Morgunblaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 11
Föstudagur 1. apríl 1960 MORGVNBLAÐIÐ n Eggert Gilfer HINN 24. márz sl. lézt hér í bæn um hinn þjóðkunni skákmeist- ari og tónlistarmaður, Eggert Gilfer á 69. aldursári. — Eggert Gilfer fæddist 12. febrúar 1892 í Ytri-Njarðvík, sonur hjóhanna Guðmundar Jakobssonar, Guð- mundssonar prests og alþingis- manns á Sauðafelli, og Þuríðar Þórarinsdóttur, Árnasonar garð- yrkjumanns í Reykjavík. Stóðu því að honum hinar merkustu ættir, og listamannsblóð á báða vegu.. Þeir bræður Eggert og Þórarinn Guðmundssynir (ættar- nafnið Gilfer tók Eggert ekki upp fyrr en árið 1924) hófu ungir tónlistarnám og munu einna fyrstir íslendinga hafa lokið prófi frá Tónlistarháskóla, en það var árið 1913, sem Eggert lauk prófi við Tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn, með organleik sem aðalprófgrein. Hann var síðan alla æfi starfandi tónlist- er var á ýmsan hátt mjög sér- stæð persóna en jafnframt svo hæverskur og hjartahlýr að af bar. — Hánn var að vissu leyti „af gamla skólanum“ mjög ná- kvæmur og mátti í engu vamm sitt vita. Hann var látlaus í allri framgöngu og kurteisi hans var hin sama við háa og lága. Svo vel sem endast mun orðstír hans sem skákmanns, þá mun þó þeim sem hann þekktu enn betur endast minningin um góðan dreng og vammlausan, sem naut þeirrar gæfu að vera til hinztu stundar einn þeirra sem bera uppi nafn og heiður fslands. Blessuð sé minning hans. Baldur Möller. Guðrún Minningarorð HINN 25. þ.m. andaðist frú Guð- rún G. Jónasson, kona Ársæls kafara Jónassonar, hér í bænum, en við allmikil veikindi hafði hún átt að stríða síðasta árið. Hafði hún um skeið verið sjúkl- ingur í Landakotsspítala, en því næst dvalið á hressingarhæli í Silkeborg, en um bata var ekki að ræða. Frú Guðrún var fædd í Lem- vig 24. des. 1910 og var því rétt fimmtug er hún lézt. Var faðir hennar Rantzow Geisler, sem um langt skeið var 1. vélstjóri hjá björgunarfélaginu Em. Z. Zvitzer, sem er heimsþekkt fyr- irtæki. Kona hans var einnig dönsk að ættum. Ólst frú Guð- rún upp hjá foreldrum sínum í Gedser á Falstri, en er hún hafði aldur til, innritaðist hún í menntaskóla í Nyköbing og lauk þaðan gagnfræðaprófi með mjög hárri einkunn. Síðar gekk hún á húsmæðraskóla í Kaupmanna- höfn og naut yfirleitt alhliða menntunar. Árið 1931, hinn 26. september giftist Guðrún Ársæli Jónassyni kafara, sem þá hafði um árabil unnið hjá Svitzer-félaginu. Voru þau gefin saman í Marseille í Frakklandi, en þar hafði Ársæll dvalið langdvölum á björgunar- skipum Svitzer-félagsins. Voru þau hjónin búsett þar fyrsta kastið, en árið 1933 fluttust þau til íslands og hóf Ársæll hér störf, að fenginni víðtækri og langri reynzlu erlendis. Bjuggu þau fyrstu árin að Vesturgötu 33, en síðar keyptu þau hjónin eignina nr. 63 við Hringbraut, en þar hafa þau búið við mikla rausn á þriðja tug ára og eignað ist frú Guðrún hér marga góða vini, enda tók hún strax ástfóstri við land og þjóð. Frú Guðrún var mesta mynd- arkona, kát