Morgunblaðið - 08.05.1960, Page 2

Morgunblaðið - 08.05.1960, Page 2
MORGUTSBLÁÐIÐ Sunnudagur 8. mal 1960 Áriff 1960 byrjaffi hér í Reykjavík með mjög dramatískum hætti, eins og flestum er enn í fersku minni. Hvaff gerðist og hvernig sá atburður gerðist er ekki gott að segja um. Revían „Eitt Iauf“ sýnir hvernig Hans klaufi hugsar sér þennan at- burff, meff Steinunni Bjamadóttur og Karli Guffmundssyni í hlutverkum. Uppselt er í kvöld, en næsta sýning á þessari skemmtilegu revíu verffur þriðjudagskvöld kl. 8,30. — Berlínar-vanda- málið Framh. af bls. 1 því gaum hvernig hann hagar orðum sínum í seinni tíð. Ul- bricht, foringi austur-þýzkra kommúnista, sagði nýlega að Berlín væri hluti Austur- Þýzkalands. Krúsjeff' orðaði þetta hins vegar öðru vísi. Hann sagði að Berlín lægi á landsvæði Austur-Þýzkalands. Hann er líka farinn að tala af meiri varfærni um einhliða friðarsamninga við Austur-Þýzkaland. Áður sagðist hann hiklaust mundu gera sér- samning við Austur-Þýzkaland, en nú segir hann: Ef Vesturveld- in samþykkja ekki friðarsamn- inga við Þýzkaland (þ. e. a. s. báða hluta þess), þá neyffist ég til að gera sérsamninga við austurhlutann. — Er Vestur-Berlín búin undir einangrun? — Já og nei. Við erum auð- vitað miklu betur settir nú en árið 1948, því við eigum vara- forða sem mundi nægja okkur í eitt ár án utanaðkomandi hjálp- ar. Þess vegna yrði ekki nauð- synlegt að finna skyndilausn, ef við yrðum einangraðir. Annars er ég ekki sérstaklega hræddur um einangrun. Ef ég væri hátt- settur auglýsingastjóri hjá Krús_ jeff mundi ég segja við hann: „Ég held það sé mjög óheppileg leið til vinsælda úti í heimi að reyna að svelta fólk inni. Sér- staklega held ég að þjóðir Asíu og Afríku líti þess háttar fram- ferði óhýru auga.“ Ég er alls ekkj frá því að Krúsjeff mundi fallast á þetta sjónarmið. — Á hvað munduð þér leggja mesta áherzlu í hugsanlegum samningum um lausn Berlínar- málsins? — Ég mundi leggja meginá- herzlu á þrjú atriði. í fyrsta lagi má hvorki draga úr né gefa eftir nein af þeim réttindum sem Vest urveldin hafa tryggt sér með al- þjóðlegum samningum. Það mundi ekki einungis vera hættu- legt fyrir Berlín sjálfa, heldur og Vestur-Þýzkaland og Vestur- Evrópu í heild, því menn mundu líta svo á að ekki væri ástæða til að taka loforð og skuldbind- ingar Vesturveldanna mjög há- tíðlega. Fátt væri heillavænlegra fyrir siðferðisþrek Vestur-Þjóð- verja og Evrópubúa yfirleitt. í öðru lagi má ekki gera neinar þær samþykktir eða ráðstafanir sem dragi úr eða hindri óvefer.gj- anlegan rétt fólksins til að velja sér forustu og ákveða framtíð sína. í þriðja lagi má alls ekki slíta böndin milli Vestur-Berlín- ar og Vestur-Þýzkalands. Þessi bönd eru bæði menningarlegs, lagalegs og efnahagslegs eðlis. Berlín getur ekki haldið lífi án þessara banda, einkum á sviði iðnaðar og viðskipta. Hún verð- ur að vera partur af stærri heild. — Gerið þér yður vonir um lausn? — Ég veit ekki hvað skal segja. f rauninni er út í hött að tala um