Morgunblaðið - 31.03.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.03.1960, Blaðsíða 6
6 MORGVTSTiLAÐlÐ Fimmtudagur 31. marz 1960 H Ijómleikar rússneskra listamanna RÚSSNESKU listamennirnir sem hér eru staddir á vegum Menn- ingartengsla Islands og Ráð- stjórnarríkjanna, héldu tón- leika í Þjóðleikhúsinu á mánu- dagskvöldið. Hér er um að ræða gamla kunningja tónlistarunn- enda, óperusöngkonan Kazant- seva kom hér árið 1951, og söng sig inn í hug og hjörtu okkar, meðal annars með flutningi sín- um á konsert Gliers með Sin- fóníuhljómsveitinni, öllum var þá ljóst að þarna var einn af snillingum söngsins á ferð. — Píanóleikarinn Mikael Voskres- enskí var hér í haust, og er mönnum minnisstæður Chopin- leikur hans við það tækifæri, tindrandi og ramefldur, svo mörgum þótti nóg um. Hann lék nú fyrst prelúdíu og fúgu í cis- moll eftir Bach, af þeim mynd- ugleik og virðingu sem meist- aranum ber. Síðan kom sónata nr. 2 í h-moll eftir Schostako- wich, samið á stríðsárunum, magnþrungið verk og allnýstár- legt okkur, en þó aðgengilegt áheyrendum. Voskresenskí lék sónötuna með slíkum fítonskrafti og rytmiskri spennu að undir- ritaður stóð á öndinni. Síðan komu tvö momentsmucicaux eftir Rachmaninoff, ljúf og þekk, og svo Mefisto-vals Liszts, glitrandi virtuosó-stykki, sem Voskres- enskí hafði algjörlega á valdi sínu. Sem aukalag, eftir mikil fagnaðarlæti, hristi hann svo fram úr erminni yndislega litla prelúdíu eftir Prokopiéff. Þessí ungi geðslegi piltur virðist sann- arlega vera á hraðri leið í röð fremstu píanósnillinga. Nadezhda Kazantseva söng nokkur smálög eftir Tchaikovsky og Rachmaninoff, á þann hátt sem hinum útvöldu í hópi Ijóða- söngvara er lagið. Flúr-söngur hennar síðar var slíkur að manni komu í hug skærustu stjömur á himni sönglistarinnar. Það verður gaman að heyra óperu- aríurnar á miðvikudagskvöldið. Annars nálgast allur söngur hennar fullkomnun, hvort sem um er að ræða Bí bí og blaka, látlaus og hlýr, eða Havanera Ravels, með spænskum blóðhita sem minnir á sjálfa Supervia. Undirleikarinn, Taisia Merku- lova, leysti sitt hlutverk af hendi með frábærum þokka, og var þar hvergi blettur né hrukka. Víkar. STJÖRNUBÍÓ: Villimennimir við Dauðafljótið. MYND þessi er sænsk, tekin í lit- um og Cinemascope. Segir hún frá ferð nokkurra Svía, sem ferð uðust um frumskóga Brasilíu til þess að kvikmynda þar hið fjöl- skrúðuga jurta- og dýralíf og lifnaðarhætti frumbyggjanna þar sem örfáir hvítir menn hafa átt kost á að kynnast. Komust leið- angursmenn meðal annars til Matto Grasso, Græna vítisins og dvöldust þar meðal hinna inn- fæddu. Þama kynnumst við frá fyrstu hendi lífi þessa frumstæða fólks, eins og það er í raun og veru bæði hversdagslegum önn- um og þegar það bregður sér á leið með dansi og öðrum gleð- skap. Við sjáum hinar furðuleg- ustu dýrategundir, sumar bráð- hættulegar öllum lifandi verum, skrautlegar fuglategundir, sum- ar bráðhættulegar öllum lifandi verum, skrautlegar fuglategund- ir, litríkt blómaskrúð, beljandi og fallþungt Amazonfljótið, sem er mesta fljót í heimi og stór- brotið og fallegt landslag. Við sjáum sjómennina úti við strönd- ina sækja sjóinn á frumstæðum og lífshættulegum farkostum og fáum grun um >á harmsögu, sem þarna gerist iðuglega, er ein hver bátanna verður úthafsöld- unum að bráð. — Og við sjáum endalausa sandauðnina, sem færir allt í kaf þegar vindar blása. Mynd þessi er í fáum orðum sagt mikið listaverk og geysi- fróðleg. Minnist ég ekki að hafa séð neina mynd um svipað efni, er sé henni sambærileg um feg- urð og snjöll vinnubrögð. Ættu sem flestir að sjá þessa mynd. BÆJARBÍÓ: Óður