Morgunblaðið - 08.05.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.05.1960, Blaðsíða 3
Sunnudagur 8. maí 1960 MORGUWBLAÐIÐ 3 ÞEGAR ég var orðinn þekkt- ||| ur höfundur, sögðu menn \ íð mig: ,,I>ú verður að leggja peji ||| inga í bankann'. Það m i n skynsamt fólk. En ég hef ald- §§§ rei getað skilið nauðsyn þess |§§ að gera eða gera ekki það, si m menn gera eða gera ekki. El' get vel skilið, að ég skaprauni |§ fólki, en ég get ekkert gert við því. Þegar ég var lítil, átti ég marga vini í skólanum, en ég var ekki hamingjusöm þar. Ef §| til vill var ég r>f tilfinninga- næm eða of þjáð af minni- máttarkennd. Ég stamaði 1 hræðilega; mér hefir nærri 1 því tekizt að sigrast á því, en i| ég tók það mjög nærri mér þá. Þar við bættist, að mamma neyddi mig til að ganga með i hatt. Ég var með fléttur, sem allir toguðu í, og gekk í sokk- um, þó að allir aðrir væru í leistum .... hvílík ógæfa! Og ekki bætti það úr skák, að ég fékk alltaf góðar einkunn- ir, var alltaf hæst í bekknum, og þess vegna var gert gys að mér — árum saman. Við fluttum frá Lyon og settumst að í París, þegar stríðinu var lokið. Og dag nokkurn, þegar ég var 12 ára, höfðu nokkrar telpur boðið mér heim. Þær stríddu mér allan daginn. Telpur geta ver- ið grimmar. Ég fór grátand' heim. ekki meö Hindúa til Indlands En næsta dag tók ég til minna ráða. Ég klippti hárið á mér og fór í leista, og upp frá þeim degi var ég í sókn. Ég man, að ég greip fyrsta tækifæri, sem ég fékk til að króa eina bekkjarsystur mína úti í horni og segja við hana: „Þú ert bara lítill ógreiddur bjáni“, eða eitthvað þess hátt- ar. Upp frá þessum degi breytt- ist allt. Ég var ekki lengur í vörn. En samt leið mér alltaf bezt heima. Ég lék mér og las mikið, mjög mikið, allt, sem ég gat náð í. Það var lítið eftir lit með lestrarefninu á heim- ilinu, og ég las rómantísku höfundana, og síðan tók ég til við Camus. Ekki rétt Það einkennlega er, að fólk er alltaf að stagast ó því, að ég haf verið alin upp á vel efnuðu borgaralegu heimili, en 18 ára að aldri hafi ég sagt skilið við þetta allt og farið mína leið. Þetta er ekki rétt. Breyting- in varð á mér smám saman og svo að lítið bar á. Þegar ég var á aldrinum 14—16 ára lék ég knattleik. Mér var vísað úr menntaskóla. Ég ráfaði um göt urnar, las og virti fyrir mér lífið. Þegar ég var 14 eða 15 ára, byrjaði ég að skrifa. Það var bara smávegis — stuttar skáldsögur og angurvær og háspekileg kvæði, og sitt af hverju. Ég skrifaði mjög hratt, og þetta var mjög lélegt. Ég fleygði því öllu. Ég hafði líka áhuga á tón- list, sígildri tónlist og jassi. Ég var 16 ára, þegar ég fór að sækja dansstaðina við Saint- Germain-des-Prés. Við fórum þangað síðdegis á fimmtudög- um, laugardögum og sunnu- dögiim til að dansa. Það var skemmtilegt. Svo flvttum við okkur heim með strætisvagn- inum til að vera ekki skamm- aðar fyrir að koma of seint. Við komum venjulega heim tveimur klukkustundum of seint. Fyrir hvem dans, sem við stálumst til að dansa, gát- um við átt von á meiri skömm um. Og ég hefi aldrei getað þol- að deilur. Ég hefi aldrei getað verið gröm við neinn, ekki heldur við sjálfa mig. Mér leiðist það. Ef menn reyna að stofna til rifrildis, þoli ég það ekki. Ég leysi málið á mjög einfaldan hátt: ég forða mér strax. Fólk nógu gott Sama er að segja um fólk, sem vill gera betri mann úr mér. Það gerir mig alveg ör- vita. Fólk er eins og það er, og það er alveg nógu gott. Ég get vel hugsað mér, að einhver, sem ég elska, breyti lífi mínu eða einhverjir stór- kostlegir atburðir. En að breyta sjálfri mér mikið, af eigin hvötum, nei. Til þessa er það