Morgunblaðið - 27.03.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.03.1960, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 27. marz 1960 ,Vöttur’ sleginn Hafnarfiröi t GÆRDAG var togarinn Vöttur, eign Austfjarðarút- gerðarinnar, seldur á uppboði hér í Reykjavíkurhöfn. Var hann sleginn Bæjarútgerð Hcifnarfjarðar. Klukkan var stundvíslega hálf þrjú er borgarfógetinn Kristján Kristjánsson „setti“ uppboðið með því að greina frá uppboðs- skilmálum og öðru þar að lút- andi. Ekki fór uppboðið fram í skipinu sjálfu, olli því ófullkom- inn landgangur yfir á bryggjuna, en Vöttur liggur við Grandagarð. Borgarfógeti stóð rétt hjá stig- anum. Einn lögmannanna, sem kominn var, heimtaði að ljósa- vél Vattar sem var í gangi yrði stöðvuð, vegna hávaða, en Borg- arfógeta fannst slíkt ástæðu laust. Síðan bað borgarfógeti um boð í skipið. — Eftir litla þögn kom fyrsta boð. Það var 2,9 milljón króna boð frá Landsbankanum, sem Guðmundur Ólafs bauð í nafni stofnlánadeildar. Þessu boði var svarað samstundis: 3,5 milljónir. Það var boð frá Bæj- arútgerð Hafnarfjarðar, en í ‘hennar hafni bauð Kristján Ei- ríksson. Eftir litla þögn kom enn nýtt boð. Fjórar milijónir með kröfu um útlagningu, sem ófull- nægðum veðhafa vegna ríkis- sjóðs. Hér var kominn Sigurður Ólason og bauð í nafni ríkissjóðs. Nú vildi talsmaður Bæjarútgerð- ar Hafnarfjarðar hækka boðið um „litlar 50.000 krónur“. En Kristján borgarfógeti aftók svo lítið boð. Ekki minna en hundrað þúsund krónur sagði hann. — Svarið frá Bæjarútgerðinni var 4,1 milljón. — Sigurður Ölason sem nú hafði kveikt í pípunni, var ekkert að flýta sér. Horfði á skipið og það var eins og hann segði við sjálfan sig: Ég hækka boðið: 4,2 milljón. Kristján Ei- ríksson lét ekki standa á boði sínu og svaraði um hæl: Fjórar komma þrjár miiljónir. Ég fer ekki hærra, sagði Sig- urður. En borgarfógeti bjóst líklega við boði frá honum og bað hann hraða sér, það væri ekki eftir neinu að bíða. Bað menn bjóða í skipið. En Sigurð- ur hafði sagt sitt síðasta orð ð þessu uppboði. Þó flestir munu hafa búizt við því að ríkissjóður myndi láta slá sér skipið, þá vildi Sigurður ekki fara hærra. Þá komu ekki fleiri boð og einum stundarfjórðungi eftir að uppboð- ið hófst, var Bæjarútgerð Hafnar fjarðar endanlega sleginn Vött- ur fyrir 4,3 milljónir. Hafnar- fjörður verður þriðji eigandi skipsins. 1 fyrstu hét þessi tog- ari, Keflvíkingur, eign Keflavík- urbæjar, þá keyptu þrjú kaup- tún á Austfjörðum togarann, er Keflavíkufútgerðin gafst upp og þá var togarinn skírður Vöttur. Ekki getur Vöttur byrjað veið- ar strax. Togarinn hefur ekki haffærisskírteini og liggur nú fyr ir að gera á skipinu 12 ára klöss- un, sem kosta mun fleiri millj. króna. Á Vetti munu hafa hvílt alls um 8 milljónir króna, að því er talið var af lögmönnum þeim, sem viðstaddir voru uppboðíð. — Macmillan Frh. af bls. 1. forsætisráðherrann kom með, heitir Pegasus, og þegar hún renndi sér að flugvallarhótelinu var hún með fána brezka flug- hersins blaktandi fyrir ofan stjómklefann. Bjarni Guðmundsson rabbaði við forsætisráðherrann á leið- inni inn í flugvallarhótelið og snerist talið einkum um dr. Krist inn Guðmundsson, fyrrum utan- ríkisráðherra, nú sendiherra i Lundúnum. Macmillan kvaðst hafa hitt hann í Evrópuráðinu á sínum tímá og spurði: — Er hann ennþá sendiherra í Lundúnum? Blaðafulltrúinn brosti út í ann- að munnvikið og svaraði: — Jú, hann