Morgunblaðið - 27.03.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.03.1960, Blaðsíða 3
Sunnudagur 27. marz 1960 Moncinsm. 4 ÐIÐ 3 Málverkið „Gandreið" eftir Svend Wiig Hansen. Myndlist í Danmörku á 6. tug aldarinnar Úr grein eftir Jens JÖrgen Thorsten Sr. Óskar J. Þorláksson: Cildi samúðar I lífinu I BRÉFI frá belgískum skálda- samtökum, dags. í des. 1959, stendur m.a.: Við berjumst fyrir andegri bylt ingu. Við óttumst framtíðina, hin vélrænu viðbrögð, vélbúnaðinn, stríð. Við hötum efnishyggju, skinhelgi og viðskiptamennsku. Við erum andpólitískir. Auglýs- ingaáróður — hvílíkur krabbi. Á þessari tilvitnurt hefst grein eftir Jens Jþrgen Thorsten. „At- hugasemdir á spássíu um mynd- list í Danmörku á 6. tug aldar- innar“, sem birtist nýlega í tíma- ritinu „Vindrosen“. Greinarhöfundur fjallar í upp- hafi máls síns um síðustu ismana, eins og hann orðar það. Segir h'inr að gengi þeirra hafi farið mjög vaxandi síðan Picasso lét sér þessi ummæli um munn fara: „Þegar við sköpuðum kúbis- mann vorum við ekki að skapa kúbisma, við settum bara fram það sem okkur bjó í brjósti". Og þó listamennirnir sjálfir hafi sjaldan gert mikið með þessi há- tíðlegu heiti, þá hafi þau samt haft sefjandi áhrif í veröld, þar sem öllu átti að koma í lag með sósíalisma, frjálshyggju, mótmæl endatrú og búddatrú. Síðustu merku ismana í lista- heiminum telur hann eins og annað koma frá Rússlandi og Bandáríkjunum, „sosíalrealism- ann“ frá Rússlandi og „action- expressionismann“ frá Bandaríkj unum. Ein af járnmyndum mynd- höggvarans Roberts Jacob- sens. Á 6. tug aldarinnar hafi „is- madauðinn“ verið mest áberandi í Evrópu. Um tachismann segir greinarhöfundur: — Það er rétt sem Albert Mertz skrifar í KE- skrána 1959, að tachisminn kom- ið af franska orðinu tache-blett- ur) er ekki eitthvað, sem lista- mennirnir hafa fundið upp á, heldur nafn, sem listaverkasalar og þeir sem skrifa um listir í blöðin hafa skapað, vegna þess að það verður að klæða keisar- ann. Hann heldur því síðan fram, að eftir því sem líði á 6. tug aldarinnar komi hleypidóma laust frjómagn vexti í listina, eins og maður verði var við með því að blaða í gegnum sýningar- skrár Documentasýningarinnar í Kessel og Parisarbiennalsins. Síðustu tveir ismarnir í Danmörku Þá kemur höfundur að síðustu listastefnum í Danmörku, ann- ars vegar hinum konkreta real- isma eða hugstæða raunsæi og hins vegar akademismanum, stefnu listaskólans. Um hinn fyrrnefnda segir hann: Fyrst á 6. tug aldarinnar var síðasti isminn í Evrópu að syngja sitt síðasta vers. Það var nýtt form á hinni nærri 35 ára gömiu stefnu í óhlutlægri list, hinn konkreti realismi. Og konkreti realisminn var sú bylgja, sem lyfti Robert Jacob- sen og Riohard Mortensen. Hann breiddist eins og hringir á vatni til Danmerkur, þar sem lista- menn eins og Gadegárd, Geert- sen,Schwalbe, Knud Nielsen, Ág&rd Andersen, Mogens Loh- mann og Richard Winther urðu meðal þeirra, sem hrópuðu upp um isma í Danmörku í samtök- unum Linie II og Linie III. Nokkra fleiri nefnir hann, sem voru í lauslegri tengslum við stefnu þessa: Stóra sýningin þeirra á Oharlottenborg 1951, Klar Form, hefði átt að vera áhrifamikið upphaf á 6. áratugn- um. Þá er fjallað um árekstra kon- krela og sosíala realismans ,sem smátt og smátt hafði síast inn í Danmörku eins og annars stað- ar, og um háværar deilur um þess ar