Morgunblaðið - 08.05.1960, Síða 16

Morgunblaðið - 08.05.1960, Síða 16
MORCVNni 401Ð Sunnudagur 8. maí 1960 Söngför Fóstbrœcra til Norðurlanda ÞANN 14. þ. m. leggja 38 söng menn úr karlakórnum Fóst- bræður upp i söngför til Norð urlanda, ásamt söngstjóra sín um Ragnari Björnssyni, ein- söngvurunum Kristni Halls- syni og Sigurði Björnsyni og undirleikaranum Carl Billich. Á söngskrá kórsins eru bæði innlend og erlend lög, meðal höfunda eru Páll ísólfsson, Jón Leifs, Jón Nordai Emil Thoroddsen og Þórarinn Jons son, og af erlendum höfund- POLYFONKORIINNM Tónleikar Vegna fjölda áskorana endurtekur Pólýfónkórinn samsöng sinn i Kristkirkju, Landakoti, sunnudaginn 8. maí kl. 9 e.h. Söngst.jóri: Ingólfur Guðbrandsson Orgelleikari: Árni Arinbjarnarson. Einsöngvari Einar Sturluson. Viðfangsefni m. a eftir Palestrina, J. S. Bach, G. F. Hándel. Síðastasinn Aðgöngumiðar í Blaðsölutumnium Austurstræti, 18 Sími 13185. um má nefna Schubert, Reger, Grieg o. fl. Fyrsta konsert sinn heldur kórinn í Stavang- er, síðan verður ferðast um Noreg og haldnir konsertar í Álasundi Haugasundi, Berg- en, Lillehammer og Osló. Á þjóðhátíðardegi Norðmanna, 17. maí, verður kórinn í Berg- en og tekur þátt ' hátíðahöld- unum þar. Auk þess syngur hann í norska útv rpið. Frá Osló heldur kórinn til Kaupmannahafnar og kemur fram í útvarpi, í konsertsaln- um í Tívoii og syngur auk þess inn á plötur. í ráði ex einnig að Fóstbræður heim- sæki Svíþjóð og syngi í sænska útvarpið. Stjórn Fóstbræðra skipa: Sigurður E. Haraldsson, Þor- steinn Helgason, Ásgeir Halls son og Ágúst Bjarnason, sem jafnframt er fararstjóri. — í utanfararnefnd eru Hreinn Pálsson, Ágúst Bjarnason og Sigurður Waage. Karlakórinn Fóstbræður heldur samsöngva fyrir styrkt armeðlimi sína í Áusturbæj- arbíói kl. 7 e.h. á mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Bazar og kaffisala Styrktarfélags vangefinna í D A G klukkan tvö efna konur úr Styrktarfélagi van- gefinna til bazars og kaffisölu í Skátaheimilinu, til ágóða fyr- ir byggingu leikskóia fyrir van- gefin börn, en hann verður tií- búinn í haust, svo og fyrir aðra starfsemi sína. Hafa konurnar lagt mikla vinnu í að útbúa fall ega muni á bazarinn og gefið falleg barnaföt, leikföng, hekluð sjöl og fjölmarga aðra eigulega muni. Jafnframt verður sýning á munum vistmanna á þeim heimjlum vangefinna sem til eru. Talið er að um 2000 vangefnir séu á öllu landinu, þar af um 500 sem þyrftu eindregið hælis- vistar. Enn vantar því mikið á að ástandið sé viðunandi í þess- um efnum, því Kópavogshælið tekur ekki nema 85. Með við- bótarbyggingu fyrir starfsfólk losnar þó fljótlega rúm fyrir 25 til viðbótar. Styrktarfélag vangefinna hef- ur nú starfað í tvö ár, og þegar orðið mikið ágengt. f vetur var t. d. rekið dagheimili fyrir van- gefin börn og í byggingu er fyrr nefndur leikskóli. Þá hefur stúlka verið styrkt til náms í meðferð vangefinna og félagið átti sinn þátt í að lög voru sam- in um Styrktarsjóð vangefinna, þannig að 10 aurar af hverri gosdrykkjaflösku renna til fram kvæmda við Kópavogshælið. — Hefur félagið tillögurétt til ráðu neytisins um hvernig því fé er varið. Fjölbreyttir nemendatón- leikar Tónlistarskólans HINIR árlegu nemendatónleíkar Tónlistarskólans voru haldnir i gær og aftur í dag klukkan 1,30 e. h. Tónlfeikarnir eru mjög fjöl-. breyttir. Frumflutt er verk eftir einn nemanda skólans, Gunnar Reyni Sveinsson, snónata fyrir klarinettu og píanó. Á tónleikunum koma fram nokkrir píanóleikarar, þ. á. m. þeir Halldór Haraldsson og Sverr, ir Bjarnason, er ljúka nú fulln- aðarprófi frá skólanum. Auk þess einleikarar á fiðlu og cello og loks leikur hljómsveit Tónlistar- skólans undir stjórn Björns Ól- afssonar. Einleikari með hljóm- sveitinni verður Helga Ingólfs- dóttir, sem leikur píanókonsert eftir Bach. Á efnisskránni eru verk ýmissa höfunda, svo sem Bach, Beethoven, Schumann, Carl Nielsen o. fl. f hljómsvexfe- inni eru 27 hljóðfæraleikarar. Gaj>nfræðaskóla verknáms sagt upp GAGNFRÆÐASKÓLA verk- námsins var sagt upp 2. maí sl. 346 nemendur voru í skólanum og kennarar 34. Gagnfræðaprófi luku 165 og 133 stóðust miðskóla próf.Hæstu einkunn við miðskóla próf hafði Edda Gísladóttir aðal- einkunn 8,92. Hæstu einkunn við gagnfræðapróf höfðu Edda M. Hjaltested, aðaleinkunn 9.18 og Kristjana Sigurðardóttir, aðal- einkunn 9,15. FLAUELSKAPUR úr breiðriffluðu frönsku flaueli Litir og snið eftir nýjustu Parísartízku. SUMARKAPUR úr þýzku poplíni 8KIID -jlr Þrjú snið ★ Níu litir iitir VIÐ ALLHA HIFI VERO

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.