Morgunblaðið - 26.03.1960, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.03.1960, Blaðsíða 19
Laugardagur 26. marz 1960 MORGVNBLAÐIÐ 19 Herlið Vesturveldanna í V-Berlín of fámennt til að koma að gagni Kristjana Thorsteinsson, eiginkona Alfreðs Elíassonar, fram- kvæmdastjóra Loftleiða, færir flugstjóranum, Jóhannesi Markússyni, blómvönd við komuna. Áhöfnin öll stendur í stiganum. — París, 25. mars — (Reuter). — NIKITA KRÚSJEFF sagði í París í dag að 11.000 manna varnarlið V esturveldanna í Vestur-Berlín væri „einskis virði“ frá hernaðarlegu sjón- armiði. Forsætisráðherrann var spurður að því á blaða- mannafundi, hvers vegna hann væri andvígur óbreyttu ástandi í Vestur-Berlín, þar sem herstyrkur Vesturveld- anna væri tiltölulega lítill. Hann svaraði því til, að frá hernaðarlegu sjónarmiði væri varnarliðið of fámennt til að und irbúa hernaðaraðgerðir gagnvart Sovétríkjunum. „Ef það væri ætlunir. að undirbúa hernað gegn okkur, mundum við óska að þar væru 200.000 hermenn, eða jafn vel hálf milljón", sagði hann. „Það væri auðveldara að þurrka þá út og losa okkur við þá“. Krúsjeff endurtók fyrri um- mæli sín um að ef ekki yrði gerð- ur friðarsamningur við Austur- og Vestur-Þýzkaland, gerðu Rúss ar sérsamning við Austur-Þýzka- land, sem hefði það í för með sér að allir fyrri samningar um Austur-Þýzkaland yrðu gildis- lausir. Krúsjeff kvaðst ekki óska eftir því að valda kofningi meðal Vest urveldanna fyrir „topp“ fundinn, sem haldinn verður í París í m.'.í, en óskaði eftir góðri samvinr.u Rússlands og Frakklands, s_m heimilaði báðum löndum að liía eftir eigin óskum. „Eina lausnin er friðsamleg sambúð“ sagði Sovétleiðtoginn. Hann kvaðst halda að kalda stríð inu væri nú að ljúka og að hlut- verk „topp“-fundarins væri að — Snorri Frh. af bls. 1. dvöl þar var haldið heimleiðis og flogið í einum áfanga. Engir farþegar voru með vél- inni, aðeins Loftleiðamenn og skyldulið þeirra. Síðasta áhöfnin var að koma frá þjálfun á Florida og voru eiginkonur að sjálfsögðu með, því enginn fer til Florida án þess að bjóða konunni með. Hún kann að méta sólbrunann fremur en allir aðrir. Þar með er lokið þjálfun áhafna Loftleiða á nýju flugvél- arnar. Alls hafa 10 íslenzkar áhafnir notið þessarar þjálfunar — svo og þrjár norskar, frá Braathen. Sem kunnugt er hafa Loftleið- ir haft Skymaster-flugvélar frá Braathen á leigu að staðaldri. Félagið á sjálft aðrar tvær Sky- mastervélar, Heklu og Sögu. Sam kvæmt því er talsmenn félags- ins tjáðu blaðamönnum, er boðið var í stutta flugferð með Snorra yfir Suðurlandsundirlendið í gær, hefur félagið nú í hyggju að selja aðra Skymaster-vélina. Eft- ir það verða í förum á vegum félagsins Cloudmastervélarnar tvær, Leifur Eiríksson og Snorri Sturluson, önnur Skymastervélin svo og ein leiguvél frá Braathen. Snorri Sturluson hélt áleiðis til Stavanger í gærkveldi. Flug- stjóri var Smári Karlsson. Þar verða gerðar smávægilegar breyt ingar á Snorra svo sem á Leifi Eiríkssyni. Cloudmastervélarnar munu síðan smám saman koma inn í áætlun Loftleiða. Framlög til Flóabáta allmiklu hœrri en s/. ár Frá Alþingi ÚTBÝTT hefur verið á Alþingi nefndaráliti frá samvinnunefnd samgöngumála um framlög til flóabáta og vöruflutninga. Sam- kvæmt tillögum nefndarinnar nema framlög til flóabáta og vöruflutninga í heild kr. 4091500, 00. Er það kr. 485900,00 hærri upphæð, en greidd var á fjárlög- um sl. ár. Leggur nefndin til að fjárhæðin skiptist sem hér segir: Norðurlandsbátur kr. 660,000 f slenzkir ekki hæstir SAMKVÆMT Reutersfréttum frá aðalstöðvum flóttamannahjálpai- innar í Genf, hafa Norðmenn gef- ið $501.331,00 til flóttamannahjálp arinnar og eru þeir allra þjóða hæstir miðað við fólksfjölda, en Norðmenn eru um 3,5 milljónir og gerir þetta ísl. kr. 5,43 á hvert , mannsbarn. Samkvæmt síðustu töíum, höfðu fslendingar gefið um kr. 250 þúsund, eða kr. 1,47 á mann. Fyrstu Færeying- arnir á skip í Reykjavík N ORÐF J ARÐ ARTOG ARINN Gerpir lætur úr höfn í dag, en hann hefur að undanförnu leg- ið í Reykjavík. Hefur hann m.a. verið í slipp, og er hann siglir nú út, er hann nýmálaður