stefnur í dönskum dagblöðum og listablöðum. Upp úr þeim krafðist blað nemenda í bygg- ingarlíst í listaskólanum, samvinnu allra listastefna og taldi konkreta realismann eink- um nothæfan í því skyni. Bygg- ingarlistarnemarnir reyndu að koma á samvinnu við nemendur í málara og myndhöggvaraskólan u, til að reyna í verki samvinnu byggingarlistar og skreytingar- listar, en það rann út í sandinn vegna áhugaleysis í freskó- og höggmyndadeildinni, og beinnar andstöðu við slíka samvinnú. Aft ur á móti telur greinarhöfundur það hafa komið í ljós að mörg- um var þetta hugleikið og að slík samvinna sé í fullum gangi. Ýms- ar nýjar og nýuppgerðar bygg- mgar beri þess vitni. Akademisminn var raunar stöð ugasta, sterkasta og áhrifarík- asta liststefnan á 6. tug aldarinn ar og miðdepillinn, segir greinar- höfundur er hann snýr máli sínu að þeirri stefnu. 1 og með er henni líka haldið uppi af ríkinu. Þetta gekk svo langt að ungir listanemar höfnuðu ekki aðeins allri annarri list, sem iðkuð var í veröldinni, heldur voru þeir líka sannfærðir um, að þeir væru frumlegir ef þeir aðeins fylgdu sínum einhæfa lærdómi. Einkum gekk þetta langt ( og gengur enn) í freskó- og högg- myndaskólanum. En þessi mis- skilningur var líka rikjandi með al málara. Enn eru til kennarar í listaskólanum, sem ákveðið hallast að akademisma og þeir eru hinn mesti voði fyrir unga listamenn. Að fleirum er ljóst þessi hætta sýnir það, að Egill Jacobsen var 1959 valinn í próf- essorsembætti þar, og það gefur til kynna að þessi stefna muni sem betur fer láta undan siga. Eiga aðeins að vera hvatar Þá ræðir Jens Jörgen Thorsen um það, sem hann kallar „hvata“ í listinni, en hvati verkar ávallt sem hvetjari á’ einhverja fram- þróun án þess að taka þátt í henni. Heldur hann því fram, að allar listastofnanir ríkisins og einkastofnanir með opinberum „Verið í bróðurkærleikanum ástúðlegir hver við annan. Fagnið með fagnendum og grátið með grátendum“. (Róm: 12.10.15). Vér þurfum ekki lengi að lesa í guðspjöllunum eða bréfum Nýja-testamentisins, til þess að finna þar margvísleg hvatning- arorð, til þess að sýna samúð og ljúflyndi í daglegu lífi.Alls staðar kemur þetta sama fram í breytni manna, hún á að sjást af verk- um þeirra. Það var líka þetta, sem gerði kristindóminn svo sig ursælan í hinum heiðna heimi fornaldarinnar, því að menn sáu hvé mjög hin kristna lífstrú ork- aði á hugsanir manna og breytni. Og enn þann dag í dag er þetta áhrifamesta kristniboðið. Samúð og kærleikur ættu alls staðar að vera ávextir trúar- innar, og enginn getur efazt um gildi samúðar fyrir lífið. Hún er eins og vor og sumarsólin fyrir náttúruna. Oft finnst oss nokkuð skorta á samúð manna og umburðar- lyndi í daglegu lífi. Hörð orð og ógætileg -alla oft í hugsunar- leysi, en verða til þess að særa aðra að óþörfu. Kuldaleg gagn- ryni og illkvitnisleg fyndni get- ur oft sært djúpu sári og dregið úr starfsþreki og lífsgleði þeirra, blæ ættu að halda sig við það að vera hvatar í listum. Því miður hafi á síðari tímum verið vani margra smáembættismanna í Dan mörku að finnast þeir vera kall- aðir til að leika hetjuhlutverk, ganga fyrir fylkingunni með fána á lofti og vísa veginn. Þess-' vegna hafi orðið of margir geld- hanar í hænsnagarðinum og of fáir hanar því það sem átti að vera hvati hafi verkað fremur sem dragbítur en hvetjari á lif- andi þróun. Einasta hópnum af dönskum listamönnum, sem nokkru sinni hafi komið fram með eitthvað, er með fullum rétti sé hægt að segja að sé frá þeim sjálfum, hafi hið opinbera hald- ið niðri og farið með listamenn- ina sem þeir væru einskis nýtir. Og hann nefnir nöfn þeirra sem hér um ræðir, Eijler Bille, Carl- Framh. á bls. 22 sem íyrir því verða, en san.