hins vegar kæmi ekki til greina frekari út- víkkun landhelginnar, því Spánn hefði frá ómunatíð sótt fisk til annarra stranda. Fulltrúi Rúm- eníu sagði að Rúmenar hefðu fyrir tíu árum lýst sig fylgjandi 12 mílna landhelgi og væru þeir það enn. Var allur rökstuðning- ur hans mjög í anda Rússanna. RÁÐSTEFNUNNI FRESTAÐ Fulltrúar Persíu og Kúbu ræddu nokkuð um dagskrána og fannst ráðstefnan ganga heldur seint. Formaður allsherjarnefnd- arinnar varð fyrir svörum og kvaðst álíta að mikill árangur hefði náðst þar sem þegar væru komnar fram fjórar tillögur, en hét því að haldnir yrðu síðdegis- fundir alla næstu viku auk morg- unfunda. Hann sagði að hugsan- legt væri að ráðstefnan gæti lok- ið störfum um 14. april og að atkvæðagieiðsla um framkomnar tillögur færi fram 6.—8. apríl. Næsti fundur ráðstefnunnar verður ekki fyrr en á þriðjudag, því að á mánudag er Rama- dan helgidagur Múhameðstrúar- manna síðasti dagur í mánaðar- föstu þeirra. Henrik Sv. Björnsson ráðuneyt isstjóri er væntanlegur til Genf- ar á þriðjudaginn og er þá öll íslenzka nefndin mætt til ráð- stefnunnar. — Þ. Th.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.