lausn á Berlínar-vandamál- inu, því það er ekki til. Berlínar. vandamálið er ekki annað en vandamál Þýzkalands og Evrópu í heild. Berlín er bara ein afleið- ing sundrungarinnar í Evrópu, baráttunnar milli lýðræðis og kommúnisma. Berlín er afleið- ing, en ekki orsök vandræðanna í Evrópu. — Gætuð þér fallizt á að gera einhvers konar samkomulag við valdhafa Austur-Þýzkalands til að koma í veg fyrir einangrun Berlínar? — Ég hef alla tíð verið fylgj- andi því að taka mjög einarða og ákveðna afstöðu. Berlín hefur skýlausan rétt til sambands og samgangna við Vestur-Evrópu. En þessi réttur felur auðvitað líka í sér ábyrgð. Ef verðið, sem greiða verður til að komast hjá einangrun, er einhvers konar samkomulag við Pankow (lepp- stjórn Austur-Þýzkalands), þá mundi ég ekki vera því andvíg- ur. Ef tryggt er að Rússar kasti Dómsniðurstaða nofuð til árása á ráðherra Rikíð bæti tjón vegna þess að breytt var skipulagi á Hellu DÓMUR hefur nú falliff í sér- stæffu máli, sem reis vegna þess aff vegar- og brúarstæði viff Hellu á Rangárvöllum var flutt frá því sem fyrirhugaff hafffi veriff. Taldi stjórn Kaup félagsins Þórs á Hellu þessa breytingu vera til stórtjóns fyrir félagiff, þar sem það hef- ur nú fyrir skömmu reist ný verzlunarhús samkv. staðfest- um skipulagsuppdrætti, en staðsetning þeirra verður nú óhagkvæmari en ætlað var. Gerðardómi, sem skipaður var 3 hæstaréttardómurum, var falið mál þeta til úrlausnar, og varð niðurstaða hans sú, að ríkissjóður skyldi greiða Kaup félaginu Þór kr. 750 þús. í skaðabætur. I forsendum dómsins segir m.a.: „Hin staðfesta skipulagning Hellukauptúns er stjórnarat- höfn, sem kaupfélaginu var rétt að miða framkvæmdir sín ar við. Vegna skipulagningar- innar valdi kaupfélagið í sam- ráði við skipulagsyfirvöldin verzlunarhúsinu þann stað, sem það nú stendur á, í því skyni að tryggja því sem bezta viðskiptaaðstöðu gagnvart um ferð um Suðurlandsveg, og hafði kaupfélagið ástæðu til að treysta því, að sú aðstaða mundi haldast um alllangan tíma. Á þessu verður nú, að- eins 5—6 árum eftir byggingu verzlunarhússins, mikil rösk- un vegna hins nýja brúarstæð- is og þar af leiðandi breyting- ar á heildarskipulagi Hellu- kauptúns. Af þessum sökum þykir kaupfélagið tvímæla- laust eiga rétt til nokkurra bóta“. Þjóffviljinn og Frjáls þjóff hafa gert mál þetta aff árásar- efni á Ingólf Jónsson ráffherra, sem um Iangt skeiff hefur veitt Kaupfélaginu Þór forstöffu. ekki frá sér allri ábyrgð í Berlín, ætti slíkt samkomulag ekki að saka. — Hvað þá um kröfur Austur- Þjóðverja? — Já, þetta um að leggja niður allan áróður. Ég er því meðmælt- ur, ef ekki er farið út í rósamál. Þetta er mjög alvarlegt og erfitt vandamál, því við notum sama tungumál og austanmenn. Orðin fá allt annað gildi í þeirra munni, t. d. orð eins og „lýðræði“, „frelsi" og „sjálfsákvörðunar- réttur“. Vesturveldin hafa lagt til að haft verði strangt eftirlit í báðum hlutum Berlínar og er ekkert nema gott um það að segja. En þetta leysir alls ekki Viff