Morgunblaðið - 08.05.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.05.1960, Blaðsíða 12
12 MORCVNÍtLAfílÐ Sunnudagur 8. maí 1960 wpntfrfitfrifr Utg.: H.f Arvakur Reykjavfk I"ramkvæmdastjóri: Sígfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sígurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími' 22480. Asknftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 3.00 eintakið. ÓTTAST SÆTTIR ,/\HÆTT er að fullyrða að " yfirgnæfandi meirihluti Islendinga fagnar því mjög, að líkur hafa mjög aukizt fyrir því síðustu daga að ófriðnum linni á íslandsmið- um. Það er fyrst og fremst sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að veita brezkum togurum sakaruppgjöf, sem hefur skap að þessar auknu líkur á friði. Það sést greinilega af tilkynn ingu brezka flotamálaráðu- neytisins, sem það hefur lát- ið herskip sín birta brezku togurunum hér við land. Þar er þeim beinlínis bannað að fara inn fyrir 12 mílna fisk- veiðitakmörkin og jafnvel hótað því að þeir verði kærð- ir, ef þeir geri það. Þessi stefnubreyting brezku stjórnarinnar er svo mikilvæg, að auðsætt er að alger þáttaskil hafa orðið í deilunni um fisk- veiðitakmörkin. Kommúnistar sárgramir En þótt meginþorri íslend- inga fagni því að nú hillir undir endanlega lausn fisk- veiðideilunnar, þá eru þó til menn á íslandi, sem eru sár- gramir og hræddir vegna þess að friðvænlegar horfir nú en áður. Þessir menn eru íslenzku kommúnistaleiðtog- arnir og olað þeirra. Þeir hafa að vísu sagt íslending- um að þeir hafi allra manna mestan áhuga fyrir lokasigri íslendinga í baráttunni fyrir vernd fiskimiða sinna. En þegar svo er komið að líkur hafa skapazt fyrir því, undir forystu núverandi ríkisstjórn ar, að fiskveiðideilan við Breta leysist, þá setja komm- únistaleiðtogarnir upp hunds haus og láta blað sitt þyrla upp allskonar moldryki um fyrirhuguð „svik og undan- hald" af hálfu íslenzkra stjórnarvalda í landhelgis- málinu. Greinileg sönnnn Þetta er vissulega greinileg sönnun þess, sem flestir hugs- andi menn á íslandi hafa löngum vitað, að kommúnist ar hafa meiri áhuga fyrir því að nota landhelgismálið til þess að halda uppi illindum við nágrannaþjóðir íslend inga en að stuðla að raun- verulegri vernd íslenzkra fiskimiða. Af hálfu núverandi ríkis- stjórnar hefur aldrei komið til mála neitt undanhald í baráttunni fyrir vernd fiski- miðanna. íslenzka sendi- nefndin á Genfarráðstefn- unni stóð fast á rétti Islands og hafði farsæla forystu um að kynna málstað þess. Það var á atkvæði íslands sem til- lagan um hinn sögulega órétt féll á ráðstefnunni. // BRJÓTA VERÐUR NIÐUR 44 nRJÖTA verður niður "** skaðræðiskerfi stjórnar- innar". Þetta er sú dagskip- an, sem leiðtogar Framsókn- armanna og kommúnista hafa gefið liðsmönnum sínum um land allt. Þetta er það flagg, sem stjórnarandstöTuflokk- arnir á íslandi hafa dregið við hún og hyggjast berjast und- ir. — Þjóðviljinn birti mikla árásargrein á ríkisstjórnina undir þessari fyrirsögn fyrir nokkrum dögum. Tíminn, málgagn Framsóknarflokks- ins, hefur síðan bergmálað þessa dagskipan. Er greinilegt að leiðtog- ar Framsóknarflokksins og kommúnistaflokksins hafa sameiginlega samið þessa dagskipan til liðs stjórnar- andstöðuflokkanna. Ríður mest á því? Hvað segja nú íslendingar UTAN UR HEIMI SVÍ^ .