Morgunblaðið - 31.03.1960, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.03.1960, Blaðsíða 16
16 MORClilSfíLAÐIÐ Fimmtudagur 31. marz 1960 Tilk ynning um söluskatt af innSendum viðskiptum samkvæmt lögum nr. 10, 22 marz 1960 L Frá 1. apríl 1960 skal greiða 3% söluskatt af andvirði seldrar vöru og verðmæta og endurgjald fyrir hvers- konar starfsemi og þjónustu. Til skattskyldra við- skipta telst öll sala eða afhending vöru, þar með talin sala pöntunarfélaga, umboðssala, sala við frjáls uppboð, svo og öll vinna og þjónusta, sem látin er í té af iðnaðar- og þjónustufyrirtækjum, einstakling um eða stofnunum, er stunda hverskonar sjálfstæða starísemi. Einnig er skattskyld úttekt eiganda úr eig- in fyrirtæki, jafnt vara, vinna og þjónusta. H. Söluskattskyldir eru allir þeir, sem annast söluskatt- skyld viðskipti og skiptir ekki máli í því sambandi hvort hlutaðeigandi er einstaklingur, firma eða félag, opinber stofnun, fyrirtæki ríkis- eða sveitarfélaga, eða aðrir aðilar þótt undanþegnir séu skattskyldu samkv. lögum nr. 46/1954 um tekjuskatt og eignar- skatt eða öðrum lögum. Einnig eru umboðsmenn og fyrirsvarsmenn erlendra aðila, sem hafa söluskatt- skylda starísemi hér á landi, skattskyldir af slíkri starfsemi. TTT Skattskylda er almennt bundin við siðasta stig við- skipta. Það er því aðalregla að sala til neytanda er skattskyld, sala til endurseljanda skattfrjáls. Neyt- andi telst sá, sem kaupir vöru, vinnu eða þjónustu til eigin nota eða neyzlu, endurseljandi sá, sem kaupir vöru eða vinnu til að selja aftur eða notar vöruna sem efni í vöru, sem framleidd er í atvinnuskyni. Þetta gildir þó ekki um óvaranlegar rekstrarvörur og hjálp- arefni til framleiöslustarfsemi, sem ekki mynda efnis- þátt framíeiðslunnar, og skal endurseljandi greiða söluskatt af kaupverði slíkra vara. IV. Því aðeins er heimilt að selja endurseljanda vöru, vinnu eða þjónustu án söluskatts aö hann hafi til- kynnt skattyfirvöldum um starfsemi sína og sýni skírteini er sanni að hann hafi heimild til að kaupa viðkomandi vöru án söluskatts sem endurseljandi. Eyðublöð þessi ásamt leiðbeiningum fást hjá skatt- stofum og skattanefndum. Skulu aliir söiuskattskyld- ir aðilar í síðasta Jagi 1. maí n.k., hafa tilkynnt skattyfirvöldum um atvinnurekstur sinn eða starf- semi eftir því sem fyrir er mælt og fengið viðurkenn- ingu fyrir móttöku tilkynningar. Gildir sú viðurkenn- ing sem bráðabirgða heimild til kaupa á vöru án söluskatts. Þeir sem hefja starfsemi eftir að iögin öðlazt gildi skulu tilkynna það áður en starfsemi hefst. Ef söluskattskyldur aðili hættir starísemi þeirri, sem tilkynnt hefur verið, feilur umrædd heim- ild úr gildi, og skal tilkynnt um það til skattyfirvalda, V. Eftirfarandi sérákvæði gilda um innheimtu sölu- skatts áf neðantalinni starfsemi og viðskiptum: a. Seljendur skulu taka söluskatt af verði allrar vöru og þjónustu, sem seld er í smásölu og skiptir þá ekki máii, hvort um er að ræða sölu til neytenda eða endurseljenda, þó skal ekki innheimta söluskatt af sölu á timbri, trjávörum, steypustyrktarjárni og sementi til endurseljenda. b. Söluskattur af aðgangseyri að skemmtunum skal innheimtur með skemmtanaskatti. e. Af vörum þeim, sem Tóbakseinkasala