Morgunblaðið - 08.04.1960, Qupperneq 3
Pöstudaeur 8. apríl 1960
MORGUNBLAÐIÐ
3
TJ0 0.0 0 0 0 >0Í0 0 0 0^ 000- 0 0-0 0'0 0 0 00 0 0 0 0 00 |
Arni Erawmsson horfir áttræuuui augum út um gluggann.
borga honum skuldina, en þá
hitti ég annan mann og keypti
aftur vín. Svo fór ég til kunn-
ingja míns daginn eftir og
tjáði honum alla málavexti, og
að ég gæti ekki borgað honum
fimmtíu krónurnar að sinni, en
ef hann vildi umlíða mig með
glöðu geði, þá skyldi ég heita
því að drekka ekki næstu
fimm árin. En ég sveik það,
því ég hætti ekki að drekka
í fimm ár — heldur í ellefu ár!
— Kvenfólkið hlýtur að
hafa verið skotið í þér.
— Af hvérju?
— Þú hefur einkennileg
augu.
— Þú meinar hvíta hringinn
utan um augasteininn. . Já,
þær sögðu, að ég hefði falleg
augu, og Jóhannes Kjarval,
sem er sveitungi minn, sagði
eitt sinn, að augun í i.nér væru
eins og í Einari Ben Þetta er
víst mjög sjaldgæft, en hvort
það er fallegt verða aðrir að
dæma um. Þar sem pú hefur
auga fyrir sérkennum, er bezt
að ég sýni þér fingurna á mér.
Sjáðu, ég er með tvær löngu-
tangir á hvorri hönd.
— Þú meinar, að baugfingur
og langatöng séu jafnlangar?
— já, ég er ekki vanskap-
aður.
— Þetta er nú samt ein-
k<mni'egt.
-— Ætlarðu að tala við mig?,
sagði gamli maðurinn, þegar
hann var kominn í sloppinn.
— Já, ert þú ekki Arni
Erasmusson, húsasmíðameist-
ari, og verður áttræður átt-
unda apríl?
— Sá er maðurinn En ég
hef verið hálflasinn undan-
farna daga og er ekki vel upp-
lagður.
— Hann hefur verið með
þrjátíu og níu stiga hita i
nokkra daga, segir frúin í hús
inu, dóttir hans, en hann er
betri í dag.
— Ég fæ mér bara pela,
segir gamli maðurinn, þá verð
ég líflegri — ég hef gott af
því.
Eftir að gamli maðurinn
hafði fengið sér pela, tók ég
upp blað og skriffæri.
— Hvað ætlarðu að skrifa,
spurði hann?
— Eitthvað — um starf þitt,
eða það sem þér dettur í hug.
— Á ég þá ekki að lofa þér
að heyra vísu?
.— Ertu skáld?
— Það getur ekki heitið. Ég
var einu sinni svo vitlaus að
gefa út hundrað stökur. En ég
var svo heppinn, að enginn
skrifaði um hana. Það voru
nokkrar vísur, sem ég hefði
ekki átt að hafa í henni.
.— Voru það klámvísur?
— Nei, því var nú ver. Bók-
in hét „Flugur“, en ég man
ekki, hvenær hún var gefin
út. Ein vísan er svona:
Gráttu ekki gengin spor,
gleðin á við betur.
Alltaf kemur eitthvert vor
eftir kaldan vetur.
■— Finnst þér hún slæm?
.— Nei, alls ekki.
— Þá ætla ég að lofa þér að
heyra aðra. Hún er ekki góð
eins og þú heyrir.
Vorið stráin vekur blítt,
vísdóm háan metur.
Allir þráum eitthvað hlýtt
eftir dáinn vetur.
— Endarðu allar vísur á vet
ur?
— Nei, en andinn kemur oft
yfir mig, þegar vetrinum er
að ljúka. Það er bezt, að ég
lofi þér að heyra eina um hjart
að í mér. Ég var á Hvíta-band
inu fyrir tveimur árum, og
læknarnir sögðu, að það væri
leit að sjötíu og átta ára göml
um manni, sem hefði jafn gott
hjarta.