er enn sendiherra. Þér hljótið að kannast við það, því ha$n er nábúi drottningar í Buckingham Gate. — Jú, auðvitað svaraði forsæt- isráðherra Breta, hann er mynd- arlegur maður, dr. Kristinn, og hressilegur í viðmóti. Þegar inn í Flugvallarhótelið kom, fór forsætisráðherrann að tala um það, að hann hefði kom- ið á slæmum tíma: — Geri ég ykkur ekki ónæði með því að koma á þessum tíma? spurði hann. Blaðafulltrúinn kvað það ekki vera, en bauð Macmillan upp á loft og sagði að þar biðu þeirra félaga hressingar. Á leiðinni upp stigann talaði Macmillan um að hann hefði heyrt að ísland væri ákaflega fagurt land, og sagði að svo virtist úr lofti að sjá: — Mér hefur verið sagt, sagði hann, að íslenzk náttúrufegurð sé ótrúlega mikil og jökultopp- arnir stórkostlegir, þegar þá ber við bláan himin. — Það er rétt, sagði Bjarni Guðmundsson, jöklarnir eru mjög fallegir úr fjarlægð, en þeir eru ekki eins fallegir, þegar maður gengur á þá, þá eru þeir svartir af óhreinindum. Þá hætti forsætisráðherrann að tala um íslenzka náttúrufegurð, enda var hann og föruneyti hans nú komið upp á loft í Flugvallar- hótelinu og það var einhvers- konar spenna í andrúmsloftinu eins og allsstaðar þar sem blaða- *\Jonnót d M rctneót SAMBAND ungra Sjálfstæðis- manna og Þór, félag ungra sjálfstæðismanna á Akranesi, efna til vormóts í Hótel Akra nesi í kvöld kl. 9.30. Dagskrá: Ávarp: Þór Vilhjálmsson, formaður S.U.S. Skemmtiþáttur: Leikararn- ir Gunnar Eyjólfsson, Bessi Bjarnason og Knútur Magnússon. Bingóspil. Góð verð'aun veitt. — Dans. menn eru á ferð. — Skyldum við fá að ræða við forsætisráðherr- ann? spurðu blaðamennimir hver annan. Svar við þeirri spurningu kom nokkru síðar, þegar fulltrúar íslenzku ríkis- stjórnarinnar tilkynntu að brezki forsætisráðherrann vildi ekki ræða við blaðamenn. Hann gekk rakleiðis að borði með ýmsum víntegundum, sem fram höfðu verið bomar fyrir gesti og spurði: — Hvað hafði þið hér upp á að bjóða? Tómas Tómasson varð fyrir svörum: — Viskí, gin og bjór og ýmislegt fleira. — Hvað er í þessari flösku hér? spurði brezki forsætisráð- herrann og benti á vodka-flösku, sem stóð á borðinu. — Það er vodka, svaraði Tómas. — Það ætla ég að fá mér, sagði Macmillan, það er einmitt drykk- urinn. Þegar forsætisráðherrann hafði fengið sér vodka gerði fylgdarlið hans slíkt hið sama. Síðan var setzt í þægilega stóla, farið að rabba um eitt og annað, en þó hvorki um íslenzka náttúrufegurð né þorskastriðið, og var augljóst að Bretarnir vildu sem minnst um það tala. Willis hershöfðingi settist einnig hjá forsætisráðherranum og var svo að sjá sem þeir hefðu hitzt áður. Nú spratt Bjarni Guðmunds- son á .fætur og sagði við Mac- millan: — Viljið þér ekki bjór, herra forsætisráðherra? — Jú, takk, svaraði Macmillan, það er ágætt, það er einmitt í stílnum að drekka bjór eftir vodka. Svo dreypti hann á bjórnum: — Lélegt hráefni Frh. af bls. 1. Orsakanna er því annars staðar að leita, og er það öllum, sem afskipti hafa af fiskverkun, vel kunnugt. Skulu hér rakin helztu atriðin: 1. Stóraukning netaveiðanna und anfarin ár. Bátar taka nú net miklu fyrr en áður tíðkaðist, jafnvel meðan enn er ágætur afli á línu. Netafjöldinn, sem bátarnir leggja í sjó, er orðinn svo óhóflegur, að sumir þeirra komast aldrei yfir að draga öll netin í einu, en þetta leiðir óhjákvæmilega til þess, að geysimiklil fiskur skemmist þegar í netunum. 