Morgunblaðið - 07.05.1960, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.05.1960, Blaðsíða 16
16 MORGVNBLABIÐ Laugardagur 7. rnaí 1960 Shiplro tó menn íj að reka einhverja hjúskaparskrif stofu? spurði Carstairs. — Ails ekki, svaraði Knight og ylfti augabrúnum. — Ég er bara að biðja þig um far, það er allt og sumt. Ég segi þá Peplow að hann verði að fara með lest- inni. láta sér nægja að ríghalda sér og vera viðbúinn hinu versta. — Hart? sagði Knight, um leið og hann kom að þorpi einu og varð að hægja á sér. — Ekki kall ið þið þetta hart farið. Bíðið þið, þangað til ég kem á beinan veg- arspotta. EFXIR W. W. JACOBS — Ég ætla nú, sagði Carstairs, ..— meðan þú ert að kaupa lóð- ina undir holið og Pope er aO leita að lestinni til Monte Carlo, að svipast um eftir sveitasetri. — Auðvitað! æpti Knight allt í einu. — Vitanlega! Guð hjálpi mér, að mér skyldi ekki detta þetta fyrr í hug. Þetta er einmitt það, sem þig vantar og fellur eins og löpp í skólm. Ég hef verið að brjóta heilann um, hvers vegna forlögin hafi fleygt þér upp í fangið á mér á svona tilviljunar- kenndan hátt, en nú sé ég hvers vegna. — Nú er hann að sleppa sér, sagði Pope. — Já, nú skulum við svei mér allir sleppa okkur, svaraði Knight. — Það er, að svo miklu leyti sem maður má sleppa sér í bíl. Á morgun ætla ég að fara með þig, Castairs, og sýna þér staðinn. Yndislegt sautjándu ald ar hús í Hampshire og alveg eins og sniðið handa þér. — Hefur þú nokkuð gott af því? spurði Castairs. — .... Lítill trjágarður, glás af landrými og tjörn, sem er hreinasti gimst'einn. Þetta er al- veg eins og skækill af Paradís, sem hefur dumpað þarna niður í Hampshire handa þér að hirða. — Sveitasetrið, sem ég hef í huga, er í Surrey, sagði Castairs. — Ég er þegar kominn í bréfa- skipti út af því. — Surrey? Ekkert gagn í Surrey, flýtti Knight sér að segja. — Allt of þéttbýlt. Komdu heldur til Hampshire, þá ertu vænn. — Kannske á eftir, ef mér lízt ekki á setrið í Surrey. — Já, en þér gæti kannske lit- izt á það, og þá myndirðu ekki vilja jörðina í Hampshire. Carstairs samþykkti það. — Hér liggur eitthvað að baki, sagði Pope. — einhverjir eiginhagsmunir. Hann er svo æstur. — Það er rétt hjá þér, Pope, sagði Castairs og leit fast á unga manninn. — Ef einhver annar ætti í hlut, segði ég, að hann roðnaði. — Já, hann er eins nærri því og hann getur komizt, sagði Pope. — Ég hef ekkert að bera kinn roða fyrir, sagði Knight. — Er kannske nokkuð Ijótt í því að vera trúlofaður? — Trúlofaður? sögðu hinir í kór. — Ég vona, að hún sé þín verðug, bætti Pope við. — Ég get ekki almennilega séð neitt samband milli þinnar trúlofunar og minna húsakaupa, Carstairs. — Þig skortir ímyndunarafl, svaraði Knight, stuttaralega. — Hún á heima þarna í Hampshire. Ef þú kaupir þetta indæla hús frá Elízabetartxmanum, get ég komið þangað og verið hjá þér. En eins og nú er statt, þarf ég að gera mig út í veiðiferðir þang að og hanga við þessa bölvaða ársprænu. í síðustu þrjú skiptin samanlagt hef ég veitt þrjá smá- titta og séð hana einu sinni — og það með fóstrunni sinni. Carstairs leit vandræðalega á unga manninn sem snöggvast og síðan á Pope. — Hann er eitthvað ruglaður, drengurinn, eða þá á mjög lágu siðferðisstigi. — Hvort tveggja, svaraði Pope, djúpri rödd. — Þetta hús hans er náttúr- lega einhver gauðgötug rúst, sagði Carstairs, — og tjörnin svo kölluð einhver skítugur andapoll ur með grænu slýi ofan á. Hann hefði átt að verða fasteignasali. — Ég ætla þangað á morgun, hvort sem er, sagði Knight. — Ef þið viljið ekki aka mér þang- að, er ekki annað að gera en að fara með lestinni — á þriðja far- rými. — Hvers vegna þarftu að vera að þessu fiskiríi? spurði Carsta- irs. Knight stundi. — Trúlofunin er enn ékki opinber, sagði hann, eftir nokkra þögn. — Og greifa- frú Penrose, sem er fjárhaldsmað ur stúlkunnar, skortir réttan skilning á mér. — Já, en .... reyndi Carstairs að segja. — Vertu ekki að gera að gamni þínu, sagði Knight, þreytu lega. — Þetta