þessar ómaklegu árásir er þaff fyrst og fremst aff at- huga, aff stjórn kaupfélagsins, ákvaff aff leita réttar síns löngu áður en Ingólfur Jóns- son varff ráffherra. En þó aff svo hefði ekki veriff, þá höfðu stjórnendur fyrirtækisins enga heimild til aff firra félag iff rétti meff því aff hlífast viff málshöfðun, vegna þess aff fyrrv. stjórnandi þess var orff- inn ráðherra, enda hefur hann engin afskipti haft af málinu. Athugasemd f jármálaráðu- neytisins f tilefni af árásunum á Ing- ólf Jónsson hefur fjármála- ráðuneytið sent frá sér eftir- farandi athugasemd: „Með gerðadómsamningi, sem gerður var 19. febrúar sl. af fjármálaráðherra f. h. rík- issjóðs og Ólafi Þorgrímssyni, hæstaréttarlögmanni f. h. Kaupfélagsins Þór á Hellu, var ákveðið, að gerðardómur skipaður þremur af dómurum Hæstaréttar skyldi úrskurða, hvort ríkissjóður bæri bóta- skyldu gagnvart kaupfélaginu vegna fyrirhugaðra breytinga á brúarstæðinu yfir Ytri- Rangá, og þá um leið þjóð- veginum á þeim slóðum. Gerð ardómurinn skyldi dæma um bótaskylduna og upphæð bóta, ef til kæmi. — í dóminn voru nefndir hæstaréttárdómararn- ir Þórður Eyjólfsson, Gizur Bergsteinsson og Jónatan Hall varðsson. Gerðardómurinn kvað upp úrskurð sinni 23. apríl sl. og voru úrslitin á þá Iund, að ríkissjóður var talinn bóta- skyldur og voru bætur ákveðn ar 750 þús. krónur. í dagblaðinu Þjóðviljanum og vikublaðinu Frjálsri þjóð í gær er dómur þessi gerður að umtalsefni. í báðum blöð- unum eru ósæmilegar aðdrótt- anir í garð Ingólfs Jónssonar, samgöngumálaráðherra, um að hann hafi misnotað aðstöðu sína til ávinnings fyrir Kaup- félagið Þór. Út af þessu vill ráðuneytið taka framí Eins og áður segir var það fjármálaráðherra, sem af hálfu ríkisins tók ákvörðun um þá málsmeðferð, sem höfð var, en eigi Ingólfur Jónsson. Ráðuneytið vísar því á bug að ákvörðunin um gerðardóm hafi verið tekin fyrir áeggj- an Ingólfs Jónssonar og af hlífð við Kaupfélagið Þór. Er rétt að geta þess, að stjórn Kaupfélagsins Þórs ákvað að gera kröfu um skaða bætur í júlí-mánuði 1959, eða löngu áður en Ingólfur Jóns- son varð ráðherra. Rök þau, er að því hnigu að ráðuneytið tók þessa ákvörðun voru: 1. Úrslit málsins fengust miklu fyrr með þessu móti. 2. Fyrir gerðardóminum var fjallað um nákvæmlega sömu atriði og gert hefði verið fyrir hinum reglu- legu dómstólum, þ. e. skaða bótaskyldu og bótahæð. 3. Þessi málsmeðferð var ó- dýrari en ef málið hefði verið flutt fyrir tveim dóm stigum. 4. Gerðardómurinn var skip- aður þrem hinna föstu dómara Hæstaréttar.Niður staða hlaut því að vera jafn örugg og þótt Hæsti- réttur hefði um málið fjallað. 5. Þess eru ýmis dæmi áður, að ríkisstjórnin hafi talið heppilegt að semja um, að gerðardómur fjallaði um kröfur á hendur ríkis- sjóði”. ( LÆG-ÐIN SV. af íslandi S hreyfðist lítið úr stað í gær- • morgun og var því gert ráð S fyrir SA.