— Gott hjarta?
Ég meinti sterkt hjarta. Og
ég svaraði með þessari stöku:
„Þú ert ekki
skógar-
þröstur”
Engu kvarta yfir ber,
andinn skartar fagur,
meðan hjartað í mér er
eins og bjartur dagur.
— Á ég nú ekki að hætta
þessu?
— Má ég reykja?
— Já, gjörðu svo vel — þó
ég sé hættur.
— Takk.
— ja, sumír segja, að það
sé merki um dulargáfur.
— Hefirðu orðið var við eitt
hvað svoleiðis?
— Já, því neita ég ekki.
Segðu mér eitthvað.
★
Það, sem ég ætla að segja
þér, gerðist árið 1899. Ég var
þá á skútu frá Reykjavík. For
feginn, því það tekur um sex
tíma að ganga sandinn.
Eftir að ég skildi við Einar
með mikilli vináttu hélt ég
áfram sem leið liggur yfir
Kælaranna í Alftaveri og hugð
ist ná Þykkvabæjar-hjáleigu
og gista þar yfir nóttina hjá
bróður mínum, sem þar bjó.
Þá heyri ég að sagt er: — Ætl-
arðu ekki að fara til hans
Bjarna í kvöld. Bjarni Sverr-
isson, er heima átti í Skálmar-
bæjarhrauni, var sá eini sem
um var að ræða. Góður vinur
minn. En það var talsvert úr
leið og ég hélt því áfram göng-
unni með pokann minn. Þá er
aftur sagt: — Ætlarðu ekki til
hans Bjarna — og — þú verð-
ur að fara til hans Bjarna í
kvöld. Þá lét ég segjast af
fyrri reynzlu og sneri við að
Kælurunum, en ég var þá kom
inn langleiðina að Þykkvabæj
arhjáleigu.
Þegar ég kom. á móts við
Holt, kom mér í hug að fá þar
lánaðan hest til að stytta leið-
ina! Ég hélt því heim að bæn-
um og bankaði á dyrnar. Hús
móðirin, sem ég þekkti vel,
kom til dyra. Mér virtist hún
etthvað döpur, svo ég segi við
hana. — Ertu nokkuð lasin?
Ekki ég, svaraði hún, en dótt
ir mín liggur fyrir dauðanum.
Hvað er að henni? spyr ég.
Hún er með hálsbólgu, segir
konan. Þá man ég eftir terpen-
tínunni í pokanum og minntist
þess að hafa heyrt, að hún
væri góð við hálsbólgu.
— Má ég sjá stýlkuna? spyr
ég.
Þegar ég kom að rúminu
hennar brá mér í brún. Barnið
lá þarna með opinn munninn,
stokkbólgið og virtist vart
draga andann. Eg komst í ein-
hvers konar leiðslu, svo ég
vissi varla af mér, og ég
heyrði sjálfan mig segja eins
og í þoku: — Ljáðu mér skeið.
Þegar húsmóðirin fékk mér
skeiðina helti ég 2—3 dropum
af terpentínu í hana og lét þá
leka ofan í kverkarnar á stúlk
unni. Síðan rjóðaði ég allan
hálsinn.
Er þessu var lokið fékk lán-
aðan hest og gisti hjá Bjarna
um nóttina og hélt svo áfram
að Nýja-Bæ um morguninn,
skilaði hestinum í Holti, en
þar biðu mín þær gleðlegu
fréttir að stúlkan, sem áður
var ekki hugað líf, væri á góiS
um batavegi.
Svo er þessi saga ekki
lengri. Þú getur séð að allt
hjálpaðist að, svo ég kæmist
STAKSIEINAR
-_ *
Rætt við Arna Erasmusson, áttræðan
— Ég hætti að reykja á spít-
alanum, þá var ég búinn að
reykja síðan um fertugt.
— Hvers vegna hættirðu?
