Morgunblaðið - 27.03.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.03.1960, Blaðsíða 6
6 MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 27. marz 1960 Líkanið, sem gert hefur verið af hinu fyrsta björgunar- og varðskipi ísiendinga. Það var gert eftir ljosmynd og einnig stuðzt við lýsingar gamalla Þórsmanna. Þykir líkanið frá- bær smíð. — Leó ...................... 583 t. Togararnir HVÖSS sunnanátt hefur verið fyrir sunnan land, en fyrir norð- an hefur verið hægara og betra veður. Skipin eru flest á sömu slóðum og áður, allt frá Eideyjarbanka og norður á Skagagrunn. Þó var eitt skip fyrir sunnan land í Skaftárdýpinu og á Mýrágrunni. Var það Marz og fékk þarna á- gætisafla, við fullfermi. Var afl- inn mjög ufsa- og ýsuborinn. — Hjá hinum skipunum hefur ver- ið allgott, en þó misjafnt. Þá hefur frétzt, að Askur hafi verið við Austur-Grænland og fengið þar dágóðan afla af karfa og þorski. Fisklandanir sl. viku: Pétur Halldórss. 190 t. 10 dagar Neptunus . 169 t. 12 — Jón Þorlákss. . . 216 t. 13 — Hvalfell . 136 t. 12 — Marz . 280 t. 12 — Ing. Arnars. um 230 t. 13 — Askur .... um 160 t. 13 — Sölur erlendis sl. viku: Bjarni riddari . 159 t. £ 6.973 Bj. Ólafss. .. 152 t. £ 7.406 Hallv. Fróðad. 200 t. £ 9.117 Karlsefni .... 160 t. DM 75.706 Reykjavík Sl. viku voru tíðar sunnan- og suðaustanáttir og oft hvasst, en þó ekki landlega nema einn dag. Afli dagróðrabáta hefur verið mjög misjafn, frá 5 lestum og upp í 25 lestir í róðri, flestir voru með 8—10 lestir. Mestan afla í þessum mánuði hefur Svanur, 250 lestir. Hjá útilegubátum hefur verið sæmilegur afli, mestan afla í einni lögn fékk Auður, 45 lestir tveggja nátta. Aflahæstu útilegubátarnir frá áramótum, mest slægt: Guðm. Þórðarson.......... 482 t. Hafþór................... 480 t. Auður ................... 434 t. Björn Jónsson ........... 430 t. Rifsnes ................. 403 t. Helga ................... 400 t. Keflavík Róið var alla daga vikunnar | nema á fimmtudaginn, þá var algjör landlega. Afli hefur verið mjög misjafn, frá 2 lestum og það upp í 27 lest- ir. Það er óvenju mikill munur nú á dagsafla bátanna borið sam- an við það, sem verið hefur, og hittist oftast svo á, að það eru sömu bátarnir, sem fiska og þar af leiðandi sömu bátarnir, sem fiska ekki. Akranes Einn landlegudagur var í vik- unni. Afli er misjafn hjá bátun- um, en alveg sæmilegur. 10 aflahæstu bátarnir frá ára- mótum: Sigrún ................ 600 t. Sigurvon .............. 532 t. Sigurður .............. 475 t. Sv. Guðm.son .......... 450 t. Böðvar................. 450 t. Heimaskagi ............ 445 t. Sæfari ................ 445 t. Höfrungur ............. 435 t. Ól. Magnússon ......... 433 t. Skipaskagi ............ 