er fúlasta alvara. Ég býst náttúrlega ekki við að gamall piparhlúnkur geti skilið slíkt, en hann gæti að minnsta kosti reynt til þess. — Hvað hefur fjárhaldskerl- ingin á móti þér? spurði Carsta- irs. — En fátæktina! sagði Knight, svartur á svip. — Fjögur hundr- uð punda árstekjur og tiginmann leg framkoma er aleiga mín í þessum heimi. — Þegar ég var á þínum aldri .... sagði Carstairs. — Æ, guð minn góður! vein- aði Knight. — Góði Carstairs minn, ég á þrjá föðurbræður, þrjá drumbslega föðurbræður, gjörsneydda öllu ímyndunarafli, og hvenær, sem ég heiðra þá með heimsókn, í þeim heiðarlega tilgangi að slá þá um nokkra aura, byrja þeir alltaf á þessum sömu orðum. Kunna ekki annan formála. Reyndu að segja eitt- hvað skemmtilegra. Segðu mér til dæmis, hvenær bíllinn verður tilbúinn. — Já, en mundu að ég ætla ekki að kaupa þetta hús. — Vitanlega, svaraði Knight með áriægjuglotti. — En það drepur engan að líta á það, eins og konan sagði, þegar hún dró manngarminn sinn með sér á út- söluna. Þú ert öndvegis náungi, Carstairs. — Það er Pope líka, bætti hann við, eftir ofurlitla umhugsun. — Er hálf-ellefu of snemmt fyrir ykkur? — Nei, það er mátulegt, sagði Carstairs. — En hvernig er það. Viltu að bílstjórinn sé með hvíta slaufu? — Hann má fyrir mér vera með hvítan rósakrans, sagði Knight. — Mér er svoddan ánægja að geta gert eitthvað fyr ir þig, Carstairs, að ég myndi láta mér lynda, hvern fjandann, sem þú fyndir upp á. Vel á minnzt: Væri þér ekki alveg sama, þó að ég tæki mann með mér .. það er kunningi minn, sem heitir Peplow — prýðileg- asti náungi. Hann á sem sé líka hagsmuna að gæta, þarna í Hampshire. — Hagsmuna? spurði Carsta- irs, mæðulega. — Já, þetta er ágætis stúlka, sagði Knight. — Fred var vanur að fara með mér í fiskiríið og stúlkurnar eru beztu vinkonur. Hann hafði áður hitt hana í borg ini\i, skilurðu. — Heldurðu að ég ætli að fara — Nei, taktu hann með í herr- ans nafni, sagði Carstairs. — En mundu, að ég þvæ hendur mínar af þessu öllu. Ég hef ekki annað erindi en líta á hús. — Fallega gert af þér, sagði hinn. — Og ef út í það er farið, er það einmitt erindið, sem ég ætlaði þér til Hampshire. Jæja, verið þið bless. Ef ég á einhvern tíma að komast á fætur í fyrra- málið, er betra að komast í bæl- ið. Hann greip vindling úr kassan um og gekk út, raulandi nýjasta tízkulagið. Carstairs reyndi að komast hjá ávítunartilliti félaga síns með því að standa upp og fá sér viskíglas. Morguninn eftir var fagurt veð ur, ofurlítill þokuslæðingur, en sólskin í nánd, þegar bíllinn kom að dyrunum, á mínútunni, og herra Knight steig úr honum, og með honum ungur maður, held- ur feitlaginn, sem var kynntur sem hr. Peplow. Þegar Pope hvíslaði og spurði, hvar hinir væru, lét hann eins og hann heyrði ekki. — Þetta var voða fallega gert af ykkur, sagði Peplow er hann klifraði upp í bílinn um leið og vinur hans settist hjá bílstjóran- um. — Mér þykir svo gaman að veiða. — Eruð þið með stangirnar ykkar? spurði Carstairs, er þeir mjökuðust af stað. — Jack, sagði Peplow og hall aði sér fram að félaga sínum, — við höfum gleymt stöngunum. — O, skítt með það, sagði Knight. — Já, en .... sagði Peplow. Knight sneri sér í sætinu. ■— Það er allt í lagi, þeir vita, hvern ig allt er í pottinn búið. Carstairs fékk það upp úr mér í gærkvöldi. Peplow hallaði sér aftur í sæt inu og roðnaði, strauk Ijósleitt yfirskeggið og leit út undan sér til velgjörðarmanns síns. Og ekki leið honum betur, þegar Pope rak upp hrossahlátur. — Þettg var voða fallega gert af ykkur, tautaði hann eins og ósjálfrátt. — Þetta er nú veður í bíltúr, sagði Knight og sneri sér aftur við í sætinu, er þeir voru að kom ast burt frá útborgum Lundúna, og tóku að finna ilminn af sveita landinu. — Þú ættir að vera mér þakklátur, Carstairs. — Það er ég líka. — En hvernig er nú dagskrá- in? sagði Knight. — Það er ágætis krá í þorpinu og ég sting upp á að við fáum okkur hádegis verð þar og skoðum svo húsið á eftir. — Það er ekki nema