Morgunblaðið - 31.03.1960, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.03.1960, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 31. marz 1960 Fréttamaður Hflbl. heimsækir bílasýninguna í Genf — Gení, 20. marz. ÞAÐ er árlegur siður að halda hér í horg eina mikla og fræga bílasýningu eða „Salon“ eins og innfæddir hérna kalla hana. Bíla sýning þessi er fræg víða um lönd, sérstaklega vegna þess, að hér í Svisslandi er auðveldara að gera samanburð á gæðum og verði bifreiðanna, hér er engri innlendri bílaframleiðslu hyglað heldur mætast allir jafnir og hér er bílaverzlun svo til alveg frjáls, litlir skattar á henni. Sviss- lendingar eru skynsöm, skemmti leg þjóð, sem lætur hverja vöru kosta það sem kostar að fram- ieiða hana og er því laus við meinsemdir verðbólguþjóðfélags er langsamlega stærst. Hún fyllir hinn gríðarmikla aðalsal sýning- arhallarinnar sem er um 100 m á hvern veg, en henni nægir það ekki, heldur þarf hún altént eins mikið pláss í hliðarskálum. Þarna eru m.a. allir banda- rísku bílarnir en því miður, ég sé ekki að fólk hafi mikinn áhuga á þeim .Evrópskir bílar eru nú án efa komnir stigi lengra en bandariskir. Varla nokkrum Evr.ópumanni dettur í hug að fá sér hina stóru vesturheimsku vagna. Ef menn hafa mikil fjár- ráð og ætla að fá sér stóra vagna, þá er fullt eins gott að snúa sér að Mercedes 220 sem kostar 167 þúsund krónur, eða enskan Jag- uar sem kostar um 200 þúsund. lengi við hann og skoðaði þetta fyrirbrigði, sem hefur stjórn- klefa alveg frammi í nefi en svo afturí „setustofu“ fyrir sex, tveir bólstraðir bekkir hver á móti öðrum. ítalski stíllinn birtist e.t.v. í sinni fegurstu og raunhæfustu mynd í Fíat-bílunum, sem eru þarna til sýnis í öllum stærðum 500 — 600 1100 — 1200 — 1500 — 1800 og 2100. En hann hefur breiðst út til allra þjóða og það eru aðeins nokkrar eftirlegukind ur í bílaiðnaðinum sem streitast á móti, eins og t.d. Roverinn í Englandi. En svo eru líka tveir stórir að- ijlar, sem ekki hafa talið sig þurfa að beygja sig fyrir ítölsk- um stílbrögðum. Annar þeirra er franski Renault, sem sýnir Dauphine-vagn sinn, sem er þró- un úr hinum eldra „4. hestafla". Hann er indælis vagn byggður líkt og þýzki Fólksvagninn, nema nýrri að gerð og á ýmsan hátt skemmtilegri. Ég skil í rauninni ekkert i því, að Daupininn skuli Hollenzki bíllinn DAF 600. Það er nokkuð til í þessu og sést hér á sýningunni, að þeir eru við kvæmir fyrir þessu. Þeir sýna hér 10 bíla en í fjórum þeirra eru þeir að reyna að sannfæra Þaö er enginn lúxus lengur eins og niðurgreiðslur og óhóf- lega skatta upp í þær. Að þessu sinni árið 1960 er bílasýningin í Genf þó sérstak- lega merkileg vegna þess, að þetta er sú þrítugasta í röðinni. Akvað stjórn sýningarinnar að minnast þess með því að hafa hana stærri en nokkru sinni fyrr og var hinn gríðarmikli sýning- arskáli við Plainpalais skammt frá Genfarháskóla því stækkað- ur verulega núna. Ég ákvað að nota tækifærið, meðan helgarhlé var á ráðstefnu störfum í Þjóðabandalagshöllinni. Var sunnudagurinn síðasti sýn- ingardagur og er sýningunni lauk í kvöld með því aliir bíllúðrar voru blásnir, höfðu nærri 350 þúsund manns skoðað sýning- una. Mér finnst eftirá, þegar ég ætla að fara að lýsa þessari út- stillingu fyrir ykkur, eins og að erfitt sé að henda reiður á öllu því sem þar var að sjá. Maður er hálf ruglaður eftir þetta allt saman. Þó get ég ekki að því gert, að ég hef tilfinningu fyrir því hver vandræði og volæði ríkir 1 rauninni heima. Hér úti í Sviss- landi getur maður gengið um- svifalaust að hverjum sem er af þessum 500 bílum og sagt: Takk fyrir, ég ætla að fá þennan og leggja peningana á borðið og keyra út. En heima