Morgunblaðið - 08.05.1960, Page 24

Morgunblaðið - 08.05.1960, Page 24
Samtal við Dungal Sjá bls. 10. IHofgmtUaftid Reykjavíkurbréf er á blaOsíðu 13. 104. tbl. — Sunnudagur 8. maí 1960 aukið landrými Stjórnarnefnd rikisspítalanna ræðir hótelbygginguna i Aldamótagörðunum 1140.00 krónur í splúnkunýjum seðlum, þessum nýju, sem komu út í gaer. Hver er nú fallegast- ur? „Það er fallegt á Hvítárvöllum þegar vel veiðizt“, var einhverntíma sagt. Ef þeirri reglu væri beitt, er nýi þúsund króna seðillinn auðvitað faliegastur. Seðlamir eru allir 7 sm á breidd, en mislangir, 1000 kr. seðillinn lengstur, 5 kr. seðillinn stytztur. Togarafloti Breta rennur saman í stœrri útgerðarfélög BREZKIR togarar eru mikið til umræðu á íslandi um þessar mundir. Mbl. leítaði því fregna af brezkri togara- útgerð hjá Geir Zoega, um- boðsmanni brezkra togara- eigenda hér á landi, og fékk hjá honum eftirfarandi upp- lýsingar. Þróunin í Bretlandi gengur öll í þá átt að smærri útgerðar- félögin ganga inn í þau stærri til að fá þá þjónustu, sem þau veita. Það verður of mikið fyrir félag með færri en 5 togara að halda uppi skrifstofu, pakkhús- um o. s. frv. 1 Hull hefur félögunum t. d. fækkað um þrjú stór frá ára- mótum. Eitt gekk með 11 tog- ara inn í Ross-hringinn í Grims- by, og Hellyersbræður yfirtóku félag með 19 togara og systur- félag þess með 9. Þá er Lord Line, sem Tom Boyd stjórnar, með 20 skip, níu sem hann á sjálfur og sex frá systurfélagi, sem í fyrra gekk inn í Lord Line. Þar fyrir utan eru Marr, sem á mjög nýtízkulegan 15 skipa flota, St. Andrews, sem er stórt félag, og svo tvö lítil með 5 og 7 togara. Kaffísala kven- stúdentafélagsins KVEN STÚDENT AFÉLAG Is- lands gengst fyrir kaffisölu á morgun (sunnudag) í Sjálfstæð- Í9húsinu frá kl. 2 e. h. Agóðinn af kaffisölunni mun renna til styrktarsjóðs kvenstúdentafélags ins; er ætlunin að styrkja tvo kvenstúdenta i ár til náms hér- lendis eða erlendis. Sigríður Geirsdóttir skemmtir gestum með söng. 1 Grimsby er Ross-hringurinn stærstur, en hann er mestmegnis myndaður úr minni félögum. Þar er einnig Northem með 35 skip, og fleiri stór félög eru í Grimsby. 1 Fleetwood eru 4—5 nokkuð stór félög. Litlu félögin þar eru eins og annars staðar að hætta eða ganga inn í stærri fé- lög. — Um 200 úthafstogarar Stærri togararnir eru úthafs- togarar, sem sækja langt á mið- in. Kvaðst Geir Zoega ímynda sér að þeir væru upp undir 200 í Bretlandi. I Hull eru næstum öll skipin úthafstogarar. Frá Fleetwood aftur á móti sækja fáir togarar langt á miðin og í Grimsby er fjöldi togara, sem sækir á styttri svið. Öll stóru skipafélögin eru með togara í byggingu, en heima- miðaskipunum fjölgar örar vegna hagstæðra lána og nokk- urs styrks. Stærri skip en 139 V4 fet á kjöl fá engan rikisstyrk. Því munu engin skip frá Hull vera á styrk. Auk þess eiga Bretar svo þrjá verksmiðjutogara, sem eru 2650 tonn, og blöðin hafa sagt að þeir kostuðu eina millj. pund hver. Þeir leggja upp í Grimsby og hafa mest veitt við Nýfundna land og við Grænland á sumr- in. Fairtry I kom hingað í vet- ur ,eins og Mbl. skýrði frá á sinum tíma. Auk þeirra er Boyd nú að láta byggja 1400 tonna skuttogara í Þýzkalandi til reynslu. Geir Zoega segir að margir af skipstjórunum á stóru úthafs- togurunum hafi aldrei á Islands- mið komið. Þeir sæki á sín eig- in mið annars staðar. t. d. við Bjarnarey. Kolatogararnir hverfa Um kola- og olíutogara Breta sagði Geir Zoega, að þróunin væri öll yfir f diesel og diesel- electric-togara. I nýjasta Fishing News væri t. d. frá því sagt, að árið 1961 mundi Aberdeen ekki þurfa nein kol. Þar eru enn 5—6 kolaskip, en þau eru að hverfa. — Þrátt fyrir kolin á heima- markaðinum er ekkert gert til að stöðva þessa þróun, aðeins mið- að við að skipin beri sig sem bezt. Um fisksölur brezku togar- anna er það að segja, að í Bret- landi er allur fiskur boðinn upp. Fisksalan er algerlega óháð togaraútgerðinni. Útgerðarmenn eiga kannski einhvern hlut í fisksölufyrirtækjunum, en tog- arar þeirra verða engu að síð- ur að selja sinn fisk á uppboði. STJÓRNARNEFND ríkisSpítal ana hefur sent bæjaryfirvöldun- um bréf, þar sem gerð er grein fyiir sjónarmiðum nefndarinn- ar varðandi byggingu gistihúss þess, sem í ráði er að reisa í „Aldamótagörðunum“, þ. e. a. s skammt frá Landspítalanum. Allir ráðamenn á fundinum Þessi fundur nefndarmnar var haldir.n í Landspítalanum í marz rnánuði sl. og sátu hann auk