ágætt, sagði Carstairs. — Og kannske er líka hægt að sjá húsið út um gluggann á kránni. Það gæti sparað okkur fyrirhöfn. — Ég tel ekki eftir mér neina fyrirhöfn, sagði Knight, — sér- staklega þó ef ég get sjálfur ráð- ið, hver hún er. Má ég ekki aka svolitla stund? Hann settist undir stýrið og Pope hélt sér föstum í bilnum, til vonar og vara. Hann hallaði sér að Carstairs og Peplow og reyndi að segja eitthvað við þá, en vindurinn bara blés orðunum út í loftið, svo að hann varð að — Hættu að krafsa þetta á vegginn, maður! Heldurðu að ég geti ekki látið þig vita, þegar 27. ágúst 1975 rennur upp? a r í á á Sitjið kyrrir piltar, samtalið er ekki búið, hlustið! „Vissulega hirti ég úr kosninga sjóðnum, þingmaður, en þú í þínu kæruleysi, undirritaðir all- ar kvittanirnar. Og ef þú ekki útvegar mér Háu Skóga, get ég fært sönnur að því að þú hafir notað peningana tli eigin þarfa.“ Jæja Finnur Brodkin. Hvað segir þú um þetta? — Hann hefur aldrei orðið fyrir slysi, sagði Peplow hreyk- inn, — en hann hefur stundum sloppið alveg undursamlega. Manstu eftir múrsteinavagninum, Jack? Knight leit við til þess að brósa að þeirri endurminningu, en Pope hóf upp raust sína til andmæla. — Við skulum halda okkur við 40—50 km, sagði Carstairs og hallaði sér fram — ef ske kynni að múrsteinsvagnar væru hér á ferðinni. Knight andvarpaði og reyndi síðan, með svo sem tvo fingur á stýrinu að halda uppi samræðum við Pope. — Við erum næstum komnir, sagði hann skömmu síðar. Opnið þið nú augun til þess að geta not ið landslagsins. Þeir skriðu nú hægt gegn um krókótta þorpsgötu, með göml- um húsum beggja vegna, sem virtust hafa sofið í aldaraðir. — Þeir heyrðu bjölluna í verzlun- inni hringja og bogið bak hvarf inn um dyrnar á Rauða Ljón- inu. Að öðru leyti var allt eins og í svefni. — Rólegt, sagði Knight og næstum sleikti út um. — Hér erum við komnir. Hann staðnæmdist við dyrnar á ellilegri krá, svo sem hundrað skref hinum megin við þorpið, fékk bílstjóranum stýrið, gekk inn á undan hinum, kinkaði kolli til gestgjafans og hélt áfram upp á loft. — Jæja, nú skulum við fá okk ur almennilega að borða, sagði hann og vísaði hinum inn í vist- legt herbergi. •— Hér er eldur á arni og maturinn kemur klukk- an eitt. Sjáið þið bara, hvernig eldurinn sýnist milli fótanna á honum Pope! 3. Maturinn í „Hvíta hirtinum" var svo góður, að Carstairs tók að gruna, að Knight hinn fram- takssami hefði pantað hann fyrirfram. Þegar Pope stóð upp frá borðinu, andvarpandi, fleygði hann vindilstúfnum í eldinn, dró hægindastól að arninum og lei* á vini sína rökum augum. En síð an hneykslaði hann Knight með því að halla sér aftur á bak, taka silki-vasaklút upp úr vasa sín- um og leggjast til svefns. — Er eitthvað að honum? spurði Knight. — Mér líkar ein- hvern veginn ekki í honum and- ardrátturinn. Það er einhver kvefhljómur í honum, sem mér myndi ekki lítast á, ef ég væri mamma hans. Varirnar undir vasaklútnum opnuðust ofurlítið, en virtust svo hugsa sig um betur og skullu saman aftur. .— Gefðu honum hálftíma, sagði Carstairs. 3|tltvarpiö Laugardagur 7. maí 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morgunleikfimi — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.40 Tónleikar — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp. 12.50 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir) . 14.30 Laugardagslögin. — (16.00 Fréttir og veðurfregnir). 18.15 Skákþáttur (Guðmundur Arn- laugsson). 19.00 Tómstundaþáttur barna og ung- linga (Jón Pálsson). 19.25 Veðurfregnir. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Tónleikar: Lög úr óperettum eftir Strauss og Lehár (Rita Streich, Annelise Rothenberger, Peter Anders og kór og hljómsveit flytja; Franz Marszalek. stj.). 21.00 Leikrit: „Ur öskunni 1 eldinni** eftir Arthur Goring í þýðingu Sveins Skorra Höskuldssonar mag. art. Leikstj.: Ævar Kvaran. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög. 21.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.