og glaðvær og lagði gott til allra mála. Hún átti mjög auðvelt með að læra mál, enda hafði hún þau tök á íslenzkunni, að fágætt er og talaði hana fljót lega að heita mátti Iýtalaust. Enn fremur talaði hún vel ensku, þýzku og frönsku. Jónasson Um síðustu jól dvaldi frú Guð rún hjá háöldruðum foreldrum sínum, henni og þeim til mikill- ar gleði. Þau eiga þess ekki kost að standa yfir moldum dóttur sinnar, en við fráfall hennar er þungur harmur að þeim kveð- inn í ellinni. Við vinir þeirra hjóna sendum öldruðum foreldrum og eigin- manni frú Guðrúnar, Ársæli Jón assyni, innilegar samúðarkveðj- ur, en vitum hitt jafnframt að góðra er gott að minnast. Kristján Guðlaugsson. Tveggja herbergja ibúð til sölu. Á íbúðinni hvílir 10 ára lán. Til greina kemur að taka góðan bíl upp í útborg- un. — Tilboð merkt: „Hag- kvæmt lán — 9392“, sendist Mbl., fyrir hádegi á mánu- dag. — Félagslíf Knattspyrnudeild Vals Meistara-, 1. og 2. flokkur. — Útiæfing í kvöld kl. 6,45. Mætið stundvíslega. — Þjálfari. Skíðafólk Farið verður í skálana sem hér segir: Á Hellisheiði: Laugard. kl. 2 og 5,30 e.h., sunnud. kl. 9,30 f.h. í Skálafell: Laugard. kl. 2,15 og 5,30 e.h. -— Ferðir frá B.S.R. við Lækjargötu. — Skíðafélögin í Reykjavík. Keppendur og aðrir sem fara á Skíðalandsmót á Siglufirði á vegum Skíðaráðs Reykjavíkur, eru vinsamlegast beðnir að taka farseðla hjá for- manni Skiðaráðs, á Amtmanns- stíg 2, föstudaginn 1. apríl, milli kl. 6—8. Eftir þann tíma verða engir farseðlar afgreiddir. Skiðaráð Reykjavíkur. Úr dagbók aðstoðarmanns Tals Vígasamf jafntefli H júkrunarkona óskast strax. Upplýsingar gefutr yfir- hjúkrunarkonan í síma 36380. Hrafnista D.A.S. Stúlka óskast til skrifstofustarfa. Vélsmiðjan Bjarcf hf. Höfðatúni 8. armaður, m. a. við Ríkisútvarp- ið frá upphafi þess og alla ævi sína síðan. Þótt þannig lífsstarf hans í venjulegri merkingu væri Ihelgað tónlistinni, þá mun nafn (hans enn kunnara með þjóðinni, sem brautryðjanda í skáklistinni um 50 ára skeið. — Var Eggert Gilfer þó án efa hinn nýtasti tónlistarmaður og jafnframt tón- skáld, þótt ekki gerðist hann um- svifamikill á þeim vettvangi. — Sem skákmaður má segja, að Eggert Gilfer hafi verið frum- Iherji skáklistar 20. aldarinnar á Islandi og tekur við af Pétri heitnum Zóphóníassyni, sem tengdi skák 19. aldarinnar við (þá tuttugustu. — Það munu fáir skákmenn hafa teflt svo mikið, vel og lengi, sem Eggert Gilfer, (þótt leitað sé um allan skákheim. Það má og raunar segja að líf hans hafi verið helgað skáklist- inni, enda var hann níu sinnum skákmeistari íslands og tefldi á ótal skákmótum, bæði innan- lands og utan. Má segja að Egg- ert Gilfer bæri ægihjálm yfir aðra skákmenn landsins um tuttugu ára skeið og væri jafn- oki hinna beztu um önnur tutt- ugu ár. Svo eftirminnilegur sem allur ferill hans er, og raunar verð- ur þess að um hann verði ritað meir og betur en hér er gert, þá er hinum mörgu vin- um hans og þeir voru fjölmargir, þó minnisstæðastur persónuleiki hans. Bæði er það að Eggert