2. Fiskimönnunum ér greibt sama verðið fyrir góðan línufisk og tveggja nátta netafisk, enda þótt allir sjái, að hér er regin- munur á. „Aflakóngur" er sá formaður talinn, sem flest tonnin færir á land án tillits til þess, hver séu gæði fisksins, og hvert útflutningsverðmæti afl- ans sé. Sá sem vill veiða minna, en skila góðum afla á land, ber þannig minna úr být- um, en „aflakóngurinn", sem alltaf á mörg net í sjó með dauðum fiski. 3. Vegna hins mikla netaf jölda, og oft og tíðum geysilega afla, er blóðgun fisksins látin sitja á hakanum. 4. Ofan á þetta bætist svo, að' mjög illa gengur að fá sjó- mennina til að halda sér í bát- unum þeim fiski, sem fyrir- sjáanlegt er, að óhæfur er til vinnslu og alls ekki mannamat- ur. 5. Tæki öll til löndunar fisksins og flutnings til vinnslustöðv- anna eru við það eitt miðuð að losa veiðisikpin á sem allra skemmstum tíma án tillits til þess hnjasks, sem fiskurinn kann að verða fyrir. Er hér einnig átt við akstur aflans á ofhlöðnum, óhreinum bifreið- um um rykugar götur og vegi. 6. Oft verður dráttur á, að byrj- að sé að verka aflann þegar hann berst á land. Á meðan er fiskurinn víða geymdur við ófullægjandi skilyrði. Situr sízt á viðtakendum fisksins að fara þannig með hann, að gæði _hans spillist enn frekar. 7. Langt er í land með það, að margt af því fólki, sem í fisk- verkunarstöðvunum vinnur, geri sér grein fyrir því, að það starfar við framleiðslu mat- væla, en ekki fóðurvöru fyrir búpening. Er það kannske ekki að undra, því ekki hefur ríkis- valdið séð ástæðu til að upp- fræða þá, sem að þessum störf- um vinna um neitt það, er varðar meðferð þessarar helztu útflutningsvöru okkar. Það má öllum ljóst vera, að við svo búið getur ekki lengur staðið. Eitthvað verður að gera til að fiskiðnaðurinn og þar með sjávar útvegurinn geti sinnt sínu þýð- ingarmikla hlutverki í þjóðarbú- skapnum. Sölusamtök fiskfram- leiðenda hafa á udanförnum ár- um barizt fyrir því, að upp yrði tekið strangt ferskfiskmat og vinnslumat á fiski, og að gerður væri verðmunur á hinum ýmsu gæðaflokkum hráefnisins. í vor mun væntanlega lagt fyrir Al- þingi f^pmvarp til laga um fersk- fiskmat og eru miklar vonir við það bundnar. Hins vegar er það svo, að boð og bönn koma að takmörkuðum notum, nema skilningur sé fyrir NA /5 hnúiar / SV 50 hnútar X Snjókotna $ Oht \7 Skúrir fC Þrumur W>?£, KuUosu Hilashil H H»i L Lagi hendi og vilji til að framfylgja þeim. Vér efumst ekki um, að flestir, sem til þekkja, geri sér ljósa þá hættu, sem vér erum að leiða yfir oss. Það eru því eindregin tilmæli vor, að allir þeir, sem vinna við öflun og verkun fisks, leggi sig fram um að skapa sem mest verð- mæti og bezta vöru úr því hrá- efni, sem aflað er. Það er ekki nóg að vernda fisk- stofnana við strendur landsins til þess eins að geta veitt svo gegnd- arlaust af þeim, að ekki sé hægt að koma aflanum óskemmdum í vinnslu, þótt stutt sé sótt. Þá er til lítils öll barátta fyrir aukinni fiskveiðilandhelgi. fslendingar hafa sýnt það, að þeir standa einhuga saman um aðgerðir stjórnarvaldanna í land- helgismálinu. Það getur því varla verið þeim sársaukalaust, að sá góði árangur, sem þar hefur náðzt nú þegar, verði nú eyði- lagður fyrir þeirra eigin skmm- sýni og handvömm. (Fréttatilkynning frá Sam- bandi ísl. samvinnufélaga, Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna, sölusambandi ísl. fisk- framleiðenda og Samlagi skreiðarf ramleiðenda). ENN