Morgunblaðið - 31.03.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.03.1960, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 31. marz 1960 3 M oybuN BLAÐIÐ Islenzk handrit ERL.ENDIS er víða farið að nota nýja aðferð, afbrigði af svokallaðri Xerox-aðferð, við að taka upp skjöl og handrit í söfnum, eða fágætar bækur og prenta þau svo í færri eða fleiri eintökum þar sem not er fyrir þau. Hér á landi er nú i undirbúningi útgáfa, þar sem þessari aðferð er beitt. Er um að ræða handrit eftir Eggert Ölafsson, sem liggur í British Museum. Blaðið leitaði upplýsinga um þetta hjá Ingólfi Steins- syni, prentara í Letri h.f., en þar verður handritið gefið út. Sagðist hann hafa kynnt sér þessa aðferð í fyrra og væri hann nú kominn í samband við fyrirtæki í Evrópu og Bandaríkjunum, sem tæki upp handrit, bækur eða hvað ann- að sem áhugi er fyrir á söfn- um um allan heim, en síðan væri verkið fullunnið hér heima. Upptökuvélarnar munu vera mjög dýrar og fá' ar til í heiminum enn sem komið er. Hanðrit eftir Eggert Ólafsson Kvaðst Ingólfur þannig geta útvegað afrit af bókum eða handritum, í einu eða fleiri eintökum, ef áhugi væri fyrir hendi. Einng væri hugsanlegt að menn vildu fá slík afrit af kirkjubókum eða öðrum skjölum, sem mikið eru hand- fjötluðu, til að hlífa þeim, eða af fágætum bókum, til notk- unar í söfnum. 5- UltivAiu iTttr >1101^ IaiiV J;ot't(tu. línui.L ^V1U>u«l_ tii KuR (1 lJtíl 4-Jú^ tlLv • (Lq í\lC2> 11-t 11 u t'u luvVr (i.j Uitííu íjnccAc U)(tU (>AÍ 1) uu ut *ÍÍ\L niajifir|i munful ó Salavill>v lultiu Lfti jtLU, UJAJiLLL- |t>L í)líJiAr íjillltUJ (i^Lv. Htli ». iiöcL- • t'a.v ()iv''(tm2t' 4‘ J.i(ý jirAm-jiOi’ I-Vn >(a.A j* tya jiT juo UKl ot >a> . . II) n *z_r liuh. attbi’ó (L« ttl ftll Ij.vubar (Alt. ijo'öut Af lic>vrAJu>.L Lltobi T) I tL'tuí) L JiU'fKun. (f.t)>L (2-1) ,^A>|t ViLLti rúíuv >uju)nL XLbolm ^AtÍJAto IjolmA- TIívIll VílJ;u Lx(ar < jiA-'l IjL. .£úti»AÍk> |iau4:*)l. auvll>A_ . £ /»*'»' f O 4- v->ul jroo JulÍ uiini i’L jy »W.1.\lja hliÍÍAl. 4£>ElhaA AjLi- (tu5>Li-i £t (uLv AC (yj_ A"t £.tfL<JLr » oc Jtt ?lLli',L":f é nrúnhuu.- tn.U^ah ^l (Jurturv rLÍA (Ju>aÍ5>U> I»\Ty [a ,L Vl{ J j ~ ^Xcib AJ: i-t - / tól AÍ J)AtL tWcjUlHL 4l tLLl' tLvXu. LuUt^ |>0 AÍ- |UÍ5> l'A_ . ^jl'OJt XajJ'OJ'L. l»LO^L . >l^>l4~ a-1- Aul>t Ot I><lii5>Ú r *LL -|lUL Ju.\_ L>i^L po.W í>r<u)r iij|> J;vrLi' caJLiti', ^4a^, jiuLftnA- tjAÍtLr. W>1' OUX /jAjíHAt <V>At (iíT ?í u ^öljl f?L2>il Ao|f;t|_ 1>lIl5o flOcXlLtl' li.tiíi.U nIjAiyJ- Jtu ÍAitífi, SMSIEIMR Úr einu af ljóðum Eggerts Olafssonar, ritað með hans eigin hendi. Síða úr handritinu úr British Muse um. úr British Museum Kvaðst Ingólfur hafa rætt málið við Finn Sigmundsson, landsbókavörð, sem benti hon um á 120 bls. handrit í British Museum, sem fengúr væri í. Eru það ljóð eftir Eggert Öl- afsson, skrifuð með hans eig- in hendi. Ætlar hann að gefa handrit þetta út til reynslu, til að kanna hve mikill áhugi er fyrir slíku, og er verkið nú í undirbúningi. Vilhjálmur P. Gíslason, sem er manna fróðastur um Eggert, mun rita formála fyrir útgáfu þess- ari. I fullri stærð Blaðið spurðist fyrir um þessa nýju aðferð hjá Finni Sigmundssyni, landsbóka- verði. Sagði hann að komnar væru nú á seinni árum vmsar aðferðir við að taka upp hand rit og skjöl, safnið