Morgunblaðið - 08.05.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.05.1960, Blaðsíða 6
6 MORGUISBLAÐIL Sunnudagur 8. maí 1960 lír verinu Eftir Einar Sigurðsson Togararnir: UM miðja vikuna gerði snarpa austanátt, en annars hefir tíðin verið góð, a. m. k. hjá þeim togurum, sem hafa veríð á heima miðum. Síðustu viku dró til muna úr aflanum á Selvogsbanka, og mun nú enginn íslenzkur togari vera þar að veiðum. Nokkur skip ferfgu allgóðan afla djúpt út af Jökli og út af Breiðafirði. Skipin eru dreifð um allan sjó. Nokkur eru á heimamiðum, á Eldeyjarbanka og út af Breiðu- bugtinni. En önnur eru við Vest- ur-Grænland, og 2—3 fyrstu skip in eru farin vestur á Nýfundna- landsmið. Hefur frétzt þar um góðan afla, en stormasamt er þar. Togararnir við Vestur-Græn- land hafa verið að fá fullfermi, og eru fyrstu togararnir væntan- legir þaðan um helgina. Fisklandanir sl. viku: Fylkir ........ 148 t. 10 dagar Neptúnus ___..216-11 — Þorst. Ingólfsson 48-11 — saltfiskur 68 - Geir ............. 234-11 — Sölur erlendis sl. viku: Þorkell máni___ 186 t. £ 14.392 Bjarni ríddari .. 138 t. £ 9.002 Þorst. Þorskab. 80 t. £ 7.054 Bjarni Ólafss. . . 183 t. £ 11.803 Hallv. Fróðad. .. 164 t. £ 10.521 Karlsefni ...... 165 t. £ 11.117 Narfi .......... 180 t. £ 12 691 Öll skipin að þrem síðasttöldu skipunum undanskildum voru með þó talsvert meiri fisk, en hann var dæmdur ósöluhæfur. — Voru togararnír búnir að vera lengi á veiðum, vegna þess að þeir máttu ekki selja fyrr en eftir mánaðamót vegna takmarkana á fisklöndunum í Bretlandi. Reykjavík. Veðrið var gott alla vikuna utan einn dag, sem gerði land- aynnings stormstrekking. Afli hjá netabátunum er mjög misjafn, og eru margir að taka upp netin, en nokkrir eru þó að búa sig í útilegu og ætla að halda út fram að lokum. Algengasti afli eftir 2 nætur, er 10—15 lestir hjá þeim, sem bezt afla, og það niður í ekki neitt. Handfærabátar hafa orðið lítils- háttar varir, sérstaklega einn dag. Fengu þó nokkrir bátar upp x 1000 kg. á færi yfir daginn. Einn bátur, Guðmundur Þórð- arson, hefur hætt netaveiðum og farið út með snyrpunót. Nótin var léleg, en samt veiddi hann 70—80 tunnur af síld. Síldin er horuð og ekki full, sem kallað er, og því ekki hæf til frysting- ar. Fór aflinn í verksmiðju. Aflahæstu útilegubátarnir frá áramótum: t. sl. og ósl. Helga .................... 945 Hafþór .................. 920 Guðm. Þórðarson .......... 912 Björn Jónsson............ 816 Auður.................... 737 Rifsnes .................. 719 Aflamagn dagróðrabáta frá 1/3:- t. ósl. Svanur .................. 607 Ásgeir ..................... 593 Kári....................... 558 Keflavík: Sæmileg sjóveður hafa verið, en heldur ekki meira, miðað við hve áliðið er orðið. Afli hefur verið lélegur, og er æði lokalegt, nokkrir bátar að taka upp og hættir, þó eru það aðallega aðkomubátar. Nokkrir bátar hafa farið í lengri veiðiferðir vestur að Jöklí og verið að koma með sæmilegan afla, 20—35 lestir eftir 3—5 daga útivist. Á heimamiðum hefur afli verið 6—12 lestir eftir 2 nætur, þó fékk einn bátur á miðvikudaginn 19 lestir. 10 aflahæstu bátarnir frá ára- mótum: t. sj.f. Askur .............. 1012 87 Ól. Magnússon ...... 933 89 Bjarmi .............. 805 82 Jón Finnsson ........ 802 87 Bára ................ 766 81 Svanur .............. 755 87 Guðm. Þórðarson___ 752 81 Júlíus Björnsson ___ 729 87 Kópur ............... 