Morgunblaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 10
10 MORCVNfíTAfílfí Fösftidae'ur 1. aorfl 1960 Eríént I yfirlit j FYRSTI dagur Krúsjeffs í París var ekki liðinn, þegar megintilgangur hans með Frakklandsförinni varð ljós. Tilgangurinn er að hræða Frakka á „þýzka hernaðar- andanum" og veikja þar með samstöðu Vesturveldanna í Þýzkalandsmálunum á leið- togaráðstefnu stórveldanna, sem hefst eftir hálfan ann- an mánuð. Síðan hefur Krúsjeff hamrað á því sama dag eftir dag í ræð- um og viðtölum á ferðinni um Frakkland, að Adenauer væri að endurvekja Hitlers-andann í Þýzkalandi, Bonn-stjórnin væri sameiginlegur óvinur Frakka og Rússa, þeir yrðu í sameiningu að koma nazistunum á kné. Þetta er gamall söngur. De Gaulle harður í horn að taka Og ræður Krúsjeffs vekja allt- af athygli. Hann talar ekkert tæpitungumál, er slægur, brögð- óttur og oftast ósvífinn í ræðum sínum og hann veit hvernig bezt 3r að haga orðum — svo að þau komist undir aðalfyrirsagnir blaðanna á Vesturlöndum. Krúsjeff hefur ekki hlotið framúrskarandi móttökur al- mennings. Kommúnistar hafa fagnað honum vel, eins og vitað var fyrir, en yfirleitt hafa mót- tökur aðeins verið svipur hjá sjón miðað við það, sem Eisen- hower og Elísabet Bretadrottn- ing hlutu í Frakklandi. Áður en Krúsjeff fer heimleið- is munu þeir de Gaulle eiga einkaviðræður og þá mun hinn síðarnefndi vafalaust segja álit sitt á áróðrinum gegn Bonn- stjórninni, því það er vitað mál, að de Gaulle er jafnvel harð- ari og ákveðnari en Macmillan og Eisenhower í samstöðunni með Adenauer gegn ásælni kommún- ista í Þýzkalandi. „Friðarvilji Rússa'* í ræðum sínum í Frakklandi hefur Krúsjeff líka lagt áherzlu á annað atriði, sem vafalaust .heff' ur gefið honum von um að veikt gæti samstöðu Vfisturveldanna og orðið áróðurshagnaður fyrir Rússa. Það er síðásta gagntilboð þeirra á þríveldaráðstefnunni í Genf um bann vi.ð .kjarnorkutil- raunum. Hann hefur óspart hald- ið því á lofti, að þarna væri eih- Beðið eftir Codot Framh. af bls. 6. Guðmundur Pálsson leikur Lucky, hinn þrautpínda og ör- magna þræl Pozzo’s. Hlutverkið er í hæsta máta óhugnanlegt og að mörgu leyti erfitt. Gerir Guð- mundur hlutverkinu mjög góð skil. Held ég að hann hafi aldrei leikið betur en að þessu sinni. Drenginn leikur Brynjólfur Bjarnason, dóttursonur Brynjólfs Jóhannessonar. Er það lítið hlut- verk. Leiktjöldin hefur Magnús Páls- son gert og falla þau vel við leikinn. Hefur Magnús líka ráðið búningunum. Indriði Þorsteinsson hefur þýtt leikinn. Virtist mér þýðingin yfirleitt góð, en þó hjó ég stund- um eftir orðum sem fremur eru notuð í ritmáli en í töluðu máli. Því miður var húsið ekki full- skipað, en leikhúsgestir tóku leiknum yfirleitt vel og kölluðu leikendur og leikstjóra fram hvað eftir annað að leikslokum. Sumir áhorfendur létu sér þó fátt um finnast, sem vænta mátti, því að svo sérstæð leikrít sem þetta eru ekki við allra hæfi. Sigurður Grímsson. Krúsjeff syngur gamlan söng lægur friðarvilji Rússa sýndur í verki, þeir mundu nú fallast á að gera samning um tilrauna- bann og hefja viðræður um eftir- litskerfi að því tilskildu, að stór- veldin hétu því öll að gera held- ur enngar tilraunir með smá- sprengjur, sem þó væri hægt að gera á laun. Macmillan brá skjótt við Rússar tóku þar upp gamla tillögu Breta með