Morgunblaðið - 08.05.1960, Síða 1

Morgunblaðið - 08.05.1960, Síða 1
24 siður og Lesbók 47. árgangur 104. tbl. — Sunnudagur 8. maí 1960 PrentsmiíHa Morgunblaðsins Willy Brandt Berlínar-vandamalið er ekki sem slíkt E I N S og kunnugt er hefst ríkisleiðtogafundurinn í París um miðjan þennan mánuð. Eitt helzta vandamálið, sem þar verður rætt, er Berlínar- deilan. Fréttaritari Morgun- blaðsins, Sigurður A. Magn- Flugmaðurinn á lífi Skýring Bandarikjanna hreinn upp- spuni, segir Krúsjeff Moskvu, 7. maí. (NTB-Reuter) NIKITA Krúsjeff, forsætis- ráðherra Ráðstjórnarríkj- anna, tilkynnti í Moskvu í dag að flugmaður banda- rísku flugvélarinnar, sem skotin var niður yfir Rúss- landi sl. sunnudag, væri á lífi og í haldi í Moskvu. Sagði ráðhérrann að flugmað- urinn, Francis Garry Powers, sem er þrítugur, hafi verið í njósnaflugi. Hafi Powers verið kapteinn í bandaríska flughern- um, þar til hann var fluttur yfir í upplýsingadeildina C.I.A. árið 1956. Krúsjeff tilkynnti æðsta ráðinu að tilgangur flugsins hafi verið að safna upplýsingum um eldflauga- og radarstöðvar Rússa. Mikið uppnám varð í saln um er Krúsjeff sýndi ljósmynd- ir, sem hann sagði að teknar hafi verið frá flugvélinni af flug- völlum og verksmiðjum. Attl a3 fremja sjálfsmorS Krúsjeff sagði að flugvélin hafi verið skotin niður með eld- flaug yfir Úralfjöllum nálægt Sverdlovsk í Síberíu. Flugmaður inn hafi fengið fyrirskipun um að fremja sjálfsmorð, til að fyr- irbyggja handtöku, og hafi haft til þess sérstakan eitraðan prjón, sem ekki þurfi nema skinnrispu til að drepa með. Forsætisráðherrann sagðist ekki hafa vilja tilkynna fyrr að flugmaðurinn væri á lífi, því hann hafi fyrst viljað heyra skýr ingar Bandaríkjamanna á atburð inum. Sú skýring væri hreinn uppspuni og hefðu þeir sem bjuggu til skýringuna reiknað með því að flugmaðurinn væri Framhald á bls. 22. Vor fundurinn ólögmætur ? Grimsby, 7. maí. Einkaskeyti til Mbl. frá Haraldi J. Hamar. ORÐRÓMUR gengur hér í Grimsby um að aðeins þrír eða fjórir hafi verið mætt- ir á fundi félags yfirmanna á togurum í gær þegar verkfallshótun var sam- þykkt.* Einn af talsmönnum tog- araeigenda sagði í dag að gerð yrði gangskör að því að atlvuga hve margir voru mættir og hvort fundurinn hafi verið lögmætur. ússon, hefur af því tilefni átt eftirfarandi samtal við borg- arstjóra V-Berlínar, Willy Brandt: . Meðan ég hafði viðdvöl í Ber- lín í lok apríl notaði ég tæki- færið og gekk á fund Willy Brandts yfirborgarstjóra og lagði fyrir hann nokkrar spurningar um ástandið í Berlín síðan við hittumst síðast fyrir nákvæm- lega einu ári. Brandt var hressi- legur að vánda, útitekinn og sæl- legur, hafði greinilega bætt við sig nokkrum pundum. Meðan á samtalinu stóð reykti hann a. m. k. heilan tug af sígarettum. Stórbætt efnahagsástand Brandt hóf mál sitt með því að lýsa efnahagsástandinu í Vestur-Berlín. Það er betra en nokkru sinni fyrr eftir stríð, sagði hann. Á árinu jókst fram- leiðslan um 12% og útflutningur inn til Vestur-Þýzkalands og annarra landa um 14%. Þetta eru merkilegar