Morgunblaðið - 31.03.1960, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.03.1960, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 31. marz 1960 MORCUNBLAÐIÐ 15 Af sjónarhóli sveitamanns 22. marz 1 DAG hefst einmánuður. Nú er einn mánuður til sumars — einn mánuður eftir af þessum vetri, sem manni finnst þó eiginlega enginn vetur hafa verið. Og það sem mest er í varið; hann hefur verið jafhgóður um land allt, ef undan eru skildar afleiðingarnar af fjárskaðaveðrinu í nóvember á Norðurlandi. Svo voru nokkrar bylgusur milli hátíða og snemma á þorranum. Það er eiginiega ai’it og sumt sem maður hefur haft af þessum vetri að segja. Mikill er munurinn frá því sem var í gamla daga. Hvernig var veturinn fyrir hundrað árum? Hér kemur örstutt lýsing á út- mánuðunum og vorinu 1860: Vet- urinn góður til góuloka. Þá sner- ist til norðanáttar og var hríð og fannkoma um land allt á hvíta- sunnu. Þá var slíkt foraðsveður á Norð-austurlandi að 50 sóknar- menn urðu veðurtepptir um há- tíðina á Hofi í Vopnafirði. — Hafís kom að Norðurlandi um miðjan marz, ám varð að gefa inni um sauðburðinn, kýr urðu gagnslausar, því töður voru upp- gengnar, svo að nautpeninginn varð að láta út á gróðurlausa jörð. — O — ,7á. svona var nú árferðið fyrir einni öld. Og það átti eftir að versna mikið, unz harðindin náðu hámarki á næstsíðasta ára- tug aldarinnar. Þegar maður nýt- ur veðurblíðunnar viku eftir viku um háveturinn, undrast maður það hvað mest að þjóðin skyldi lifa af allar þær hörmungar, sem af harðindunum stöfuðu. Þá kom oft upp í hugann þessar alkunnu ljóðlínur Jóns Magnússonar: Eitt er mest að ertu til, allt sem þú hefur lifað. En þótt veturinn hafi verið með eindæmum góður fram að þessu og ekki sé nema mánuður eftir, getur hann samt látið okkur kenna á valdi sínu og það all harkalega. — í gær var góuþræll og það var einn bjartasti og blíð- asti dagur þessa góða vetrar. Það var logn og heiðríkja og hitinn átta sig, og fólkið spókaði sig úti á stéttunum í hvítu sólskin- inu. Ég hitti gamlan mann og fór að dást að góða veðrinu eins og aðrir. Hann gat ekki annað en tekið undir það. En hann var ósköp varfærinn í talinu um tíð- arfarið. Það var engu líkara, en hann væri eitthvað tregur til að láta þennan dásamlega góuþræl njóta sannmælis. Hvernsvegna? Vegna þess að hann var tortrygg inn á þetta góðveður svona snemma. Hann veit sem er, hve íslenzk veðrátta er mislynd og duttlungafull, að það getur verið talsvert eftir af vetrarhörkum og vorkuldum enda þótt góa sé lið- in og kominn einmánuður. Af eigin reynd þekkir hann haust- hret og hagleysur og þorradæg- ur, þegar hann blæs á norðan, og hann man eftir mörgum koldum vorum með litlum heyjum og lambadauða. Þess vegna er bezt að taka þessum blíðu dógum góu og einmánaðar með varúð og bú- ast við hinu misjafna. Það góða skaðar ekki þegar það kemur. — O — Sannleikurinn er líka sá, að það eru ekki hinir hörðu vetur sem hafa leikið þjóðina verst. Það er hægt að þreyta þorrann og góuna, eíns og þar stendur. En það voru hin köldu vor, þegar veturinn kom eftir sumarmál, sem harðleiknust voru við menn og málleysingja. En þetta er nú sem betur fer eitt af því, sem til heyrir liðna tímanum, og við höfum ríka ástæðu til að vona að sá tími komi ekki aftur. Nú er fóðrun nytpeningsins betur tryggð en áður, og þó að einhver áföll ko'mi eru ótal möguleikar til að bæta þar úr, samanborið við það sem áður var. Skilningur bænda er nú óðum að vaxa á því, að það borgar sig ekki að búa nema gera vel við skepnurnar, „fóðra þær til afurða“ eins og fræðingarnir segja. Og það er vitanlega ekki hægt nema vera tryggður með fóður hvernig sem árar. Þá borgar sig betur að kaupa kraftfóðrið, þó dýrt sé, heldur en verða fyrir miklu af- urðatjóni fyrir vanfóðrun. Sér- staklega eru bændur komnir að þessari niðurstöðu hvað kýrnar snertir, (sama verður með féð hvað líður) og nú er svo komið að langflestir bændur landsins stunda orðið mjólkurframleiðslu til sölu. Það er ekkert langt síðan mikið var um það rætt, að skipta þyrfti landinu í framleiðslusvæði eftir staðháttum. Mjólkina ætti að framleiða kringum markaðs- staðina, en stunda sauðfjárbú- skap annars staðar á landinu. Þá var líka talað um að takmarka