Morgunblaðið - 27.03.1960, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.03.1960, Blaðsíða 24
V EÐ RID Sjá veðurkort á bls. 2. Reykjavíkurbréf er á bls. 13. 73. tbl. — Sunnudagur 27. marz 1960 Starfsfrædslan fyrir æskuna fer fram í (Ibnskólanum í dag / STARFSFRÆÐSLUDAGUR- INN í Iðnskólanum hefst kl. i 13,30 í dag á ávarpi sem Ingi- mar Einarsson, fulltrúi Lands I sambands íslenzkra útvegs- manna heldur í nemendasal skólans. Þá syngur Nemenda- kór Hlíðardalsskóla nokkur I lög, meðal annars nýtt lag ' eftir söngstjórann, Jón Jóns- ' son, en hann hefur einnig ( samið ljóð við lagið í tilefni dagsins. Klukkan 14 verður húsið opn- / að almenningi og verða upplýs- ingar um störf veittar til klukk- an 17. Á annað hundrað fulltrúar fyrir allar helztu starfsgreinar landsins eiga þarna fulltrúa. Öll- um bæði ungum og gömlum er heimill aðgangur. Þá verða fræðslukvikmyndir sýndar bæði í Nemendasalnum og stofu 202. Á annarri hæð verða sýningarnar „Við byggj- um hús“ Á sömu hæð er sýning- in Reykjavíkurbær: Þróun og . Störf. y -< Löggæzla, sjávarútvegur og fl. Á þriðju hæð verður sýning, sem nefnist Löggæzlu- og Um- ferðarmál. Á sömu hæð er heil- brigðismáladeild, verzlunar- og viðskiptadeild, j árniðnaðardeiid, póstur og sími og fulltrúar flestra starfsgreina, sern krefjast háskólamenntunar. 1 Á fjórðu hæð verður umfangs- mikil sýning frá sjávarútvegin- um og þar verða afhentir að- göngumiðar að Vélskólanum, Sjó vinnunámskeiðunum í Laugar- dal, Fiskimjölsverksmiðjunri á Kletti, Fiskiðjuverinu og togaran um Ingólfi Arnarsyni. Sérstakir Gleymdu að fá ís í skipið LOKS þegar að því kom, að togarinn Gerpir skyidi leggja úr höfn, hér í Reykja- vík í gær, kom í ljós, að eng- inn ís var um borð í skipinu. Skyldi Gerpir fara á ísfisk- veiðar við Grænland. Það var ekki hægt að út- vega ís í skipið, því vélarbli- un var í Sænska frystihúsinu, sem er aðalframleiðandinn hér í bænum. Þá var reynt víðar, en í ljós kom að það var hvergi ís að fá. Líklega ein; staðurinn var austur í Nes- kaupstað! Það var of langt. — Vonir standa til að Hafnfirð- ingar geti útvegað ís i skipið á mánudaginn, og verður þá haldið á veiðar. Árshátíð Óðins ÁRSHÁTÍÐ Málfundafélagsins Óðins féiags Sjálfstæðissjómanna og verkamanna, verður haldin föstudaginn 1. apríl n.k. í Sjálf- Stæðishúsinu kl. 20,30. Flutt verður stutt ávarp, leik- þáttur og dans. ^ Nánar auglýst síðar. strætisvagnar með merkjum þess ara vinnustaða flytja fólk frá Iðnskólanum á vinnustaðina, sömuleiðis til Bílasmiðjunnar við Suðurlandsbraut og til verkstæða Flugfélags íslands. Á fjórðu hæð er einnig flug- máladeildin og landbúnaðardeild in. — Landbúnaðarkvikmyndir verða sýndar í stofu 202 á ann- arri hæð. Á kjdllarahæðinni verða raf- virkjaskólinn og prentaraskólinn opnir, sömuleiðs skóli húsa- og húsgagnasmiða, sem senn tekur til starfa. Koma utan af landi Áhugi á starfsfræðsludeginum hefur aldrei verið eins mikil og nú t.d. koma 50 nemendur frá Gagnfræðaskólanum í Vest- mannaeyjum hingað á sunnudags rnorgun til þess að notfæra sér starfsfræðsludaginn, sömuleiðis koma allir nemendur miðskólans í Stykkishólmi. Frú Auður Auðuns borgarstjóri flutti útvarpsávarp um starfs- fræðslu sl. fimmtudagskvöld og hvatti foreldra og kennara til þess að stuðla að því, að ung- lingar færðu sér starfsfræðsluna sem allra bezt í nyt. Öll störf við starfsfræðsludag- inn eru unnin ókeypis. Mesti afladagur í sögu Vestmannaeyja Vestmannaeyjum, 26. marz. FÖSTUDAGURINN 26. marz 1960 varð mesti afladagur í sögu Vestmannaeyja, hins inesta út- gerðarbæjar á landinu. Milli 85—90 bátar lönduðu alls 2340 lestum af fiski. Það var þegar vitað á föstudagskvöldið, að bát- arnir voru með mikinn afla, en að þessi dagur skyldi verða sá mesti i sögu Eyja, mun engan þó hafa grunað. Hæstu bátarnir voru með um 5000 fiska, en það jafngildir liðlega 40 lesta afla. Fiskurinn var