dálitlum breyt- ingum, en Bandaríkjamenn hafa ekki viljað fallast á þessa fram- kvæmd málsins. Þeir hafa talið, að eftirlitskerfið ætti að sitja í fyrirrúmi, ekki þýddi að ræða um bann, sem ekki væri hægt að framfylgja með ströngu eftir- liti. Rússar korríu með þessa tillögu í þann mund, er Krúsjeff var að láta niður í töskur sínar fyrir Frakklandsförina. Varð þetta til þess, ; að Macmillan ferðbjóst í skýndi og hélt til fundar við Ei$enhowér itil að ræða rúss- nesku tiliöguna. Vandinn í Camp David Sjaldan hefur Eisenhower ver- ið jafnmikill vandi á höndum. Áttu Bandaríkjamenn að gefa eftir og fallast á að stöðva til- raunir án þess að geta haft eftir- lit með því að Rússar gerðu hið sama? Litlar kjarnorkusprengj- ur, sem eru að orku samsvar- andi allt að 19,000 tonnum af TNT sprengiefni, er hægt að sprengja neðanjarðar og neðan- sjávar án þess að greint sé hvort um jarðskjálfta eða sprengingu sé að ræða. Slíkar smátilraunir eru mjög mikilvægar í vopna- kapphlaupinu. Og á líka að veita Rússum forgjöf á því sviði? — Rússar eru fyrir fátt frægari en að brjóta gerða samninga og lof- orð þeirra hafa löngum reynzt haldlítil hafi þeir séð hagnaðar- von að brjóta þau. Hvað afvopn- un og stöðvun kjarnorkutilrauna snertir veltur öryggi Vesturveld- anna því á að hægt sé að hafa eftirlit með að allír aðilar haldi gerða samninga. Þjarnxað að brezku stjórninni En Macmillan gerði sér ekki ferð vestur út af smámunum, því í Bretlandi er stöðugt þjarmað að stjórninni í afvopnunarmálunum og hún finnur sig knúin til að tefla jafnvel á tæpasta vaðið. I Bretlandi er állstór hópur manna, sem barizt hefur fyrir því að Bretar eyðileggðu kjarnorku- vopn sín og létu Rússa og Banda- ríkjamenn eina um þáu vopn. Þær skoðanir hafa jafnvel kom- ið fram, að ef Bretar köstuðu sínum vopnum mundu Rússar og Bandaríkjamenn svo hrifnir, að þeir gerðu hið sama — og þar með yrði málið leyst. Fáum finnst þetta sjálfsagt barnalegra en Rússum, sem gera þó allt til að styrkja og örfa þessar frómu sálir. Teningnum kastað Þeir Eisenhower og Macmillan sáu líka fram á það, að yrði til- boði Rússa hafnað með öllu yrði það mikið gagnrýnt á Vestur- löndum og vatn á myllu Rússa. Þess vegna þurfti að ná sam- komulagi um að svara Rússum, en krefjast þó jafnmikillar trygg- iingar og hægt er að fá á þessu stigi málsins: Að Rússar hæfu þegar í stað samstarf við Vest- urveldin um að leggja grundvöll að eftirlitskerfi, sem allir aðilar gætu sætt sig við. Fundunum í Camp David er nú lokið. Sam- komulag hefur náðst hvað þetta snertir. Teningunum er kastað. Endasprett- urinn erfið- astur Enda þótt fundur þeirra Eis- enhowers og Macmillans hafi vakið mikla athygli í Banda- ríkjunum taka væntanlegar for- setakosningar þar nú hug manna æ meira. Forsetakosningarnar véstan hafs eru slíkur megin þáttur í stjórnmálalífinu þar, að allt annað hverfur í skuggann, þegar kosningabaráttan kemst á lokastigið. Á yfirborðinu er það enn að- eins undirbúningurinn, en bak við tjöldin er hin raunverulega barátta löngu hafin. Allmargir demókratar berjast nú með hnú- um og hnefum innbyrðis um að verða fyrir valinu sem forseta- efni flokksins, en hingað til hef- ur enginn hættulegur keppi- nautur Nixons komið fram á sjónarsviðið í herbúðum repú- blikana. Bíða og sjá hvað setur Kennedy þykir hafa