Morgunblaðið - 26.03.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.03.1960, Blaðsíða 13
Laugardagur 26. marz 1960 MORGVTSBLÁÐIÐ 13 Þórður Kristjánsson Breiðabólsstað 70 ára í DAG er Þórður Kristjánsscn hreppstjóri og bóndi á Breiða- bólstað í Fellsstrandarhreppi Dalasýslu 70 ára, f. 26. marz 1890 að Breiðabólstað, elztur 12 syst- kina. Foreldrar: Kristján Þórðarson bóndi og Sigurbjörg Jónsdóttir Jónssonar bónda í Skógum á Fellsströnd. Faðir Kristjáns var Þórður Jónsson, Jónssonar, Ás- geirssonar, Björnssonar, hann f- 1693, bjó fyrst að Orrahóli en fluttist þaðan að Breiðabólstað og hafa afkomendur Björns í beinan karllegg búið þar síðan, eða nokkuð á þriðju öld, sézt af því að ættartenglsin hafa verið sterk og stöðug við þetta býli. Þórður ólst upp hjá foreldrum sínum til tvítugs aldurs. Árin 1910—'12 var hann að mestu leyti hjá hinum mikla athafna- bónda Magnúsi Friðrikssyni á Staðarfelli. Veturinn 1913—'14 var Þórður á Hjarðarholtsskóla er hinn merki unglingafræðari og bóndi séra Ólafur Ólafsson veitti þá forstöðu. Á þessum ár- um hefir Þórður fengið þá kennslu og reynslu er dugað heí- ir honum vel til framdráttar á starfsævinni síðan. Þórður byrjaði búskap á Hóli f Hvammssveit 1916 og var þar í tvö ár. 1918 kvæntist hann Steinunni Þorgilsdóttir Friðriks- sonar bónda og barnakennara í Knarrarhöfn, gáfaðri gæðakonu eins og hún á kyn til, og fluttist þá að Knarrarhöfn, bjó þar til 1921 að hann fluttist heim á föð- urleifð sína, en faðir hans brá búi, þar hefir hann unað glaður við sitt síðan. Þórður og Steinunn eignuðust 6 börn, elzta dóttirin Halldóra er dáin, hin eru: Guðbjörg gift Ástvaldi Magn- ússyni starfsmanni við Iðnaðar- bankann í Reykjavík. Sigurbjörg gift Gísla Kristjáns syni starfsmanni við prent- smiðjuna „Eddu" í Reykjavík. Sturla bifreiðastjóri í Reykja- vík kvæntur Þrúði Kristjáns- dóttur. Friðjón sýslumaður í Dalasýslu fyrsti varaþingmaður Vestur- landskjördæmis, kvæntur Krist- ínu Sigurðardóttur og Halldor yngsta barnið, heitbundinn Ó)a- fíu Ólafsdóttur, nú að byrja bú- skap með föður sínum á ættar- óðalinu. Barnabörn Þórðar og Steinunnar eru nú 13. Fjölskyldan varð stór og heim ilið mannmargt, margs þurfti slíkt heimili við, " vinnustundir áframhaldandi ræktunar. Vatnsaflsrafstöð til heimilis- nota, þá fyrstu í sinni sveit reisti hann 1955. I dag munu margir sveitungar og aðrir vinir Þórðar koma á heimili þeirra hjóna og þakka báðum fyrir fjölþætt og farsæl- lega unnin störf og vinsamlsg samskipti á liðnum árum. Ég þakka Þórði ágætan kunn- ingsskap á liðnum árum, og óska honum og konu hans allrar far- sældar á ókomnum tíma. Jón Sumarliðason. Byggingafélag alþýðu Aðalfundur félagsins verður haldinn þriðjudag. 29. marz, kl. 20,30 í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. I> a g s k r á : 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. STJÓRNIN hafa óumflýjanlega orðið marg- ar og erfiðar dag hvern hjá for- eldrunum meðan börnin voru að komast til þroska en frá þeim erfiðleikum hafa þau hjón kom- izt með sæmd. Auk þess að gegna félagsmálum í ríkum mæli. Það kom fljótt í ljós að hrepps- búar Þórðar fólu honum trúnaðar störf sveitar sinnar. I hrepps- nefnd Hvammshrepps var hann 3 ár. Fellsstrandarhrepps óslitið frá 1922 til þessa dags. í sóknar- nefnd frá 1922. Forsöngvari í Staðarfellskirkju frá 1927, og 20 ár einnig við Dagverðarneskirkju í Klofningshreppi. Deildarstjóri við Kaupfélag Hvammsfjarðar í 21 ár hreppstjóri í Fellsstrandar- kirkju síðan 1936. Ljóst er af þessum staðreynd- um að Þórður hefur öðlazt og átt um áratugi, vináttu, traust og réttsýni sveitunga sinna í ríkum mæli, enda verið þess verðugur. Þórður er geðhægur, glaðlynd- ur, gestrisinn og Ijúfur í viðmóti, sjálfstæður í skoðunum en getur þó litið réttu auga annarra sjón- armið, en því ágætur samstarfs- maður í öllu því er honum hefir verið falið að annast um. Þrátt , fyrir umfangsmikið heimilishald og fjölþætt félags- mál og opinber störf hefur Þórður ekki verið eftirbátur annarra um búnaðarframkvæmd j ir. Hann hefur byggt upp öll hús á jörð sinni, stóraukið og sléttað túnið, það mun nú vera um 5C dagsláttur í rækt, auk þess stórt land framræst til undirbúnings ••«:»«»- «««*««»»»»»"* »ry^ yða" Henningartengsl Íslands og Ráustjórnarríkjanna ^J*4á tíoatnnduir í tilefni 10 ára afmælis M.Í.R. í Gamla Bíói, sunnudaginn 27. marz kl. 14.00. AVÖRP FLÍUA: Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra, A. Alexandrov, sendiherra Sovétríkj- anna, Þórbergur Þórðarson marsson, rithöfundur, varaforseti M.I.R. Hannibal Valdi- forseti Alþýðusambands Islands, Dr. Páll Isólfsson, tónskáld, Guð- laugur Rósinkrans, Þjóðleikhússtjóri, Sverrir Kristjánsson, sagnfræðingur. Einleikur á píanó: Rögnvaldur Sigurjónsson. — Einsöngur Nadezhda Kazantseva Aðgöngumiðar í M.l.R.-salnum, Þingholtsstræti 27, til kl. 19 laugard. 26. *::. marz. ^J^tliómleikar í Þjóðleikhúsinu mánudaginn 28. marz kl. 20,30. Einleikur á píanó: v Mikhail Voskresenkí Einsöngur: Nadezhda Kazantseva Undirleikaffi: Taisija Merkulova. Aðgöngumiðar í Þjóðleikhúsinu frá kl. 13 á laugard., sunnud. og mánudag MÍR VOLVO 1 Diesel - Benzín - Ste!noSíu P E N T A dieselvélar stærðir 5—260 ha. P E N T A benzínvélar, stærðir 5— %—120 ha. P E N T A steinolíuvélar, stærðir 5—Vz—35 ha. P E N T A er jafnt í trilluna, fiskibátinn og irafstöðina. P E N T A er ein mest selda bátavélin á Norðurlöndum. Leitið upplýsinga GUNIMAR ÁSGEIRSSOIM H.F. Suðurlandsbraut 16 — Reykjavík — Sími 35202

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.