úð og uppörvun vekur jafnan gieði og löngun til starfa og bæta úr því, sem aflaga fer. Oft hafa kuldalegar áminning- ar í skólum sært viðkvæma nera- endur djúpu sári, en hlýlegar cg vinsamlegar leiðbeiningar orðið þeim gott vegarnesti í lífinu. Að sjálfsögðu eru menn mis- jafnlega viðkvæmir fyrir því, sem að þeim snýr, en öllum þykir vænt um að finna samúð og upp- örvun, þar sem andúð og kuldi heiur alltaf lamandi áhrif. Mér dettur í hug sagan um skozkan prest, sem ungur og ó- frarnfærinn fékk sitt fyrsta prestakall. Honum fannst <»i t ganga svo erfiðlega hjá sér, að sókna-',ö_ íin hlytu að líta a sig með meðaumkvun og lítilsvh'ð- ingu. Þegar hann sá, einn góðan veð urdag, að sóknarnefndarmenn- irnir koma allir í hóp heim að prestssetrinu, varð hann mjög ótta slegi. ... En þeir komu ek d til þess, að ás-ka hann eða áminna, heldur komu þeir til þess, að segja honum, að hann þyrfti ekki að vera kvíðafullur yfir neinu. Þeir fullvissuðu hann um, að þeim þætti öllum vænt um hann, og þeir vildu gera allt, sem í þeirra valdi stæði til þe ... að hjálpa honum í starfinu. Cg að hann mætti treysta því, að, aá í hvert sinn sem hann talaði til safnaðarins nyti hann trausts fólksins. Sjálfsagt gætu ýmsir fundið dæmi úr sínu eigin lífi, ekkj ó- svipað þessu, er týna gildi sam- úðar og vinsamlegra orða í störf- um þeirra. II. Þegar vér hugsum um gildi samúðar og uppörvunar í lífinu, þá getum vér vissulega læ t mikið af Frelsara vorum, ekki sízt, þegar vér minnumst við- skipta hans við hina breyzku og vonsviknu samtíðarmenn hans. Hann gaf mörgum nýja trú á líxið, -_.n höfðu örvænt um fram tíðina og þegar hann áminnti, gerði hann það í kærleika. Þeg- ar hann talaði um samskipti manna í daglegu lífi, lagði hann ríka áherzlu á þetta: „Jannleg . segi ég yður, svo framarlega sem þér hafið gjört þetta einur.i þess- ara minna minnstu bræðra, þá hafið þér gjört mér það“. (Matt. 25. 40.) Og ennfremur má minna á orð Frelsara vors, en því miður vilja þau oft gleymast í samskiptum voxum við náungann, og þó er í þessari einföldu lífsreglu fólg- in lausn allra vandamála í mann legu lífi. É0 h;ld að vér hefðum öll gott af því að hugsa sem ofta„t um gildi samúðarinnar í daglegu lífi. Vingjarnleg orð og handtök, Ijúfmannleg framkoma kostar ekkert, en getur orðið öðrum til uppörvunar og vakið sjálfs- trav it þeirra, sem ístöðulitlir eru og óframfærnir. Oft verður að sjálfsögðu ekki komist hjá þvi að áminna og finna að, og sé það gert af sanngirni, samúð og skiln ingi, getur það orðið þeim sem áminntir eru til varanleg- lær- dóms. Minnumst þess, að samúðin er sá þáttur í samskiptum mann- anna, sem lífið má sízt án veiva. Ó. J. Þ. ★ Þar sem þetta verður væntan- Issa síðasta sunnudaghugleiðing- in, sem ég skrifa í blaðið, um sinn, þakka ég lesendum blaðs- ins mörg hlýleg orð í minn garð og send; þeira heztu kveðjur. Ó J. Þ. > '• ' vNíf.-- ' X ••••.‘■..•.'ni-.-'. •'.••'•• * \ •. Sjálfsmynd Aksels Jörgensens.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.