Morgunblaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 22
22 VORCUNBLAÐ1Ð TTBsfnflaeur 1. apríl 1960 tét tir IttcfpyH (t lafoiHA Glœsileg met Ágústu og Hrafnhildar Eru nú í röð beztu sund- kvenna Norðurlanda A SUNDMÓTI KR í fyrrakvöld voru það konurnar sem sýndu mestu og beztu afrekin — og þau sem óvæntust voru. Þ.að voru þær Ágústa Þorsteinsdóttir, sem vann bezta afrek mótsins sam- kvæmt stigatöflu og setti glæsilegt met í 100 m skriðsundi og Hrafn- hildur Guðmundsdóttir, sem setti ný met í 100 og 200 m bringu- sundi og varð fyrsta íslenzka konan til að „kljúfa hljóðmúrinn" við 3 mínúturnar og ná skemmri tíma. • Fyrst undir 3 min. Afrek Hrafnhildar kom miklu meir á óvart. AUir vissu að hús var til mikils megnug, en án nokkurs efa, náði hún tíma sem var betri en þeir bjartsýnustu hefðu trúað að hún gæti þegar. Hrafnhildur byrjaði sundið mjög greitt og fór fyrstu 30 m á 40 sek., frá- bær tími. Við 100 m markið var hún H sek. undir sínu gamla meti, og mun það fást staðfest. Skömmu þar á eftir sáust þreytumerki á sundi hennar og er hún hafði farið um 140 metra saup hún og hamlaði það henni nokkuð. En baráttuviljinn var langt frá því þrotinn og hún bætti sitt gamla met um 6 sekúndur og náði þvi afreki sem alltaf verð ur frægt að fara fyrst ísl. kvenna undir 3 mín. Með því afreki skipar hún sér á bekk með afrekskonum á Norður- löndum og hvarvetna um heim þykir slíkt afrek gott. Afrek Sigrúnar er og mjög gott. Hún bætti fyrra met Hrafn- hildar um nær 2 sekúndur. Það eitt verður að sundi Hrafnhildar fundið, að það var of ójafnt. Fyrri hlutinn var of hraður — þ.e.a.s. of hraður á kostnað krafta henn- ar. Byrjunarhraðinn fyrri helminginn á að vera þessi eða meiri en án allrar krafta beitingar, aðeins synt létt og Iaust en hratt. Þegar hún hef- ur náð tökum á því, má hik- Iaust ætla að hún fari fljótt niður á 2,55 mín. eða jafnvel Iþróttanámskeiði lokið í Kjós VALDASTÖÐUM, 15. marz 19§0. — Axel Andrésson hefir lokið hér í Kjósinni íþróttanámskeiði, sem stóð yfir írá 29. febrúar til 14. marz. Þátttakendur voru úr barna og unglingaskólanum að Ásgarði, og piltar úr U.M.F. Dreng, 50 piltar og 37 stúlkur, a’.ls 87. r ^ugi var mikill og árangur með ágætum góður segir Axel. í gær lauk námskeiðinu með sýn ingu í Félagsgarði á Axelskerfinu. Sýnt var í 4 flokkum. Stúlkur sýndu handboltakerfið, en piltar knattspyrnukerfið. Alls sýndu 68 piltar og stúlkur. Áhorfendur voru mjög margir, og virtust þeir hafa mikla ánægju af að fyigjast með því, sem fram fór. Að lokinni sýningu þakkaði Axel nemendum og öllum, sem að námskeiðinu höfðu staðið, ágætt samstarf og samvinnu. Því næst þakkaði skólastjóri, Njáll Guðmundsson, kennara og nem- endum ágæta frammistöðu og færði Axel bók að gjöf, sem lít- inn þakklætisvott. Að síðustu létu svo áhorfendur þakklæti sitt í ljós, með dynjandi lófataki. Héðan heldur Axel til Blöndu- óss þar sem að hann heldur svo starfinu áfram. — St. G. lengra. Slikur kraftur er í þess ari grannvöxnu sundst.iörnu. • Hjá sama þjálfara Ágústa átti vel útfært sund í 100 m skriðsundi. Henni virðist af þessu sundi dæmt, opin leiðin til meiri afreka. Þetta afrek Ág- ústu er frábært. Athyglisvert er að báðar þess- ar sundkonur þjálfa hjá sama kennaranum, Jónasi Halldórs- syni sundkappa. Hann er einnig þjálfarf Guðmundar Gíslasonar, þess er sett hefur yfir 30 ísl. met á rúmum þremur