á íslandi, Svo gefur hér að líta tvær gerðir af Rolls Royce en þær kosta smá- ar 610 þús. og 950 þúsund kr. Ford sýnir á einum stað allar sínar fólksbílategundir, hvort sem þær eru framleiddar í Ame- ríku, Englandi eða Þýzkalandi. Allir vagnarnir eru í sama ijós- gráa litnum, en tízkulitur á bíl- um er nú yfirleitt mildur ijós litur, grár, bleikur og ljósblár. Ford-sýningin er þannig yfir- borðshrein, en dregur ekki að sér athygli. Ekki fæ ég séð að bandarisku ^smábílarnir" veki neina athygli hér og virðist eng- inn markaður fyrir þá. Mér virð- ist einnig að Svisslendingar muni ekki skilja hinn mikla áhuga á íslandi fyrir Taunus og Opelnum. Hér virðast Simca frá Frakklandi og Fiat 1800 miklu vinsælli. Studebakerinn var rétt eftir stríðið einn allra vinsælasti bíll í Sviss, enda er það enn álit manna, að það hafi verið mjög merkileg- ur og góður bíll. En það er tákn um hrun hinna bandarísku bíla, að nú sýnir Sturebaker hér hinn meðalstóra „Lævirkja“ sinn og vita fæstir sýningargestir af honum. Mjög fljótt eftir að maður kem ur inn á sýninguna rennur upp ljós fyrir manni um það, að ítalski bílastillinn hefur orðið mjög sigursæll í Evrópu á síðustu árum. Það eru tveir teiknarar eða ekki hafa komið heim í ríkari mæli en raun er á, því að hann er allsstaðar mjög vel metinn. Sýn- ingarsvæðið hans hérna er skemmtilegt og mér virðist næst mest sótt. Hefur Renault hér hringakstur og eru þrír • bílar festir með sterkum slám í hringekju. Braut in sem þeir aka er grýtt og með sporvagnsteinum. fólkið um að talsvert farangurs- rými sé í bílnum fyrir aftan sæti. Það er og heldur hlálegt, að rétt handan við ganginn um þrjá metra frá Fólksvagnasvæðinu, hafa einhverjir (gárungar?) smíð að bíl með fallegri ítalskri yfir- byggingu á grind og vél úr Fólks- vagni. Já, samanburðurinn verð- ur auðveldur og menn segja, — hvenær breytir Fólksvagninn til? Triumph Herald Saloon vakti mesta athygli. Nýr, lítill Austin Front 850. Fær fólk að setjast upp í bílana þrjá og er ætlunin að það fái að reyna hve góðir höggdeyfar eru á vögnunum. Settist ég við stýrið á einum þeirra og var því ekki að neita að mjúkur var hann. En lítið þýddi að ætla að fara að stjórna bilnum í hringekju þess- ari, enda var hann fast tengdur með stálbitum við miðju hverf- ilsins og stýrið fast. Skammt frá er Fólksvagninn þýzki og virðist mér nú að hann eigi í vök að verjast. Uppi í Wolfsburg við Hannover, þar sem hann er framleiddur skella þeir skolleyrum við öllum ítölskum stílbrögðum og benda einfaldlega á það, að enn sé eftirspurnin éftir Fólksvagni svo mikil, að þrátt fyrir margar stækkanir hafi þeir ekki við og fyrir liggi biðlistar heilt ár fram í tímann. Það er hin gífurlega fjöldaframleiðsla sem gerir Fólksvagnaverksmiðj- unum kleift að seljá sinn mjög vandaða bíl fyrir lægra verð en flestir aðrir. Sparnaður bílsins í rekstri og hið frábæra varahluta og viðgerðarkerfi VW eru sterk- ustu ítök Fólksvagnsins í hugum fólksins. Það verður í síðasta lagi innan tveggja ára. ftalski stíllinn hefur einnig gegnsýrt ensku almenningsbíl- anna, bæði Austin og Ford og nú síðast bilategund, sem Standard í Coventry framleiðir og kallast Triumph Herald. Þessi bíll hefur án alls efa verið hápunktur þess- arar sýningar. Vekur hann stór- kostlega athygli hér fyrir merki- legar tæknilegar nýjungar og full komleika í hraða og notkunar- gildi. Þess ber fyrst að geta, að Heraldinn hefur 115 km hámarks hraða móti 110 km hámarkshraða Fólksvagnsins og benzíneyðslan er 7 lítrar á móti 7,3 lítrum á 100 km hjá Fólksvagninum. Hann kostar hinsvegar 79 þús. kr. móti 67 þús. kr. á Fólksvagninn og hef ur sama en rýmra farþegapláss og meira farangursrými. Mér