Morgunblaðið - 26.03.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.03.1960, Blaðsíða 20
V EÐ RIÐ Sjá veðurkort á bls. 2. MAUROIS — Sjá bls. 6. — Mesti afladag ur Eyja- háta VESTMANNAEYJUM, 25. marz. — Margir bátar eru enn ókomnir að, er þetta er ritað en útlit er fyrir að þetta verði mesti afla- dagurinn á vertíðinni hér. Munu að öllum líkindum berast á land 2000 lestir ef fer sem horfir. Um 7 leytið komu fyrstu bát- arnir að. Voru þeir með nokk- uð misjafnan afla, þeir lægstu um 1300 fiska, en nokkrir bátar með yfir 5000 fiska, sem eru allt að 40 lestir. Mikið af bátum, sem vitað var að væru með mikinn afla, eru ókomnir að landi, en þeir sem mest hafa, koma auð- vitað síðast. Það skal þó haft í huga, að þetta er tveggja daga afli hjá flestum bátunum þar sem land- lega var í gær vegna sunnan og suðaustan storms. — Bj. G. Engin fyrirfrnm- greiðsln fyrir 1. mní RÁÐUNEYTIÐ hefir ákveðið að falla frá fyrirframgreiðslu upp í skatta og önnur þing- gjöld ársins 1960 sbr. reglu- gerð nr. 103/1957, vegna þeirra breytinga, sem væntanlegar eru á tekjuskattsgreiðslum. Hefst fyrirframinnheim' vi því ekki fyrr en 1. maí n.k. (Frá fjármálaráðuneytinu). Kiarl Ó. Bjarna- son varaslökkvi- Ciðsstjóri látinn 1 FYRRINÖTT lézt hér í bænum Karl O. Bjarnason fyrrum vara- slökkviliðsstjóri í Slökkviliði Reykjavíkur, 65 ára að aldri. Karl gerðist brunavörður þeg- ar eftir hinn ægilega bruna hér í Reykjavík, árið 1915 er Mið- bærinn brann að verulegu leyti, er eldur kom upp í gistihúsinu Hótel Reykjavík., VARÐARKAFFI i Valhöll í dag kl. 3—5 síðd. Hætt kominn þegar bíll fór í sjóinn KEFLAVlK, 25. marz: —-1 morg- un laust fyrir kl. 12 ók lítill Moskowiteh bíll, S 385 fram af hafnargarðinum í Gerðum í Garði. í bínum voru tveir menn, Ölafur Torfason frá Miðhúsum og Árni Öskarsson frá Móakoti, en þeir björguðust báðir. Framan á hafnargarðinum er öryggisplankr, 6—8 tommu hár, og fór bíllinn yfir hann, en fjara var og fallhæðin 3—4 m. að sjó. Lá bíllinn stutt frá hafnargarð- inum á um það bil 3 m dýpi. Köll undir bryggjunni Skammt fyrir ofan bryggj- una var Guðlaugur Tómasson, símstjóri í Garði að vinnu við trillubát. Hafði hann tekið eftir því að bíllinn var að aka á garð- mum, en gaf því ekki nánari gætur, fyrr en lítill sonur hans, sem var að leik þarna skammt frá, kom hlaupandi og sagði, að menn væru að kalla undir bryggjunni. Brá þá Guðlaugur hratt við og hljóp fram á garðinn. Greip með sér kaðal, sem var þar á vegi hans. Var Ölafur þá kom- inn upp í stiga, sem liggur upp á hafnargarðinn og hélt þar Arna upp úr sjónum, en hann var orð- inn meðvitundaraus er Guðlaug- ur kom til hjálpar. Kom hann AKRANES UNGIR Sjálfstæðismenn efna til vormóts í Hótel Akranesi annað kvöld (s«nnudag) kl. 8,30. Flutt verða stutt ávörp, spilað bingo og stiginn dans. Þá munu leikar- arnir Gunnar Eyjólfsson, Bessi Bjarnason og Knútur Magnússon flytja skemmtiþætti. bandi á manninn og hjálpuðu fleiri menn, er bar þarna að þeim að koma manninum upp stigann. Guðlaugur hóf þegar lífgunar- tilraunir á manninum. Hann er gamall skáti og kunni því vel til verka. Samtímis var hringt á sjúkrabíl til Keflavíkur og kom Túlipanar útsprungnir fyrir norðan — Húsavík, 25. marz. FYRSTU vikuna af þessum mánuði snjóaði hér töluvert, en strax fyrstu helgina brá til sunnan og suðaustan átt- ar og hefur verið svo síðan, frostlaust nema einar tvær nætur, og hefur alltaf farið hlýnandi. í dag hefur verið hér logn og 13 stiga hiti í for- sælu. Snjó hefur mikið leyst og vegir verið ruddir ,svo fært er um allar sveitir og til Reykjavíkur, en vegir eru töluvert farnir að spillast vegna aurbleytu, því klaka