Morgunblaðið - 28.04.1960, Síða 10

Morgunblaðið - 28.04.1960, Síða 10
10 MORCllTSTil 4ÐIÐ Fimmtiirtaerur 28. apríl 1960 Árni G. Eylands: Rogalandsbréf um Hvanneyrar- bréf HIÐ góða bréf Gunnars á Hvann eyri í Morgunblaðinu 24. marz er mikill fengur fyrir búnaðarhá- skólamálið. Gunnar lyftir að verulegu leyti hulu þeirri sem hefir verið yfir einum megin þætti þess máls, og sem erfitt hefir verið að átta sig á. Sá þátt- ur er spurningin um flutning Búnaðardeildarinnar (Búnaðar- deildar atvinnudeildar háskól- ans) frá Reykjavík upp að Hvann eyri, til þess að sú starfsemi sem nú fer fram á vegum deildarinn- ar, og síaukin rannsóknarstarf- semi á sviði búfræða megi verða unnin þar í tengslum við kennslu stofnunina, sem um skeið var nefnd Framhaldsdeild, nú Há- skóladeild og sem stefnt er að og framsett lagafrumvarp um að gera að fullkomnum Búnaðarhá- skóla. Mjög fullkomnum ef marka má af samþykkt þeirri er Búnaðarþing gerði um þá hluti. Sú samþykkt er tvíþætt og er rétt mætt að rifja hana upp hér áður en fleira er sagt um þetta mál. „Að kennsla í búsvísindum verði efld og aukin, frá því, sem nú er, og að henni verði komið í það horf, sem bezt gerist á Norð urlöndum og í Bretlandi". „Að stofnaður verði fullkomin búnaðarháskóli hérlendis og hann staðsettur á Hvanneyri". Þetta eru háreistar tillögur og samþykktir, svo að í hugum margra mun gægjast fram hin gamla sétning — veldur þú þessu Jón? Enda má sannarlega vel við una þótt einhver frá- dráttur yrði á því „sem bezt gerist á Norðurlöndum og í Bret- landi“. Meginkjarni háskólanámsins Ég nefni að Gunnar lyfti hulu af einum meginþætti háskóla- málsins — flutningi Búnaðar- deijdarinnar. Hér er í rauninni of lítið sagt, samstarf og samruni þeirrar æðri búnaðarmenntunar sem haldið er uppi á landi liér og þeirrar rannsóknastarfsemi á sviði búnaðar sem unnin er og verður, er meginkjarni búnaðar- háskólamálsins. Þess vegna er það mjög slysalegt að mínum dómi hvernig hefir verið á því máli haldið, einhliða sem skóla- máli og kennslu, án þess að líta til hins, rannsóknastarfseminnar. Þannig vantar t. d. alveg botninn í tillögur Búnaðarþings í málinu, er þingið minnist ekki einu orði á rannsóknastarfsemina. Gunnar á Hvanneyri gengst við því sem vænta mátti að hann hafi fyrstur manna komið fram með þá tillögu að flytja Búnaðardeild- ina á gras — að Hvanneyri, 1948, og samlaga hana framhaldsnám- inu í búnaði, sem þá var í upp- siglingu og byrjun. Hann bendir (mér) á að það sé tiltölulega auð veldt að rita „sæmilegar blaða- greinar um mál“ og að af þeim sé nóg, minna um hitt, farsælleg- ar framkvæmdir. Mér skilst að Gunnar hafi af þeim ástæðum tekio þann kostinn sem betri var __ ag taka þátt í umræðum um málið og vinna „að þróun þess eftir föngum". Jafnframt gefur hann fyllilega í skyn að skrif mín um þetta mál hafi aftrað hon um frá því að vera að skrifa um það, svo og það „að málið er mjög viðkvæmt sumum mönnum og vandmeðfarið". Hér hefir þá orð- ið verkaskipting skilst mér og er ef til vill ekki nema gott um það að segja, ég hefi skrifað um málið hiklaust þó það sé „við- kvæmt“. Gunnar hefir rætt um það og unnið að því. í því sam- bandi vil ég aðeins geta þess að ég hefi ekki átt annara kosta völ við að styðja hina ágætu hug- mynd