412 t. Vestmannaeyjar Suðaustanátt og austan var ríkjandi í vikunni og oft mikill sjór. Sjóveður voru því mjög slæm, og nýttist aflinn illa. Á fimmtudaginn voru aðeins 7 bát- ar á sjó, en aðra daga var al- mennt róið þrátt fyrir storm og sjó. Afli hefur almennt verið sæmi- legur og oft góður hjá nokkrum bátum, allt upp í 50 lestir í róðri, eins og hjá Berg Ve. einn daginn. Flestir bátar hafa verið með netin langt norðvestur af Eyjum og sótt þar á sömu mið og Grindavíkur- og Þorlákshafnar- bátar. Síðari hluta vikunnar fór að fiskast allvel suður og suð- vestur af Eyjum, á svonefndum Heimabanka. Eru það elztu neta- mið Vestmannaeyinga. Handfærabátar hafa lítið getað stundað sjó vegna hins stirða tíðarfars, en vafalaust er talið, að fiskur fengist á færi, ef tíð bagaði ekki. Tíu aflahæstu bátarnir frá ára- mótum: Stigandi ............... 619 t. Gullborg................ 566 t. Eyjaberg ............... 554 t. Reynir ................. 495 t. Dalaröst NK ............ 493 t. Kári ................... 481 t. Snæfugl SU ............. 453 t. Hafrún NK............... 452 t. Ófeigur II.............. 441 t. Rússar margfalda útgerðina Hvað verða þeir lengi kaupendur að íslenzkum fiski? 1 lok 7 ára áætlunarinnar ætla Rússar sér að hafa fjórfaldað aflamagnið. Einn liðurinn í þess- um áformum er að nota hina ís- lausu Eystrasaltshöfn, Kalingrad, sem miðstöð fiskveiðanna í Atlantshafi. Þar er nú verið að byggja stórhöfn, sem eingöngu er ætluð fiskiskipum. Ennfremur margháttaðar verksmiðjur í þágu fiskveiðanna, svo sem frystihús. Öllu á að verða lokið eftir 3 ár. Aukin útgerð í Grænlandi Hið dansk-norsk-færeyska fé- lag Nordafar, sem hefur bæki- stöð í Færeyjum, hefur ákveðið að færa út kvíarnar, þar sem starfsemin gekk vel sl. ár, félagið frysti t. d. 14.000 kassa af fisk- flökum. Eftir stækkunina á fram leiðslan að fara upp í 50.000 kassa. Þarna hafa starfað 170 manns að framleiðslunni, en nú er gert ráð fyrir, að þeir verði 300, mest Færeyingar. Of langt gengið Það hefur slegið óhug á alla við að heyra, hvernig fiskur sá er, sem netabátarnir flytja að landi. Þótt verið sé að reyna að velja úr honum til frystingar, nást ef til vill ekki nema 10— 20%, enda þótt fiskurinn sé ekki nema einnar og tveggja nátta. Þetta er mjög alvarlegt ástand, hvernig sem á er litið. 1 fyrsta lagi hafa frystihúsin byggt á þessu hráefni, eftir að netin tóku við af línunni, og horfir auðvitað til hinna mestu vandræða, ef ekki verður unnt að nýta neta- fiskinn í frystihúsunum, bæði hvað atvinnu snertir og afkomu húsanna. í öðru lagi er þetta hráefni stórhættulegt fyrir álit frosna fisksins, því að erfitt er að vita, hvenær öllu er óhætt, þegar hráefnið er á mörkum þess að vera nothæft. Að vísu er hér mikill munur á, hvar og hvernig aðstaðan er. Fiskur, sem veiddur er hér á Faxaflóasvæðinu á mjög djúpu vatni, t. d. 90—120 föðmum, er miklu hættulegri en fiskur, sem veiddur er t. d. á 30—60 faðma vatni, eins og við Vestmanna- eyjar, Grindavík og Þorlákshöfn. Eins er það allt annar fiskur að gæðum, sem veiddur er á heima- miðum Faxaflóabátanna. En hérna er ekki nema hálf- sögð sagan, þó að aldur fisksins úr netunum, einnar, tveggja eða þriggja nátta, og meðferðin á honum sé að sjálfsögðu veiga- mesta atriðið. Og nú kemur að því, er við hefur þótt brenna, að bátarnir séu með meiri net úti en þeir komast yfir að draga daglega, svo að alltaf er meira og minna tveggja nátta fiskur í afl- anum, enda þótt vitjað sé um daglega. En1 