hér hefði yfirleitt fengið slík skjöl á mikrofilmum, en þá þyrfti sér stök lestæki til að lesa af þeim og það væri dýrt að láta stækka þær. Það væri því að sjálfsögðu ennþá betra að fá slík handrit í fullri stærð, ef vel tækist og það ekki mjög tíýrt. I Vatnajökulsferðum er búið húsi á íslandi, skálanum við Grímsvötn, en hann er í 1700 metra hæð. Vorferðir á Vatnajökul J OKLARANN SOKN ARFEL AG- 1Ð fiefur undanfarið verið að kanna möguleika á farþegaferð- um á Vatnajökul á vori komandi með svipuðu sniði og sl. vor. Hef- ur verið gerð lausleg áætlun um þrjár 12 daga ferðir á tímabilinu 4. júní (þ. e. laugardag fyrir hvítasunnu) og til 5. júlí. Ætlunin er að taka 12 farþega í hverja ferð, sem því aðeins verða farnar að fullskipað sé í þær, og verður fararstjóri og matreiðslu- maður með. Ferðazt verður i tveimur snjóbílum og aðallega verið á Grímsvatnasvæðinu, en þar er nú geysihrikalegt eftir umbrotin í janúar. Gist verðui í skálanum á Grímsfjalli og gert ráð fyrir ferð þaðan ef veður leyfir annaðhvort til Kverk- fjalia í norðurbrún jökulsins eða til Öræfajökuls í suðurbrún hans. Ennfremur er ráðgert að koma við á Pálsfjalli. Fargjald verður kr. 4000 fyrir hvern farþega og er þá innifalið fæði á jökli og í Jökulheimum i Tungnárbotnum, en þaðan verð- ur lagt upp á jökulinn. Séð verð- ur fyrir tjöldum til gistingar á jökli, en annan ferðaútbúnað verða farþegar sjálfir að sjá um. Verða væntanlegir farþegar að tilkynna þátttöku sína fyrir 30. apríl. Pósthúsið starfar f sambandi við þessar Vatna- jökulsferðir er ráðgert að hafa póstþjónustu eins og í fyrra. Mun félagið gefa út 5000 tölusett um- slög með einkennum félagsins og 7000 ótölusett, sem verða ódýrari. Vegna erfiðleika á flutningum er líklegt að ekki sé hægt að flytja annan póst en umslög félagsins til póstmeðferðar á Vatnajökli Verður handhöfum tölusettra um slaga frá í fyrra gefinn kostur á að fá sömu númer aftur, ef þeir þeir leggja inn skriflegar pant- anir fyrir 30. apríl. Fleiri en eitt samvinnu- télag fái slátrunarleyfi á sama svœöi Frumvarp Gunnars G'islasonar GUNNAR Gíslason, 2. þing- maður Norðurlands vestra, flytur í neðri deild Alþingis frumvarp til laga um breyt- ingu á lögum um framleiðslu- ráð landbúnaðarins o. fl. Er í megingrein frumvarpsins lagt til, að 10. grein gildandi laga orðist svo: Framleiðsluráð úthlutar slátr- unarleyfum, og má enginn slátra sauðfé til sölu né kaupa fé til slátrunar eða verzla með kjöt af því í heildsölu án leyfis fram- leiðsluráðs. Heimilt skal þó sauð- fjáreigendum, er verka hangi- kjöt á heimilum sínum, að selja það beint til neytenda, en fá skulu þeir leyfi til þess og greiða af því verðjöfnunargjald. Leyfi til slátrunar skal veitt eitt ár i senn. Einnig öðrum samvinnufélögum Leyfi skal veita lögskráðum samvinnufélögum, sem veitt /ar slátrunarleyfi haustið 1959 Jg óska að fá það framlengt, Enn fremur öðrum lögskráðum sam- vinnufélögum bænda, ef fyrir liggja skriflegair áskoranir frá minnst 40 skattframtalsskyldum sauðfjáreigendum á verzlunar- svæði umsækjenda, að félaginu verði veitt slátrunarleyfi. Heimilt er að veita slátrunar- leyfi félögum neytenda á þeim stöðum, þar sem ekki eru slátur- hús, en aðeins fyrir það fé, sem þau kynnu að kaupa til neyzlu meðlima sinna. Enn fremur getur nefndin