árum og Þorsteins Ingólfssonar, sem sigr- aði í sundgreinum drengja, bringusundi og skriðsundi, á glæsil. tímum. Fæsta órar fyrir hversu mikinn þátt þjálfarar eiga í afrekum íþróttafólks, en glögg eru þessi dæmi hér um afreks- verk Jónasar. <4 Aðrar greina. Einar Kristinsson sigraði með glæsibrag í 100 m bringusundi karla. Átti hann ákaflega vel út- fært sund og tími hans er góður. Mikillar spennu gætti fyrir þetta sund og kann hún að hafa haft ill áhrif á suma keppendurna. Guðmundur Gíslason sigraði með miklum yfirburðum í tveim greinum, 200 m skriðsundi og 100 m baksund,i En þung próf hamla ef til vill betri árangri að svo stöddu, þó ekkert sé að þessum að finna. Unglmgar settu mikinn svip á þetta mót og lengdu það kannski um of. En margt athyglisverðra efna sást í þeim stóra hóp, t.d. Þorsteinn Ingólfsson IR, áður nefndur, Guðmundur Harðarson Æ, Benedikt Valtýsson Akranesi o. fl. Helztu úrslit mótsins urðu þessi: 100 m bringusund karla: Einar Kristinsson A 1:15,3 Sigurður Sigurðsson I A 1:16,1 Guðmundur Samúelsson IA 1:16,9 Hörður Finnsson IBK 1:17,1 50 m skriðsund drengja: Þorsteinn Ingólfsson IR 28,7 Jóhannes Atlason A 30,6 Guðmundur Harðarson Æ 31,7 Vignir Jónsson KR 32,0 200 m bringusund kvenna: Hrafnhildur Guðmundsd. IR 2:59,6 Sigrún Sigurðardóttir SH 3:03,9 Jónína Guðmundsdóttir IA 3:31,9 200 m skriðsund karla: Guðm Gíslason IR 2:12,3 Hörður Finnsson IBK 2:27,3 Siggeir Siggeirsson A 2:29,9 50 m brs. drengja, 14 ára og yngri: Guðmundur Þ. Harðarson Æ 39,3 Benedikt Valtýsson, IA 40,5 Stefán Ingólfsson A 40,9 Grétar Bjarnason IA 41,7 100 m bringusund drengja: Þorsteinn Ingólfsson TR 1:22,7 Sigurður IngólfsáJ''" *. 1:22,8 Olafur B. Ol»* A 1:25,9 Þorkell Guðbronusson, K*v 1:26,2 100 baksund karla: Guðmundur Glslason IR 1:10,6 Guðmundur Samúelsson IR 1:17,3 50 m skriðsund telpna: Guðfinna Sigurþórsdóttir IBK 37,8 Jóhanna Sigurþórsdóttir IBK 39,2 Þorgerður Guðmundsd., IBK 39,9 Þórdís Guðlaugsdóttir IBK 42,5 100 m skriðsund kvenna: Agústa Þorsteinsdóttir A 1:05,7 (Nýtt íslenzkt met.) Hrafnhildur Guðmundsd. IR 1:10,5 50 m bringusund telpna: Sigrún Sigurðardóttir SH 40,6 Svanhildur Sigurðardóttir A 42,6 Jóhanna Sigurþórsdóttir IBK 45,4 Sigrún Jóhannsdóttir IA 45,6 4x100 m bringustund karla: Sveit IA 2:22,4 Sveit Armanns 2:25,5 Drengjasv. Armanns 2:38,8 Drengjasveit KR 2:41,5 Hörður Jónsson, FH, skorar mark hjá Ármanni. Svipur varnar- manna Ármans er afsakandi, eins og þeir vhji segja: „Við gát- « um ekki varizt þessu . . .“ Handknattleiksmótinu senn að Ijúka Leikir hafa ver/ð fjÖrugir og skemmti- legir og keppni tvisýn FIMM leikdagar eru nú eftir í Handknattleiksmeistaramóti Is- lands. Mótið hófst 16. janúar sl. og hefur verið leikið tvö og stundum þrjú kvöld í viku hverri, en mótinu líkur 10. apríl næskomandi. Úrslit nálgast nú þó tvísýnt sé víða um hver sigra muni í riðli eða flokki. Næstu leikdagar mótsins verða nú um heigina og fara þá alls fram 15 leikir. Hér á eftir verður staðan í mótinu rifjuð upp. 1. deild (Meistaraflokkur) karla Tveir leikir eru eftir í þessum flokki, ÍR:FH (Sá leikur fer fram á sunnudaginn) og FH:KR, slitaleikurinn eftir og leika hann FH:ÍR. Leikurinn fer fram 9. apríl nk. Z. flokkur karla Þessi flokkur er tvískiptur, i A- og B-flokk, sem aftur skiptast í a- og b-riðla. A-flokkur FH hefur unnið b-riðilinn og mætir því sigurvegaranum úr a- riðlinum