— Það má ekki reykja á
spítala, eins og þú veizt. Ég
reykti nú samt fyrst. Svo kom
hjukrunarkonan og fann lykt-
ina. Eruð þér að reykja, sagði
hún. Já, sagði ég. Það leyfum
við ekki, sagði hún. Sérðu
skógarþrestina í tréinu fyrir
utan opinn gluggann, sagði ég,
þeir flýja ekki reykinn, sem
kemur út um gluggann, og
syngja allan daginn. Þú ert
ekki skógarþröstur, sagði hún.
En má ég ekki reykja eina
pípu, þá skal ég aldrei reykja
framar, sagði ég eins og krakk
arnir. Svo reykti ég eina pípu
og hef ekki reykt síðan. Það
eru bráðum komin tvö ár.
— En finnst þér sopinn góð-
ur?
— Já, hann er góður í góð-
um hópi, en ég drekk lítið.
Einu sinni fékk ég lánaðar
fimmtíu krónur hjá kunningja
mínum. Þá var ég milli tví-
tugs og þrítugs. Ég keypti vín
fyrir peningana. Daginn eftir
lagði ég af stað með aðrar
fimmtíu krónur og ætlaði að
eldrar mínir bjuggu í Nýja-
Bæ í Meðallandi, og varð ég
allt í einu gripinn sterkri
löngun til að sjá þau. Ég lagði
svo af stað gangandi með poka
á bakinu. Þegar ég var á leið-
inni út úr bænum, var allt í
einu sagt við mig:
— Ætlarðu ekki að kaupa
terpentínu.
Eg sneri við, en sá engan
mann og hélt áfram með pok-
ann minn. Þá heyrði ég aftur
sama: — Ætlarðu ekki að
kaupa terpentínu. En ég sá
engan mann frekar en í fyrra
skiptið ,en hugsaði að bezt
væri að snúa við og kaupa
terpentínu — ef ásókninni
linnti.
Eftir að ég hafði keypt ter-
pentínuna og stungið í pokann
lagði ég enn af stað og segir
ekki af ferðum mínum fyrr en
ég var kominn auatur í Vík
í Mýrdal. Þar hitti ég mann
að nafni Einar Hjaltason, og
bauð hann mér að ríða með
sér yfir Mýrdalssand. — Ég er
að fara á fjöru, sagði hann,
seztu á bak. Þetta sagði hann
bara til að gera mér greiða.
Hann átti í rauninni ekkert er-
indi. En ég varð alls hugar
ÚKi
I
að Holti í tæka tíð með ter-
pentínuna. Ég hef oft orðið
þess var að mér hefur verið
stjórnað af huldum öflum.
— Jæja, þakka þér fyrir sög
una, en segðu mér að endingu,
hvar og hvenær þú ert fædd-
ur, svo enginn geti sagt, að
þetta sé ekki afmælisgrein.
Ég er fæddur á Syðri-Steins
mýri á Meðallandi i Vestur-
Skaftafellssýslu, áttunda apríl
árið 1880 klukkan fimm.
Faðir minn var Erasmus
Arnason frá Botni í Meðal-
landi, en móðir mín Margrét
Jónsdóttir, Jóns Ingimundar-
sonar frá Leiðvelli.
— Þú hefur víst byggt mörg
merkileg hús hér í bæ.
— Já, síðast byggði ég ofan
á Sveins Egilssonarhúsið á
milli Hvérfisgötu og Lauga-
vegar. Annars langaði mig til
að verða sýslumaður, þegar ég
var strákur. En ég held að ég
hafi verið heppinn að verða
ekki sýslumaður, heldur tré-
smiður. Það átti vel við mig.
Ég útskrifaði alls 11 lærl-
inga. Allt góða og nýta drengi,
sem koma fram við mig eins
og beztu synir í ellinni.
— Vertu blessaður.