er farið að leysa úr jörð. Fimm túlipana sá ég út- sprungna í dag í garði hér á Húsavík, og fleiri blóm að springa út. Menn hér eru ekki alls kostar hrifnir af þessum hlýindum á þessum ‘tima árs þar sem tré munu fara að bruma, ef þessu held ur áfram og má þá búast við því að þau skemmist í vor í frostum, því ekki er ég svo bjartsýnn að trúa því að hann sé albata ennþá. Aflabrögð hafa verið síð- ustu vikurnar mjög léleg á línubáta, en góð hrognkelsa- veiði og nokkur loðnuveiði. Framsókn stóð gegn úr- bótum í tryggingamálum Tryggingafrv. til efri deildar ALM ANN ATR Y GGIN GAFRUMV ARPIÐ var afgreitt til efri deildar í gær að lokinni þriðju umræðu í neðri deild. Litlar umræður urðu um málið við 3. umræðu, en við siðari hluta annarrar umræðu urðu nokkrar orðahnippingar, eink- um milli Hannibals Valdimarssonar og Emils Jónssonar fé- lagsmálaráðherra. Deildi Hannibal mjög á frum- varpið í síðari hluta framsögu- íæðu sinnar fyrir nefndaráliti og taldi frv. í alla staði hið ómerkilegasta. Bar hann fram breytingartillögur er fólu i sér útgjaldaaukningu að upphæð ca. 240 milljónir, en nefndi ekki hvar taka skyldi það fé. Þá deildi Hannibal á Sjálfstæðis- flokkinn fyrir að hafa staðið •gegn tryggingamálum fyrr á ár- um. Emil Jónsson, félagsmálaráð- herra, svaraði ræðu Hannibals. Taldi hann það sízt sitja á þess- um fyrrverandi félagsmálaráð- herra að gera lítið úr þeirri merku tryggingalöggjöf, er nú væri til samþykktar. Hannibal hefði ekki verið jafnstórhuga í tryggingamálum í sinni ráðherra- tíð og hann væri nú. Þá kvað félagsmálaraðherra Sjálfstæðis- flokkinn ekki hafa staðið gegn úrbótum í tryggingamálum, en þar hefði Framsóknarflokkurinn um áratuga skeið verið Þrándur í Götu og hindrað framgang rétt- látrar tryggingalöggjafar. Við atkvæðagreiðslu í lok ann- arrar umræðu voru samþykkt- ar smávægilegar breytingartil- lögur frá meiri hluta heilbrigðis- og félagsmálanefndar, en aðrar tillögur felldar. Við þriðju um- ræðu komu fram breytingartil- lögur frá Hannibal Valdimars- syni og Eðvarð Sigurðssyni er voru felldar. Var frv. samþykkt með samhljóða atkvæðu'’ sent til efri deildar. hann mjög fljótt, og tók mann- inn og Guðlaug inn eftir. Maður- inn var að koma til meðvitundar og Guðlaugur hélt áfram lífgunar tilraunum á leiðinni. Þegar þeir komu í sjúkrahúsið hafði hann fengið nær fulla rænU. Þetta er björgunarbáturinn, sem skipverjar á vélskipinu Stefáni Ben NK 55 fundu 4 sjómílur suður af Hrollaugs eyjum. Var hann í umbúð- um og hafði ekki verið opn- aður, en er hann var blás- inn upp á Norðfirði að viðstöddum eftirlitsmanni gúmmíbáta eystra, kom í ljós að þetta var 10 manna bátur. Skipsnafn var ekki að finna á honum, aðeins heiti á framleiðanda bátsins og númer hans. — f bátnum er ýmislegt smádót m.a. ensk biblía, sem gefin hefur ver- ið 5/5 1958. Mbl. hafði í gær samband við umboðsmann Elliot gúmmíbátanna hér á landi og við Slysavarnafélagið en hvorugur aðilinn gat upplýst neitt nánar um bátinn. Fréttaritari blaðsins tók myndina 21/3 í Neskaup- stað. Snarlega brugðið við Frá því að lögreglan í Kefla- vík, sem ekur sjúkrabílnum, fékk kvaðninguna og þangað til maðurinn var kominn inn á sjúkrahús voru tæpar 25 mín. En 10 km. leið er mili Garðs og Keflavíkur. Báðir mennirir sem í bílnum voru, eru syndir vel. Þykir það þó vel af sér vikið hjá Ölafi að komast að stiganum, því hann er í nokkurri fjarlægð frá staðnum þar sem bíllinn lenti. En Arni mun hafa fengið einhvern áverka og því ekki notið sín. — Honum líður nú eftir atvikum vel. Bíllinn náðist upp síðdegis í gær. Er hann mikið skemmdur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.