Morgunblaðið - 28.04.1960, Side 5

Morgunblaðið - 28.04.1960, Side 5
Fimmtudagur 28. aprfl 1960 MORGVNLLAÐIÐ 5 Áttræð er í dag Þórlaug Bjarna dóttir, fyrrverandi húsfreyja í Gaulverjabæ, nú búsett að Eyr- arvegi 10, Selfossi. Hún verður í dag stödd hjá syni sínum Brynj- ólfi Dagssyni, héraðslækni, Þing- hólsbraut 21, Kópavogi. Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína ungfrú Agnes Eiríksdótt- ir, Selfossi og Óli Jörundsson, bíl- stjóri, sama stað. Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína, ungfrú Erla Þórisdóttir, verzlunarmær, Grenimel 6, Rvík og Helgi Sigurðsson, skrifstofu- maður, Bárugötu 31, Rvík. Á skírdag voru gefin saman í hjónaband af séra Þorsteini Björnssyni ungfrú Sigríður Krist- ín Þórisdóttir, Sogavegi 180 og Þorkell Samúelsson, Lokastíg 3. Heimili þeirra er á Lokastíg 3. Á páskadag opinberuðu trálof- un sína ungfrú Áslaug Hólm, Grenimel 28 og Cyiýl E. W. Hob- lyn, Barmahlíð 7. Á sumardaginn fyrsta voru gef- in saman í hjónaband af séra Ósk ari J. Þorlákssyni ungfrú Guð- ríður Karlsdóttir, skrifst.stúlka, Drápuhlíð 32 og Árni Rosenkjer, rafvirki, Suðurgötu 83, Hafnar- firði. — Heimili þeirra er á Mosa barði 8, Hafnarfirði. Á skírdag voru gefin saman i hjónaband ungfrú Guðbjörg Svan fríður Runólfsdóttir, bankarit- ari og Friðjón Björn Friðjóns- son, skrifstofumaður. — Heimili þeirra er að Hringbraut 87. Vips Þjónn! Viljið þér gjöra svo vel að koma með veitingarnar — þegar þér hafið lokið við að dansa við konuna mína. Vísindin í Ameríku eru svei mér að taka framförum. Nú eru þeir búnir að finna upp lyf sem læknar sjúkdóma, sem penicillín ið veldur. Aldraður maður leitaði læknis. Eftir þriggja tíma bið reis hann á fætur og spurði hjúkrunarkon- una: — Haldið þér að ég muni ná heim héðan af til að deyja eðlilegum dauðdaga? Jæja sonur minn, nú mun ég taka þið inn í fjölskyldufyrirtæk ið. Þú færð 15 dollara á viku. — Nei, pabbi minn, þá fer ég nú heldur að vinna. MENN 06 = MALEFNI= HÖRPU-HUGLEIÐINGAR Vikinn er vetur úr valdasessi, stórráður Norðri stökk af hólmi; gráta hann engir gullperlum, né heldur súrnar sjáaldur augna. Heilsaði Harpa háum tindum, ísi skygndum, áa-jarðar; ofan þeir tóku til virðingar heilagri drotning, er horfði við landi. Því skyldu fi synir sinnar móður líta hugglaðir heillum móti, þegar úr köldum klakaböndum kraftur almættis kallar jörð. Því skyldi ei sonurn sæma betur mál sinnar móður Þessi litli íþróttagarpur er ekkert þreytulegur á svipinn þótt hann sé að koma að marki í Víðavangs- hlaupi, og margur lang- hlauparinn gæti verið stolt ur af að koma jafn hressi- legur í mark eftir erfitt hlaup. Drengurinn heitir Magn- ús Brynjólfsson og var yngstiur af 32 þátttakend- um í Víðavangshlaupi Hafn arfjarðar á sumardaginn fyrsta. Kjörorð Magnúsar litla er vafalaust: — „Aðalatriðið er ekki að sigra, — heldur að vera