<*¦?. -•-*:¦• t ffaer Á alþjóðaráðstefnum verður full- j Hafa yfirvöldin í Moskvu til- trúum Rússa tíðrætt um afvopn- kynnt að fækkað verði í rússn- un og friðarvilja þjóðarinnar. eska hernum um þriojung. Með- Á morgun fylgjandi myndir sýna hvernig teiknari austurríska blaðsins Kur ier lítur á málið. Italir smíða atomskip Á ALÞJÓÐA orkumálaráð- stefnu, sem haldin verður í Madrid í næsta mánuði, munu ítalir leggja fram teikningar og áætlanir um smíði 50.000 tonna tankskíps, sem verður rekið kjarnorku. Ansaldo skipasmíðastöðin og kjarnorkudeild Fiat hafa unnið að því að undirbúa smíðina síðan 1958. Eldsneytið er uraníum blanda og á skipið að sigla 315.000 km. leið á 2,7 tonnum ai elds- neyti. Smíði þessa skips er liður í víð- tækum kjarnorkurannsóknum ítala, og hafa þeir fyrirhugað margvíslegar framkvæmdir í í þeim efnum. Kjarnorkurann- sóknir eru ekki nýtt fyrirbrigði á ítalíu, því ítalinn Fermi vann brautryðjendastarf í sambandi við smíði fyrsta kjarnakljúfs ver- aldarinnar. í nágrenni Milano-borgar hafa Fiat verksmiðjurnar og stóriðju- Kjarnakljúfurinn við Milanó. hringurinn Montecatini byggt til raunakjarnakljúf, sem mun hafa verið sá fyrsti sem var í einka- eign, og þar fóru fram undirbún- ingsrannsóknir og tilraunir í sam bandi við smíði tankskipsins. um þennan boðskap sem tveir stjórnmálaflokkar senda þjóð inni? Er það virkilega þann- ig, að okkur ríði mest á því í dag að „brjóta niður" þá til- raun til viðreisnar, sem nú- verandi ríkisstjórn hefur gert? Framsóknarmenn og komm únistar sátu í hálft þriðja ár í svokallaðri vinstri stjórn. i Þeir höfðu lofað þjóðinni því að leysa efnahagsvandamál hennar eftir „nýjum leiðum" og með „varanlegum úrræð- um". Þau úrræði fundust aldrei. Sömu mennirnir, sem svo berir reyndust að algeru úr- ræðaleysi, birta nú fyrr- greinda dagskipun til þjóðar^ innar: „Brjóta verður niður skaðræðiskerfi stjóruarinn ar"!! — Líkan af 50.000 tonna tankskipi, sem ítalir munu bygg URSLIT í síðustu umferð í opna flokknum á Olympíumótinu í Torino urðu þessi: England----Goren (U.S.A.) 88:84 Frakkland — Italía 96:48 Grawford — Jacoby 110:70 Endanleg röð varð þá þessi: 1. Frakkland 16 stig 2. England 15 — 3. Grawford 9 — 4. Goren 8 — 5. Jacoby 8 — 6. Italía 4 — Frönsku Olympíumeistararnir eru þeir Ohestem, Baoherich, Jais, Trézel, Bourchtoff og Del- mouly. Þótt ítalarnir hafi staðið siig heldur illa í úrslitakeppninni þá unnu þeir stóran sigur varðandi undirbúning og framkvæmd keppninnar. Var allt eiins gott og frekast var kosið og ber kepp- endum saman um að Italarnir séu án vafa í sérflokki hvað stjórn á keppni víðvíkur. Úrslit í síðustu umferð í kvennaflokknum urðu þessi: ítalía — Austurríki 56:35 U.S.A. — England 84:63 Þýzkaland — írland 61:52 Egyptal. — Danmörk 40.36 Astralía — Holland 56:54 Frakkland — S-Afríka 68:47 Sviss — Belgía 63:50 Lokastaðan varð þé þessi: 1. Egyptaland 39 stig 2. Frakkland 39 — 3. Danmörk 38 — 4. England 37 — 5. U.S.A. 37 — 6. ítalía 32 — 7. Austurríki 31 — 8. S-Afríka 24 — jn á næstunni. 9. Irland 23 — 10. Þýzkaland 18 — 11. Sviss 16 — 12. Holland 15 — 13. Astralía 9 — 14. Belgía 6 — Kosiiingasigiir stjórnarliða í Laos VIENTIANE, Laos, 2. maí — (Reuter) — Þingkosningar fóru fram í Laos í sl. viku. Var þá kosið um 53 þingsæti — og unnu stuðningsmenn stjórnarinnar þau öll. Næstkomandi sunnudag verður kosið um þau sex þing-» sæti, sem eftir eiyi, og er búizt við að þá fari á sömu leið. Að eins einn kommúnisti er í fram- boði á sunnudaginn. — Ríkis- stjórn Laos er mjög hlynnt ná- inni samvinnu við vestræn ríki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.