Gilf- DAG frá degi og stund af stund vex áhuginn fyrir einvíginu. Púskínleikhúsið hýsir ekki alla þá, sem sjá vilja baráttuna. Utan við leikhúsdyrnar er aðseturs- staður eins sérstæðasta „skák- félags" í heiminum. Umhverfis fannbarið sýningarborð standa þar hundruð Moskvubúa, sem skeggræða leikina hástöfum, til þess að yfirgnæfa hríðina. Ár- angurslaust reynir lögreglumað- ur að koma á reglu meðal þessara áhugamanna skákarinnar. Hann veifar hendinni í vonleysi og spyr síðan nærstaddan. „En ef hann léki nú riddaranum?“ Tal lék svörtu í fjórðu skák- inni og valdi einmitt eina af uppá halds vörnum Botvinniks. Mun Tal hafa viljað sjá, hvernig Bot- vinnik berðist gegn eigin vopn- um. En Botvinnik kom á óvart með því að velja Samisch-afbrigð ið, og brátt var Tal neyddur til að fara inn á brautir, sem Bot- vinnik hefur mætur á fyrir hvít- an og sem meðal annars gáfu honum sigur yfir Capablanca árið 1938, þegar Tal var tveggja ára gamall! Þannig tefldist þessi innihaldsríka skák: Hvítt: Botvinnik — Svart: Tal Nimzo-indversk vörn 1. d4, Rf6; 2. c4, e6; 3. Rc3, Bb4; 4. a3, Bxc3; 5. bxc3, 0-0; 6. f3, d5; 7. cxd5, exd5; 8. e3, Bf5; 9. Re2, Rbd7; 10. Rg3 Ekki 10. g4, vegna 10. — Rxg4; 11. fxg4, Dh4f 12. Kd2, Be4; 13. Hgl, Rb6; 14. Del, Rc4f; 15. Kdl, Bc2f! 10. — Bg6; 11. Bd3, c5; 12. 0-0, He8; 13. Hel Ekki dugar hér 13. Ha2, sem Tal hugðist svara með 13. — Hac8; 14. He2, cxd4; 13. cxd4, Hxcl! L. — Dc7 'Smýsloff stakk hér u. j á framhaldinu 14. Rf5, ásamt g4, Ha2, Hg2 o. s. fvr. En með næsta leik sínum velur Bot- vinnik rólegri leið, sem einnig heldur nokkrúm þrýstingi. 14. Bxg6, hxg6; 15. e4, cxd4; 16. cxd4, Hac8; 17. Bg5 Svartur hefði orðið að verjast af nákvæmni eftir 17. e5, Rh7; 18. f4, Dc2; 19. Df3, Rhf6! Hættulegt var að svara 18. f4 með 18. — f5, þar sem að hvítur léki þá 19. h4 og síðan h5. 17. — Dc2; 18. Bxf6, Dxdl; 19. Hexdl, Rxf6; 20. e5, Rh5! Þessi leikur hefur hlotið harða gagnrýni, þar sem hann brýtur í bága við kenni- setningar. Tal hefur þó rétt fyrir sér, þar sem að leikurinn kemur í veg fyrir æátlanir andstæðings- ins, en slíkt hið sama er ekki hægt að segja um leikinn 20. — Rd7, sem ýmsir hafa mælt með. 21. Re2 Eftir uppskipti á riddur- um næði svartur nægri gagnsókn með Hc4. 21. — Hc2; 22. Kfl, g5; 23. Hdcl, Hec8; 24. g3, f6; Þetta er smávegis tilraun til að flækja taflið. Eftir uppskipti á öllum hrókunum, ásamt g6, Rg7 og Re6 væri endataflið jafnteflislegt. 25. Hxc2, Hxc2; 26. Hbl, b6; 27. Hb5, fxe5; 28. dxe5, Hc5!; Hættu- legra væri 28. — Rd2 sökum 29. Kel, Ha2; 30. Hb3!, Kf7; 31. Rd4, Framh. á bls. 23. H A FN ARF JÖROUR Rýmingarsala hefst í dag kl. 1. — Allt á að seljast. Snyrtivörur fyrir dömur og herra, Gjafakassar, Skartgripir, Snyrtitöskur, Slæður, Kvensokkar o.m.fl. Allt á gamla verðinu. Verzlunin Vegamót . Reykjavíkurveg 6. Fermi ngarg jafir Fallegur lampi er alltaf kær Komin gjöf. Fjöibreytt úrval. Verð við allra hæfi. Skermabúðin Laugavegur 15. Sími: 19635

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.