með“. Þetta fagra kjörorð í- þróttahreyfingarinnar ætti að vera ofar í huga margra samborgara Magnúsar litla, því aðeins einn þátttakandi var í elzta aldursflokknum, en það var Páll Eiríksson, sem hljóp vegalengdina á 5:41,2 mín. í fyrra sigraði Steinar Erlendsson á 5:07,2 mín. • Gengið * Sölugengi 1 Sterlingspund ...... kr. 107.06 1 Bandaríkjadollar ........... — 38.10 1 Kanadadollar ......... — 39,52 100 Danskar krónur ........ — 552,75 100 Norskar krónur ........ — 534,70 100 Sænskar krónur ........ — 738,15 100 Finnsk mörk ...!....... — 11.93 100 Franskir Frankar ...... — 776.30 100 Belgískir frankar ..... — 76,42 100 Svissneskir frankar ....— 878,05 100 Gyllini ............... — 1010,30 100 Tékkneskar krónur ..... — 528.45 100 Vestur-þý/.k mörk ..... — 913.65 1000 1-lrur ............ — 61,38 100 Austurr. schillingar . — 146,40 100 Pesetar .............- — 63,50 úr myrkrum hefja, veita’ henni frama á fagran hátt, heldur en standa stöðugt aflvana. Safnið kröftum sveinar, með sumri hverju, takið höndum saman til hollra ráða. Vakið æ og vakið yfir veikri þjóð; sigur mun fylgja. ef sótt er rétt. Ásmundur Jónsson frá Skúfsstöðum. Röskur maður 20—30 ára gamall getur fengið atvinnu á afgreiðslu blaðsins nú þegar. Vinnutími frá kl. 12—6 f. h. Upplýsingar hjá framkvæmdastjóranum. JllðriKtsttfclaMto Verkstœöisvinna Getum tekið að okkur alls konar trésmíðavinnu í sambandi við húsbyggingar. Eigum nokkuð af Brenniþröskuldum fyrirliggjandi. Sími 32773. Sendisveinn Röskur sendisveinn óskast nú þegar. Friðrik Bertelsen & Co. h.f. Mýrargötu 2 Slipphúsinu vesturenda. Hin margeftirspurðu einlitu Gardínuefni eru nú loks komin í mörgum fallegum litum. Breidd 120 cm. -— Verð aðeins 50,60 pr. m. VEBZLUN ANNA GUNNLAUGSSON Laugaveg 37 — Sími 16804. Nýtízku steinhús 135 ferm. tvær hæðir við Melgerði í Kópavogskaup- stað til sölu. Á 1. hæð er stór bifreiðageymsla (gæti verið verkstæði), 2ja herb. íbúð með sér inngangi, þvottahús og 2 herbergi. Á annarri hæð er nýtízku 5 herb. íbúð með sérstaklega stórri og bjartri stofu og eldhúsi með borðkrók. Hæðin tilbúin undir máln- ingu. Æskileg skipti á góðu einbýlishúsi ca. 5—6 herb. íbúð á hitaveitusvæði í bænum. IMýja Fasteignasalan Bankastræti 7. Sími 24300 og kl. 7,30—8,30 e.h. sími 18546. Okkur vantar nokkra góða flatningsmenn eða neta- menn á togara til saltfiskveiða við Vestur-Grænland. Farið verður á veiðar um 5. maí n.k. Upplýsingar í síma 2 43 45 og á skrifstofu Bæjarútgerðar Reykja- víkur. Skrifstofustúlka Heildsölu og innflutningsfyrirtæki óskar eftir að ráða skrifstofustúlku, sem kann vélritun og getur tekið að sér bréfaskriftir á ensku, dönsku og helzt þýzku. Umsóknir með upplýsingum um fyrri störf og meðmælum ef fyrir hendi eru sendist Morgun- blaðinu merktar: „5000 — 3212“ fyrir 1. maf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.