ríkisins selur, greiða þeir aðilar, sem hafa með höndum smásölu slikra vara, einkasölunni söluskatt af þeim vörum um leið og þeir greiða kaupverð varanna og er skatturinn miðaður við smásöluverð. d. Innflytjendur olíu og benzíns skulu taka söluskatt við sölu eða afhendingu þessara vara til umboðs manna sinna eða annara aðila. Skatturinn miðast við smásöluverð. Smásalar og umboðssalar sem að kveldi hins 31. marz 1960 eiga óseldar slikar vörur skulu inn- heimta söluskatt af söluverði þeirra og standa skil á honum í ríkissjóð. VI. Skatturinn miðast við heildarandvirði eða heildar- endurgjald vöru, vinnu eða þjónustu, án frádráttar nokkurs kostnaðar. Verð vöru vinnu og þjónustu má hækka sem söluskatti nemur. Vartræki einhver að taka söluskatt af skattskyld- um viðskiptum, ber honum eigi að síöur að standa skil á skattinum. VTL Undanþegin söluskatti er sala eftirtalinna vara og verðmæta: Vörur seldar Úr landi, nýmjólk, nema í veitinga- sölu, fiskumbúðir og kjötpokar, fiskinet, fiskilínur, önglar og öngultaumar (þó ekki sporttæki), salt, annað en í smásöluumbúðum, beitusíld, tilbúinn áburður, annar en í smásöluumbúðum, grasfræ fóðurvörur, flugvélaeldsneyti, innlend dagblöð og hlið- stæð blöð, svo og tímarit, sem ekki eru gefin út í ágóðaskyni. Énnfremur fasteignir, skip, flugvélar og flugvélavarahlutir, einnig lausafé, sem seljandi hefur notað í eigin þágu éða við starfsemi sína, enda geti salan ekki talist til atvinnurekstrar. Ekki skal skatt- lögð heimilisnotkun framleiðenda landbúnaðar og sjávarafurða á eigin framleiðsluvörum. VIII. Undanþegin söluskatti er ' eftirtalin starfsemi og þjónusta: a. Vinna við húsbyggingar og aðra mannvirkjagerð eða við endurbætur og viönaid SJÍKra eigna. Und- anþágan tekur þó einvörðungu til þeirrar vinnu^ sem unnin er á byggingarstað, en ekki til vinnu við framleiðslu eða aðvinnslu byggjngaxvara í verk- smiðju, verkstæði eða starfsstöð. b. Vinna við skipa- og flugvélaviðgerðir, vöruflutn- ingar, ennfremur fólksflutningar almennra leigu- bifreiða á stöð. c. Húsaleiga, þó ekki leiga gistihúsa og samkomuhúsa, útfararþjónusta, rekstur sjúkrahúsa, fæðingar- stofnana, heilsuhæla og annara þvilíkra stoínana, sala fasteigna, skipa, flugvéla, verðbréfa og annara þvílíkra verðmæta. Ennfremur lækningar, lögfræði- störf og önnur hliðstæð þjónusta, sala listamanna á eigin verkum, sala neyzluvatns, póst- og síma- þjónusta, svo og þjónusta banka og sparisjóða. IX. Allir söluskattskyldir aðilar skulu senda hlutaðeig- andi skattyfirvaldi skýrslu um heildarveltu sína hvern ársfjórðung á þar til gerðum eyðublöðum, ásamt upplýsingum um einkaúttekt, skattfrjálsa sölu og annað er máli skiptir við ákvörðun skattsins. X. Söluskatt skal greiða til innheimtumanns ríkissjóðs í síðasta lagi fyrir lok framtalsfrests hvers ársfjórð- ungs. Hafi einhver, sem greiða skal söluskatt, eigi skilað honum til innheimtumanns ríkissjóðs inxian mánaðar írá gjalddaga, skal hann greiða 1%% í dráttarvexti fvrir hvern byrjaðan mánuð frá gjalddaga. Verði vanskil á greiðslu skattsins, má innheimtu- maður láta lögreglustjóra stöðva atvinnurekstur þess sem eigi hefur staðið í skilum, þar til full skil eru gerð, með því m. a. að setja