einkum þrennt, sem hefir haft djúp áhrif á mig — vinsældir bók- anna minna, bílslysið fræga og hjónabandið. Þá er það persónulegt frelsi. Ég skrifa ekki fyrir sjálfa mig Að sjálfsögðu hafa þeir peningar, sem ég hefi fengið fyrir bækurnar mínar, breytt lifnaðarháttum mínum. Þegar ég skrifa, vinn ég á hverjum degi. Stundum að- eins hálfa klukkustund, ef mér gengur ekki vel. Stund- um fimm, sex eða sjö klukku- stundir, ef allt leikur í lyndi. En aldrei er hægt að gera eins vel og maður óskar sér. Ég þekki nokkrar mjög góðar bækur, og ég myndi gefa allt til að geta skrifað eitthvað í líkingu við þær. Það er mikið alvörumál að skrifa. Ég skrifa aldrei góða bók fyrir sjálfa mig. Ég get aðeins gert mér vonir um, að lesandinn heyri rödd mína og finni að baki hennar — mann- lega sál. Þetta skiptir mestu máli —. Þetta og starfið og löngunin til að leysa það enn betur af hendi. Ekki of kröfuharðir Gagnvart vinum mínum er ég sú sama og ég hefi alltaf verið. Ég fer aðeins fram á, að þeir séu alúðlegir og ekki of kröfuharðir. Ég minnist þess ekki að hafa nokkru sinni deilt við neinn þeirra. Efj ég gét hringt á síðustu stundu og afþakkað boð til hádegis- verðar eða miðdegisverðar, án' þess að nokkur leiðindi verði út.af því, veit ég, að sá, sem| á hlut að máli, er vinur minn. Ég veit, að þetta er sjaldgæft, en sannleikurinn er sá, að all- ir vinir mínir eru mjög skiln- ingsgóðir og lofa mér óátalið að gera það, sem ég vil helzt. Þeir dæma mig ekki og reyna ekki að telja mig á að lifa öðru vísi en mér er eiginlegt. Ef til vill á þetta sínar or- sakir: Ég laða að mér hina veiklunduðu, þó að ég laðist sjálf að þeim, sem eru vilja- sterkir. Þetta gengur ágæt- lega. Og ég skil það mjög vel, þegar vinir hverfa á brott um tíma og segja: „Jæja, bless, ég ætla að fara í ferðalag. Ég skrifa þér.“ Það skiptir engu máli, hvort þeir skrifa eða ekki. Tíminn líður, og dag nokkurn koma þeir aftur. Ekkert hefir breytzt. Við þekkjumst svo vel, og okkur fellur jafnvel og áður. Það mætti halda, að þetta lýsti ekki öðru en mjög mik- illi eigingirni. En ég held ekki. Ef vinur minn skrifar mér eða sendir mér skeyti: „Komdu strax, ég þarfnast Éramh. á bls. 23. Si. Jón Auðuns dómprófastur: Örðugt að trúa „ÞIÐ eruð að safna fé fyrir jarð- skjálftafólkið í Agadir, og það er gott. En það eru einmitt atburðir eins og þessi, sem gera mér erf- itt að trúa ,erfitt að trúa á al- máttugan og miskunnsaman Guð“, — sagði maður við mig á götu í vetur. Ég hugsa, að hann hafi getað mælt fyrir margra Hvernig getum vér trúað á al- mætti og algæzku Guðs, er vér sjáum eina jarðskjálftanótt granda þúsundum manna og baka þúsundum annarra ævi langa sorg? Hljótum vér ekki að sleppa öðru tveggja, trúnni á al- mætti eða trúnni á algæzku Guðs, er vér horfum á það ofurmagn böls og harma, sem mannlífið er þrungið af? Verður ekki örðugt að trúa, þegar vér sjáum, hve voðalegar og tíðar eru þjáningar saklausra, þegar barnið er slegið böli, sem það verður bótalaust alla ævi að bera? Vér teljum íkveikju glæp, en elding himinsins brennir að ó- sekju byggð og borgir. Eitt mannsmorð teljum vér glæp og Ivoðaverk, en ein óveðursnótt grandar þúsundum. Náttúran vinnur í stórum stíl verk, sem ■siðað þjó§félag sendir menn í Leikrit Francoise Sagan, Höll í Svíþjóð — fyrsta tilraun in hennar til samningar leik- rits — er nú sýnt í París við góðar viðtökur. Jean Anouilh sagði við skáldkonuna eftir írumsýningu: „Þetta leikrit hefði ég viljað skrifa“. 