Gunnars Bjarnasonar — að flytja Búnaðardeildina að Hvanneyri — en að ræða málið í útvarpi og að skrifa um það. Ég hefi að eðlilegum ástæðum t. d. ekki átt þess kost að ræða málið á fundum Félags ísl. bú fræðikandidata eins og Gunnar, en umræður um málið á þeim vettvangi eru auðvitað mjög mik- lsverðar. Ég hefi verið svo hepp- inn að fá rúm fyrir tvær nokkuð viðamiklar greinar um bún- aðarháskólamálið í öðru virðu- legasta búnaðartímariti lands- ins. Þar hef ég reynt að rökstyðja réttmæti hinnar um- ræddu hugmyndar Gunnars eftir því sem geta mín og þekk- ing leyfir. Greinar þessar fékk ég sérprentaðar og dreifði þeim nokkuð víða, sendi þær t. d. al- þingismönnum og búnaðarþrings mönnum i von um að vekja ein- hverja þeirra til umhugsunar um kjarna málsins — samruna og samstarf hinnar æðri búnaðar- ke.anslu og búnaðarrannsókna og að bezt væri þetta allt komið á Hvanneyri og jafnvel verulegur hluti af höfuðstöðvum allrar leið beiningastarfsemi í búnaði. Aldrei hef ég ætlað mér svo mikla kosti að mikið munaði um lðsemd mína í málinu, en hinu er ekki að leyna að mér hefir þótt það harla undarlegt er svo hefir farið fram, að hinir mestu framá menn í þessu máli hafa hvorugt gert á undanförnum árum: að taka undir skrif mín og rök um ágæti tillagna Gurinars Bjarna- sonar, né að andmæla þeim. — Umræðunum um hugmynd G. B., að flytja Búnaðardeildina til Hvanneyrar til þess að þar megi rísa raunhæf fræðastofnun og kennslustofnun með háskóla- sniði, er haldð utan við þessa hug mynd hans! Hugmyndin er snið- gengin (af öllum(?) öðrum en mér), og málið rætt eingöngu sem kennslumál, eins og búnaðar rannsóknirnar komi málinu ekk- ert við. Eiga þetta ef til vill að vera einhver klókindi af því að málið er „viðkvæmt“? Er mönn- um ekki ljóst að það er ekki hægt að koma upp æðri búnaðar- kennslu á Hvanneyri svo að í neinu lagi sé nema hún sé studd mikilli og nýtri rannsóknarstarf- semi á sama stað? Hvers vegna er gengið í kringum meginkjarna málsins eins og köttur gengur í kringum heitan graut? Er mönn- um ekk ljóst að Búnaðarháskóli á Hvanneyri án rannsóknarstarf- semi stendur á leirfótum og á sér hvorki tilverurétt né framtíð: En Gunnar segir að mikið hafi „verið gert og miklu áorkað“, og að máli sé „raunverulega unnið“. Búnaðardeildinni haldið utan við E svo kemur hið undarlegasta. Gunnar á Hvanneyri segir að „staifsemi Búnaðardeildarinnar nafi verið haldið utan við um- ræðumar (um búnaðarháskóla- málið) ennþá af öðrum en A. G. E.“ Þetta er rétt, en það er óneitanlega harla undarlegt. Það vantar ekki nema herzlu muninn, ekki nema smámuni, sem sé, „Það þar eina stóra stofu fyrir efnagreiningar" og að dr. Halldór Pálsson setjist að á Hesti og dr. Björn Jóhannesson á Hvanneyri með lið sitt. Jafnframt bendir Gunnar á hve vel og mik- ið sé unnið að tilrauna og rann- sóknarstörfum á Hvanneyri nú þegar, það jaðrar við að hann bjóði til mannjafnaðar við Bún- aðardeildina í Reykjavík um þá hluti. — Þetta hvað nú er unnið að rannsóknum á Hvanneyri er gleðilegur vottur þess að Hvann- eyrarmönnum sé ljóst hvers þarf, mikilla rannsókna til styrktar hinni æðri búnaðarkennslu, en Jón Þorvaldsson (fremstur til vinstri) teflir við Michaii Xal Skipstjdrinn og skákin I RITI sem kom út fyrir tíu árum er sagt