Morgunblaðið - 27.03.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.03.1960, Blaðsíða 20
20 ' MORCTJTSBLAÐIÐ Sunnudagur 27. marz 1900 Þau fóru út og gengu eftir tunglskinsbjartri flötinni að skógarjaðrinum. Það var orðið framorðið, en það hvarflaði ekki að þeim ^ð fara inn. Barónsfrú- in var orðin þreytt og vildi fara að taka á sig náðir. Hún stakk því upp á að kalla á þau inn. Baróninn. skotraði augunum út á grasflötina, þar sem þau gengu hægt fram og aftur. „Látum þau eiga sig“, sagði hann, „veðrið er svo unaðslegt! Lison getur beðið eftir þeim. Viltu ekki gera það fyrir okkur, Lison?“ Piparmeyjan leit á þau döpr- um augum sínum og svaraði lág- róma: „Auðvitað, ég skal bíða eftir þeím“. Baróninn bauð konu sinni arm inn. Hann var einnig þreyttur eftir hita dagsins. „Ég ætla líka að fara í rúm- ið“, sagði hann og fór upp með konu sinni. Elskendurnir héidu áfram göngu sinni milli hússins og skóg arins. Þau héldust í hendur og voru þögul, áhrifa hins fagra sumarkvölds gætti í hjörtum þeirra. Allt i einu tók Jeanne eftir skuggamynd frænku sinnar í glugganum. % „Sj áðu“, sagði hún, „þarna er Lison frænka að horfa á okkur“. Greifinn leit upp og sagði kæruleysislegri röddu: „Já, Lison frænka horfir á ©kkur“. Þau sökktu sér aftur niður í drauma sína og héldu áfram göngunni. Dögg var að myndast á jörðu, og loftið kólnaði við rakann. Það setti allt í einu að þeim hroll. „Við skulum koma inn núna“, sagði Jeanne. Þau fóru inn í hús- ið. Þegar þau komu inn í stofuna, var Lison frænka sezt við vinnu á ný. Hún laut yfir handavinn- una og fingur hennar titruðu, eins og hún væri mjög þreytt. „Það er kominn tími til að fara í rúmið, frænka", sagði Je- anne um leið og hún gekk til hennar. Frænka hennar leit við. Hún var rauðeygð, eins og hún hefði verið að gráta. Elskendurnir tóku ekki eftir þvi, en allt í einu sá hr. Lamare, að skór Jeanne voru votir af náttfallinu. Um- hyggja lýsti sér í svip hans. „Er þér ekki kalt á blessuðum litlu fótunum?" sagði hann. Hendur gömlu konunnar titr- uðu svo, að hún missti prjónana. Hún grúfði andlitið í höndum sér, gripin áköfum ekka. Þau litu steinhissa á hana, án þess að hreyfa sig. Allt í einu lét Jeanne fallast á hnén fyrir framan hana og tók um hendur hennar. „Hvað er að Lison frænka?" sagði hún undrandi. Veslings konan svaraði með grátstafinn í kverkunum, titrandi af sorg. „Það var, þegar hann spurði — er þér ekki — ekki kalt — á blessuðum litlu fótunum? — eng- inn hefur nokkru sinni sagt slíkt við mig — við mig — nei — aldrei nokkurn tímann------“ Þótt Jeanne væri í senn undr- andi og full samúðar, gat hún tæplega varizt brosi við tilhugs- unina um, að Lison frænka hefði getað átt aðdáanda, sem hefði sýnt henni slíka umhyggju. Greif inn varð að snúa sér undan til að fela bros sitt. Frænkan stóð allt í einu upp, lét hnykilinn falla á gólfið og prjónana á stól. Hún flúði siðan upp dimman stigann í áttina til herbergis síns. Þau litu hvort á annað, kími- leit, en þó döpur í aðra röndina. „Veslings frænka", hvíslaði Je- anne. „Hún hlýtur að vera geggj- uð fremur venju í kvöld", svar- aði hann. Þau héldust í hendur, og von bráðar skiptust þau á fyrsta koss inum, mjög saklausum