Morgunblaðið - 31.03.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.03.1960, Blaðsíða 1
24 síður mmbUmb 47. árgangur 76. tbl. — Fimmtudagur 31. marz 1960 Prentsmiðja Moi ganblaðsins Sömu rðkin endurtekin Fátt nýtt kemur fram í Genf Genf, 30. marz. Frá fréttaritara Mbl. FULLTRÚAR tuttugu og níu ríkja hafa haldið ræður við umræður um landhelgi og fiskveiðilögsögu í heildar- nefndinni og fara ræðurnar að verða sífelldar endurtekn- ingar, enda virðist áhuginn fyrir þeim fara minnkandi eftir að fulltrúar Bandaríkj- anna, Kanada og Bretlands hafa lokið máli sínu. Þó virð- ist svo sem ræðu fulltrúa ís- lands sé beðið með nokkurri eftirvæntingu. „Mikil fórn" I ræðuhöldunum láta ríkin, sem stundað hafa veiðar á fjar- lægum miðum, mjög að sér kveða. Hafa fulltrúar Hollands, Grikklands, Portúgals, Japans og Vestur-Þýzkalands auk fulltrúa Bretlands, staðið upp hver á eft- ír öðrum. Kveður við sama tón hjá þeim öllum. Sex mílna land- helgi sé mikil fórn, en tólf mílna fiskveiðilögsaga ranglæti. Oku- mara frá Japan benti á fátækt og atvinnuleysi í landi sínu í þessu sambandi, og sagði: „Við erum reiðubúnir að styðja hverja þá tillögu, sem er réttlát, en teljum enga reglu, sem leyfir meira en sex mílur, réttláta. Hann benti á að Japan væri mesta fiskveiðiþjóð heims, sem aflaði um fimm milljón tonna á ári. En þjóðin, sem væri 95 millj., byggi í fátæku landi. Mest af afla Japana væri fenginn á fjar- lægum miðum, og væri þeim hætta búin ef strandrikin fengju einkaveiðirétt á stórauknum svæðum. Pfeiffer, fulltrúi Vestur-Þýzka- lands, sagði að það væri mikil Framhald á bls. 2. Frá átökunum í Suður-Afríku. Fjárlög ársins 1960 í hnotskurn: Eini áureiningurinn KRÚSJEFF, forsætisráð- herra átti í gær viðtal við blaðamenn í Rouen í Frakk landi. Snerust umræðurnar um heimsins gagn og nauð- s.vn.jar, en bárust brátt að kristinni trú. Framhald á bls. 2. Aukin framlög til almannatrygg- ingat verklegra framkvœmda og niourgreiðslna á verolagi 1 ét Utgjöfd Hl trœðslu- og heilbrigðis- mála hœkka um 26,3 millj. kr. Fjárlög gre'ibsluhallalaus Á FJÁRLÖGUM ársins 1960, sem Alþingi afgreiddi sem lög í fyrradag, eru heildarniðurstöðutölur á s-jóðsyfirliti krónur 1,501,170,000,00. Er greiðslujöfnuður hagstæður um 623 þús. krónur. A árinu 1959 voru niðurstöðutölur á sjóðsyfirlití krónur 1,000,033,000,00. Var þá gert ráð fyrir að greiðsluafgangur mundi verða hagstæður um 74 þús. kr. Heildarniðurstöðutölur f járlaga ársins 1960 eru því 468 millj. kr. hærri en fjárlaga ársins 1959. Ástæður hækkunarinnar Hér á eftir verða raktar ástæð- ur þess, að fjárlög þessa árs eru allmiklu hærri en fjárlög sl. árs: Útgjöld vegna niður- I I greiðslna á verðlagi innan- * lands færast nú að öllu leyti yfir á ríkissjóð. Á sl. ári hvíldu niðurgreiðslurnar alger- lega á útflutningssjóði. En ríkis- sjóður lagði á síðustu fjárlögum fram 152 millj. kr. til sjóðsins. Heildarniðurgreiðslur á verð laginu innanlands eru nú á- ætlaðar á fjárlögum þessa árs 303 mill.j. kr. Hækka þessi út- gjöld ríkissjóðs þess vegna um 151 mill.j. kr. f öðru lagi leggur nú 2) ríkissjóður fram nýtt * framlag, er nemur 152 Róstur i Suður Afríku Höfðaborg, Suður-Afríku 30. marz (NTB Reuter og AFP) NOKKRUM klukkustundum áð- ur en Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna ákvað að taka ástandið í Suðiir Af'ríltn til umræðu, lýsti ríkisstjórnin í Höfðaborg neyð- arástandi í landinu, og kvaddi heimavarnarliðið til vopna vegna þess að um 30.000 blökkumenn héldu í hópgöngu að Caledon torg inu í miðri borginni. Tilgangur hópgöngunnar var að mótmæla handtöku 200 leiðtoga af ýmsum kynþáttum, sem berjast fyrir rétti blökkumannanna, en hand- tökurnar fóru fram snemma í morgun. Verwoerd forsætisráðfoerra til- kynnti þinginu að ríkisstjórninni hefði tekizt að ná undirtökunum allsstaðar í landinu. „Við munum nota öll meðul til að viðhalda friði og reglu og ef nauðsynlegt reynist, munum við teíla fram herliði gegn mót- mælagöngunum", sagði ráðherr- ann. Vopn&ð Jögreglulið var sent í bvynvörðum bifreiðum til að dreifa mannfjóldanum. A einum stað var táragassprengjum varp- að á hóp kvenna, og á öðrum stað réðist lögreglulið búið kylfum á hópgöngu blökkumanna. Framh. á bls. 23. niillj. kr. vegna fjölskyldu- bóta og annarra hækkana á bótum almannatrygginganna, í sambandi við hinar nýju efnahagsmálaráðstafanir. Þá hækka útgjöld fjár- ^ 1 laga í ár um 52 millj. kr. ' vegna áhrifa gengisbreyt- ingarinnar á rekstrarkostnað rík- isins og ýmsra ríkisstofnana. 1 þessari upphæð eru ennfremur innifaldar hækkanir vegna sér- stakra uppbóta á eftirlaun og líf- eyrir. Nema þær 2,3 millj. kr. Ennfremur hækka styrkir til námsmanna erlendis og nemur sú hækkun 3,6 millj. kr. Hækkanir vegna verk* legra firamkvæmda Framlög á fjárlögum Æ 1 vegna verklegra fram- ' kvæmda hækka mjög veru lega. Ef fyrst er litið á útgjöld til samgöngumála kemur þetta í ljós: Framlög til vegaframkvæmda hækka um 4,5 millj. kr. Þar að auki hækkar fjárframlag af benzínskatti til millibyggðavega um 1,3 millj. kr. Hækka þannig framlög til vegagerða um sam- tals 5,8 millj. kr. Hækkun til brúagerða nemur 1,3 millj. kr. Þar að auki hækkar framlag til brúa af bensínskatti um 1,3 millj. kr., þannig að sam- tals hækka framlög til brúagerða um 2,6 millj. kr. Framlög til hafnargerða hækka samtals um 3,2 millj. kr. Viðhald Framh. á bls. 2. Sprengja Frakkar? Parls, 30. marz — (Reuter) FRAKKAR hafa bannað allt flug yfir kjarnorkutilrauna- svæði þeirra á Sahara-eyði- mörkinni frá dögun á morgun (f immtudag). Nær þetta flug- bann yfir geysistórt svæði út frá Reggan-tilraunastöðinni, en þar mun nú öllum undir- búningi lokið fyrir aðra kjarn orkusprengingu Frakka. Bannið nær yfir „blátt svæði" umhverfis tilraunastöðina, þar sem flug undir 9,800 fetum er bannað í sex glukkustundir frá kl. 3,45 í nótt (ísl. tími) og annað „grænt svæði", sem nær yfir meiri hluta Sahara-eyðimerkur- innar, þar sem allt flug ofar 9.800 fetum er bannað í 12 klukku- stundir. Hinn 13. febrúar sl. sprengdu Frakkar fyrstu kjarnorku- sprengju sína 1% klukkustund eftir að flugbannið gekk í gildi. Ef sami háttur verður hafður á í þetta sinn, verður önnur kjarnorkusprengjan sprend nokkrum stundum áður en Krús- jeff kemur aftur til Parísar úr ferðalagi sínu um Frakkland. Krúsjeff er væntanlegur til Parísar um hádegið á morgun frá Rouen, og mun annað kvóld halda til sveitaseturs de Gaulles í Rambouillet nálægt París til viðræðna við forsetann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.