Morgunblaðið - 28.04.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.04.1960, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 28. apríl 1960 Við eigum að geta boðið fólki beztu smáhestana 40 tryppi r Constellationvél vestur um haf A FÖSTUDAGINN munu um 40 íslenzk tryppi verða send héðan flugleiðis vestur til Bandarikjanna og Kanada, en þar hafa búfjár- ræktarfirmu keypt þessi tryppi. Frá hinu hollenzka flugfélagi KLM hefur verið tekin á leigu Super Constellation-flugvél, til flutnings á þessum hestum og lendir hún suður á Keflavíkurflugvelli. ■A Á hrossasýningu I gærdag átti Mbl. símtal við Gunnar Bjarnason, hrossa- ræktarráðunaut á Hvanneyri. — Hann sagðist þekkja málið all- náið og það væri síður en svo ástæða til þess að amast við þessari hrossasölu, frekar en öðr- um, sem stuðla að því að skapa markað fyrir íslenzka hesta. í>essir hestar fara til Colorado í Bandarikjunum og Saskatche- wan í Kanada. Þar eiga þeir að koma fram á hestasýningu í byrjun júni, sýningu, sem sér- stök búfjárræktarfirmU efna til, 0 0-0 0-0-0 0 0 0,0 i Missti skrúfuna - kom í netinul FYRIR nokkru vildi það 6- happ til á litlum báti héð- an frá Reykjavík, sem Harpa heitir, að hann missti skrúfuna í róðri. Þennan bát gerir út eini blaðamað- urinn í Reykjavík, sem jafn framt rekur stórútgerð. Heitir sá Páll Beck; hjá dagblaðinu Vísi. Annar bátur frá útgerð Páls, Höfða klettur, var sendur til að draga net Hörpu. Þá skeði það, sem telja má í frásögiur færandi, að skrúfan af Hörpu kom upp í einu net- inu. Menntaskóli á ísafirði 1 GÆR var lagt fram á Alþingi „frumvarp til laga um mennta- skóla Vestfirðinga á Isafirði” Frumvarpið er flutt í Neðri deild og eru flutningsmenn þeir Hannibal Valdimairsson, Birgir Finnsson og Sigurður Bjarnason, en í greinargerð er þess jjetið, að þeir þingmenn Vestfjarða, sem í Efri deild sitja, standi líka að flutningi frumvarpsins. Höfuð- ástæðuna til þess, að frumvarpið er flutt, segja flutningsmenn vera þá skoðun sína, „að skapa beri ungu hsefileikafólki hvarvetna á landinu sem jafnasta aðstöðu til að geta aflað sér stúdentsmenn tunar án tillits til efnahags, að- eins ef hugur stendur til”. Nán- ari grein verður gerð fyrir frum- varpinu síðar. Dagskrá Alþingis AMEINAÐ Alþingi og báðar deildir coma saman til funda í dag kl. 13:30 og ru dagskrár þessar: Sameinað þing: Fyrirspumir: a. Nið- irgreiðsla á vöruverði. b. Framlag til •yggingarsjóðs ríkisins. c. Vörukaupa án í Bandaríkjunum. d. Lántaka í landaríkjunum. e. Reikningar ríkisins . Seðlabankanum. f. Lán út á afurðir. ». Efnahagsmál sjávarútvegsins. h. Itofnlánasjóðir Búnaðarbankans. i. júkrahúsalög. Efri deild: 1. Jarðræktarlög, frv. rh. 2. umr. (Atkvgr.) 2. Sala lands í estmannaeyjum í eigu ríkisins og ignarnámsheimild á lóðar- og erfða- isturéttindum, frv. Frh. 2. umr. (At- /gr.). 3. Sjúkrahúsalög, frv. — 3. nr. 4. Lögheimili, frv. 3. umr. Neðri deild: 1. Sjúkrahúsalög, frv. h. 1. umr. (Atkvgr.). 