1 höll langt úti á landi á Sviþjóð ræður ríkjum kona af Falkensteinættinni, sem krefst þess að menn gangi þar klædd ir alveg eins og Falkenstein- arnir alltaf hafa gert, sem sagt i 18. aldar búiiingum. Bróðir hennar hefur kvænzt stúlku úr borginni, og bróðir stúlkunnar, skemmtil. auðnu- leysingi, komið með henni þangað. Bóndinn hefur að vísw verið kvæntur áður, en þar sem Falkensteinarnir skilja ekki, er konan bara áfram í höllinni eftir að hann kvænist annarri. Allt er þetta í fínu lagi, þangað til frændi hans einn ,ungur og laglegur, kem- ur í heimsókn og verður ást- fanginn af seinni konunni. Og til að kóróna þetta eru þau svo lokuð frá umheiminum vegna ófærðar og snjókomu. fangelsi fyrir að vinna í smáu. Það er auðvelt að leysa málið með tvíhyggju: trú á tvo máttuga guði. En hinni skilyrðislausu, kristnu trú á einn almáttugan Guð verða þessar staðreyndir tíð um ofurefli. Er bölið af hinu illa? Eru erf- iðleikarnir, sorgin, þjáningin vottur vonzku máttarvaldanna og grimmdar? Er ekki öll þessi barátta nauð- synleg? Allur vöxtur verður fyr- ir baráttu, baráttu í einhverri mynd, og er þá ekki það, sem þú kallar böl, uppeldisráðstöfuri hans, sem býr yfir gæzku og vísdómi alheimsins? Baráttan við erfiðleikana hefir reynzt máttug- asta lyftistöngin undir framsókn mannsins á öllum sviðum. Eiga þá erfiðleikarnir að svipta oss trúnni á Guð og vekja oss efa- semdir um gæzku hans, vísdóm og mátt? Heimskautafarinn McMillan þoldi með félögum sínum ægi- legar þjáningar í heilt ár. f öll- um sínum æðisgengna hrika- leik hömuðust náttúruöflin gegn þessum varnarlausu mönnum. Daglega stóðu þeir andspænis djöfullegum tortímingaröflum og ógnum dauðans. Þegar þeir voru komnir heilir heim úr þessari voðaför, sagði McMillan: „Þetta hefir verið dýrlegasta ár ævi minnar. „Þegar erfiðleikunum er þannig tekið, verða þeir oss ekki böl, heldur skóli til að þjálfa hetjulund, eldur til að stæla hjartans og viljans stál. Ef menn trúa þeirri fáránlegu hugmynd, að með bölinu sé reið- ur Guð að refsa mönnúm, og að hann vilji þjáningar mannanna í þeim skilningi, er erfitt að trúa á miskunn hans og mátt. En Guð vill ekki þessar þjáningar. Hitt er annað mál, að hann hefir sett þig inn í heim, þar sem voðalegir hlutir geta gerzt og þar sem þú ert umkringdur hættum á alla vegu. Hvernig gæti hann annars alið oss upp? Yrðum vér ekki ávallt sömu börnin, sömu fáráðlingarn- ir, ef vér hefðum ekki allar þess- ar ógnir og hættur við að etja? Hver væri orðin framsókn mann kynsins, ef það lifði enn Edens- tilveru sakleysingjans og hefði aldrei komizt í kynni við synd- ina, sorgina, andstreymið? Barn- ið myndi auðvitað aldrei fara sér að voða, ei manninum væri hald ið í vöggunni ævilangt. En væri slík tilvera eftirsóknarverð? Ef enginn hefði hætt sér út á hafið hefði aldrei orðið sjóslys, enginn drukknað á sjó. Ef enginn hefði hætt sér upp í loftið væru flugslys óþekkt. Myndum vér í alvöru óska eftir því? Um hin margslungnu, undar- legu örlög ógæfumannsins Stark- aðar, sem Gautrekssaga greinir frá, segir Einar Benediktsson.: „að bölið, sem aldrei fékk upp- reisn á jörð, var auðlegð á vöxtum í guð- anna ríki“. Með eilífðina í baksýn verðum vér að skoða þjáninguna. Þá fyrst lærum vér að skilja upp- eldisgildi hennar. Hefir nokkur sá maður verið til, sem efar til- veru almáttugs og algóðs Guðs vegna bölsins í heiminum, ef hann trúir í alvöru því, að jarð- lífið sé áfangi á óendanlega miklu lengri leið? Þetta er ekki flótti frá staðreyndum, ekki ímyndað skjól fyrir sigraða menn til að flýja í- Þetta er lífslögmál, sem enginn fær umflúið. Meðan þú átt ekki þá sannfæringu dæmir þú um böl þitt jafnt og gleði eins og blindur maður dæmir um lit.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.