frá því að ég sé að skrifa bók um íslenzka skák menn. Ekki hef ég hugmynd um hvað gaf höfundinum til- efni til að segja þessa fjar- stæðu. Ég er víst að verða þjóð sagnapersóna. En ef ég hefði skrifað slíka bók, jafnvel þó ekki hefði orðið nema drög til hennar þá hefði þar áreiðan- lega orðið þáttur Jóns Þor- valdssonar skipstjóra á Drangajökli, sem nýlega varð sextugur. Ekki veit ég hvenær Jón lærði að tefla, en fyrir rösk- um þrjátíu árum var mér sagt að hann væri sterkasti skák- maður á flotanum og það hef- ir hann verið síðan. í taflfélag- mu sást hann örsjaidan. Þó vann hann sig upp í meistara- flokk Taflfélags Reykjavíkur. Það hefir sjálfsagt verið í land legu eða sjómannaverkfalli. Aðstaðan til að iðka skák sem íþrótt var engin, en þegar vinnufélagarnir fóru á knæp- una, leitaði Jón sér að skák- félaga í landi, eða bauð honum um borð eftir að hann var orð inn valdamaður á skipinu Og ef til vill var einhver maður á einhverju öðru skipi sem hafði gaman af að tefla loft- skeytaskák. Þannig var skák- in honum skemmtun og dægra dvöl en þó fyrst og- fremst andleg nautn. Ég man ekki eftir neinum skákmanni sem naut þess að tefla sem hann að undanskildum Eggert Gilfer. Jón er giftur Ingibjörgu Þórðardóttur frá Laugabóli, sem lætur sér annt um hei.11 og heiður bónda síns í hvívetna, eins og allir kunnugir vita. Eitt sinn hringdi hún til mín, segir mér að Jón sé að koma í land, verO. í höfn í tvo til þrjá daga og ég megi til með að sjá svo um að hann fái að tefla við skákmeistara, sem sé að koma frá útlöndum og ég hef nú gleymt hver var. Mér leizt þetta lítilþæg bón, sagði formanni taflfélags ins frá þessu og var málið auð sótt við hann. En seinna komu til mín tveir valdamiklir menn og tjáðu mér að þetta væri ekki hægt. A þessum tíma tefldi meistarinn aðeins eitt tíu manna fjöltefli með klukku, ákveðið væri að senda gegn honum eins sterkt lið og unnt væri að fá og Jón hefði ekki skákstyrk til að fara í þetta lið Ég spurði hvaða menn þa r hefðu ákveðið og þeir sögðu mér það. En ég þóttist líka vita nokkuð um skákstyrk þessara manna, taldi Jón að minnsta kosti jafn oka sumra þeirra sem til voru nefndir, að öðru jöfnu bæri að láta hann sitja fyrir, hann hafði alltaf greitt skyldur sín ar til félagsins, en sjaldan get- að not ð félagsréttinda. Og hvort sem við ræddum málið lengur eða skemur, varð það úr að Jón fékk að tefla. Svo hófst viðureignin. Ég hafði ekki aðstöðu til að fylgjast með Jóni fyrr en flestum skák unum var lokið. Hann átti þá mjög þrönga og vandasama stöðu og umhugsunartíminn á þrotum. Loks stóð hann einn uppi. Flestum virtist staða hans vonlaus ,en aftur og aftur fann hann eina leikin sem nægði til að halda velli og meistarinn sá sig tilneyddan að bjóða jafntefli. Og ég þótt- ist sjá þarna manninn sem sigldi rólega og æðrulaust um tundurduflasvæði stríðsár- anna, koma skipi sínu heilu í höfn og lagði. ótrauður í næstu för. Honum ægði ekki heldur að leggja í þá dr. Euwe og Tal þegar þeir komu og hélt hlut sínum fyrir báðum. Að lokum: Allra heilla ósk. Konráð Árnason. um leið eru rannsóknimar á Hvanneyri og uppbygging þeirra sorglegur vottur um, að nokkuð skorti á full- an skilning þess, að það eigi við hóf að tvískipta slíkri starfsemi þannig, að