yfirleitt góður. Af afla flotans fór mest í Vinnslustöðina, sem tók á móti 784 tonnum, Hraðfrystistöðin fékk 520 tonn, Fiskiðjan 490 og ísfélagið 324 tonn. Hæstu bátar Þessir bátar voru með mestan afla: Erlingur IV. var með 43 tonn, Sjöfn 42, Baldur 40, ísleif- Ur III. 41 tonn, Vonin og Ágústa einnig með 41 tonn. Dalaröst og Gylfi með 40 tonn hvor, Björg VE 38 Gullfaxi og Víðir SU með 39 tonn hvor og Sindri 38 tonn. Seinni nóttina Sem fyrr segir var fiskurinn yfirleitt góður. Virtist mönnum að mikið af fiskinum hefði hlaup- ið í netin seinni nóttina sem þau lágu í sjónum. Mikil vinna Fyrstu bátarnir komu að um klukkan 7 á föstudagskvöldið og var þá þegar tekið til við að vinna úr aflanum og stóð hún yfir fram til kl. 3 í nótt í flest- um frystihúsunum og svo var aftur tekið til starfa kl. 8 í morg- un og er gert ráð fyrir að lokið verði að vinna úr fiskinum milli kl. 9—10 í kvöld. I dag minni afli í dag er það að frétta af miðun- um að fyrstu bátarnir, sem komu Flaggað í Eyjum Vestmannaeyjum, 26. marz. HÉR í bænum er flaggað víða í dag í tilefni af afmæli BjÖrgunar félagsins hér. 1 kvöld er varð- skipið Þór væntanlegt hingað inn í höfnina. Með því kemur forstjóri Landhelgisgæzlunnar og með skipinu eru nokkrir menn sem mjög komu við sögu þegar Þór var keyptur, þeir Jóhann Þ. Jósefsson, fyrrum alþm., og Karl Einarsson, fyrrum bæjarfó- geti, svo og Jóhann P. Jónsson, fyrsti skipherra Þórs. Hefur Landhelgisgæzlán kvöldverðar- boð inni fyrir ýmsa af framá- mönnum meðal útvegsmanna hér og þeirra er starfað hafa að málum Björgunarfélagsins. — Bj. Guðm. að höfðu ekki getað athafnað sig vegna veðurs. Hér er um að ræða báta, sem eiga net suður við Geirfuglasker. Þar eru netin á miðunum inn og vestur af eyjum. Frá þessum miðum, en þar er all- ur þorri Vestmannaeyjabáta með net sín hafa borizt þær fregnir í dag, að aflinn muni vera mun minni en í gær. — B. Guðm. Fióðlýsing á Austur- velli Á VEGUM ljóstæknifélagsins er fyrirhuguð hér í Reykjavík miki! „Ljósavika“. Stendur þetta í sambandi við ársfund félagsins hér í bænum í byrjun aprílmán- aðar. Kemur þá í heimsókn til félagsins forseti alþjóðasambands ljóstæknifélaga og mun hann halda fyrirlestur á ársfundinum. Mun fundurinn standa yfir í viku tíma og verða allmargir fyrir- lestrar haldnir. I sambandi við ljósavikuna mun Ljóstæknifélagið sjá um uppsetn ingu á flóðlýsingu bygginga við Austurvöll. Verður þá Alþingis- húsið flóðlýst í fyrsta skipti, einnig verða flóðlýst Hótel Borg og Landssímahúsið. Þá mun og í ráði að stöðvarhús Rafmagnsveit unnar og byggingar inn við EIJ- iðaár verði flólýstar. ^ - A hafsbotni MYND þessa tók Kristbjörn Þórarinsson kafari í sjónum framan við hafnargarðinn í Gerðum í Garði í fyrradag, en hann var fenginn til að kafa niður í froskmannsbún- ingi og festa víra í bílinn, sem fór þar fram af bryggjunni með tveimur mönnum í, eins og skýrt var frá í blaðinu í gær. Klukkan var orðin 17,30, er Kristbjörn tók myndina af bíln- um, sem lá á 3 m. dýpi, en þá er nokkuð farið að rökkva þar niðri. Einnig var loðnutorfa fyrir ofan bílinn og dró hún nokkuð úr birtu. Við spurðum Kristbjörn í gær, hvort honum hefði ekki verið kalt að sulla svona lengi í köld- um sjónum. — Nei, nei, ég var ekki lengi niðri, aðeins um klukkutíma, sagði hann, lengst af við að taka myndir. Er Krist- björn hafði sett víra í bílinn var hann dreginn upp, en bíllinn mun vera mjög mikið skemmdur. Fundur í gær EKKI hefur tekizt að ná sættum í deilu yfirmanna á togurum og togaraeigenda, en togaramennirnir hafa boðað verkfall á skipunum hinn 29. þ. m. Ekki er þó með öllu von- laust, því síðdegis í gær hafði sáttasemjari ríkisins í vinnudeilum, Torfi Hjart- arson, tollstjóri, kallað á fulltrúa deiluaðila á sinn fund. Var fundurinn rétt ný. byrjaður er blaðið var full- búið til prentunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.