kossi. — Daginn eftir höfðu þau stein- gleymt tárum Lison frænku. Síðasta hálfan mánuðinn áður en brúðkaupið fór fram, ríkti mikil ró í huga Jeanne, eins og hún væri í svipinn þreytt á við- kvæmum tilfinningum. Hún hafði engan tíma til íhugunar að morgni hins langþráða dags. Hún var gagntekin tilfinningu, lík- astri því, að hún væri öll að bráðna inftmrtis, og hendur henn ar voru óstyrkar. Henni var ekki fyllilega ljóst, hvað var að gerast, fyrr en hún stóð í kirkjunni að hjónavígsl- unni lokinni. Gift! Hún var þá gift! Allt, sem skeð hafði frá því um morg- uninn, stóð fyrir hugskotssjónum hennar sem draumur, draumur í vöku. Hún var ekki búin að átta sig á því sem gerzt hafði. Kvöld- ið áður var enn engin breyting orðin á lífi hennar, þótt uppfyll- ing æskudraumanna væri á næsta leiti. Hún hafði gengið til rekkju ung stúlka en var nú gift kona. Henni fannst, að hún væri nú að stíga yfir þröskuld, inn í nýja tilveru, þar sem framtíðin blasti við henni. Þegar þau komu út úr kirkj- unni að vígslunni lokinni, heyrð- ist mikill skarkali, sem orsakaði skelfing brúðarinnar og angistar- óp barónsfrúarinnar. Það voru sveitungarnir, sem heilsuðu með því að hleypa af byssum sínum. Heillaskotunum linnti ekki, fyrr en þau voru komin heim að Espi- lundi. Eftir að veitingar höfðu verið fram bornar, gengu fjölskyldan, presturinn, bæjarstjórinn og svaramennirnir, tveir gildustu bændur sveitarinnar, um í garð- inum. Frá húsabaki heyrðust hlátrasköll og skvaldur hins óbreytta sveitafólks, sem sat að eplavínsdrykkju í skjóli trjánna. Þau Jeanne og Julien gengu gegnum kjarrið og síðan upp á hæðina. Þau námu staðar og störðu þögul út á hafið. Kalt var í lofti, þótt þetta væri í ágúst- mánuði; vindur blés af norðri, þótt sólin skini skært á heið- skírum himninum. Ungu hjónin héldu í áttina til hins skógi vaxna dalverpis, sem leiðin til Yport lá í gegnum, í leit að betra skjóli. Þegar þau komu inn í skóginn var blæjalogn. Þau fóru út af veginum og gengu eftir stíg, sem var svo mjór, að tæp- ast var hægt að ganga hann sam- síða. Jeanne varð þess vör, að hand leggur var lagður mjúklega um mitti hennar. Hún sagði ekkert, en andardráttur hennar varð ör og hún fékk ákafan hjartslátt. Lágar greinar strukust við hár þeirra, er þau beygðu sig undir þær. Hún sleit laufblað af tré, og á því neðanverðu kúrðu tvær rauðar bjöllur. „Sjáðu, hér er lítil fjölskylda", sagði hún sakleysislega, heldur upplitsdjarfari en áður. Julien.laut niður að eyra henn- ar og hvislaði: „í kvöld muntu verða konan mín“. Þótt hún hefði ýmislegt lært á göngum sínum í hinu villta lands lagi, Var henni enn sem komið var aðeins ljós hin skáldlega hlið ástarinnar. Hún undraðist því þessi orð hans. Konan hans? Var hún ekki þegar orðin það? Hann þrýsti stuttum, en heit- um kossum á gagnaugu hennar og háls. Hún var í senn undrandi og smeyk við kossa hans og og vék sér undan, þótt hún nyti þeirra í aðra röndina. Hún fyrir varð sig allt í einu fyrir það, hve langt þau voru komin að heim- an. Hvað myndi fólk hugsa um þau? „Við skulum koma heim“, sagði hún. Hann sleppti mitti hennar, og um leið og þau sneru við, stóðu þau augliti til auglitis við hvort annað; svo nærri að þau fundu andardrátt