2. Ríkisborg- aréttur, frv. Frh. 2. umr. (Atkvgr.). Sala tveggja jarða í A-Húnavatns- ýslu, frv. Frh. 2. umr. (Atkvgr.). 4. ■ignarnámsheimild fyrir Húsavíkur- caupstað á Preststúni, frv. Frh. 1. umr. l Atkvgr.). 6. Lækningaleyfi, frv. — 3. umr. 7. Innflutnings- og gjaldeyris- mál, frv. 2. umr. 8. Reykjanesbraut, frv. — 1. umr. 9. Abúðarlög, frv. — 2. umr. 10. Matreiðslurnenn á skipum, írv. — 1. umr. 11. Menntaskóli Vest- firðinga, frv. 1. umr. 12. Dýralæknar, írv, — 1. uuu', þau hin sömu og kaupa hestana héðan. Menn eru stundum að amast við slíkum hrossasölum sem þessari, en slíkt er ástæðulaust. Til þess að skapa íslenzkum hest- um markað erlendis, þarf fyrst og fremst að skapa áhuga hjá kunnáttumönnum í viðkomandi löndum, til þess að stunda af alúð ræktun íslenzkra hesta. Nú standa vonir til að þetta hafi einmitt tekizt fyrir vestan haf. Þá fyrst skapast kaupáhugi í löndunum, þar sem ræktun hestanna fer jafnframt fram. Það leiðir svo aftur til stórlega aukins markaðar fyrir hesta héðan. Sveit Jóns efst HAFNARFIRÐI. — Sveitakeppni Bridgefélagsins er lokið fyrir nokkru og þar með vetrarstarf. seminni, sem verið hefir með svipuðu sniði og undanfarna vet- ur. Efst varð sveit Jóns Guð- mundssonar yfirlögregluþjóns, sem hlaut 14 stig. f þeirri sveit eru auk Jóns, Einar Guðnason, Gunnlaugur Guðmundsson, Krist ján Andrésson, Eysteinn Einars son og Reynir Eyjólfsson. Næst varð sveit Ólafs Guðmundssonar með 11 stig, Gisla Stefánssonar 10, Einars Halldórssonar 6, Sig- mars Björnssonar 5, Alberts Þorsteinssonar 4, Ágústs Helga- sonar 4 og sveit Sófusar Bertel- sens 2 stig. Á laugardaginn kemur heldur Bridgefélagið árshátíð sína í Al- þýðuhúsinu og fær þá fram verð launaafhending fyrir spilakeppn- ir í vetur. — G. E. Það kæmi mér ekki á óvart að brátt muni að því reka, að við getum ekki staðið við nauðsyn- legar skuldbindingar varðandi gæði hestanna, sem keyptir verða af erlendum aðilum. Við getum áður en við vitum af, verið komnir í sömu aðstöðu og V-Þjóðverjar, sagði ráðunautur- inn. — Við hvað áttu? — Jú, sjáðu til. Voru það ekki einmitt þeir, sem opnuðu augu fólks um allan heim fyrir ágæti smábílanna með tilkomu Volks- wagenbílanna. Eins munum við geta, ef vel er á haldið, rutt smáhestum braut inn á hesta- markaðina, með því að geta boð- ið beztu smáhestana, en það krefst líka bættrar almennrar hrossaræktunar í landinu. Sex síldar í þorskanet Dr. Vaclav Smetacek ■ Allir dag. I AKRANESI, 27. aprfl: bátar héðan eru á sjó gær bárust á land 150 lestir af 13 bátum. Aflahæstir voru Sig- rún með 22 lestir og Sigurður með 18 lestir. Mikil síld er í sjón- um og fékk véíbáturinn Ásthild- ur 6 síldar í þorskanet sín vest- ur undir jökli. 