714 76 Gylfi II ............. 706 71 Akranes. Um helmingur af bátunum hef ur nú tekið upp netin og róa þeir, sem enn eiga net í sjó, ekki nema annan hvern dag. Afli hefur verið sáratregur, hæst komizt upp í 12 lestir í róðri. Þrír aflahæstu bátarnir frá áramótum: Sigrún......1082 t. Sigurvon......' 965 t. Sigurður...... 920 t. Vestmannaeyjar. Þrálát austanátt var fram eftir vikunni, en hægði síðari hluta vikunnar, og var ágætt sjóveður á föstudag og laugardag. Sárafáir bátar eru enn með netin úti og búizt við, að þeir taki upp næstu daga. Afli hefir verið rýr í netin, þó hefur verið reytingur hjá bát og bát. Nokkrir bátar róa með línu og afla 5—8 lestir í róðri, er það mest langa og ýsa. Er viðbúið, að þeir hætti líka næstu daga, því að illa gengur að fá menn tíl að beita. Aflamagn bátanna er lítið breytt frá fyrri viku. Lokaskýrsla kemur næst. 5000 milljónir króna. Það er talið, að síðan á ófrið- arárunum og fram að síðustu áramótum, hafi þetta þrennt, stríðsgróðinn, gjafaféð og erlendu lántökurnar, numið 5000 millj. kr. Þessi upphæð er 5 ára útflutn- ingur fyrir gengisbreytinguna. Tímabilið nær yfir kringum 20 ár og nemur því um 250 millj. króna á ári að meðaltali. Jiinfaldari stjórnarhættir. Nú á næstunni verður inn- flutningsskrifstofan lögð niður og við verkefni hennar taka bank- arnir, að svo miklu leyti, sem innflutningurinn verður ekki £i£t- \\ Nú líður að vertíðarlokum. gefinn frjáls. Þá verður fjár- festingarhömlum aflétt. Á innflutningskrifstofunni unnu um 40 starfsmenn, og þar voru 4 forstjórar. Þá verður útflutningsnefndin lögð niður, og var þar nokkuð starfsfólk. Eftirlitið með útflutn ingnum annast starfsmenn stjórn arráðsins. Perú ráðgerir að veiða 400.000 lestir af fiski, aðeins minna en heildarársafli Islendinga, og framleiða úr öllu íiskimjöl og fullnægja þar með þörf heimsins fyrir þessa vöru. Það er gert ráð fyrir, að Perú sjöfaldi framleiðslu sína af fiski- mjöli á næstu árum. Eins og kunnugt er, veldur Iiin mikla mjölframleiðsla Perú íslenzkum fiskimjölsframleiðend vm miklum erfiðleikum. Mjölið hefur fallið um þriðjung í verði frá því í haust og selzt þó ekki, en hrúgast hér upp. Perú er búið að selja sína framleiðslu til af- greiðslu ár fram í tímann. TröHauknar fiskveiðar Japana Japanir eru sem kunnugt er mesta fiskveiðiþjóð heims. Jap- anir eru nú í þann veginn að senda til veiða í Beringshafinu 4 móðurskip og 105 togara til að fiska í þau. Bird's Eye hið kunna brezka fyrirtæki, sem fæst aðallega við frystingu rnatvæla og þá ekki sízt fisks, er nú með á prjónunum fram- kvæmdir á næstu 3 árum fyrir 700 millj. króna, eða sem svarar Ms hluta af útflutningi Islend- inga. Fyrirtækið hefur nú 7500 manns í þjónustu sinni, og selja 65 000 búðir framleiðslu þess. Það færíst nú í vöxt að kaupa fisk til frystingar fyrir fyrir- fr.am umsamið verð, en slíkt hefur verið nær óþekkt í Bret- iandi, heldur allt selt á uppboði. Velgengni í útgerð Þjóðverja Tvö af stærstu útgerðar- og fiskverkunarfyrirtækjum Þjóð- verja greiða fyrir sl. ár 10% og 12% í arð. ..