Morgunblaðið - 26.03.1960, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.03.1960, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 26. marz 1960 Utg.: H.l Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 40,00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 2.00 eintakið. ALMANNA- TRYGGINGARNAR 'll'EÐFERÐ frumvarps ríkis- stjórnarinnar um eflingu almannatrygginganna er nú um það bil hálfnuð í Alþingi. Með þessu frumvarpi eru stigin einhver þau stærstu skref, sem stigin hafa verið fram á við í tryggingarmál- um þjóðarinnar. Allar grein- ar bótagreiðslna eru stór- hækkaðar og margvíslegar nýjungar, svo sem stóraukn- ar fjölskyldubætur teknar upp. Hefur efni frumvarpsins áður verið rakið og er orðið alþjóð kunnugt. Má yfirleitt segja, að því hafi verið almennt fagnað og miklar vonir bundnar við fram- kvæmd þess. Það er hinsvegar Ijóst, eins og við mátti búast, að þótt í þessu frumvarpi felist mikil framför, þá eru þó margir, sem meiri kröfur gera og lengra vilja ganga til umbóta í þessum þýðingarmiklu mál- um. Hafa margar slíkar kröf- ur við mikilvæg rök að styðj- ast, enda þótt erfitt sé að full- nægja þeim öllum í einu, og gera alla ánægða með fram- kvæmd þessara laga, sem snerta hagsmuni hvers ein- asta heimilis í landinu. Athyglisverðar maður Framsóknarflokks- ins í Efri deild atkvæði með þessari merku og þjóð nýtu löggjöf. Þannig var afstaða Fram- sóknarmanna til tryggingar- málanna, þegar grundvöllur var lagður að núgildandi tryggingarlöggjöf. Þeir vildu vísa málinu frá. Þeir höfðu allt á hornum sér og reyndu að gera þessa merku félags- málalöggjöf á allan hátt tor- tryggilega. Nýtt skref Nú hafa Sjálfstæðismenn og Alþýðuflokksmenn á ný forystu um stórfellda eflingu almannatrygginganna. Fjöl- skyldubætur eru auknar stór- kostlega, gamla fólkið, ör- yrkjar, sjúklingar, einstæðar mæður og aðrir bótaþegar fá stórhækkaðar bætur. Þá hef- ur Framsóknarflokkurinn aft- ur allt á hornum sér. Hann húðskammar ríkisstjórnina fyrir aðgerðir hennar í trygg- ingarmálunum og hefur ekk- ert jákvætt sjálfur til mál- anna að leggja annað en inni- haldslausar yfirboðstillögur. En nú er þó svo komið, að Framsóknarmenn þora ekki lengur að greiða atkvæði gegn tryggingarlöggjöfinni. umræður tTmræðurnar, sem fóru fram um tryggingarmálin í Neðri deild Alþingis í fyrra- dag voru hinar athyglisverð- ustu. Þar var á það bent af félagsmálaráðherra, að tvö stærstu sporin, sem stigin hefðu verið í þróun trygging- armálanna á undanförnum árum hefðu byggzt á sam- vinnu Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins. Með setn- ingu almannatry ggingalag- anna árið 1946 undir forystu nýsköpunarstjórnar Ólafs Thors var tryggingarmálum þjóðarinnar komið á nýjan og traustari grundvöll en nokkru sinni fyrr. — Tryggingarnar voru þá jafnframt gerðar víð- tækari og náðu þá fyrst veru- lega því marki að geta heitið almannatryggingar. Emil Jónsson benti á það í ræðu sinni sl. fimmtu dag, að Framsóknarflokk- urinn hefði flutt tillögu um það að vísa þessu merka máli frá árið 1946. Þegar sú tillaga Framsókn- armanna hafði verið felld, greiddi aðeins einn þing- Grundvöllur félagslegs öryggis Það er Sjálfstæðismönnum hið mesta gleðiefni, að hafa átt þátt í því að byggja upp löggjöfina um almannatrygg- ingar og framkvæmd hennar. En hitt er þó ekki síður mikil- vægt, að Sjálfstæðismenn ■ hafa haft forystu um þá at- vinnulífsuppbyggingu, sem ein er þess megnug að skapa grundvöll félagslegs öryggis í landinu. Á það verður aldrei of oft bent, að því aðeins get- um við búið við nauðsynlegt félagslegt öryggi að við eigum fullkomin og afkastamikil framleiðslutæki, til þess að draga með arð í þjóðarbúið. Við verðum að geta rekið framleiðslutæki okkar til lands og sjávar á heilbrigðum grundvelli. Frá framleiðsl- unni verður það fjármagn að ! koma, sem þjóðfélagið síðan notar til þess að borga með fjölskyldubætur, ellistyrk, ör- orkulífeyri, sjúkrabætur, mæðralaun o. s. frv. Þessu j mikilvæga atriði má enginn íslendingur gleyma. IITAN UR HEIMI Hluti af salarkynnum neðri málstofu brezka þingrsins, sem