verkstofur, skrif- stofur, útsölur, tæki og vönir undir innsigli. Hér eru aðeins rakin höfuðatriði hinna nýju sölu- skattslaga og því nauðsynlegt að allir söluskattskyld- ir aðilar kynni sér sem bezt lögin í heild, og sölu- skattsreglugerð sem birt verður. Reykjavík, 30. marz 1960. Skattstjórinn i Reykjavík Litprentuð niynztur fyrir krosssaiím HEIMILISIÐNAÐARFÉLAG fs- lands hefur nýlega gefið út þrjú litprentuð mynztur fyrir kross- saum, glitsaum eða vefnað. Fyrirmyndir eru forn tréskurð ur og vefnaður á Þjóðminjasafn- inu. Teikningarnar eru gerðar af handavinnukennurum og mynztr in prentuð í litum í Lithoprent. Heimilisiðnaðarfélag íslands vill með útgáfu þessari enn sem fyrr freista þess að auka áhuga isl. kvenna fyrir því að leita til fornra listrænna muna um fyrirmyndir að útsaum og vefn- aði. Verði tilraun þessari vel tekið, hyggst það beita sér fyrir áfram- haldandi mynzturgerð af þessu tagi. Mynztrin eru til sölu í hann- yrðaverzlunum í Reykjavík og í nokkrum bókabúðum úti um land. Aðalútsalan er að Skóla- vörðustíg 4B. Fyrstu gjafirnar FYRIR nokkrú skýrðu blöðin og útvarpið frá fyrirhugaðri stofnun dvalar- og hressingar- heimilis í Kaupmannahöfn. Hafa margir látið í ljós ánægju sína með þessa hugmynd og telja að slíkt íslenzkt heimili í Kaup- mannahöfn geti orðið mörgum að liði, ekki aðeins aldurhnignu fólki, heldur og ekki síður þeim fjölmörgu sjúklingum, sem leita sér lækninga þar í borg. — Fyrstu gjöfina, kr. 500, afhenti mér kona úr Hafnarfirði fyrir tveimur vikum, og í dag kom ein af vistkpnunum á Grund með aðrar fimm nundruð krónur. —■ Það er ekki nein tilviljun að fyrstu gjafirnar eru frá könum. Konurnar hafa ávallt látið sig mannúðar- ’ og líknarmál miklu skipta og þær hafa glöggt auga og viðkvæmt hjarta fyrir því, sem gera þarf öðrum til hjálpar. Með þessum línum þakka eg þeim innilega gjafirnar. — Miklu fé þarf að safna áður en draumurinn um dvalar- og hressingarheimilið rætist, en eg er sannfærður um, að skilning- ur þjóðarinnar á þessu máli er slíkur, að ekki liði á löngu áður en hægt verður að hefjast handa um framkvæmdir. Gjöfum hér á landi veiti eg viðtöku, sem og skrifstofa Elli- og hjúkrunarheimilisins Grund, en í Danmörku séra Finn Tulini- us, Strö Præstegárd, Skævinge og hr. stórkaupmaður Jón Helgason, Rádmands Steinsalle 17, Frederiksberg, Kaupmanna- höfn. 26. marz 1960 Gísli Sigurbjörnsson. Skákmót Hafnar- fjarðar liálfnað H AFNARFIRÐI: — Skákmót Hafnarfjaröar hefir staðið yfir undanfarið og er það nú hálfnað. í meistaraflokki eru þátttakend- ur 9 og eru þar efstir Sigurgeir Gíslason, sem hefir teflt fjórar skákir og unnið þær allar, og Jón Kristjánsson, sem er með fjóra vinninga, en hefir teflt 5 skákir. Þá er Haukur Sveinsson með 3 vinninga, teflt 3 skákir, Kristján Finnbjörnsson 2*4 af 3, Sigurður B. Þorsteinsson 1% af 4, Guðm. Jóhannsson 1 vinning af 5 tefldum, Aðalsteinn Knud- sen % af 4 og Grímur Arsælsson yz af 5 tefldum. í öðrum flokki eru þeir Ragn- ar Konráðsson og Garðar Ast- j valdsson efstir með 3yz vinning ■ af 4 mögulegum. I þeim flokki eru fimm þátttakendur, og þar er mótið einnig hálfnað. Teflt er í Alþýðuhúsinu á sunnudögum og miðvikudögum. . - G.E.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.