Morgunblaðið - 07.05.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.05.1960, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 7. maí 1960 MORGVISBLAÐIÐ —--------a. Chessman ótfa&isf um líf dóttur sinnar — ef hann gæfi upp nafn „ræningjans með rouðo Ijósið", segir lög- fræðingur hans BANDARÍSKA blaðið „New York Herald Tribune“ hefir það eftir UPI-fréttastofunni hinn 4. þ. m., að George T. Davis, lögfræðingur Car- yls Chessmans, hafi sagt í viðtali við fréttamenn, að Chessman hafi átt dóttur, sem nú sé 17 ára. Hefir þetta aðeins verið á örfárra vitorði. — Davis hélt því fram, að það hafi verið af ótta um líf dótturinnar, sem Chessman fékkst aldrei til þess að upplýsa, hver væri „ræninginn með rauða ljósið“. Sjálfur var hann dæmdur sem sá glæpamaður, en neit- aði því ávallt, að það væri rétt. — ★ — Lögfræðingurinn neitaði að gefa nánari upplýsing- ar um dóttur Chessmans — kvaðst aðeins geta sagt það, að hann hefði átt hana með konunni, sem hann giftist 1940 og skildi við 1945. Konan giftist aftur. — Hann hélt því fram, að Chess- man hefði óttazt, að hefnd- um yrði komið fram á dóttur sinni, ef hann gæfi upp nafn þess, „sem drýgði þá glæpi, sem Chessman lét líf sitt fyrir í gasklef- anum í San Ouentin-fang- elsinu sl. mánudag". Davis sagði, að „e. t. v. væri Charles Saverine Terranova „ræninginn með rauða ljósið" — hinn raun- verulegi glæpamaður." — Þegar Chessman fyrst var handtekinn, minntist hann á Terranova ,og nafn hans bar oft á góma í réttarhöld- unum. En eftir að Chess- man var fangelsaður 1948 neitaði hann ávallt að ásaka nokkurn með nafni. — ★ — Terranova, sem er 39 ára gamall, hefir tekið út hegn- ingu í San Quentin fyrir innbrot, bílaþjófnað og rán — og um þessar mundir leitar lögreglan hans vegna brots hans á skilorðsbundn- um fangelsisdómi — en jafnframt hefir hann verið kærður fyrir að gefa út falskar ávísanir. —• ★ — Lögreglan í Los Angeles og saksóknari Kaliforníu eru hins vegar þeirrar skoðunar ,að ekkert bendi til þess, að Terranova sé raunverulega „ræninginn með rauða ljósið“. — Löndunarbann Framh. af bls. 1 aruppgjörinu eftir veiðiferðina hafa sterlingspundin sín áhrif. Óviss úrsilt Stóra spurningin er hins veg- ar: Tekst Denis Welch að koma verkfallinu af stað? Hefur hann aga á sínum mönnum? Virða allir skipstjórar samþykkt hins fámenna fundar, þegar fjöldi at- vinnulausra skipstjóra og stýri- manna stendur á hafnarbakkan- um og bíður þess, að skipsrúm losni? Úrslit þessa máls eru óviss og geta orðið afdrifarík. And- stæðingar Welch spá því, að þarna hafi hann kollsiglt sjálf- an sig og samtök togarayfir- manna í Grimsby í sinni núver- andi mynd: Að hann hafi kveð- ið upp dauðadóminn yfir félagi sínu, „Grimsby Trawlers Offic- ers Guild.