staðreyndir, sagði hann, því við bjuggumst við aft- urkippi í efnahagsmálum á síð- asta ári vegna hótana Rússa. Eftir stríð var framleiðslan í Berlin aðeins 17% miðað við 100% árið 1936, en nú er hún komin upp í 135%. Hundraðs- talan er hærri í Vestur-Þýzka- landi (eitthvað kringum 240%), en aukningin þar er samt hlut- fallslega lægri en hjá okkur. Auð vitað eigum við stjórninni í Bonn mest að þakka fyrir viðreisnina hér. Eftir stríð stóð framleiðslan hér undir 50% af neyzlu borgar- búa, en nú stendur hún undir um 80%. Afganginn greiðum við með mjög hagstæðum lánum frá V- Þýzkalandi og með efnahags- hjálp frá Bandaríkjunum. Fjárfesting örvuð — Gerið þið hér í Vestur- Berlín nokkrar sérstakar ráð- stafanir til að örva fjárfestingu og uppbyggingu' nýrra atvinnu- greina? ■— Já, við höfum ýmiss konar reglur sem miða að því. Til dæm Einkasamtal Morgunblaðsins við Willy Brandt borgarstjóra is er ékki greiddur söluskattur af vörum sem seldar aru til Vestur-Þýzkalands. Ennfremur veitum við ríflegar skattaíviln- anir, allt upp í 20%. Þá má geta þess að við leyfum hærri árlegar afskriftir en almennt tíðkast, þegar fé er lagt í húsbyggingar, vélakaup og þess háttar. Annars er meginstoð okkar- efnahags- hjálpin frá Bandaríkjunum og hin hagstæðu lán frá Vestur- Þýzkalandi til opinberra fram- kvæmda. Einkaframtak og opinber rekstur — Hvað um þjóðnýtingu? — Við förum bil beggja í þeim efnum. Flest stórfyrirtæki eru sameign einstaklinga og hins op- inbera.Hér er til dæmis stórt raf_ orkuver sem borgarstjórnin á meirihluta í. Ég er sjálfur for- maður félagsstjórnarinnar. Enn- fremur á hið opinbera tvo stóra banka. Ég er líka formaður bankaráðs í öðrum þeirra. Þá má nefna að hér er stór vélaverk- smiðja sem var í einkaeign en bar sig illa. Sambandsstjórnin í Vestur- Þýzkalandi keypti hana, og síðan hefur hún verið í ör- um vexti. Við bindum okkur ekki í neinar fastar kreddur á efnahagssviðinu, en erum mjög sveigjanlegir. Berlín er gott dæmi um nána samvinnu ein- staklingsframtaks og opinbers reksturs. — Hvað haldið þér um afdrif Berlínar-málsins á ráðstefnu æðstu manna? — Ég held að Krúsjeff sé þess fullviss að ekki fáist nein lausn á Berlínar-vandanum á þessari ráðstefnu. Hann hagar sér sam- kvæmt því. En hvers vegna gaf hann þessa yfirlýsingu í Baku á dögunum, þar senf hann hótaði raunverulegri nýrri einangrun Vestur-Berlínar? Mér finnst stundum að Krúsjeff leiki hlut- verk kórleiðtogans í grískum harmleik: hann stendur í broddi fylkingar öðrum megin á svið- inu og hrópar fyrir munn hennar til leikendanna á sviðinu, sem. yfirleitt virða orð hans að vett- ugi. Annars er fróðlegt að gefa Framh. á bls. 2. Brezhnev Brezhnev forseti Ráð- stiómarríkjanna Moskvu, 7. maí. (Reuter) KLEMENTI Voroshilov, marskálkur, sagði í dag af sér Vinnslustöðvar sömdu sjálfir Utvegurinn greiðir allt sem efnahags- ráðstafanirnar gerðu ráð fyrir og útvegsmenn um fiskverð EINS og frá var skýrt í blað- inu í gær hafa útvegsmenn og sölusamtök fiskframleiðenda samið sin á milli um fast fisk- verð. Er þar með