stjórnarnefndarmanna, yfirlækn- ar spítalans og forstöðukona, svo )g framkvæmdastjóri ríkisspítal- ana, húsameistari ríkisins og skipulagsstjóri bæjarins. Rætt ^ar um þá ónæðishættu, sem af ?ví stafaði fyrir sjúklinga spítal- ins að hótel væri staðsett í næsta lágrenni hans. Á fundinum sýndi rúsameistari ríkisins skipulags- uppdrátt að svæðinu sunnan Hringbrautar, milli Landspítal- ans, framan við fæðingardeild Landspítalans, og einnig stað- setningu umferðarmiðstöðvar, sem verður framan við gistihúss- -komur hér í bæ hæfust yfirleitt seint á kvöldin eða um líkt leyti og svefn .og hvíldartími almennt byrjaði. I nágrenni danssam- komustaða gætti oft mikils hávaða frá samkomugestum, eink um þó að danssamkomunum loknum. Bent var á, að kunnugt væri um að bæjarmenn, sem byggju í nábýli við samkomuhús kvörtuðu mjög yfir spilltum nætur- og svefnfriði af þessum sökum. Staðsetningin í bréfi stjórnarnefndar ríkis- spítalana til bæjarráðs fer nefnd- in eindregið fram á það við bæj- arráðið og leggur á það mikla áherzlu að sé óhjákvæmilegt að byggja gistihús á þessu svæði, þá verði staðsetning þess ákveðin svo vestarlega á umræddu land- rými sem aðstæður frekast leyfa. Ennfremur að sú kvöð verði sett við úthlutun lóðarinnar, að þess verði jafnan gætt að gistihús- reksturinn trufli ekki starfsemi lóðina. Hávaði frá dansskemmtunum Bent var á að stóru gistihúsi fylgdi mikil bílaumferð, sem gætti jafn nætur sem daga. Enn- fremur var bent á, að danssam- I gær og í dag FYRSTU karfaförmunum á þessu vori, af fjarlægum miðum, var landað hér í Reykjavík í gær og í dag. Var Skúli Magnússon væntanlegur af Grænlandsmið- um síðdegis í gær, með fullfermi, en í dag eru væntanlegir Þormóð- ur goði og togarinn Gerpir, sem nú leggur upp hjá Júpiter & Marz. Sennilegt er talið að nokkrir íslenzkir togarar séu komnir á Nýtundnalandsmið. Sýning á flugvélamódelum i glugga Mbl. Á föstudaginn hófst sýning á stærðum 1 á móti 48 og 1 á flugvélamódelum í glugga móti 72. Kostar um 50,000 Morgunblaðsins. Hér er um dollara að búa til hvert mót, að ræða tómstundaiðju sem steypt er í, að sögn bræðr tveggja bræðra, Baldurs og anna, en flugvélar módelið Hjálmars Sveinssona, Silfur- kostar að meðaltali 150 krón- tún 15 F. Flugvélamódelin eru ur hér á landi. Er ekki að efa um 70 að tölu, aðallega her- að mörgum unglingnum verði flugvélar, allt frá fyrri heim«_ startsýnt á flugvélar bræðr- styrjöldinni til vorra daga. — anna næstu daga í sýningar- Módelin eru aðallega í tveim glugga blaðsins. sjúkrahússins , Vantar landrými I sambandi við skipulag þess landrýmis, sem liggur að Land- spítalanum og enn er óúthlutað, getur stjórnarnefndin ,þess að Landspítalalóðin sé senn full- byggð og því nauðsynlegt að ætla Landspítalanum allmikið land- rými til viðbótar vegna bygginga, sem ráðgerðar eru í náinni fram- tíð, en þar er um að ræða við- bótarspitaladeildir, rannsóknar- stofur, starfsmannahús o. fl. Bent er ennfremur á að Háskóli íslands hafi hug á að byggja hús mikið fyrir læknadeildina, sem næst Landspítalanum. Landspítalann og Háskólann ' Stjórnarnefndinni er því mjög umhugað um að ekki verði frekar ráðstafað hinu óbyggða svæði, sem liggur sunnan við Landspítal ann og austan hinnar fyrirhug- uðu hótellóðar heldur verði Land spítalanum og Háskólanum ætl- að landrými fyrir nauðsynlegar framtiðarbyggingar sínar, sem sýnilegt er að reisa þarf áður en langt um líður. Bréfi stjórnar- nefndar til bæjarráðs lýkur með þeim orðum, að ör fjölgun lands- manna og íbúa Reykjavíkur kalli fljótt á aukna heilbrigðisþjón- ustu frá því sem nú er og telur nefndin sér því skylt að benda á að gætt verði nauðsynlegustu og sjálfsagðrar fyrirhyggju við ákvörðun á landrými fyrir svo mikilsverða og nauðsynlega starf semi sem hér er um að ræða fyr ir landsmenn alla. Bál á flugvelliimm I GÆRMORGUN sáu vegfarend- ui mikið bál úti á Reykjavíkur- f’ugvelli og fjóra brunabíla í kring. Héldu þeir að þarna mundi stórbruni vera. En er betur var að gáð, var þarna aðeins um að ræða æfingu hjá brunaliðinu á Reykjavíkurflugvelli. Höfðu brunaliðsmenn kveikt þar í benz- íni á störum pönnum og voru að reyna háþrýstidælur sín ar og æfa sig í að slökkva með þeim. Hafði liðið æfingu í fyrra- dag og í gær og mun halda æf- ingum áfram. Svo þó fólk sjái bruna á flugvellinum næstu daga, er engin hætta á ferðum. Landspítalinn þarf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.