kúabúskapinn vegna offram- leiðslu á mjólkurafurðum. — O — Nú er þessu ekki lengur til að dreifa. Öll fjölgun þjóðarinnar kemur í kaupstaðina. Hins vegar fækkar sveitafólkinu enn. Með sama áframhaldi rekur að því, að það kemst ekki yfir það að fram leiða nægar þúvörur á matborð þjóðarinnar. Kjötið er að vísu nóg enn sem komið er, en mjólk- ina er þegar farið að skorta. Þó er nýlega búið að stofna þrjú ný mjólkurbú: á Hvammstanga, Egilsstöðum og Norðfirði. Og all- ar sveitir austan frá Lónsheiði vestur að Breiðafirði framleiða mjólk til sölu nema Öræfi. Samt óx mjólkin lítið sem ekkert á s.l. ári. Það átti sínar eðlilegu or- sakir: 1) Öhagstætt tíðarfar til heyskapar s.l. sumar og votviðrin í haust. Þá geltust kýrnar svo mikið, að mjólkin í Flóabúinu varð meira en helmingi minni en þegar hún varð mest á árinu. 2) Verðhækkunin á fóðurbætinum vegna bjargráðanna vorið 1958 og áróður gegn notkun fóðurbætis, sem talið var að myndi valda of framleiðslu á óseljanlegum mjólk urafurðum. Hins vegar óx neyzl- an, og það svo mjög að salan á nýmjólk varð 8% meiri á fyrstu níu mánuðum ársins 1959 heldur en 1958. Sú mikla auking á sér einnig tvær orsakir eins og minnkun framleiðslunnar. 1) Tala neytenda vex stöðugt bæði með fjölgun þjóðarinnar og vegna flutnings fólks úr sveitunum (í einni nágrannasveit við þann, sem þetta ritar fækkaði fólki um tæpl. 12% á s.l. ári). í öðru lagi vex mjólkurneyzlan á hvern íbúa, og var hún þó meiri fyrir heldur en í öðrum löndum. A hin mikla niðurgreiðsla á mjólkur- verðinu sinn ríka þátt í því. Þess er að vænta að eitthvað muni framleiðslan vaxa þegar áferði batnar, a.m.k. það mikið að nægi handa þjóðinni. Er það vel því að það mun ekki góðri lukku stýra, ef þjóðin þarf að fara að kaupa landbúnaðarvör ur (kjöt og mjólkurvörur) frá öðrum löndum ofan á allt annað. Renault Dauphine. — Bílasýning Framh. af bls. 10 mörgu leyti eins og á bílum. Og ég spyr sjálfan mig, — hvernig stendur á því að íslendingar hafa aldrei komizt upp á að fá sér þessa afburða skemmtilegu og hraðskreiðu báta. Fullkomluga nógu stórir bátar fyrir Faxafló- ann kosta þó minna en meðalstór bíll og innflutningsskattarnir á þeim yrðu miklu minni. Að vísu er sumarveðráttan skammvinn á fslandi, en samt væri vissulega draumur að sigla einum slíkum bát til Vestmannaeyja eða Stykk ishólms eða kringum landið, — jafnvel til Færeyja. Ég veit ekki hvað ég á að telja meira, hin mikla tæknideild sýningarinnar þótti merkileg. Ég hef ekkert vit á öllum þessum græjum, rafmagnsvörum, gúmmí suðuvörum o.s.frv. En heima á íslandi eru bílaþvottar mikið vandamál. En því eru þá ekki komnir heim þvottagálgarnir, sem þvo bíla sjálfkrafa og hví notar engin þvottaefni, sem hindr ar dropamyndun eftir þvott, svo að ekkert þarf að pússa. Á þessu sviði og öllu hinu tæknilega sviðl kringum bifreiðarnar okkar eru nú stöðugt stórfelldar framfarir. Það er enginn vandi að fylgjast með þeim, aðeins að fara ein- stöku sinnum á alþjóðlegar sýn- ingar. Með því að fara á slíka bíla- sýningu getur maður einnig kynnzt því, að um alla veröld er bifreiðin að verða almennings- eign. Á næstu 10 árum verður þróunin vafalaust sú, að hver ein asti maður sem hefur nokkra löngun til þess getur veitt sér þann lúxus að eiga sinn bíl. Sem sagt, það er enginn lúxus lengur. Þ. Th. SKIPAUTGCRB RIKISINS HEKLA vestur um land til Akureyrar, hinn 6. apríl. Tekið á móti flutn- ingi á morgun og árdegis á laug- ardag til Patreksfjarðar, Bíldu- dals, Þingeyrar, Flateyrar, Súg- andafjarðar, ísafjarðar, Siglu- fjarðar og Akureyrar. Farseðlar seldir á þriðjudag. HERÐURBREIÐ austur um land til Akureyrar, hinn 5. april. Tekið á móti flutn- ingi í dag til Hornafjarðar, Djúpa vogs, Breiðdalsvíkur, Stöðvar- fjarðar, Mjóafjarðar, Borgar- fjarðar, Vopnafjarðar, Bakka- fjarðar og Kópaskers. Farseðlar seldir árdegis á mánudag. » • • • • • • v.mv ,$m Glæsileg myndabók 1 bókinni er lýst hinum frumstæðu þjóðum nútímans, lifnað- arháttum, hýbýlum, list og sögu. Hér segir frá Eskimóum, fjölmörgum þjóðfíokkum Indíána, Eldlendingum, Löppum, Hottentottum, Búskmönnum, Nýju-Guineubúum, Ástraiíu- negrum — svo að eitthvað sé nefnt. Bezía fermingargjöfin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.