Morgunblaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 4
4 MORCVNBLAÐ IÐ\ v, Fösfcudagur 1. april 1960 : Land Til sölu er 2500 ferm. land í Norðlingaholti við Elliða vatn. Tilb. leggist inn á afgr Mbl., fyrir n.k. laug- ard. merkt: „Land —9995“ Reglusamur vélstjóri óskar eftir atvinnu í landi. Ýmisk. atvinna kemur til greina. Tilb. sendist Mbl., fyrir laugard., merkt: — „9999“. — Frímerki Sendið mér 50-150 ísl. frí- merki og þér fáið um hæl 100-500 mism. erl. Tryggvi Stefánsson, Hallgilsstöðum Fnjósadal, S.-Þing. Geymslupláss 150-200 ferm.; óskast til kaups eða leigu. Lítill um- gangur. Mikil útb. hugsanl. Tilb. merkt: „Pappír-9368“ sendist afgr. Mbl., f. 5. apríl Dodge eigendur til sölu er Dodge-mótor, í góðu ásigkomulagi, stærð 3V4. Uppl. í síma 10970, — milli 12 og 1 og 7 og 8. Prjónavél til siilu Stýrimannastíg 5, nðri. — Rafmagns höggborvél til sölu. — Sími 32033. — Frímerki Kaupi frímerki háu verði. Guðjón Bjarnason, Hólm- garði 38. — Sími 33749. 1—2ja tonna bátur óskast. Tilboð sendist Mbl. fyrir laugardag, — merkt. „9994“. — Hvolpur Hver getur útvegað lítilli stúlku hvolp af litlu kyni. Uppl. i síma 34444, eftir kl. 2. — Vil kaupa 200 Amper rafsuðutransara. — Upp- lýsingar í síma 35243. Herbergi til leigu fyrir einhleypa stúlku. — Upplýsingar á Njálsgötu 78, 1. hæð. Til sölu Tenor-saxofónn í góðu lagi. — Upplýsing- ar í síma 13609, frá 12—2 eftir hádegi. Til leigu Óska eftir herbergi til leigu Aðgangur að baði og síma æskilegur. — Upplýsingar í síma 32932. Pedigree barnavagn til sölu. — Bræðraborgar- stíg 1. — Sími 13938. í dag er föstudagurinn, 1. apríl, 92. dagur ársins. Árdegisflæði kl. 8.28 Síðdegisflæði kl. 20.49. Siysavarðstofan er opin allan sólar- hringmn. — Læknavörður L,.R. (fyrir vitjanir), er á sama stað kl. 18—8. — Sími 15030. Næturvörður vikuna 26. marz til 1. apríl er 1 Vesturbæjarapóteki, nema sunnudag í Apóteki Austurbæjar. Næturlæknir 1 Hafnarfirði vikuna 26. marz til 1. apríl er Olafur Olafs- son, sími 50536. 0 Helgafell 5960417. IV/V. I.O.O.F. 1 = 141418y2 = Umrf. RMF-Föstud. 1-4-20 VS-Fr-Hvb. Ljósastofa Hvítabandsins Fornhaga 8 er opin fyrir börn og fullorðna alla virka daga kl. 2—5 e.h. Frá Guðspekifélaginu: Fundur verð- ur í stúkunni Mörk kl. 8,30 í kvöld í Ingólfsstræti 22. Grétar Fells kynnir bókina „Vængjaður Faraó“ eftir Joan Grant. Guðmundur Guðjónsson syng- ur með undirleik Skúla Halldórssonar. Avarp. — Kaffiveitingar á eftir. Utan- félagsfólk velkomið. Nafn bátsins sem fékk laxinn stóra í net sín á dögunum misritaðist hér í blaðinu í gær, stóð Asbjörn í stað Asbjörg. Þjóð mín gleymir ekki fortíðinni. Við munum hina liðnu atburði — ekki til að velta vöngum yfir þeim — held- ur til að koma í veg fyrir að þeir verði endurteknir. — — David Ben-Gurion. Vertu góður maður, — og þú verð- ur einmana. — Mark Twain. Enginn ámælir Undrist enginn þeim undir upp þó vaxi hömrum kvistir kynlegir, liggur lifandi þá koma úr jörðu með limu brotna, harma funa að hraunöxum hitaðri að neðan holdi söxuðu, og ofan vökvaðri að ei hann æpir eldregni tára. eftir nótum. (Bjarni Thorarensen: Ur: Oddur Hjaltalín.) • Gengið • Sölugengi 1 Sterlingspund ....... kr. 106,93 1 Bandaríkjadollar ..... — 38.10 100 Danskar krónur ....... — 552,85 100 Norskar krónur ....... — 534,60 100 Sænskar krónur ....... — 736,60 100 Finnsk mörk .......... — 11.93 100 Franskir Frankar ..... — 776.30 100 Belgiskir frankar ... — 76.40 100 Svissneskir frankar . ■— 878,65 1 Kanadadollar ..........— 40,03 100 Gyllini .............. — 1009,60 100 Tékkneskar krónur .... — 528.45 100 Vestur-þýzk mörk ..... — 913.65 100 Pesetar ...............— 63,50 1000 Lírur ................ — 61,38 100 Austurrískir schillingar — 146.55 1 2. 3 ■?— mz ? 