-átt og skúrum í gær. S! Horfur voru einnig á, að í dag • yrði suðlæg átt og einhver ( væta um suðurhluta iandsins. A kortinu má sjá, að veður- skipið B, eða Bravo eins og það er nefnt, er norðar og austar en venjulega. Það er búið að vera á þssum slóðum síðan farið var að óttast um danska Grænlandsfanð Hanne vandann, heldur skapar bara ný vandamál. Austur-Berlín er stærsta njósnamiðstöð kommún- ista utan Rússlands. Þar eru t. d. sérstakar njósnadeildir fyrir Norðurlönd, Frakkland, Benlux_ löndin o. s. frv. Hvernig.er hægt að hafa eftirlit með slíkri starf- semi? Eðli sínu samkvæmt liggur hún handan við allt eftirlit. Ég mundi leggja til að lögð yrði höfuðáherzla á að varðveita frið- inn og koma í veg fyrir hvers konar æsingar eða tilraunir til að rjúfa lög og reglu í borginni. Önnur vandamál eru of loft- kennd . — Að lokum ein spuming: Haldið þér að til þess kunni að koma, að valdhafar Austur- Þýzkalands taki upp sjálfstæðari stefnu en þeir hafa fylgt hingað til? — Leppstjórnin í Pankow mundi ekki haldast við völd einn dag, ef rússneski herinn í A- Þýzkalandi væri kvaddur heim. Það veit hún mætavel. Ulbricht og kumpánar hans hafa ásamt Albönum verið tryggustu þjónar Kreml í Evrópu. Ég held að þetta sé að breytast. Þeir sem til þekkja halda að Ulbricht sé í ein hverri framþróun, að hann hafi þróað með sér sjálfstraust sem hann átti ekki áður. Hann gerði allt sem í hans valdi stóð til að gera Austur-Þýzkaland að eins konar fornminjasafni stalinism- ans. Kommúnistarnir í Austur- Þýzkalandi leituðust í rauninni við að vera rússneskri og rauðari en Rússar sjálfir. í seinni tíð hafa Rússar oft orðið að stemma stigu við þessari tilhneigingu til öfga, sem er svo rík í Þjóð- verjum. Þrátt fyrir það hafa lepparnir í Pankow tekið upp æ nánari samvinnu við kínverska kommúnista. Það kom hvað greinilegast fram í sambandi við skærurnar á landamærum Ind- lands, þegar Ulbricht var miklu ákveðnari í stuðningi sinum við Kínverja heldur en Krúsjeff. Ekki alls fyrir löngu sendi Ul- bricht sendinefnd til Kína i trássi við Rússa. Hún var kölluð til Moskvu eftir heimkomuna og kom þaðan tveim vikum síðar. Það er ekki gott að vita hvað gerðist. Ennfremur er það at- hyglisvert að þjóðnýtingin í Austur-Þýzkalandi virðist miða að því að stæla og gleðja Kín- verja. Þeir beita sömu aðferðum og tala jafnvel um „kommúnur“ að hætti Kínverja. Auðvitað geta margar ástæður legið til þessarar afstöðu Ulbrichts. Ein er eflaust sú að leppstjórn í sundruðu landi á erfitt með að færa sér í nyt þjóðernisstefnuna eins og pólskir kommúnistar gera. Önnur gæti verið sú að Ulbricht sé að stunda hin hefðbundnu „veðmál“ komm únistaríkjanna. Honum er kannski kunnugt um að Krús- jeff eigi í vök að verjast heima fyrir, og veðjar því á andstöðuna við hann í þeirri von að hún verði ofan á, áður en yfir lýkur. Þá er sú skýring hugsanleg að Ulbricht viti fyrirfram, að Krús- jeff muni bregðast honum í samn ingum um Berlínar-málið. Hver sem skýringin er, verður fróð- legt að fylgjast með þróuninni í samskiptum Rússa og Austur- Þjóðverja í framtíðinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.