er mikil hæð yfir Norð- ? urlöndum og austur um Fær- \ eyjar og veldur hún SA-átt S og hlýindum hér á landi. Lægð ) in yfir Grænlandshafi er nú \ tekin að grynnast, en ný og S kröftugri lægð sést á kortinu ) norður af Nýfundnalandi. \ Veðurspáin síðdegis í gær: Suðvesturland og Faxaflói og \ miðin: SA-átt, stinningskaldi S eða allhvass sums staðar, dá- \ lítil rigning. Breiðafjörður og s Vestfirðir og miðin: SA-kaldi, i skýjað. Norðurland til Aust- ^ fjarða og miðin: S-gola, bjart s viðri. Suðvesturland og mið-) in: SA-gola, skýjáð. s — Er þetta danskur bjór? spurði hann. — Nei, hann er íslenzkur. — Og ég sem hélt að það væri bannað að brugga áfengi á ís- landi, sagði Macmillan og lýsti því yfir að Egill sterki væri prýðisbjór. Svo brosti hann og bætti við: — Ég hélt að þið hefðuð einhverja skringilega áfengislöggjöf eins og Svíar. Annars finnst mér skemmtilegt að koma hér að degi til, hélt hann áfram. Mér finnst Ieiðinlegt að ferðast í myrkri og koma á áfangastað og heyra ekkert ann- að en suðið í rafmagnsrakvélum. Þá strauk Bjarni Guðmunds- son á sér kjálkann og sagði: —. Mér þykir það leiðinlegt að ég verð að segja yður, herra for- sætisráðherra að blaðamennirnir bíða hér og finnst leiðinlegt að fá ekkert nema viskí. — Ég verð þá að segja við þá nokkur orð, sagði Macmillan, gekk til þeirra og ávarpaði þá á þessa leið: — Ég er hræddur um að ég hafi lítið að segja við ykk- ur, en þó vil ég láta í Ijós hakk- læti rnitt fyrir þá gestrisni, sem fulltrúar íslenzku ríkisstjórnar- innar hafa sýnt mér. Ég hef kom- ið hér áður að nóttu til, en er ánægður yfir því að vera hér að degi til. Síðan óskaði hann íslandi alls góðs. Ekkert vildi Macmillan segja um heimsmálin, en gekk til ungrar konu, sem þarna var kom- in og spjallaði við hana nokkra stund. Af samtalinu við hana virt ist hann hafa hitt hana áður. Hún er gift starfsmanni hjá brezka flugfélaginu BOAC. Síðan fékk forsætisráherrann sér aftur sæti og ræddi stundar- langt við Bjarna Guðmundsson, en Penney kjarnorkufræðingur talaði við Tómas Tómasson: — Þetta er Sir William Penney, mesti maður heimsins, hafði Macmillan sagt, þegar hann kynnti kjarnorkufræðinginn fyr- ir íslendingunum. Penney sagðist auðvitað eiga að vita sitthvað um landhelgismálið, en hliðraði sér hjá að ræða um það frekar. Kvaðst hann hafa flogið yfir Reykjavík og sagði að borgin væri falleg úr lofti. Hann var einkar blátt áfram eins og forsætisráðherrann var raunar líka, og minnti á íslenzkan bak- ara, sem brosir fallega yfir vín- arbraúðunum sínum. Hann bað um íslenzkar sígarettur, en var sagt að þær væru ekki til. — Þið getið ekki ræktað tóbak á íslandi ,sagði hann við Tómas. Ég hefi nýlega fengið sígarettur frá Ghana og þær eru hræðileg- ar. __Jú, jú við getum ræktað tó- bak, svaraði Tómas. Við höfum ræktað vínber og banana. Ekki alls fyrir löngu fékk Churchill tertu með íslenzkum banönum, en auðvitað eru þeir ekki oin- kennandi fyrir ísland. __Nei, sagði Penney og brosti góðlátlega, það er ekki gott að nota þorsk í kökur. Síðan stóð brezki forsætisráð- herrann upp og kvaddi. Þá var klukkan um eitt. „Græna lyftcm" VORLEIKRIT Leikfélags Reykj; víkur verður að þessu sinn „Græna lyftan“ eftir Aver; Hopwood. Aðalhlutverk verð; í höndum Helgu Bachmann oi Arna Tryggvasonar. Leikstjór er Gunnar Robertsson Hansen Þýðingu annaðist Sverrir Thor oddsen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.