það er svo, að fisk- ur, sem er tveggja nátta af þessu djúpa vatni og jafnvel þótt af grynnra vatni væri, er óhæfur til frystingar. Margt annað kem- ur einnig til, eins og blóðgun á fiskinum, um leið og hann er greiddur úr netunum, og að reyna að láta hann ekki í of þykkar kasir í lestunum, heldur hafa hillur. En þótt þetta séu einhver veigamestu atriðin við góða meðferð á afla, er það ekki aðalatriðið í því, sem hér er verið að ræða um. Það er mjög ótrúlegt, að hægt væri að herða eða salta allan netafisk með árangri. Þó er ef til vill ekki fjarstæða að láta sér koma það til hugar. En hvar myndi það enda fyrir þessar verk unaraðferðir, ef halda ætti áfram á sömu braut? Kæmi ekki fljótt að því, að það sama yrði uppi á teningnum og með frosna fiskinn, að áliti vörunnar á er- lendum markaði yrði stefnt í voða. Auk þess myndi hin mikla atvinna, sem frystihúsin veita k.venfólki og ' liðléttingum leggj- ast niður, þótt karlmenn hefðu nóg að gera við hagnýtingu afl- ans þannig. Afleiðingin yrði stór- kostlegt verðfall á netafiskinum, sem kæmi jafnt sjómönnum sem útgerðarmönnum í koll, hvort sem þeir verkuðu sinn fisk sjálf- ir eða ekki. Hér er voði á ferðum, sem verður að reyna að bægja frá, og hvaða leiðir væru þá tiltækar? Takmarka netafjölda og jafnvel að láta netin ekki liggja í sjó nema eftir vissum reglum, t. d. í 6—10 tíma. Auðvitað myndi þetta orsaka minni afla, og ef til vill væri óframkvæmanlegt, að bátar kæmu með netin að landi á hverju kvöldi. En hvað á að gera, þegar verið er að koma með hálfónýtan fisk, sem oft er ekki hæfur til annars en fara í verksmiðju, þótt verið sé að basla við að vinna hann. En áhrifamesta leiðin til úr- bóta í þessum efnum er að stunda alls ekki netaveiðar, a. m. k. ekki þar sem fiskurinn reynist jafnlélegur og á Faxa- flóasvæðinu, og róa heldur með línu. Þá þarf verðmísmunurinn á línu- og netafiski að vera mjög mikill, nema netafiski, sem veiddur væri í net, sem dregin væru jafnóðum og væri þá að sjálfsögðu blóðgaður lifandi. Það er nú sagt út í bláinn, en það gæti vel verið, að verðmis- munurinn á línu- og netafiski ætti að vera 20—30%, svo að ekki sé talað um, ef fiskurinn væri ísaður eða jafnvel aðeins látinn í kassa, um leið og hann hefur verið blóðgaður, og væri alveg laus við goggstungur. Hver goggstunga kostar frystihúsin eina krónu að meðaltali, eða 20 aura á kg., ef aðeins er um eina goggstungu í fiskinum að ræða. Vöruvöndun, segja menn, hvað varðar okkur um hana, en reynandi er þá að höfða til Pyngjunnar og vita, hvort ekki er unnt að kenna mönnum vöru- vöndun með því að greiða nógu vel fyrir hana. skrifar ur daglegq lífinu • Starfsfræðsla í DAG er starfsfræðsludag- urinn haldinn í Iðnskólanum og gefst ungu fólki þar kostur á að kynnast hinum ýmsu at- vinnugreinum til nokkurrar hlítar í því skyni að mynda sér skoðanir á hvert starf ungl ingurinn teldi helzt við sitt hæfi. Starfsfræðsla slík sem pessi er nauðsynleg í nútíma- þjóðfélagi þegar fjölbreytni í atvinnuháttum er orðin sem raun ber vitni og mögu. leikar til stöðuvals nær ótæm- andi. í blaðinu í gær var getið