hvors annars. Þaú horfðust lengi í augu, eins og þau vildu kanna sál hvors ann- ars. Hvað myndu þau verða hvort öðru? Hvernig mundi það líf vera, er þau áttu fyrir hönd- um? Áttu þau ánægju og gleði- stundir eða vonbrigði í vændum í löngu, órjúfanlegu hjónabandi? Það var næstum eins og þau sæjust nú í fyrsta skipti. Allt í einu tók Julien báðum höndum um herðar konu sinnar og kyssti hana beint í. munninn á þann hátt, sem hún hafði aldrei áður verið kysst. Kossinn kveikti eld í æðum hennar, en jafnframt varð hún gripin undarlegri skelf ingu. Hún ýtti Julien svo harka- lega frá sér, að hún hafði nærri misst jafnvægið og dottið. „Við skulum koma, við skulum flýta okkur heim“, stamaði hún. Hann svaraði ekki en tók um báðar hendur hennar og hélt þeim í sinum. Þau gengu þögul heim, og það sem eftir var dags- ins virtist lengi að líða. Miðdeg- isverðurinn var fábrotinn, og það var ekki setið lengi undir borð- um. Gestirnir virtust hálft í hvoru feimnir. Prestarnir tveir, bæjarstjórinn og stórbændurnir fjórir gerðu sér einir far um að grípa til þeirrar tegundar gam- ansemi, sem jafnan þykir sjálf- sögð í brúðkaupsveizlum. Um klukkan níu, þegar kaffið var borið fram, var farið að lifna yfir sveitafólkinu úti í garðinum. Dansinn var hafinn, og þeir sem inni voru gátu fylgst með öllu út um opinn gluggann. Ljósker héngu í greinum trjánna og vörp uðu gráleitum bjarma á laufblöð- in. Bændafólkíð steig ákafan hringdans og söng fullum hálsi með undirleik tveggja fiðla og klarinettu. Vínið var tappað af tveim stórum tunnum, og svæðið í kringum þær var lýst upp með stórum blysum. Tvær þjónustu- stúlkur höfðu ekki undan að fylla glösin ýmist rauðvíni eða epla- víni. Á borðum var brauð, pyls- ur og ostar. Allir fengu sér bita öðru hvoru, og það var ekki laust við að þeir útvöldu, sem inni sátu í uppljómaðri stofunni, maul andi brauð og hráan lauk, öfund uðu þá sem úti voru af dansin- um og vínámunum. Nokkru síðar stóðu þau upp frá borðum og fóru út, til þess að taka um stúnd þátt í gleð- skapnum. Þegar gestirnir voru farnir, fóru þau inn aftur. Öllum til mikillar undrunar hallaði frú Adelaide sér snökt- andi upp að öxl Juliens. Tárin streymdu í senn úr augum henn- ar og nösum; og ungi maðurinn átti fullt í fangi með að styðja hina þungu konu, sem hafði hnigið í faðm hans í geðshrær- Jeanne. Lt ð x Watson þingmaður, viltu ekki íhuga málið? ákvörðun. Vertu nú ekki svona leiður. Þið ferðalangar verðið svo Jæja Watson, ef þetta er þitt lokaorð, býð ég góða nótt. Þakka Markús, ég þarf að tala við þig . , » seinna! |k Nei, vinur minn, ég hefi tekið æstir út af smámunum. þér Jóna fyrir góðvildina. ingu, er hún nú fól í umsjá hans elskuna sína, litla barnið sitt, sína heitt elskuðu dóttur! Baróninn hraðaði sér til þeirra um leið og hann sagði: „Nei, í guðanna bænum enga óþarfa til— finningasemi og engin tár“. Hann leiddi konu sína að stól og fékk hana til að setjast niður, og hún þurrkaði af sér tárin. Síðan sneri hann sér að Jeanne. „Komdu litla stúlkan mín og bjóddu mömmu þinni góða nótt og farðu svo að hvíla þig“. SHUtvarpiö Sunnudagur 27. marz 8.30 Fjörleg tónlist fyrsta hálftíma vikunnar. 9.00 Fréttir. — 9.10 Veðurfregnir. 