•::;;:f::;;;;::;::::::::::::::::::":::::::::::::::::::::: • Tveir ólíkir f lugvellir Fyrir skömmu lenti Vel- vakandi í þvi, sér til sárra leiðinda, að bíða nokkra klukkutíma á tveimur flug- völlum, sinum hvoru megin við Ermarsund. Til að byrja með var þetta ekki svo fjarska leiðinlegt. Það er tilbreyting í því að sitja á Lundúnaflugvelli nokkra stund og virða fyrir sér manngrúann, sem. þar gengur um. Bretar með yfir- skegg og kanínutennur spíg- spora þar um virðulegir með kúfhattinn og regnhlífina á handleggnum, og hvergí gef- ur að líta betur klæddar kon- ur en brezkar auðmannakonur í dýrindis loðfeldum sínum. Öðru hverju koma svo inn flugfarmar af gulbrúnum Ind- verjum, þar á meðal nokkrum konum í sari og körlum með vefjahetti, íslendingum á leið út í flugvél með alla pinklana sína og kápurnar á handleggn um eða háværir Bandaríkja- menn með myndavélar, ljós- mæla og alls kyns dót dingl- andi um hálsinn. • En sú mæða En allir, sem eru að koma inn í landið líta heldur mædd- ir út eftir að hafa staðið í röð og svarað bjálfalegum spurn- ingum útlendingaeftirlitsins og farið í gegnum tollinn, því hvergi í heiminum er þessi manngerð jafn leiðinlega ein- strengingsleg og i Bretlandi. Velvakandi lenti í því í sömu ferð að koma kl. 12.30 um nótt í norðurafgreiðslu flugvallarins, og það tók rúm- an klukkutíma að tollafgreið* þennan eina flugvélarfarm. Tollverðirnir tveir, sem þarna störfuðu voru ekkert að flýta sér að líta í hverja tösku, sekta menn um 14 shillinga fyrir að koma inn með flösku af áfengi og skrifa vandlega kvittun fyrir hverjum 14 shillingum. En allt fór þetta fram með einstökum virðu- leikablæ og enginn lét það henda sig að sýna óþolinmæði. • Annað andrúmsloft Velvakahda gekk illa að fá far yfir sundið, þó flugvélar færu á klukkutíma fresti og var því dvölin á flugvelli þess um lengri en skemmtilegt gat talizt. Klukkutíma eftir brottför þaðan, var hann kominn á Orly-flugvöll, sunnan við París. En nú var það ekki af- greiðslunni að kenna, að dvöl- in varð lengri en skyldi, því farþegar fóru gegnum toll, án þess að opna nokkra tösku og lögðu af stað í áætlunarvagni í bæinn nærri samstundis. Velvakandi ætlaði að bíða eftir að vera sóttur, og hélt því upp í veitingasalinn, til að fá þar matarbita á meðan. Þar var heilmikið um að vera. 7 þjónar þutu um og af- greiddu gesti við 10—12 borð. í hvert skipti sem eínhver kvaðst vilja borga, upphófst heilmikið írafiár. Ekki kom reikningurinn, viðskiptavin- urinn gerðist óþolinmóður og kallaði aftur. Þjónninn yppti öxlum: — Það er ekki mér að kenna. Það er þessi kona við kassann. Hún er alveg ómögu- leg. Er gesturinn loks lýsti því yfir að ef hann fengi ekki reikninginn sinn samstundis, þá væri hann farinn, því hann þyrfti að taka flugvél. — Hér it FEUDilMAIMD ft í— CopyrigM P. I. B. BÓ» 6 Copenhogen eru 'allir að taka ákveðna flug vél, var svarið. Þjónarnir hlupu hver innan um annan og lýstu því yfir hvað hún væri ómöguleg þessi við kass- ann; en enginn gat ráðið fram úr þessu. Einn gesturinn henti einhverri ákveðinni upphæð á borðið og strunsaði út, annar fór sjálfur til gjaldkerans en Velvakandi, sem ekki þurfti að taka neina flugvél, skemmti sér vel. Loks voru fáir eftir í veit- ingastofunni. Þjónarnir voru að búa sig undir að loka. Klukkan var 10.30. Tilkynn- ing í hátalaranum: — Vegna bilunar á flugvél, seinkar flugi 707 til kl. 12.30. Farþeg- ar eru beðnir um að ganga upp í veitingasalinn og fá sér hressingu á kostnað Air France. • ¦ Nú hættu þjónarnir að hlaupa. Þeir horfðu alveg upp gefnir á svip hver framan í annan og stundu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.