veitt þeim verzlunum slátrunarleyfi, sem skilyrði hafa til slátrunar. Veiting slátrunar- leyfa er bundin því skilyrði, sem gildandi lög og reglugerðir setja um siáturhús, verzlun með kjöt og kjötmat. Framh. á bls. 23. Engin n, jung „Dagur“, málgagn Framsókn. armanna á Akureyri, ræðst ný- lega í forystugrein sinni á verzl- unarstéttina og telur auk þess að opinberir trúnaðarmenn verð- lagseftirlitsins hafi átt „náðuga daga“ og þurfi almenningur að vekja þá „af dvala“. Af þessu tilefni kemst „íslend- ingur“ m. a. að orði á þessa leið: „Það er engin nýlunda að vór- ur hækki í verði við gengisbreyt- ingu eða tollahækkani.r Síðast gerðist sú saga, þegar vinstri stjórnin afhenti „jólagjöfina" á fyrsta stjórnarári sínu. Jafnframt hafa verðlagsákvæði verið þrengd og það svo, að stjórnend- ur verzlana hafa talið úr hófi keyra og hafa forstjórar sam- vinnuverzlana ekki haft lægra um en aðrir. Enda gekk vinstri stjórnin svo langt í því efni að hún sá sér ekki annað vænna en að slaka nokkuð á álagningar- böndunum aftur“. Geri eftirlitinu aðvart „íslendingur” lýkur hugleið- ingum sínum með þessum orð- um: „Ef ritstjóri Dags hefur vissu fyrir eða rökstuddan grun um, að verzlanir „stingi vörum bak við borð og bíði betri tíma“, ætti hann að snúa sér til trúnaðar- manna verðlagseftirlitsins og vekja þá af dvalanum, sem hann talar um. Það er engin ástæða til að láta þá hafa „náðuga daga“, I ef mikil brögð eru að verðlags- brotum, svo sem gefið er í skyn í forystugrein Dags“. Sama holtaþokuvælið I blöðum kommúnista og Fram sóknarmanna örlar um þessar mundir ekki á einni einustu sjált stæðri tillögu um það, hvernig vandamálum þjófélagsins skuli mætt, hvernig skuli ráðið fram úr þeim erfiðieikum, sem flestir sköpuðust í stjórnartíð þessara flokka sjálfra. Tíminn og Þjóð- viljinn kyrja sama holtaþoku- vælið um að ríkisstjórnin vilji gera hina ríku ríkari og hina fátækari fátækari. Þess vegna sé hún að skrá gengi krónunnar í' samræmi við raunverulegt gildi hennar, þess vegna sé hún að hækka vexti o. s. frv. En þrátt fyrir það að almenn- ingur í landinu finnur að hinar nýju viðreisnarráðstafanir hafi í för með sér ýmsar byrðar á hann, gerir þó yfirgnæfandi meirihluti íslendinga sér það Ijóst, að nú- verandi ríkisstjórn átti sér eins kis annars úrkostar en að gera róttækar ráðstafanir til viðreisn. ar í efnahagsmálum þjóðarinnar. Hvers vegna hrökklaðist vinstri stjórnin frá völdum á miðju kjör tímabili? Það var vegna þess, að hér var allt að komast í kalda kol. Hermann Jónasson og sam- starfsmenn hans í v-stjórninni þorðu hreinlega ekki að láta dýr- tíðarholskefluna, sem vinstri stjórnin hafði skapað, ríða yfir þjóðina, meðan þeir sátu að völd- um. Þess vegna flýtti Hermann sér að segja af sér. Minnihlutastjórn Alþýðuflokks ins tókst með stuðningi Sjálfstæð ismanna að hindra að hin nýja verðbólgubylgja flæddi yfir is- ienzkt efnahagslíf. En það var aðeins gert með bráðabirgðaráð- stöfunum. í hlut núverandi rikis- stjóvnar hefur það svo komið að gera það, sem gera þurfti. Þetta sá allur almenningur að var óhjákvæmilegt, enda þótt slíkar ráðstafanir séu sjaldnast vinsælar, a. m. k. meðan þær eru að komast í framkvæmd og skera fyrir það mein, sem ætlunin er að lækna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.