um margt aC því, er til sýnis verð- ur í Iðnskólanum á starfs- fræðsludaginn, en til viðbótar má geta þess, að sýndar verða tvær kvikmyndir á vegum Búnaðarfélags íslands, önnur um fráfærur á Vestfjörðum, en hin um starfsíþróttir. Þá verður einnig boðið um borð í elzta togara flotans, Ingólf Arnarson. • Nýtt guðspjall? Frá gömlum bréfvini, sem er vel heima í kristnum fræð- um, hefur Velvakanda borizt eftirfarandi: Kæri Velvakandi. Mikið langar mig til að biðja þig að gera mér, og raun ar öllum þeim lesendum Morg unblaðsins, sem einhverja nasasjón hafa af kristinni trú, stóran greiða. Náðu fyrir okk- ur í hann Sigurð Grímsson og biddu hann að segja okkur svolítið nánar frá því, þegar Kristur drakk af kaleiknum á krossinum, svo sem frá er greint í kvikmyndagagnrýn- inpi um „Silfurbikarinn“ í dag. Við höfum nefnilega aldrei heyrt eða séð nokkurn skapaðan hlut um þetta. í þeim guðspjöllum, sem við höfum lesið, stendur nefni- lega, að Kristur hafi drukkið af kaleik við síðustu kvöld- máltíðina, en að honum hafi verið boðið til svölunar edik í njarðarvetti, þegar hann hékk á krossinum. En sem afkom- endur Ara fróða teljum við okkur skylt að hafa heldur það, er sannara reynist, og þess vegna langar okkur til að fá að glugga í þetta nýtil- komna guðspjall hans Sigurð- ar, því að hver veit, nema þar sé að finna fleiri nýjungar um lífsferil Krists. T. • Farmn að ryðga í fræðunum Velvakandi sneri sér til Sig- urðar Grímssonar og spurði hann um þetta. Bað hann fyr- ir beztu kveðju til bréfritara og sagðist vilja biðja hann og aðra velvirðingar á þessum pennaglÖpum. Hefði hann ekkert sér til afsökunar annað en það, að hann væri farinn að ryðga í fræðunum meira en góðu hófi gengdi. Guðrún Ingimundurdóttir 85 úrn í DAG verður 85 ára frú Guðrún Ingimundardóttir frá Keflavík, í Rauðasandshreppi, vistkona á Elliheimilinu Grund, hér í bæn- um. Frú Guðrún fæddist í Breiðu- vík 27. marz 1875. Hún var gift Sumarliða Bjarnasyni og bjuggu þau um árabil vestur í Kefla- vík. Þeim varð fimm barna auð- ið og eru þrjú þeirra á lífi. Sum- arliði er látinn fyrir mörgum ár- um. Frú Guðrún er ein þeirra kvenna, sem í gamla daga urðu að heyja mjög erfiða lífsbaráttu nær því ein og óstudd. Olli þessu heilsubrestur Sumarliða er ekki átti afturkvæmt af sjúkrahúsi. Varð Guðrún að bregða búi og leystist heimilið upp að verulegu leyti. Er hún fluttist að vestan gat hún tekið með sér tvo syni sína Daníel sem lézt á bezta ald- ursskeiði, en hann var eftirlits- maður hjá Strætisvögnum Rvík- ur, og Jón sem er eftirlitsmað- ur hjá bifreiðaeftirlitinu. Settist Guðrún að í Hafnarfirði, en flutt ist þaðan um tveim árum síðar til Reykjavíkur og hér hefur hún nú átt heima í 36 ár. Dætur henn ar eru Anna og Ólafía og eru þær búsettar hér í Reykjavik. Annan son til, Þorgeir, missti Guðrún, en hann var kornungur er hann drukknaði á vertíð. Alla tíð unz þeir Daníel og Jón urðu fulltíða menn, voru þeir hjá móður sinni og tókst henni að búa sonum sínum gott heim- ili. Hún lagði hart að sér, en Framh. á bls. 22.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.