Leningrad. ÞETTA er rússnesk mynd um vörn Leningrad árið 1942, en nafnið hefur myndin hlotið eftir 7. sinfóníu D. Shostakovichs, er hann samdi til lofs hetjulegri vörn Leningradbúa. Eru kaflar úr þessu tónverki leiknir í mynd- inni. Annars fjallar myndin að mestu um styrjaldarógnirnar sem sífellt þjá Leningradbúa, skort- inn og neyðina sem þar í borg rík ir og hetjuleg viðbrögð íbúanna á hverju sem gengur. — Mynd þessi höfðar mjög til þjóðernis- kenndar Rússa og er gerð til þess að minnast að verðleikum þraut- seigju og æðruleysi Leningrads- búa meðan stórskotahríð Þjóð- verja lagði borgina í rúst. Sögu- þráður myndarinnar er enginn, en hún lýsir hörmungarástandinu í borginni af mikilli raunsæi, enda munu mörg atriði myndar- innar vera tekin af raunveru- legum atburðum og felld inn í myndina. Mynd þessi er mjög athyglis- verð og vel tekin, en þó finnst mér hún ekki taka fram öðrum myndum af svipuðu tagi, sem hér hafa verið sýndar. KEFLAVlK, 25. marz: — A bæj- arstjórnarfundi í Keflavík 22. marz, var fjárhagsáætlun Kefla- víkurbæjar fyrir árið 1960, end- anlega afgreidd og samþykkt. Niðurstöðutölur á fjárhags- áætlun eru að þessu sinni 14.360.000.00 krónur. Helztu tekjuliðir fjárhagsáætl- unar eru: Fasteignaskattur Kr. 700.000 Útsvör — 11.900.000 Hluti af söluskatti — 1.470.000 Aðrar tekjur — 290.000 Helzsu gjaldaliðir eru þessir: Til verklegra framkv. 4.785.000 Lýðtryggingar og lýð- hjálp 2.243.000 Menntamál 1.427.000 Heilbrigðismál og Frá aðalíundi F.LS. AÐALFUNDUR Félags íslenzkra símamanna var haldinn dagana 28. janúar og 17. marz sl. Milli fundanna fór fram kosn- ing félagsstjórnar og annarra trúnaðarmanna. Framkvæmdastjórn félagsins skipa nú: Andrés G. Þormar formaður, Agnar Stefánsson varaformaður, Ytirlýsíncf frá Tonskálda- / > félagi Islands STJÓRN og félagsmenn Tónskáldafél. íslands leyfa sér, vegna blaðaskrifa und- anfarið og til að útiloka misskilning, að lýsa yfir því, að þeir hafi kjörið dr. h. c. Pál ísólfsson sem heið- ursforseta félagsins ein- göngu sökum verðleika hans sem eins fyrsta og elzta sérmenntaða tónlist- armanns þjóðarinnar og hafi talið slíkt bæði honum og félaginu til viðeigandi sóma, án þess að nokkur annar tilgangur hafi af hálfu félagsins verið tengd- ur útnefningunni, enda harmar undirritaður for- maður, að orð hans hafa verið misskilin á þann veg. Reykjavík, 29. marz 1960 þrifnaður 1.120.000 Skipulag, eldvarnir og gatnalýsing 1.255.000 Löggæzla 700.000 Framfærsla 910.000 Afborganir lána 690.000 Stjórn kaupst., vextir og önnur útgjöld 1.230.000 Útsvör hækka um 200 þúsund frá árinu áður og stafar það af fjölgun gjaldenda og betri tekj- um en árið áður. Eggert Jónsson, bæjarstjóri, gat þess við afgreiðslu fjárhags- áætlunar, að unnt kynni að reyn- ast að lækka útsvarsstigann frá því sem var. Áætlaður hluti af söluskatti verkar einnig til lækk- unar á útsvörum. — hsj. Sæmundur Símonarson gjald- keri, Vilhjálmur Vilhjálmsson ritari. Fulltrúi félagsins í starfs- mannaráð Landssímans var kos- inn Sæmundur Símonarson, en formaður félagsins er sjálfkjör- inn. í stjórn Lánasjóðs símamanna voru kjörnir Jón Kárason og Marinó Jónsson. Félag íslenzkra símamanna átti 45 ára afmæli 27. febr. sL e. n. Jón Leifs. Fjárhagsáœtlun Kefla víkur samþykkt Símamenn stolna vinnudeilusjóð skrifar úr daglega lífínu D * Alltaf samur og jafn í báðum leikhúsunum í Reykjavík ganga nú leikrit, 6em sýnd eru í þeim tilgangi að skemmta áhorfendum eina kvöldstund og láta þá hlæja dátt. Hér á ég við „Gestur til miðdegisverðar" í Iðnó og „Hjónaspil“ í Þjóðleikhúsinu. (Auk Delerium bubonis, sem alltaf gengur). Ég er