í úrsiltaleiknum, sem leikinn verður laugardaginn 9. apríl. í b-riðlinum er Þróttur bú- inn að leika alla sína leiki, er hæstur að stigatölu og hefur langmesta sigurmöguleika. Tveir leikir eru eftir, Ármann:ÍBK og KR:ÍBK. Sigurvegaiar Víkings á íslandsmótinu í Z. flokki kvenna B. Víkingsstúlkurnar sýndu mikla yfirburði fram yfir keppinauta sina og eru því vel að sigrinum komnar. sem mætast í síðasta leik móts- ins, enda verður það úrslitaleik- urinn, hvernig sem leikur ÍR og FH fer, þar sem ÍR hefur tapað fyrir KR og FH hefur hagstæða markatölu. Ármann hefur tapað öllum sínum leikjum og fellur því niður í 2. deild Z. deild karla Tveir leikir erú eftir í þessum flokki, SBR og iR (fer sá ieikur fram annað kvöld) og Fram:ÍA, sem verður leikinn á sunnudag- inn. Fram er eina félagið, sem hefur unnið alla sína leiki og hefur auk þess mjög hagstæða markatölu. Það iið, sem vinnur, færist upp í 1. deild 1. flokkur karla í þessum flokki er aðeins úr- B-flokkur 1 þessum flokki er Fram búinn að vinna b-riðilinn. I a-riðlinum eru þrír leikir eftir, Ármann:Vík- ingur og KR:FH, en báðir þessir leikir fara fram á sunnudaginn. Þriðji leikurinn, Ármann:FH verður leikinn 7. apríl. FH og Ármann eru af flestum talin lík- legust til að mæta Fram í úr- slitaleiknum. 3. flokkur karla Þessi flokkur er einnig tví- skiptur i A- og B-flokk, sem aft- ur skiptast í a- og b-riðla. A-flokkur ÍR hefur þegar unnið a-riðil- inn. Einn leikur er eftir í b-riðl- inum, Haukar:Víkingur, og kem- ur annaðhvort þeirra til með að keppa til úrsiita við ÍR. Leikur Hauka og Víkinga fer fram á sunnudaginn. Meistaraflokkur kvenna í . meistaraflokki kvenna eru eftir þrír leikir. Víkingur:Valur, Fram:FH og KR:Ármann. — Ár- mann er eina félagið sem hefur ekki tapað leik. Líklegast er að Ármann og KR verði í úrslitum, ef úrslit skal kalla, því Ármann hefur það hagstæða markatölu, að þó þær tapi 10:0 fyrir KR, vinna þær mótið. 1. flokkur kvenna Þrjú félög sendu lið í þennan flokk, Ármann, KR og Víkingur. Tveir leikir hafa farið fram. Ár- mann vann Víking og KR vann Ármann. 2. flokkur kvenna A í a-riðli er aðeins úrslitaleikur- inn eftir, Víkingur:FH, og fer hann fram á sunnudag. Hvorugt' liðið hefur tapað leik. í b-riðlin- um er einnig einn leikur eftir, Fram:KR. Fram hefur þar mikla sigurmöguleika. 2. flokkur kvenna B Einn leikur er eftir í þessum flokki, KR:Ármann, en hann hef- ur samt engin áhrif á úrslit í flokknum, því Víkingur er búinn að vinna mótið með miklum yf- irburðum. 2. flokkur kvenna A 1 a-riðlinum eru tveir leikir eftir, Valur:Fram og Víking- ur:Fram. Ef Valur vinnur Fram eru þeir búnir að vinna riðilinn. En ef Fram vinnur Val eiga þrjú lið möguleika, þ. e. a. s. Víkingur, Fram og Valur. — í b-riðlinum eru tveir leikir eftir, Haukar:lBK og Haukar:FH. — Haukar:FH virðast vera sterkustu liðin og leikur þeirra þessvegna úrslita- leikur riðilsins. — Á. Á. Lei^réttinfi 1 UMSÖGN iþróttasiðunnar í gær um Landsflokkaglímuna var sagt að Lárus Salómonsson væri for- maður UMFR. Þetta er ekki rétt, Lárus setti aðeins glímuna fyrir hönd glímudeildar UMFR. Einnig var Guðmundur Jónsson sagður Ólafsson í upptalningu verðlauna hafa í 2. flokki og Smári Hákon- arsson sagður Bjarnason í upp- talmngu verðlaunahafa í 3. fl. Er viðkomandi beðnir velvirð- ingar á þessum villum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.