nú þykir alltof þröng orðin. Þröng á þingi NEÐRI deild brezka þingsins býr við hin mestu þrengsli. Þingmenn og annað starfslið skortir tilfinnanlega olnboga- rúm — þar er sem sagt þröngt á þingi í bókstaflegri merk- ingu. — Og kröfurnar um að gerðar verði róttækar ráðstaf- anir til þess að bæta úr þess- um vandræðum deildarinnar gerast æ háværari. — ★— Þinghúsið brezka var reist um miðbik síðustu aldar. Þá voru þingmenn um 200, og þingfundir stóðu yfirleitt ekki nema þrjá mánuði árlega. Nú eru þingmenn irnir aftur á móti orðnir 630 talsins, og þinghaldið stendur um níu mánuði ár hvert. — Sem sagt — barnið vex, en brókin ekki.“ ★ Þingmenn í uppreisnarhug Aðeins nokkur hluti þing- uiaiiiiu xiwxii uuivnu; t þess að sinna nauðsynleguna skriftum — og þá verða þeir að dúsa fjórir og fimm saman i herbergi. I öllu þinghúsinu fyrir finnast aðeins 181 skrifborð — og Hið íslenzka orð- tak „barnið vex, en brókin ekki“ hefir sannazt áþreifanlega í \ neðri deild brezka \ \ ) |þingsins. Þingmenn \ kvarta sáran um i þrengsli og slæm \ starf sskilyrði... i hvorki eru þar við höndina borð- lampar né símatæki. Þingmenn sjást tíðum tylla sér í glugga- kisturnar á meðan þeir lesa fyr* ir bréf sín — hvergi er auður stóll. — Áríðandi fundir eru haldnir í göngum hússins, þar sem fundarmenn sitja á hörðum trébekkjum. Þar er sífelldur um- gangur — og ýmislegt heyrist, sem raunverulega er ekki ætlað „að fara lengra“. — Og nú er ástandið orðið slíkt, að þingmenn neðri deildarinnar eru komnír í uppreisnarhug — og bera fram háværar kröfur um „þjóðnýt- ingu“ neðri deildarinnar, eins og sumir gárungarnir nefna það. Myndin sýnir hluta af brezka þinghúsinu og hinn fræga Big Ben -klukkuturn. ★ Þingmenn „gestir“ á þingi! Að baki þessari kröfu liggur m. a. sú einkennilega staðreynd, að þingið er ekki „húsbóndi á sínu heimili". — Þinghúsið heit- ir raunverulega „Westminster- höllin" og er konungleg höll, þar sem þingmenn eru gestir, ef svo má segja. — Stjórn hallarinnar er í höndum konunglegs em- bættismanns, hins svonefnda „stórkanslara", sem er fulltrúi og umboðsmaður drottningar. — Þetta embætti gengur að erfðum — og skiptist milli þriggja aðals- ætta. Nú er markgreifinn af Oholmondeley stórkanslari, en eftir hans dag gengur embættið til Lincolnshire-ættarinnar og þar næst til Ancaster-ættarinnar. En þá er röðin að nýju komin að manni af Oholmondeley-ætt- inni. — Ábyrgðin á viðhaldi og öllum breytingum þinghússins hvílir á stórkanslaranum, ásamt ráðherra þeim, sem opinberar byggingar heyra undir. ★ Öfund I garð efri deildar. Um langt árabil hafa hinir „að- þrengdu" þingmenn neðri deild- arinnar horft öfundaraugum til efri deildar (lávarðadeildarinn- ar), sem einnig er til húsa í höll- inni. Þar er miklum mun rýmra um þingmenn — og veldur það óánægju „kolleganna“ í neðri deild, ekki sízt þar sem segja má, að hlutverk lávarðadeildarinnar sé nú orðið að ýmsu leyti mest- megnis táknrænt. Skipting hús- næðisins er frá þeim tímum, þegar efri deildin var valdamikil. Þessu hefir ekki verið breytt, þótt hlutverk deildarinnar sé nú annað og minna en fyrrum — e. t. v. í og með vegna þess, að Sholmondeley lávarður og full- mektugur stjórnandi og eftirlits- maður þinghússins á sæti í lá- varðadeildinni. — A. m. k. hefir lávarðurinn hingað til staðið gegn sérhverri „árás“ þeirra neðri deildar manna, eða hinna ,,óbreyttu“, eins og þeir eru oft nefndir. ★ „Þjóðnýtingarkrafan“ Til eru áætlanir um að reisa viðbyggingu, skrifstofuhúsnæði fyrir þingmenn neðri deildar, við hlið Big Ben-klukkuturnsins fræga — en þessar áætlanir eru reyndar hálfrar aldar gamlar, og allir eru löngu hættir að gera ráð fyrir, að þær verði nokkru sinni framkvæmdar. — Og því eins heifir sú krafa verið borin íram, einkum af hálfu Verka- mannaflokksins, að „Westminster höllin verði þjóðnýtt" — þ. e. a. s. að þingmenn skuli vera herrar í eigin húsum, sem myndi tryggja það, að þeir fengju nauðsynlegt olnbogarúm. ★ Eldsvoði eina lausnin! Eldvarnakerfi þinghússins þyk ir einnig mjög ábótavant — og Framh. á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.