1 9 10 IZ jöe w IU n ■ r □ SKÝRINGAR: Lárétt: — 1 hvassviðri — 6 virði — 7 látinn — 10 öðlist — 11 fæða — 12 fljótum — 14 titill — 15 forfaðirinn — 18 reiðtigi. Lóðrétt: — 1 stauta — 2 manni — 3 sláa — 4 blaðs — 5 öldu — 8 uppsprettan — 9 aldraða — 13 hest — 16 tónn — 17 skammstöf- un. — Lausn síðustu krossgátu: Lárétt. — 1 blakkar — 6 nál —7 ófalinn — 10 ker — 11 fúa — 12 al — 14 TR — 15 dropi — 18 eigraði. Lóðrétt — 1 bróka — 2 anar — 3 kál — 4 klif — 5 rónar — 8 feldi — 9 nútíð — 13 vor — 16 GR — 17 Pá. OLAF KJELLAND er kom inn til landsins til að stjórna Sinfóníuhljómsveit íslands á þriðju og fjórðu afmælistónleikum hennar. Það fer að verða með kom- ur Kjellands eins og heim- komur íslenzkra listamanna sem búsettir eru erlendis, við fögnum honum á sama hátt, hvert sinn er hann kemur. Má enda með nokkr um sanni segja að hann sé einskonar fóstri hljómsveit arinnar. Hann hefur stjórn að henni oftast erlendra stjórnenda og var fastur stjórnandi hennar um skeið. Þegar fréttamaður Mbl. kom á æfingu hjá hljóm- sveitinni í gærmorgun, var verið að æfa þriðja píanó- koncert Beethovens. Ein- leikari var rússneski píanó- leikarinn Voskresenskí, sem er 25 ára gamall og þegar orðinn frábær píanóleikari. — Ætlarðu að fara að Læknar fjarveiandi Guðmundur Björnsson fjarv. frá 27. marz, óákveðið. Staðg.: Skúli Thor- oddsen, Austurstr. 7, viðtalst. kl. 10— 11 og 4—6. Sigurður S. Magnússon læknir verð- ur fjarverandi frá 14. marz um óákv. tíma. Staðg.: Tryggvi Þorsteinsson, Vesturbæjarapóteki. Viðtalstími 3,30— 4 alla virka daga nema laugardaga. Sími 1-53.40. Snorri P. Snorrason, fjarv. 3—4 mán- uði frá 22. febr. — Staðgengill: Jón i>o rste í nsson. taka af mér kaffitímann, hrópaði Kjelland er hann heyrði erindið — nei, þú verður þá að drekka líka og við skulum spjalla saman yfir kaffisopanum, eins og þið segið á Island. Það er gott kaffi á íslandi, alltaf nýtt og mátulega sterkt — aðalatriðið er að kaffið sé nýlagað. Heima á Þelamörk hef ég alltaf stóra kaffikönnu á skrifborðinu mínu, fulla af köldu, sterku kaffi, sem konan mín býr til. Það þamba ég, meðan ég vinn, það er hressandi — og þá- langar mann líka í meira tóbak. — Já, á Þelamörk er ynd islegt. Ég hlakka til að koma heim og hlusta á vor ið og lækina. Þar hafa þjóð- lögin norsku blómgazt mest og þar lifir fólkið í músík og öðrum listum. Þegar ég fékk föst tónskáldalaun hjá norska ríkinu, sá sjöundi af núlifandi tónskáldum norsk úm, sögðu þeir á Þelamörk: Það var gott að Þelmerking ur skyldi fá þau, þú ert okk ar maður. Mér þótti vænt um að heyra það. — Já, nú vinn ég nær eingöngu að tónsmiðum. Er að ijúka við aðra sinfóníu mína og hef Iokið verki ópus 20, Fire Aasen songer. — Hijómsveitin? Jú, hún er eftir atvikum furðugóð, þar eru margir prýðisgóðir hljómlistarmenn. Það er gaman að koma hingað aftur. Þið hafið hangikjöt og harðfisk. Það er góður matur — ég sakna hans alltaf heima. Og að hitta vinina aftur. — Þarna er Árni Kristjánsson, jú, þú þekkir Árna, allir þekkja Árna — og Matthías Joch- umsson, það eru mínir menn* J Ú M B Ó Saga barnanna •— Nú er bezt ég refsi þér með því að láta þig raka saman föllnu lauf- blöúunum í skólagarðinum, sagði hr. Leó og rétti Júmbó hrífu. — Og hann fór að raka saman laufblöðunum. Hann, sem hafði hlakkað svo mikið til að leika sér við Mikkí. Þegar Júmbó var næstum búinn, kom Teddi inn í skólagarðinn. — Nú, sagði hann, — þú ert að raka saman blöðum. — Já, sagði Júmbó dapur og þurrkaði svitann af enninu, — ég er líka orðinn dauðþrevttur. — Nú skal ég hjálpa þér, sagði Teddi, gekk að tré og hristi það dug- lega, svo að sölnuð blöð þess hrundu niður á jörðina. — Nei, hættu! hróp- aði Júmbó í örvæntingu. —• Þetta er undarleg hjálp hjá þér, Teddi, sagði hann svo. FERDIIMAIMD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.