5. afmælistónIeikar sinfóníusveitarinnar eru i kvöld undir stjórn dr. Vaclav Smetacek SINFÓNÍUHL J ÓMSVEIT Is- lands heldur fimmtu afmælis- tónleika sina föstudaginn 29. þ. m. í Þjóðleikhúsinu. Stjórnandi tónleikanna verður hinn kunni hljómsveitarstjóri, Vaclav Sme- tacek frá Prag. fslenzk og tékknesk hljómlist Á tónleikunum verða ein- göngu leikin íslenzk og tékk- Læknakandidatar idi oð stunda framhaldsntun erlendis og hér Frumvarpinu um lœkningaleyfi breytf í meðförum Alþingis NA /5 hnutar / SV 50 hnútar X Snjókoma y 05 i \7 Skúrir ÍC Þrumur 'WS, Kutdaskit Hitaskit H HaÍ L Lomi Freyja hæst EINN þeirra báta sem stundað hafa róðra héðan úr Reykjavík og fengið góðan afla á vertíðinni, er Freyja RE 9. Telja skipsmenn sig vera meðal aflahæstu báta í Reykjavíkurflotanum, og séu þeir örugglega aflahæstir hinna minni báta. Freyja er 24 tonna bátur og hefur farið nær 50 róðra á neta- vertíðinni. Hún hefur nú landað hér til vinnslu hjá tsbirninum, alls tæplega 44 tonn. HEILBRIGÐIS- og félags- málanefnd Neðri deildar Al- þingis hefur að undanförnu haft til meðferðar frumvarp um breytingu á núgildandi lögum um lækningaleyfi, og skýrði formaður og fram- sögumaður nefndarinnar, Sig- urður Bjarnason, frá niður- stöðum á fundi deildarinnar sl. þriðjudag. Umsagna leitað Sigurður Bjarnason kvað meg- inatricl frumvarpsins 1 sinni upp- haflegu mynd vera þrjú: 1) Læknakandidötum væri gert skylt að ljúka hér á landi því framhaldsnámi, sem skilyrði væri fyrir veitingu læknaleyfis. 2) LÆGÐARSVÆÐIÐ um vest- norðanlands og austan er hiti S \ anvert Atlantshaf, ásamt há- 5 þrýstisvæði um Bretland, Is- \ land og Grænland, setja nú 5 aðallega svip sinn á kortið og \ ráða veðrinu um norðanvert ^ Atlantshaf og V-Evrópu. \ Lægðin þokast mjög hægt S NA á bóginn, og veður mun i fara hlýnandi hér á landi, en um eða undir frostmarki að • næturlagi. Hins vegar nær \ sunnanloftið til Suðurlands, S þar er hiti 6—9 stig. \ Veðurhorfur kl. 22 í gær- ^ kvöldi: SV-land og Faxaflói, S SV-mið og Faxaflóamið: Hæg- ! viðri, víða þoka í nótt. Breiða ^ fj. til SA-lands og Breiðafj.- s mið til SA-miða: Góðviðri. i Landækni væri falið að ráðstafa námsvlst kandidata, skv. föstum reglum. 3) Akveðið væri að kandidatar skyldu taka laun skv. 8. fl. launalaga. Skýrði ræðumaður frá því, að nefndin hefði leitað umsagnar margra aðila, er málið snerti. Hefðu þéir allir mælt mjög ein- dregið gegn því nýmæli, að lækna kandjdatar yrðu skyldaðir til að ljúka námsvist hér á landi. Þá hefðu skoðanir verið skiptar um það, hversu heppilegt væri að landlæknir ráðstafaði námsvist kandidata, og sjálfur hefði land- læknir talið ástæðulaust að leggja slíka skyldu á sig. Tvær breytingar Af þessum ástæðum kvað Sig- urður Bjarnason nefndina hafa ákveðið að gera tillögu um að þessum tveim atriðum frumvarps ins yrði breytt. Leggði hún til að ákvæðið um framhaldsnám kandidata orðaðist svo: „Fram- haldsnámi þessu skal lokið hér á landi eða erlendis við sjúkra- hús, sem fullnægir skilyrðum til þess að dómi heilbrigðisstjórnar, að fengnum tillögum læknadeild ar háskólans". Sú breyting verði gerð á síðara ákvæðinu, að ráð- herra sé ,heimilt að setja reglur um ráðstöfun námsvistar kandi- data á sjúkrahúsum“. Að.lokum skýrði framsögumað ur frá því að þeir aðilar, sem áður var getið, gætu allir fellt sig við slíka afgreiðslu frumvarps- ins. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs um málið, og voru breytingartil- lögur nefndarinnar að svo búnu samþykktar samhljóða og málinu vísað til þriðju umræðu. Íslandsglíman ÍSLANDSGLÍMAN verður háð sunnudaginn 8. maí n.k. — Glímu deild Ungmennafélags Reykja- víkur sér um mótið, og eiga skrif- nesk verk. Fyrst verður leikinn forleikur að gamanleik eftir Jindrich Feld. Hann er talinn einn af efnilegustu tónskáldum Tékka og eru nokkur verk hans kunn víða um lönd. Næst á efnisskránni er In- trada og kanzóna fyrir strengja- sveit eftir dr. Hallgrím Helga- son. Verkið er samið 1952 fyrir tónleika, sem dr. Hallgrímur flutti í Kaupmannahöfn og var þá leikið af Tivoli-hljómsveit- inni undir stjórn hans. Verkið hefur verið valið til flutnings á næstu norrænu tónlistarhátíð, sem haldin verður í Stokkhólmi. Síðan koma dansar frá Mæri eftir tékkneska tónskáldið Leos Janacek. Janacek var eitt kunn- asta tóknskáld Tékka á fyrsta hluta þessarar aldar og braut- ryðjandi í tónsmíðum. Hann dó árið 1928, þá kominn yfir sjö- tugt. Þótti hann alltaf nýtízku- legri í tónsmíðum sínum með hverju ári sem leið. Eitt kunn- asta verk hans er óperan Janufa, sem sýnd hefur verið í flestum óperuleikhúsum Evrópu. Ekkert þessara þriggja ofan- talinna verka hefur verið flutt hér áður. 9. sinfónía Dvoraks Að lokum leikur Sinfóníu- hljómsveitin sinfóníu nr. 9 eftir höfuðtónskáld Tékka, Antonin Dvorak. Hann samdi verkið seint á öldinni sem leið í New York, þegar hann var skóla- stjóri við tónlistarskóla þar í borg. Þykir verkið lýsa vel þeim áhrifum, sem hann varð fyrir í þessu mikla landi, sem þá var naumast hálfnumið. Sin- fónían hefur verið flutt áður hér á landi, og því kunn mörgum, en fullvíst má telja að hún njóti sín óvenjuvel undir stjórn landa tónskáldsins, dr. Smetacek. o—A—o Dr. Smetacek hyggst dveljast hér á landi að þessu sinni í þrjá mánuði. Hann hefur komið hingað tvisvar áður, í febrúar 1957 og marz 1958 og stjórnað nokkrum tónleikum, sem vöktu mikla athygli. Síðan 1943 hefur hann verið hljómsveitarstjóri borgarhljómsveitarinnar í Prag — einnig mjög þekktur hljóm- sveitarstjóri utan heimalands síns og stjórnað hljómsveitum mjög víða, bæði austan og vest- an jámtjalds. Dr. Smetacek mun stjórna Sinfóníuhljómsveitinni í tón- leikaferðum hennar um landið, sem farnar verða í vor og sum- ar. —■ legar þátttökutilkynningar að — berast fyrir 3. maí. Nýr þinginaður DANÍEL Ágústínusson, bæjar- stjóri á Akranesi, hefur tekið sæti á Alþingi. Gegnir hann þing- mennsku í stað Halldórs E. Sig- urðssonar, sveitarstjóra, 3. þm. Vesturlands, sem óskað hafði eft- ir fjarvistarleyfi til að sinna störfum heima fyrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.