vaxið ás- megin og sem stendur hefur hann náð öruggastri fótfestu í hópi demókrata. Humphrey hefur ekki staðið sig svo sem menn bjuggust hálfvegis við og nú hef- ur einn keppinauturinn bætzt í hópinn, Symington öldungadeild- arþingmaður. A. m. k. tveir, Lyndon Johnson og Adlai Stev- enson, bíða álengdar og sjá hvað setur. Það getur verið tvíeggjað vopn að tilkynna formlega þátt- töku í kapphlaupinu á þessu stigi málsins, því endaspretturinn er enn of langt undan fyrir þá, sem ekki eru öruggir um að duga vel. Margir vantrúaðir á sigur Kennedys 1 voninni um að keppendurnir springi á endasprettinum bíða FRÁ 1. maí munu flugfargjöld milli íslands og N-Ameríku lækka samkvæmt samningi IATA-félaganna um fargjalda- lækkun á N-Atlantshafsleiðum. Að því er Mbl. fregnaði í gær verður hæsta fargjald á leiðinni fsland — New York með„svefn“- þotum, $434,40 aðra leiðina, $782,00 báðar leiðir. Á fyrsta far- rými skrúfuvéla verður gjaldið $374,40 aðra leiðina, en $674,00 báðar leiðir. „Sparnaðarfargjald" með þot- um verður $210,40 aðra leiðina, $378,80 báðar leiðir. Á sams kon- ar farrými skrúfuvéla verður fargjaldið $190,40 aðra leið og 342,80 báðar leiðir. Frá 1. október í haust til 31. marz næsta árs verður „sparnað- arfargjald" með skrúfuvélum $180,40 aðra leið og báðar leiðir 324,80. Er hér um töluverða lækk un að ræða, því „sparnaðar- fargjald" Pan American milli íslands og New York var áður $355,40 báðar leiðir. Hins vegar hafa hærri fargjöldin hækkað enn, því nú er fargjald á 1. far- •ými $674,00. Þessi breyting mun ekki hafa áhrif á gjöld Loftleiða. Hins veg- Þúsundir lögreglumanna gæta Krúsjeffs í Frakk- landsferðinní, de Gaulle vill greinilega ekki eiga neitt á hættu. Það er því ekkert undarlegt þó Krúsjeff spyrji: Kæri hershöfðingi, er ég gestur hér, eða hara venjulegur fangi? peir Johnson, Stevenson og nokkrir fleiri. Þegar að þinginu kemur, sem velur forsetaefni demókrata, mæta þeir allir með úrvalslið sitt. Veðrabrigðin þar gera ekki boð á undan sér. Enda þótt Kennedy hafi náð styrkastri aðstöðu eru margir vantrúaðir á að hann verði fyrir valinu. Allir keppinautarnir byggja vonir sín- ar a. m. k. að miklu leyti á því að flokksþingið hafni Kennedy vegna þess að hann er kaþólskur. Mörgum þykir það fjarri lagi að kaþólskur maður geti unnið for- setakosningarnar vestra og demó kratar mundu kasta tækifærinu til að eignast ítök í Hvíta húsinu, algerlega á glæ, ef þeir sendu Kennedy fram. ar mun þetta verða fargjald Pan American frá Keflavilk. Engin breyting mun að því er virðist ráðgerð á flugleiðum frá íslandi til Evrópu. Þar hafa Loftleiðir sama gjald og IATA-félögin, Flugfélag íslands og Pan Amer- ican. . Vfirlýsincf ÉG undirritaður meðlimur í klæðskerasveinafél. Skjaldborg var ekki mættur á aðalfundi fé- lagsins 29. marz sl. Mótmæli harðlega samþykkt á tillögu, sem margt bendir til að samin hafi verið að Þórsgötu 1, varðandi mótmæli við aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmál um. Ég tel að þessar aðgerðir rík- isstjórnarinnar séu eina lausnin út úr öngþveiti og uppgjöf vinstri stjórnarinnar í efnahags- málum, og harma misnotkun á nafni félagins með slíkri sam- þykkt. Reykjavík, 30. marz 1960. Ottó Gaiöjónsson. Lœgra fargjald Keflavík - New York

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.