Bún- aðrdeildin haldi við sitt í Reykja vík og jafnframt sé verið að koma upp og kosta meira eða minna hliðstæðar tilraunir á Hvanneyii, eða að minn?ta kosti tilraunir sem eðlilegt væri að Búnaðar- deildin hefði með höndum komin að Hvanneyri. Slík tvískipting er eyðslusemi bæði fjármuna og starfskrafta .Hér er ekkert að gera nema að höggva á hnútinn og taka ákvörðun um að flytja starfsemi Búnaðardeildarinnar að Hvanneyri. Mér datt í hug er ég las um þetta tvennt í grein Gunnars: Hve miklu hefir verið áorkað og hve lítils er vant til þess að mál- ið sé „raunverulega unnið“, það sem sagt er að Jón Arason hafi mælt er hann kom heim að Hól- um úr för að Skálholti og til Við- eyjar, að nú hefði hann „lagt und ir sig ísland allt, utan hálfan annan kotungsson". Samt lá því miður leið Jóns að Sauðafelli og á höggstokkinn í Skálholti. Ég er hræddur um að enn geti leið hins æðra búnaðarmáls legið á mal- , bikið í Reykjavík ef svo verður haldið fram sem verið hefir hing að til, að halda Búnaðardeildinni utan við umræðurnar um bún- aðarháskólamálið og framkvæmd ir í því. Þess vegna gleður grein^ Gunnars kennara á Hvanneyri í Morgunbl. 24. marz mig stórlega. Hann tekur þar upp á hreinskil- inn og opinskáan hátt þráð sinn frá 1948, það er mikils vert, þar sem í hlut á beinn aðili búnaðar- háskólamálsins. Hitt er minna um vért þótt mér finnist hann hrósa um of sigri yfir því sem er gert og líta með fullmikilli bjartsýni til þess, að það sem á vantar komi allt svona í hendi, að „bún aðarháskólinn okkar (á Hvann- eyri) verði með tímanum miðstöð búvísinda og rannsóknarstarf- semi“. Mér finnst mikið vanta meðan bæði búnaðarþing og Al- þingi gengur algerlega framhjá öðrum meginþætti málsins flutn- ingi Búnaðardeildarinnar, og enginn fæst til að ræða það atriði opinberlega nema ég og Gunnar Bjarnason. Þar þarf að verða breyting á. Nú stendur vel á spori Róm var ekki byggð á einum degi og það verður Búnaðarhá- sKólinn ekki heldur segir Gunn- ar í lok greinar sinnar. Sammála, en nú stæði vel á spori að leggja hornsteininn að því sem koma skal. Frumvarp til laga um Bún- aðarháskóla á Hvanneyri er nú fyrir Alþingi. Hefi ekki séð það og veit ekki efni þess að fullu. Tel hins vegar víst að i því sé ekkert um flutning Búnaðar- deildarinnar að Hvanneyri. Það sem glöggir menn á Alþingi þurfa að gera, er að fella ákvæði inn í frumvarpið og lögin um að tilrauna- og rannsóknastarf- semi sú er Búnaðardeildin hefir með höndum skuli flutt að Hvann eyri, í samstarf við Búnaðarhá- skólann þar, þegar, og jafnóðum og fjárveitingar til slíks flutn- mgs og Búnaðarháskólans leyfa- Slíkt ákvæði í lögunum um Búnaðarháskólann bæri afar mikils virði og er hreint og beint nauðsyn. Með því er höggið á hnútana sem annars geta harðn- að svo að erfitt geti orðið að leysa þá síðar. Þá væri á komandi árum vandalítið að haga fjárveit ingum til Búnaðardeildarinnar með tilliti til væntanlegs flutn- ings og til skóla og annars á Hvanneyri með þangaðkomu deildarinnar fyrir augum. Sam- tenging framhaldsnámsins — eða háskólanámsins — eða hvað menn vilja kalla það og Búnaðar deiidarinnar er meginkjarni bún- aðarháskólamálsins. Því má ekki gleyma. Jaðri 31. marz 1960 Árni G. Eylands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.