virðist að Svisslendingar sem og aðrir séu að verða æstir í þennan skemmtilega vagn og ekki versnar það þegar menn kynnast hinum tæknilegu nýjunfg Þær miða fyrst og fremst að því að auðvelda viðgerðir. Er Heraldinn gerður í sjö meginhlut um, sem menn geta skipt um alveg eins og þeir vilja. Ef mótor- húsið beyglast þá á ekkert að vera rétta það, heldur skrúfa það af og fleygja og setja nýtt L Og ef vélin bilar, er einfalt mál, að kippa allri yfirbyggingunni af og þá hefur viðgerðarmaðurinn grindina og vélina nakta fyrir framan sig. Framleiðendur Her- alds þykjast vinna sína sigra á því, að fólk er fyrir löngu orðið dauðleitt á öllu þessu viðgerða- brasi. Ef einhver hlutur bilar, á einfaldlega að skipta um hann eins og maður skiptir um blað í rakvél sinni eða setur fyllingu i kúlupennann, þegar sú gamla er tóm. Á annarri hæð sýningarinnar er svo hin fræga Triumph Her- ald sýning. Þar hafa þeir sett upp svolítið leiksvið og tilkynna: „Hér verður Trumph Herald settur saman á fjórum mínútum“. Sýningin heft á tilteknum tíma. Á gólfinu tendur bílgrind á hjól- um og með mótor. Við hlið henn ar fjórir ungir piltar í hvítum sloppum. Merki er gefið og þeir bera inn á sviðið framhluta, aft urhluta, hurðir, mótorhús og þak, skrúfa saman leiðslur og setja splitti í. Eftir andartak stendur bíllinn tilbúinn á sviðinu. Maður heldur, að sýningin sé þar með búinn, en þá hrópar rödd í hátalara. „Og til þess, að þið haldið ekki að þetta sé neitt svindl, þá kemur hér inn Mr. Speed og kærastan hans“. Par gengur inn á sviðið. Herrann opnar bílhurðina fyrir dömunni og hún brosir til hans innilega. Svo stígur hann inn, ræsir bílinn, bakkar honum, keyrir af stað, beygir til beggja hliða og út af sviðinu. Ég ætlaði að vera stutt á bíla sýningunni í Genf, en mér dvald- ist þar hálfan daginn. Þarna eru sýndir vörubílar og strætisvagn- ar frá öllum löndum og þá verð ur manni ljóst, að nýju strætis- vagnarnir heima, sem maður hef ur verið hrifinn af, eru aðeins eins og fátækra manna brauð og varla get ég sagt, að íslendingar þekki vörubíla, þegar þeir hafa ekki séð Sauret og Berliet dísel- bílana frönsku. í sérstakri deild sýningarinnar er heili urmull af mótorbátum af öllum stærðum og gerðum og afskaplega vönduð smíði á þeim. Stjórntæki og borð að Frh. á bls. 15. leyfi, neitun, leyfi neitun, ráð og nefnd og skattar. Sannleikur- inn er sá að ástandið heima er í rauninni með öllu ósæmilegt á tímum, þegar bíllinn er að verða hvarvetna um heim almennings eign og nauðsynjavara. Jæja, svo skulum við ganga inn. Inngangseyririnn er 35 krón ur. (Ég reikna með frankanum sem 10 kr., sem er ívið of mik- ið. Og auðvitað snúum við okkur fyrst að fólksbíladeiiuumi, sem fyrirtæki, sem hafa átt mestan þátt í að móta þennan stíl. Þau eru ekki bílaframleiðendur í þess orðs merkingu, en þau teikna og handsmíða yfirbyggingar og eru að jafnaði á undan sínum tíma. Fyrirtæki þessi eru Pininfarina og Ghina. Þau eiga bæði hand- smíðaða vagna á sýninguna, sem eru mjög dýrir og kannski líkar okkur ekki við útlit þeirra, en þetta er þó e.t.v framtíðin. Sér- staka athygli hlýtur að vekja Ghia-iframtíðarbillinn. Stóð ég En nú sækja grimmir fjendur að honum úr öllum áttum. Fólks- vagninn hefur stærstan markað allra og því liggur beint við fyrir aðra framleiðendur að reyna að ýta sér inn á hans kostnað. Mér virðist Lloyd Arabella vagninn þýzki vera einna hættulegasti keppinauturinn. Hann er í ítölsk um stíl og kostar 69 þús. krónur meðan Fólksvagninn kostar 67 þúsund. Sterkasta áróðursvopnið gegn Fólksvagninum er að segja, að hann hafi iítið farangursrýmL Fiat 1200 Grande Vue.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.