Skaðlegur málflutningur
Á því leikur naumast vafi, að
fregnir hafa borizt til Genfar af
dylgjum Þjóðviljans og Tímans
um það að hafnar væru bolla-
leggingar hér heima um undan-
hald í landhelgismálinu. íslend-
ingar geta áreiðanlega sagt sér
það sjálfir, hversu heppilegar
slíkar fregnir séu fyrir aðstóðu
okkar á ráðstefnunni.
Fram hjá þeirri staðreynd verð
ur ekki gengið, að málflutningur
Tímans og Þjóðviljans er mjög
skaðlegur. Hann getur ekki orð-
ið hinum íslenzka málstað til liðs.
Þvert á móti hlýtur hann að
verða okkur til ógagns.
Það þarf vissulega mikið á-
byrgðarleysi til þess að hefja inn-
byrðis deilur og illindi á jafn
örlagaríkri stundu og við
stöndum á nú í baráttunni fyrir
vernd fiskimiða okkar.
Tímabundin
kjaraskerðing
Ólafur Björnsson, alþingis-
maður, flutti mjög ítarlegar og
athyglisverða ræðu við 2. umr.
stjórnarfrumvarpsins um tekju-
skattslækkun í efri deild Alþing-
is. Minntist hann þar m. a. á það,
að efnahagsmála sérfraeðingar
vinstri stjórnarinnar hefðu sagt
þjóðinni, að hún hefði lifað um
efni fram og kæmist ekki hjá
því að skerða kjör sín nokkuð
um skeið.
Um þetta komst Ólafur Björns-
son m. a. að orði á þessa leið:
„Vitanlega væri það alveg úr
lausu lofti gripið að kenningin
um nauðsyn kjaraskerðingar um
stundarsakir væri eitthvað nýtt,
sem komið hefði eins og þruma
úr heiðskíru lofti yfir þjóðina
að loknum kosningum. Það væru
ekki eingöngu núverandi stjórn-
arflokjkar, heldur jafnvel ukki
síður núverandi stjórnarandstæð
ingar, sem búið hefðu þjóðina
undir slíkt, jafnvel löngu fyrir
síðustu kosningar. Þannig hefðu
þeir t. d. látið útbýta á þingi
Alþýðusambands íslands í nóv-
ember 1958 skýrslu um ástandið
í efnahagsmálum þjóðarinnar,
sem samið hafði Torfi Ásgeirs-
son, einn helzti efnahagsmála-
ráðunautur vinstri stjórnarinnar.
Þar hefði hann m. a. komizt svo
að orði, eftir að þróuninni hefði
verið lýst:
„Sé horft fram á við, þá er aug
ljóst mál, að þetta lántökuskeið
er senn runnið á enda, og við
blasir tímabil, þar sem þjóðin í
stað þess að hafa til ráðstöf-
unar allt verðmæti sinnar eigin
framleiðslu og að auki 5—10%
af erlendu fé, aðeins hefur til
umráða eigin framleiðslu að frá
dregnum vöxtum og afborgnum
hinna erlendu lána“.
Skattalækkun hinna
i.ejs.
tekjulágu
' * * * * 0-0-0'0 0 0 0 0.0>**m0-0-0 0 0 0 0 0 0 0 0-0^00.0.0--^mm00-0000 +0000+**,*
Kommúnistar og Framsóknar
menn halda áfram að fjölyrð;
um, að afnám tekjuskattsins a
almennum launatekjum sé fyrs
og fremst í þágu efnafólksins
þjóðfélaginu. Á það hefur þ<
verið bent, að hjá tekjulági
fólki fellur tekjuskatturinn ger
samlega niður. Ólafur Björns.
son benti á það í ræðu sinni
efri deild Alþingis í fyrradag ai
með skattalækkun væri ekk
hægt að bæta hag þeirra, sen
hefðu svo lágar tekjur að þei
greiddu enga skatta. Því fólk
yrði að hjálpa með öðrum ráð
um, og það hefði ríkisstjórnii
meðal annars gert með nýgerð-
um breytingum á tryggingarlög.
gjöfinni.