9.20 Vikan framundan. 9.35 Morguntónleikar: a) Sinfónía nr. 4 1 Es-dúr (Róm- antíska sinfónían) eftir Bruckn er (Sinfóníuhljómsveit Islands leikur; dr. Róbert A. Ottósson stjórnar. Hljóðritað á 2. af« mælistónleikum hljómsveitar- innar 22. þ.m.). b) Orgelverk eftir Bach (Helmut Walcha leikur): Tokkata og fúga í d-moll og „Heiður sé Guði himnum á“, forleikur. 11.00 Messa í Hallgrímskirkju (Prestur: Séra Guðmundur Oli Olafsson prestur á Torfastöðum; séra Lárus Halldórsson þjónar fyrir altari. Organleikari: Páll Hall- dórsson). 12.15 Hádegisútvarp. 13.15 Erindi: Um heimspeki Alfreds North Whiteheads; IV. og síðasta erindi (Gunnar Ragnarsson). 14.00 Miðdegistónleikar: Atriði úr óperunni „Meistara- söngvararnir frá Niirnberg“ eftir Richard Wagner. (Flytjendur: Paul Schöffler, Otto Edelmann, Hilde Giiden, Else Schúrhoff, Gunther Treptow og Karl Dönch ásamt kór ríkisóperunnar í Vín- arborg og Vínar-Filharmoníu- sveitinni. — Stjórnandi: Hans Knappertsbusch. — Þorsteinn Hannesson óperusöngvari flytur skýringar). 15.30 Kaffitíminn: — (16.00 Veðurfr.). 16.30 Endurtekið efni: Tónlistarpistill frá Vínarborg, fluttur af Guðmundi Jónssyni óperusöngvara (Aður útv. 15. þ. m.). — A eftir verður farið á dansleik 1 Vínaróperunni, þar sem Valsahljómsveit Vínarborgar leikur. 17.30 Barnatími (Skeggi Asbjarnarson kennari): a) Hugrún les frumsamda sögu: Dúfurnar 1 portinu. b) Stefán Edelstein leikur á píanó tilbreigði um lagið „Hann Tumi fer á fætur“. c) Síðari hluti ..Sögunnar af Alm- ansor kóngssyni“, indvers æv- intýris, er Olöf Dagmar Arna- dóttir hefur fært í leikform og stjórnar flutningi á. 18.30 Hljómplötusafnið (Gunnar Guð- mundsson). 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.20 Tónleikar: Walter Gieseking leik ur á píanó. a) „Ur heimi barnsins" eftir Schu mann. b) Sónata 1 d-moll op. 31 nr. 2 eftir Beethoven. 20.55 Spurt og spjallað í útvarpssal. Þátttakendur: Aðalbjörg Sigurðar dóttir, Björn Franzson, Jóhannes skáld úr Kötlum og Kristmann Guðmundsson rithöfundur. Sig- urður Magnússon fulltrúi stjórn- ar umræðum. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.05 Danslög. 23.30 Dagskrárlok. Mánudagur 28. marz 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón- leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.15 Búnaðarþáttur: Gísli Kristjáns- son ritstjóri ræðir við Halldór Jónsson bónda á Leysingjastöðum í Þingi. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Tónlistartími barnanna (Fjölnir Stefánsson). 18.55 Framburðarkennsla í dönsku. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Sænsk kórlög: Utvarpskórinn I Stokkhólmi syngur lög eftir Petterson-Berger og Stenhamm- ar. 21.00 Verzlunarþættir; II: Upphaf verzl unar á Stokkseyri og Stokkseyr- arfélagið (Guðni Jónsson pró- fessor). 21.30 Islenzk tónlist: Lög eftir Olaf Þorgrímsson. 21.40 Um daginn og veginn (Thor Vil- hjálmsson rithöfundur). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmur (36). 22.20 Islenzkt mál (Jón Aðalsteinn Jóns son cand. mag.). 22.35 Kammertónleikar: Strengjakvartett í d-moll op. 14 (Dauðinn og stúlkan) eftir Schu- bert (Hollywood-kvartettinn leik ur). 23.15 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.