Morgunblaðið - 31.03.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.03.1960, Blaðsíða 8
8 MonarnsnT 4niÐ Fimmtudagur 31. marz 1960 ÍJTGEFANDI: SAMBAND UNGRA SJÁLFSTÆÐLSMANNA RITSTJÖRI: BJARNI BEINTEINSSON íslenzk æska mun vernda sjálfsfæði lands síns Viðreisnaraðgerðirnar eru grund- völlur allra framfara I framtíðinni j Háðuleg útreið kommúnista á kappræðufundinum j KAPPRÆÐUFUNDURINN í Sjálfstæðishúsinu sl. þriðju- dagskvöld var einn fjölmenn- asti fundur, sem þar hefur verið haldinn. Strax klukkan 7 fór fólk að streyma að dyr- um hússins og þegar húsið var opnað kl. 8 fylltist það á örfáum mínútum, og stóðu hópar manna fyrir utan og hlýddu á kappræðurnar, en gjallarhornum hafði verið komið þar fyrir. Það kom greinilega í Ijós að langmestur meirihluti þess unga fólks, sem fundinn sat, var fylgj- andi viðreisnaraðgerðum ríkis- stjórnarinnar. Voru ræðumenn Heimdallar hylltir ákaflega, en dauflega tekið undir hjá ræðu- mönnum kommúnista, enda voru ræður þeirra gömul slagorð og fjandskapur gegn því frelsi ein- staklingsins, sem ungt fólk hlýt- ur að aðhyllast. Ræðumenn Heimdallar voru í sókn allan tímann og varð lítið um varnir af hálfu Æskulýðsfylkingar- manna. Stundvíslega klukkan 20.30 setti fundarstjóri, Sigurður Guð- geirsson, fundinn. Aðstoðarfund- arstjóri var Jóhann J. Ragnars- son. Fyrstur tók til máls af hálfu Æskulýðsfylkingarinnar Ingi R. Helgason. Hóf hann mál sitt á því að beina orðum sínum til Péturs Sigurðssonar alþingis- manns, en fundarmenn hylltu Pétur þá ákaflega. Var það sam- merkt með öllum ræðumönnum kommúnista, að þeir veittust sér- staklega að Pétri Sigurðssyni og var auðsætt að þeir hræddust mjög vaxandi fjölda ungra Sjálf- stæðismanna á Alþingi. Það vakti athygli fundar- manna, að Ingi kvaðst í ræðu sinni aðallega mundu styðjast við útreikninga Eysteins Jónssonar og hældi hann Eysteini mjög fyr- ir fjármálaspeki. Hefði það ein- hvern tíma þótt talið til tíðinda, að kommúnistar gætu ekki vitnað til hagfræðinga úr sínum hópi, en þyrftu í þess stað að sækja all- ar sínar tölur til fyrrverandi fjár málaráðherra Framsóknar. Ingi minntist í ræðu sinni á hinar stórkostlegu aukningu á al- mannatryggingum, og niðurfell- ingu tekjuskattsins og kvað hann bætur þær, sem hver fjöl- skylda kemur til með að fá með börnum sínum, hundsbætur, og þótti mönnum það furðuleg sam- líking. Hann hvatti og til stéttaátaka, eins og aðrir ræðumenn komm- únista. Fyrsti ræðumaður af hálfu Heimdallar var Birgir ísl. Giinn- arsson stud. jur. Flutti hann ýtarlega ræðu, þar sem hann rakti aðdraganda og nauðsyn efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinn ar. Gerði hann síðan ýtarlega grein fyrir aðgerðunum sjálfum og bar þær saman við úrræða- leysi vinstri stjórnarinnar. í upphafi ræðu sinnar benti hann á, hve nauðsynlegt það væri fyrir litla þjóð eins og íslend- inga, sem aðeins hefði verið sjálfstæð í 15 ár á síðustu 700 árum, að standa saman, þegar erfiðleikar steðjuðu að þjóðinni. Frelsi sérhverrar þjóðar byggðist að verulegu leyti á efnahagslegu sjálfstæði hennar. Sú þjóð, sem ekki reyndist fær um að stjórna efnahagsmálum sínum væri fyr- irfram dæmd til að glata frelsi sínu og sjálfstæði. Gerði ræðumaður síðan grein fyrir þeim helztu örðugleikum, sem steðjuðu að þjóðinni í efna- hagsmálum, verðbólgunni og hin- um mikla greiðsluhalla, og hversu mjög alvarlegar afleiðing- ar það hefði haft, ef ekkert hefði verið að gert til að spyrna við fótum. Síðan sagði ræðumaður: Eg hef nú hér í stuttu máli sýnt fram á, að yrði ekkert að gert væri framundan óðari verð- bólga en áður hefur þekkzt, gjald eyrisskortur og greiðsluþrot, vöruskortur, atvinnuleysi, stöðn- un og hrun. Menn hafa að vísu fyrir löngu Asér þessa óheillaþróun fyrir og verið á einu máli um að hana þyrfti að stöðva, en nú verður ekki beðið lengur. Forsvarsmenn vinstri stjórnar- innar sögðu það t. d. í upphafi valdatímabils síns að nú skyldu þeir finna hina varanlegu lausn. Þeir gerðu sér þá þegar grein fyrir því að einhverja lausn yrði að finna, sem væri varanleg. Vinstri stjórnina brast hins veg- ar bæði þrek og þróttur til að gera slíkar