frá kili og upp í siglutré. Nær allir, ef ekki allir, hásetarnir á skipinu eru Færeyingar. í gær voru auk þess 11 Færey- ingar skráðir á Hvalfellið og a.m.k. 3 á Marz. Eru þetta fyrstu Færeyingarnir, sem skráðir eru á skip í Reykjavík að þessu sinni. Togskipin fiska ágætlega AKUREYRI, 25. marz: — Tog- skipin fyrir Norðurlandi hafa fiskað sæmilega vel undanfarið. Síðustu landanirnar eru Sigurð- ur Bjarnason, er landaði í dag á Akureyri, 110 tonnum, Björg- vin er landaði á Dalvík í gær 90—100 tonnum og Bjarnarey sama magni, einnig á Dalvík. Súlan landaði fyrir helgi 60—70 tonnum og Snæfell landaði í Hrísey 63 tonnum. — Steíán. Strandabátur ......... 160,000 Haganesvíkurbátur .... 8,500 Hríseyjarbátur ......... 30,000 Flateyjarbátur á Skjálf. 48,000 Loðmundarfjarðarbátur 42,000 Mjóafjarðarbátur ....... 90,000 Vöruflutningar á Suðurl 270,000 Til bátaferða í A.-Skaft. og til vörufl. til Öræfa 120,000 Vestmannaeyjab. vegna mjólkurflutninga .... 150,000 H.f. Skallagrímur — „Akraborg“ .......... 850,000 Mýrabátur ............... 4,500 Flateyjarb. á Breiðaf. .. 200,000 Sami, vegna viðgerðar (síðari greiðslu) .... 65,000 Stykkishólmsbátur .... 660,000 Langeyjarnesbátur .... 30,000 Sami, vegna vélakaupa og endurbyggingu báts 20,000 Djúpbátur ............ 660,000 Dýrafjarðarbátur ....... 10,000 Arnarf jarðarbátur .... 10,000 Patreksfjarðarbátur .... 3,500 finna sameiginlegan grundvöll. Fyrr í dag hafði Krúsjeff heim- sótt hús það í París, sem var dvalarstaður Lenins : útlegð hans á árunum 1909—1912, en þar fyr- ir utan voru samankomnir um 8.000 franskir kommúnistar, sem fögnuðu forsætisráðherranum ákaft. Eftir 20 mínútna dvöl, hélt Krúsjeff til fundar við de Gaulle. Á laugardag leggur Krúsjeff af stað í sex daga ferðalag um Frakkland, sem hefst í Bordeaux. Samtals kr. 4,091,500 Framsögumaður nefndarinnar er Sigurður Ágústsson. — Mótmæli Frh. af bls. 1. ig send Dag Hammarskjöld, aðal framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. f London hefur verið mikið um mótmæli, sem aðallega hafa verið höfð í frammi fyrir utan stjóm- arbyggingu Suður-Afríku þar í borg. Hafa 29 manns verið hand- teknir fyrir óspektir. Leiðrétting KVÖLDSKEMMTUN til ágóða fyrir Björgunarskútusjóð Breiða- fjarðar verður í Lido föstudags- kvöldið 1. apríl, ekki n.k. sunnu- dag. — Kaffisala breiðfirskra kvenna verður aftur á móti £ Breiðfirðingabúð sutmud. 27. þ. m. kl. 2—7. Frá Stangaveiðifélagi Akraness Félagsmenn, munið aðalfund félagins n. k. sunnudag kl. 2. e. h. í Hótel Akranes. Stjórnin. Byggingafélag verkamanna KEFLAVIK Nokkrum íbúðum er ór,á,ðstafað í nýjum bygg- ingaflokki, sem félagið er að byrja á. Þeir, félags- menn, sem hafa hug á að kaupa þessar íbúðir, hafi samband við formann félagsins, fyrir 5. apríl að Hátúni 21, Keflavík. STJÓRNIN Tilkynning Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á brauðum í smásölu: Rúgbrauð, óseydd 1500 gr......... kr. 6,70 Normalbrauð, 1250 gr..........kr. kr. 6,70 Séu nefnd brauð bökuð með annarri þyngd en að ofan greinir, skulu þau verðlögð í hlutfalli við ofan- greint verð. Á þeim stöðum, sem brauðgerðir eru ekki starfandi, má bæta. sannanlegum flutningskostnaði við há- marksverðið. Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má verðið vera kr. 0,20 hærra en að framan greinir. Söluskattur er innifalinn í verðinu. Reykjavík, 24. marz 1960. Verðlagsstjórinn. Maðurinn minn og faðir okkar, KARL ó. BJARNASON fyrrv. varaslökkviliðsstjóri andaðist að heimili sínu aðfaranótt 25. þ.m. Kristín L. Sigurðardóttir og böm Útför litla drengsins okkar, JÓNS HILMARSSONAR er lézt 19. þ.m. fer fram frá Keflavíkurkirkju 26. þ.m. kl. 2 eftir hádegi. Ólöf Jónsdóttir, Hiimar Eyberg, og systkini hins látna. Okkar innilegasta þakklæti viljum við votta öllum þeim, sem tóku þátt í f jársöfnun okkur til handa og sýndu okkur samúð og hluttekningu við fráfall ástvina okkar, sem fórust með m.s. Svaninum frá Hofsósi á síðasta hausti. — Guð blessi ykkur öll. Esther Ingvarsdóttir, Alda Jóhannsdóttir og börn hinna látnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.