Morgunblaðið - 31.03.1960, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.03.1960, Blaðsíða 5
FSmmtudagur 31. marz 1960 MORCVNELAÐIÐ 5 — Nú þýðir ekkert annað en slást eins og þú værir að berjast fyrir lífi þínu — eins og þú ert líka að gera .... Skipaútgerð ríkisins: Hekla er á Ak- ureyri. Herðubreið er á Þórshöfn. Skjaldbreið er á Skagafirði. Þyrill er á leið til Bergen. Herjólfur fer frá Vest mannaeyjum í dag til Hornafjarðar. Skipadeild SÍS: Hvassafell er á leið til Rieme. Arnarfell er á Húsavík. Jök- ulfell er í New York. Dísarfell er á leið til Rotterdam. Litlafell er í Faxaflóa. Helgafell og Hamrafell eru á leið til Rvíkur. H.f. Eimskipafélag íslands. — Detti- foss er á leið til Rvíkur. Fjallfoss er í Keflavík. Goðafoss er á leið tU Vents pils. Gullfoss er á leið til Rvíkur. Lag- arfoss er á leið til Vestmannaeyja. Reykjafoss er á Akranesi. Selfoss er á leið til Gautaborgar. Tröllafoss er á leið til Rvíkur. Tungufoss er á leið til Hull. Hafskip hf.: — Laxá er á leið til Lysekil. Eimskipafélag Reykjavíkur hf. — Katla og Askja eru á leið til Spánar. H.f. Jöklar. — Drangajökull er á leið til Islands. Langjökull er í Keflavík. Vatnajökull er í Rvík. Flugfélag Islands hf.: Gullfaxi er væntanlegur til Rvíkur kl. 16:10 í dag frá Kaupmannahöfn og Glasgow. Flug vélin fer til Glasgow og Khafnar kl. 7 í fyrramálið. Innanlandsflug: I dag til Akureyrar, Egilsstaða, Kópaskers, Vestmannaeyja og Þórshafnar. A morg un til Akureyrar, Fagurhólsmýrar, Hornafjarðar, Kirkjubæjarklausturs og Vestmannaeyj a. Loftleiðir hf.: — Hekla er væntanleg kl. 7:15 frá New York. Fer til Oslo, Gautaborgar og Khafnar kl. 8.45. — Leiguvélin er væntanleg kl. 19 fré Hamborg, Khöfn, Gautaborg og Stav- anger. Fer til New York kl. 20.30. Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína ungfrú Soffía Hrefna Sigurgeirsdóttir, Grænuhlíð 6 og Kjartan Halldórsson, Skólavörðu stig 22. Sagt er að George Brandes og Karl Gjellerup hafi keppzt mik- ið um hvor væri nýtískulegar klæddur. Eitt sinn er Brandes var ný- kominn frá útlöndum, sýndi hann bróður sínum nýjasta viðauka í klæðaskápinn og spurði hvernig honum litist á. — Bróðirinn horfði lengi á klæðnaðinn og svaraði: — Já, þetta verður dýrt spaug fyrir Gjellerup. Læknir nokkur var einu sinni sem oftar kallaður um miðja nótt til sængurkonu. Fæðingin var mjög erfið og var barnið tekið með keisaraskurði. Allt gekk vel og barnið hélt lífi. Læknirinn var dauðuppgefirin er hann loks- ins komst heim í rúmið. Fimm mínútum síðar hringdi síminn og faðir barnsins spurði eftir- væntingarfullur: — Var það drengur eða telpa? Læknirinn hafði hreint ekkert ahugað það en svaraði fljótt: — En góði maður, það getum við nú talað um á morgun. MENN 06 | = MALEFNI= í Rússlandi liefur verið ákveðið, að vinnuráðningar leikara, leikstjóra, tónlistar manna og dansara við öll helzáu leikhús í Rússlandi skuli fara fram að undan- genginni opinberri keppni. Umburðarbréf, sem géf- ið hefur verið út af Mennta málaráðuneyti Rússlands, flytur þann boðskap, að lausar stöður verði einung is veittar atvinnulistamönn um og stjórnarvöldin muni hafa hönd í bagga þar um. Bolshoi-leikhúsið í Mosk- vu; Kirovleikhúsið í Len- ingrad eru meðai þeirra, er verða að ráða listamenn sína eftir þessum leiðum. Ungt listafólk ,sem hefur nýlokið prófi frá listaháskól unum má ráða í stöður til þriggja ára, en eftir það verðwr það einnig að taka þátt í opinberri kcppni, ef það sækir um vinnu við leikhús. Fram að þessu hefur for ráðamönnum leikhúsanna verið leyft að