“ , Og fundanna í London er bcð- ið með mikilli eftirvæntingu. Hull-menn bíða átekta í síðara skeyti í gærkvöldi segir, að togaramcnn í Hull ha£i lýst því yfir, að þeir muni bíða Lundúnafund- anna, áður en þeir geri nokk- uð til stuðnings Grimsby- mönnum. — Lawrie Oliver, framkvstj. félags yfirmanna á togurum í Hull, sagði: Við vonum, að slíkar aðgerð- ir reynist ekki nauðsynlegar — en það kemur í ljós, þegar við hittum fiskimálaráðherr- ann í næstu viku. Nýir seðlar gefnir út í dag t DAG koma hinir nýju seðlar Seðlabankans í umferð. Það ber að leggja á það áherzlu, sagði Vil hjálmur Þór, bankastjóri á fundi með blaðamönnum í gær, að hér er ekki um'að ræða seðlaskipti, eldri seðlarnir, sem verið hafa í notkun undanfarin ár, verða áfram í fullu gildi. En þeir verða teknir úr umferð smám saman. Bankastjórinn sýndi blaðamönn unum sýnishorn af hverjum hinna nýju seðla, en þeir eru: Fimm króna seðill, rauðbrúnn að lit, með mynd af styttu Ingólfs Arnarsonar á framhlið, en bak- hlið mynd frá Bessastöðum. — Tíu króna seðill, aðallega í brún- um lit með mynd af Jóni Eiríks syni konferensráði á framhlið, en á henni er einnig mynd af Dyrhólaey, en á bakhlið er mynd £rá Reykjavíkurhöfn. Veittu blaðamenn því eftirtekt, að á sýnishorninu var orðið „höfn“ með o-i. Þá er nýr seðill 25 kr., aðallega fjólublár og kemur hann í stað 50 króna seðilsins. Á þessum nýja seðli er mynd af Magnúsi Stephensen lögmanni i framhlið, svo og mynd frá ísa- íirði, en á bakhlið er mynd af Heimakletti og Vestmannaeyja- höfn. Myndirnar á bakhlið seðl- anna ná yfir þá alla. Eitt hundr- að króna seðillinn er aðailega í grænum lit, með mynd af Tryggva Gunnarssyni og mynd frá Hólum £ Hjaltadal, og á bak- hliðinni er mynd af fjárrekstri með Heklu í baksýn. Eitt þúsunc. króna seðillinn er blár að lit og kemur í stað 500 króna seðilsins. Hann er með mynd af Jóni Sig- urðssyni forseta á framhlið ásamt Alþingishúsinu, en á bak- hlið mynd frá Þingvöllum og Almannagjá, séð til norðurs til Ármannsfells og Skjaldbreiðar. Vilhjálmur Þór bankastjöri gat loks ýmissa nýjunga í hinum nýju seðlum: Ýmsar nýjungar eru í hinum nýju seðlum. Er þess fyrst að geta, að þeir eru allir 7 cm. á breidd. Er að því hagræði fyrir almenning. Auk þess gerir það Seðlabankanum kleift að véltelja alla seðlana í sömu vél. Seðlarn- ir eru mismunandi langir, frá 11 upp í 16 cm. í hægra efra horni á framhlið allra seðlanna er upp- hæðin prentuð með upphleyptu letri. Er þetta gert fyrir sjóndap- urt og blindt fólk, svo að það eigi hægara með að átta sig á gildi hvers seðils með því að þreifa á tölunni. Seðlarnir eru prentaðir á mjög Framh. á bls. 19 T ogaraeigend ur: Munum virða 12 míina mörkin um sinn ' STJÓRNMÁLAFRÉTTA- RITARI brezka blaðsins „Daily Telegraph“ skrifaði í blað sitt 5. þ. m. frétt um fund þann, er fulltrúar brezkra togaraeigenda og fiskiðnaðarins áttu með John Hare fiskimálaráðherra í Lundúnum sl. þriðjudag. — Segir hann, að nefndin, und- ir forystu Sir Farndale Phill- ips, forseta félags brezkra Hlýtt i veðri VÍÐÁTTUMIKIL iægð suð- vestur af íslandi veitir hlýj- um loftstraumum norður eft- ir austanverðu Atlantshafi og Vestur-Evrópu. Á vestanverðu Atlantshafi er norðlæg átt og kalt í veðri. Hér á landi er hæg SA-átt, hlýtt í veðri, en votviðri sunnan lands. Nyrðra er þurrt og hlýtt veður, 14 stig á Ak- ureyri um hádegið. Á sama tíma var 13 stiga hiti í Kaup- mannahöfn og 17 stiga hiti í London. Þegar hin nývígðu hjón gengu út úr kirkjunni, ætlaði