nýlega búinn að sjá bæði þessi leik- rit og skemmti mér ágætlega. Það er nú orðið marg reynt mál, að Brynjólfur Jóhannes- son getur alltaf komið manni til að hlæja dátt eða fá kökk 1 hálsinn, hvort sem við á í það og það skiptið, og í „Gest- ur til miðdegisverðar“ er hann sannarlega í essinu sínu. — Margir hinna leikaranna eru líka bráðskemmtilegir, en Brynjólfur er miðpunkturinn á sviðinu. E. t. v. missa banda rísk gamanyrði og orðaleikir eitthvað við að vera þýdd yfir á annað mál, einkum kannski af því það var upphaflega ekki gert af þaulæfðum þýð- endum, en tilsvörin eru samt enn nægilega fyndin til þessað það er dauður maður, sem ekki getur hlegið. í hléinu var ég að hugsa um það, hve léttur og dásamlega upplagður hann Brynjólfur er alltaf á sviðinu. Þó hann stundi sín störf í bankanum allan daginn, hafi stór hlut- verk í nær hverju leikriti og þurfi svo auðvitað að æfa á milli, virðist hann aldrei slaka á. Að vísu fær hann að sitja í hjólastól næstum allt kvöld- ið í Gestur til miðdegisverð- ar, en hann notar bara radd- böndin og handleggina þeim mun meira og í Delerium Bu- bonis er hann á þeytingi um sviðið allt kvöldið. Og nú bæt- ist Beðið eftir Godot við. Ég skemmti mér sem sagt konunglega á sýningunni í Iðnó á sunnudagskvöldið. • í léttum tón Hjónaspilið í Þjóðleikhúsinu er líka leikrit í léttum tón, og ætlað til að skemmta leik húsgestum. Það gerist á öðr- um tíma og er reyndar með allt öðrum blæ en hitt, og því ekki sambærilegt að öðru leyti en þvi, að hægt er að hlæja að báðum. Skólastelpurnar fimm, sem sátu fyrir aftan mig er ég sá það, hlógu sig alveg máttlaus- ar. Þeir eru líka bráðfyndnir hann Bessi Bjarnason og hann Rúrik Haraldsson, einkum i heimsókninni í hattabúðinni í borginni, svo eitthvað sé nefnt. Sem sagt, léttur og skemmtilegur leikur, og þeim þurfum við líka að eiga kost á, þegar sá gállinn er á okk- ur, að við viljum létta okk- ur upp og hlæja. 0 Leikrit, sem fengur er í Leikrit Samuels Beckets „Beðið eftir Godot“, sem frumsýnt var á þriðjudags- kvöldið, hefi ég ekki séð, en það hefur hvarvetna þótt mikill fengur að fá það á sýningarskrár leikhúsanna. — Mér skilst að erfitt sé að skýr- greina hvað það er, sem gerir þetta svona merkilegt stykki og hrífur áhorfendur. Haft er eftir höfundinum sjálfum, er hann var spurður hver væri eiginlega Godot, að ef hann hefði vitað það, þó hefði hann sagt það skýrt og skorinorL Fólk, sem séð hefur leikinn á erlendu leiksviði sagði: — Okkur þótti ekkert gaman að honum, lá jafnvel við að ganga út. En næstu daga á eftir vorum við stöðugt að hugsa um hann, og eftir því, sem dagámir liðu, þeim mun meira fannst okkur varið í hann. Það verður gaman að «já þetta leikrit hér. Félagið hefur gefið út blað, Símablaðið, frá byrjun. Félags- menn eru hátt á sjötta hundrað. Hrein eign félagsins var í lok síðasta árs kr. 927,059,23. Starf- semi félagsins hefur verið marg- þætt undanfarið. Það starfrækir þrjá sumarbústaði, öflugan lána- sjóð, styrktarsjóð og pöntunarfé- lag; einnig byggingarsamvinnu- félag, sem byggt hefur um 140 íbúðir. Þá rekur félagið mötu- neyti í Landssímahúsinu í Rvík. Á aðalfundinum, sem var hinn fjölmennasti í sögu félagsins, var samþykkt að stofna sjóð til styrktar félagsmönnum í vinnu- deilum. En samtök opinberra starfsmanna, vinna nú að því að fá úr gildi numin lög, um bann við verkfalli opinberra starfs- manna. Þá voru samþykkt á fundinum öflug mótmæli til stjórnar Líf- eyrissjóðs starfmanna ríkisins, gegn vaxtahækkun þeirri á lán- um til sjóðsfélaga, sem sjóðs- stjórnin hefur nýlega ákveðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.