ráðstafanir. Hún kaus áð hörfa undan erfiðleikunum, en þorði aldrei til atlögu og daginn, sem hún hrökklaðist frá lýsti forsætisráðherra hennar nýrri, yfirskellandi verðbólgu- öldu, sem innan tíðar hefði þeytt vísitölunni upp í 270 stig hefðu aðrir ekki komið til. V-stjórninni tókst þó að velta á almenning meiri byrðum en þekkzt hafa nokkurn tíma. Vinstri stjórnin lagði á nýja skatta alls að upp- hæð rúmlega 1200 milljón króna. Viðbótarskattar stjórnarinnar námu því 2.200 krónur á hverri einustu mínútu, sem hún sat að völdum. Og voru þessir skattar lagðir á hina ríku, eins og komm- úriistar þykjast nú vilja láta gera, þegar þeir eru komnir úr ríkisstjórn? Lögðu kommúnistar þessa skatta ekki á stóreigna- menn og gróðafyrirtæki, sem þeir svo kalla? Nei. Af þessum rúm- um 1200 milljónum var lagður á stóreignaskattur, sem kemur til með að nema aðeins um 70 millj. kr. Allar hinar milljónirnar varð hinn almenni borgari í landinu að greiða, verkamenn, sjómenn, iðnaðarmenn, við öll, sem hér erum í kvöld, 2.200 kr. á mínútu hverri í rúm tvö ár. Hver tekur nú mark á hjali kommúnista um það að unnt sé að krefja hina ríku, sem þeir kalla svo, um allar þær fórnir, sem viðreisnarstarf- ið leggur á þjóðina? Vinstri stjórnin skildi við vandamálin óleyst. Hún lét öðr- um eftir að glíma við þau. Síðan gerði ræðumaður ýtar- lega grein fyrir viðreisnaráform- um ríkisstjórnarinnar, og sagði svo m. a.: Engum, sem um þessi mál hef- ur fjallað, dylst nauðsyn þess að viðurkennt sé sannvirði krón- unnar. Röng gengisskráning öllu lengur hefði getað haft í för með sér hinar alvarlegustu afleiðing- ar. Kommúnistar hamast nú gegn gengisfellingunni, en þeir hafa áður viðurkennt nauðsyn hennar, bæði í orði og reynd. 1 reynd með þeirri gengisfellingu, sem þeir létu framkvæma í tíð vinstri stjórnarinnar og I orði hefur t. d. helzti efnahagsmála- sérfræðingur kommúnista, Har- aldur Jóhannsson, formaður út- flutningssjóðs vinstri stjórnarinn ar og fyrrverandi formaður Æskulýðsfylkingarinnar, látið frá sér eftirfarandi orð í nýút- kominni bók, Efnahagsmál, sem gefin er út af hinu opinbera út- gáfufyrirtæki kommúnista á ís- landi, Heimskringlu. Hann segir svo orðrétt: „Þjóðin sem heild lifir um efni fram. Krónan er ofmetin." f lok ræðu sinnar skoraði Birg- ir á ræðumenn kommúnista að koma fram með sínar tillögur til lausnar efnahagsvandamálun- um. Þá talaði næstur af hálfu kommúnista Eysteinn Þorvalds- son, blaðamaður við Þjóðviljann. Þuldi hann upp mikla langloku við litlar undirtektir fundar- manna. í lok ræðu sinnar kvaðst hann ekki hafa tíma til að svar áskorun Birgis um það, hverjar væru tillögur kommúnista í efna hagsmálum, en það yrði gert síð- ar á fundinum. Þá tók til máls Othar Hansson, fiskvinnslufræðingur og talaði af hálfu Heimdallar. Svaraði hann á mjög hnyttinn og skemmtilegan hátt mörgum atr- iðum í ræðum kommúnista við góðar undirtektir fundarmanna. Gerði hann síðan að umtalsefni samstarf Framsóknar og komm- únista um að grafa undan efna- hagskerfi landsmanna, en þetta samstarf hefði hafizt með verk- fallinu mikla 1955. Fletti hann síðan ofan af niðurlægingu vinstri stjórnarinnar í hinum stór kostlegu lántökum erlendis. Þá gerði ræðumaður söluskatt- inn að sérstöku umræðuefni og mælti á þessa leið: Öll viðleitni ríkisstjórnarinnar miðar að því, að skapa heilbrigt efnahagslíf byggt á ráðdeild og sparnaði einstaklinganna. Einn liðurinn í þessari viðleitni er ein- mitt söluskatturinn, sem komm- únistar hamast svo mjög gegn. Maður skyldi halda, þegar hlust- að er á málflutning þeirra komm- únista, að söluskattur væri eitt- hvað, sem hinn vondi Gunnar Thoroddsen hefði fundið upp af illmennsku sinni. Sannleikurinn er sá, að söluskattur er ein aðal tekjulind kommúnistasjórnarinn- ar í Sovét. Ég er hræddur um að félaga Krúsjeff bregði í brún, þegar hann fréttir að félagi Guð- mundur, hefur lýst hann sem svarinn óvin alþýðuheimilanna. I bókinni Upplýsingar um Sovétríkin, en þessi bók fæst í KRON, enda gefin út af komm- únistastjórninni í A-Þýkalandi, Framh. á bls. 17. Ræðumenn kommúnista.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.