allt um koll að keyra af fögnuði meðal þúsundanna, sem biðu fyrir utan. togaraeigenda, hafi tjáð Hare ákvörðun togaraeigenda að senda veiðiflotann aftur á ís- landsmið. Enn fremur segir fréttaritarinn, að lýst hafi verið yfir af hálfu nefndar- innar, að hin yfirlýstu 12 mílna fiskveiðilandhelgi ís- lands yrði virt fyrsta kastið (for the time being). Nefndin lagði jafnframt á- herzlu á það, að nauðsyn bæri til að jafna deilumálin með tiliti til þess, að Genfarráðstefnan um landhelgi og fiskitakmörk hefði farið út um þúfur. Svæðisbundinn samnlngur Blaðamaðurinn hefir það eft- ir J. Cobley, varaforseta félags togaraeigenda, eftir fundinn, að þeir (togaraeigendur) muni halda fast við ákvörðun sína að láta skip sín ekki fara inn fyrir 12 mílna línuna. Þeir vonuðu, sagði Cobiey, með tilliti til „sáttfúsari af- stöðu“ Islendinga, að einhvers konar samkomulag mundi nást. Eigi að síður væri svæiðsbund- inn samningur bezta lausn vand- ans — samningur, sem t. d. Norðurlöndin, Bretland, Banda- ríkin og Kanada gætu gerzt að- ilar að. Sérsamningur Einnig minntist Cobley á þann möguleika, að þær 54 þjóðir, sem greiddu tillögu Bandaríkjanna og Kanada atkvæði á Genfar- ráðstefnunni, gerðu sérsamning sín á milli. Þá sagði hann, að togaraeig- endafélagið gæti ekkert um það sagt, hvort brezka stjórnin mundi senda herskip sín aftur inn fyrir 12 mílna fiskitakmörk- in við Island, ef ekkert sam- komulag næðist. <?>- Bjartur brúðkaupsdagur „hennar konunglegu tignar, frú Armstrong-Jones“ LONDON, 6. maí. (Beuter). — Brúðkaupsdagur Margrétar prins essu og ljósmyndarans hennar, Anthony Armstrong-Jones rann upp heiður og fagur. — Menn höfðu orð á því, að Lundúnaborg væri sjálf eins og björt og geisl- andi brúður. — Segja mátti, að borgarbúar allir, og raunar allir laudsmenn, tækju sinn þátt í at- höfninni, sem var sjónvarpað. Hundruð þúsunda voru á götum úti — og margir höfðu beðið alla nóttina til þess að tryggja sér gott „útsýni“ yfir dýrðina“, er brúðhjónin og fylgdarlið ækju hjá. Kl. nákvæmlega 11:45 lýsti dr. Geoffrey Fisher, erkiibiskup af Kantaraborg því yfir í Westminst er Abbey, að þau Margrét og Armstrong-Jones væru hjón fyrir guði og mönnum. — Prinsessan virtist taugaóstyrk og hrærð og vöknaði um augu meðan á at- höfninni stóð. Móðir hennar, Elísabet beit lengst af á vör og grét hljóðlega — en drottnLngin, systir hennar, var róleg og virðu- leg, svo sem sómdi. — Við at- höfnina voru að sjálfsögðu helztu virðingarmenn ríkisins — en þar ] var líka þvottakonan Betty Pea- ^body, sem hirti ,piparsveinsíbúð“ ljósmyndarans á sínum tíma. Brúðhjónunum var ákaflega fagnað, er þau óku frá kirkjunni til Buckingham-hallar. Talið er, að um 600 manns hafi meiðzt í öllum troðningnum, sem varð á götunum og hundruð manna misstu meðvitund í hitanum og svækjunni. Síðdegis í dag gafst fólki enn tækifæri til að hylla brúðhjónin, er þau óku um borgina til hinnar konunglegu lystisnekkju, „Brit- ania“, en þau lögðu af stað í brúð kaupferð sína með henni undir kvöld. Ferðinni er heitið til Kara biska hafsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.