ráða lista- menn eftir eigin höfði. Ungfrú Jóna Burgess (2 frá vinstri), sem hefir ver- ið í fei-ðalagi um Bandarík- in í boði New York Herald Tribune, er hér með nokkr- um félögum sínum úr hópn um. Hún heldur á rokk, sem hún færði Bandaríkjafor- seta að gjöf, er hópurinn heimsótti Hvíta húsið. I lok marzmánaðar átti hópurinn að fara til Accra í Ghana, og dveljast þar í eina viku sem gestir Menntamálaráðuneytisins í Ghana. Vel upp alin Húsfrú ein í New York fór í bað dag nokkurn, sem er kannski ekki í frásögur færandi — en þegar hún var búin að baða sig og opnaði dyrnar á bað herberginu, stóð hún augliti til auglitis við ungan mann, sem þangað var kominn í þeim til- gangi að láta greipar sópa um eigulega hluti í íbúðinni. FRETTIR En þetta var veluppalinn ung- ur maður og bað hann því kon- una vinsamlegast — að fara í einhver föt, svo að hann gæti bundið hana og tekið til við að stela. Síðan sneri hann baki í kon- una, meðan hún fór í morgun slopp, batt svo hendur hennar og fætur, og keflaði hana dálítið Eftir nokkra leit fann hann 300 dollara í íbúðinni svo og skart- gripi, sem voru að verðmæti um 1 þús. dollarar. Loks kvaddi hann frúna hjartanlega og hvarf á braut. ÁHEIT og CJAFIR Áheit og gjafir á Strandakirkju, afh. Morgunblaöinu: Svava Stefáns 100; Kristín Guðmundsd. 100; NN 100; MG 20. MV 200, NN 200, EH 20, NN 10, Guð- björg 30, GG 20, Jónína Guðmundsd. 10; ómerkt í bréfi 100; t»akklát móðir 25; Guðlaug 150, St» 20, Há 5. SÞ 20, KO 100, JN 100, SA 10, St> 50, LE 50, JH 50, ESK 50, NN og áh. 500; Lóa og áh. 50, Ragna 100; EB 10, IH 100, JJ 100, Inga 200, OA 30, t>órdís Jóhannsd. 10, Asdís 200, Gamall sjóari 20, AG 150, HO 100, RE 50, SS. 200, NN 20, S 200. NN 200, Dóra 100, OL 100, Ingibjörg áh. 50, JH 500, NN 140, Guðbjörg 100, Haukar, Hafnarfirði 100, Hanna 10, Guðrún 25. HH 1Q0, Kona 50, BP 50, áh. í bréfi 50, Onefndur 100, EJ 50, Lára og Eggert 100, G áh. 50, BJ 50, JB 50, AB 100, GJ 200, SG Hafnarf. og áh. 120, Ag. Jóh. 500, AE 50, FG 150, I>SG 100, KS 5, NN 150, BJ 50, og áh. SO 100. SG 10, AB 100, MEW 200, NN 200, GGGS 100, MJ 25, NN 200, Þakklátur 150, O- merkt í bréfi 50, GRJ, Hafnarfirði 50, Onefnd 100, Onefndur 200, BH 100, GH Til sölu er Chevrolet ’55 sendiferðabíll hærri gerðin. Bif- reiðin lítið keyrð hér á landi og í ágætu lagi. Uppl. í síma 24064. Seltjarnarnes íbúð, 2ja—3ja herbergja, óskast til leigu eigi síðar en 1. júní n.k. Tvennt í heimili. Upplýsingar gefnar á skrifstofu sveitarstjóra Seltjarnarneshrepps sími 18-0-88. íbúð til sölu 5 herb. hæð ásamt risi til sölu sér inng. og sér hita- veita. Húsnæðið sem er skammt frá miðbænum er í ágætu ástandi. Allar nánari upplýsingar gefur GUNNAR ÞORSTEINSSON, hæstaréttarlögmaður sími 11535. Masonite þilplötur fyrirliggjandi. * Mors Trnding Compnny hf. Klapparstíg 20 — 17373. : | --—— ............... 1 ■ ....—■ ......- > ■ Húseignin Dvergnsieinn h.f. > við Norðurbraut í Hafnarfirði er til sölu. í húsinu eru tvær íbúðir 2ja og 4ra herb. og auk þess 235 ferm. iðnaðarpláss. Nánari uppl, gefur -ý', ALEXANDER GUÐJÓNSSON Dvergasteini, Hafnarfirði símar 50407 og 50310. ----—--------------------------------- I • I* Vanir skruðgarðamenn óskast, langur vinnutími. Gróðrastöðin við Miklatorg — Sími 19775. BINCÓ — BINCÖ - verður í Breiðfirðingabúð í kvöld kl. 9. Meðal vinninga er gullúir. Dansað til kl. 11,30. ókeypis aðgangur. Húsið opnað kl. 8,30. Hljómsveit leikur frá kl. 8,30. Borðpantanir í síma 17985. Breiðfirðingabúð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.