lokið deilu þeirri, sem staðið hefur milli þessara aðila. Af þeim samn- ingura hefur ríkisstjórnin engin afskipti haft. Hins veg- ar var fallizt á, að skulda- hali útflutningssjóðs yrði greiddur á lengri tíma en áð- ur var gert ráð fyrir. Stjórnarandstæðingum hlýtur að vera einstaklega órótt þessa dagana, því að í gær grípur Þjóð- viljinn til furðulegra falsana í sambandi við samkomulag út- vegsmanna og vinnslustöðvanna um fiskverð. Eins og kunnugt er hefur deila þessi staðið lengi yfir og raddir heyrzt um það frá hagsmunasam- tökum sjávarútvegsins, að ríkis- stjórnin yrði að skerast í málið. Því hefur stjórnin að sjálfsögðu neitað, þar sem þá væri uppbóta- stefnan sáluga innleidd á ný. Samningar hafa nú tekizt um þetta mál milli réttra aðila og ber að fagna því, að þessi leið- indadeila er nú leyst, án afskipta ríkisvaldsins. Þegar efnahagsaðgerðirnar voru undirbúnar af innlendum og erlendum sérfræðingum, lögðu þeir til, að skuldahali út- flutningssjóðs, sem tekinn var í arf frá vinstri-stjórnartímanum, yrði greiddur á þann hátt á inn- heimtur yrði sérstakur útflutn- ingsskattur. Skyldi sá skattur renna til greiðslu þessara skulda, þar til þeim væri lokið, en falla þá niður. Að sjálfsögðu skiptir það stjórn ina litlu máli, hvort tími sá sem fer til að greiða upp þessar skuld ir er styttri eða lengri. Hins veg- ar var talið heppilegast fyrir út- veginn að losna sem fyrst við þessar greiðslur. Þess vegna var gert ráð fyrir, að útflutnings- skatturinn yrði 5%,-og þá hug- myndin að þetta ár nægði til að Ijúka greiðslu skuldánna, svo að þá mætti fella skattinn algjör- lega niður. Ekki hvikað frá stjórnar stefnunni Forystumenn sjávarútvegsins hafa hins vegar orðið sammála um, að hagkvæmara væri að greiða vinstri-stjórnarskuldirnar á lengri tíma og óskað þess, að útflutningsskatturinn yrði aðeins 2Vá% og stæði þá þeim mun leng- ur. Á þetta gat ríkisstjórnin fallizt, því að þetta er fyrst og fremst mál útvegsins. Hins vegar er það Framh. á bls. 22. sem forseti Ráðstjórnarríkj- anna, og tekur Leonid Brezh- nev við embættinu. Voroshilov, sem tók þátt í bylt- ingunni í Rússlandi þegar zarn- um var steypt af stóli, er 79 ára og óskaði eftir að verða leystur úr embætti vegna vanheilsu. Æðsta Ráðið samþykkti að verða við ósk hans og var Brezhnev skipaður forseti í hans stað. Brezhnev er 53 ára og hefur verið háttsettur í kommúnista- flokknum í mörg ár. Hann var starfsmaður Krjúsjeffs í Ukra- inu árin 1947—49 og varð seinna æðsti embættismaður Kazakhst- anríkis. PRETORIA, Suður Afríku, 7. maí (Reuter): — Hendrik Verwoerd, forsætisráðherra Suður Afríku, var í dag skorinn upp til að fjar- lægja tvær byssukúlur úr höfði hans. Ráðherranum var sem kunnugt er sýnt banatilræði hinn 9. apríl sl., en læknar hafa ekki talið rétt að reyna að ná kúlun- um fyrr en nú. Var önnur kúlan á bak við og fyrir neðan vinstra eyra, en hin í hægra kjálka. Uppskurðurinn gekk vel. Náð- ust báðar kúlurnar, og líður ráð- herranum eftir atvikum vel. -

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.