Morgunblaðið - 10.05.1960, Side 1

Morgunblaðið - 10.05.1960, Side 1
24 síður Grimsby, 9. maí. CFrá fréttaritara Mbl., Haraldi J. Hamar) ÝMISLEGT bendir nú lil þess, að verkfall það sem tog- aramenn í Grimsby með Denis Welch í broddi fylk- ingar boðuðu, sé að renna út í sandinn. Um helgina bárust Welch fréttir sem valda því, að þunglega horfir fyrir verk fallshreyfingu hans. Forustumaður yfirmanna á togurum í Hull, Oliver skip- stjóri, lýsti því yfir á laugar- daginn eftir stuttan fund í fé- lagi yfirmanna, að skipstjórar í Hull myndu ekki taka neinn þátt í verkfalli því sem yfir- menn togara í Grimsby hafa hótað frá og með miðjum mánuði. Allir á móti Welch Denis Welch og aðrir verk- fallsæsingamenn virðast nú hafa alla á móti sér, ríkisstjórn- ina, togaraeigendur, hafnarverka menn og nú síðast sjálfa starfs- bræður sína í Hull. Þá hef ég fengið upplýsingar BONN, 9. maí. (Reuter) — Sex- tugur maður fór í dag inn í Beethoven-safnið í Bonn og framdi íkveikju. Þótt bálið yrði skjótlega slökkt gereyðilögðust í eldinum handrit að þremur verk um Beethovens og skemmdir urðu á gólfteppum og húsgögn- um í safninu. um það, að Welch hefur engan verkfallssjóð fyrir sína menn, en slíkt verkfall í Grimsby myndi ná til 4000 sjómanna. Er nú almennt álitið í Grimsby, að Welch muni litlu fá áorkað með verkfallshótunum sínum. Hann hefur alla tíð síðan ParíSarsamn- ingurinn var gerður verið að skipuleggja mótspyrnu gegn löndunum úr erlendum togurum, sérstaklega þó úr íslenzkum tog- urum. Með bakpoka Beethoven húsið ér 250 ára en í því fæddist hið heimsfræga tón skáld Ludwig van Beethoven ár- ið 1770. Hefur húsið verið varð- veitt sem dýrgripur með ógrynni minjagripa um líf tónskáldsins og kemur fjöldi ferðafólks frá Framh. á bls. 23. Kveikt f Beet- hoven-satninu 20 ár irá her námi íslands f DAG eru 20 ár liðin síðan Bretar hernámu ísland, 10. maí 1940. í Morgunblaðinu á þeim tíma birtist frásögn af landgöngu Breta í Reykjavík og er byrjun þeirrar lýsingar svohljóðandi: „lim klukkan þrjú aðfara- nótt föstudags sást stór flug- vél á sveimi yfir bænum. Hún var fyrsti boðberi þess, er síð- ar kom fram. Klukkan laust fyrir fjögur komu brezk herskip inn á ytii höfnina. Enginn vissi í upphafi hverrar þjóðar þau voru — nema hvað ráðið varð af líkum. Þeir sem á ferli voru, en þeir voru ekki margir, urðu þess varir, að ræðismenn Breta voru á ferð niður á hafn arbakka. Þá þótti enginn vafi lengur um þjóðerni komu- manna. Herskipin, sem hingað komu þessa nótt voru alls 7, 2 beitiskip og 5 tundurspillar. Sum þeirra hurfu inn í Sund, en einn tundurspillir lagðist upp að hafnarbakkanum fyrir framan Hafnarhúsið. Þá var klukkan 5. Þá gekk fyrsta her- liðið á land. Á hafnarbakkan- um var strjálingur af fólki. Nokkrir höfðu vaknað við ferðir flugvélarinnar og því var fleira um manninn. Nú var fylgt liði a hafnar- bakkanum. En þegar þar voru komin nokkur hundruð manns dreifðust liðsveitir víðs vegar um bæinn. — Allir voru hermenn þessir mjög vopnum búnir. Þeir gengu hratt upp í bæinn og var sýnilegt, að hver sveit hafði sitt ákveðna hlut- verk að vinna. Þegar upp í bæinn kom, tóku sumir liðs- foringjarnir upp hjá sér upp- drátt af bænum, er þeir höfðu meðferðis, svo eigi yrði um irillzt, hvert haldið væri. Á örskammri stundu var liðið dreift um allan Miðbæ- inn. Var hervörður á götu- hornum og fyrir framan síma- stöðina, pósthúsið og gistihús- in. Én aldrei kom neinn her- maður inn á lóð Stjórnarráðs- ins. Ein af þeim liðssveitum, sem fyrst kom upp í bæinn, gekk að Landssímastöðinni í Thor- valdsensstræti. Reyndu her- mennirnir fyrst að opna úti- dyrahurðina. En er það ekki tókst, var hurðin brotin um- svifalaust. Þjóðverjarnir sem í gisti- húsunum voru, voru handtekn ir og þeir fluttir um borð i eitt herskipanna.“ Mynd frá hernámsdeginum 10. maí 1940. Brezkt herlið á hafnarbakkanum. Fremst a bryggjunni er hópur þýzkra fanga, sem tckinn var í Reykjavík og bíður eftir flutningi út í brezka beitiskipið Berwick. GRÉÍ$SÍ|$IÍ PORT. UNITED KINGDOM iCELAND SPAIN ^ITALY^ jjjpy ALB.4& . Murmanst TURKEY Plane SAUDI ARABIA ÁFGHAN dSTAN PAKíST. 0Hj$Communist bloc \ pfej Wettern allies Q Western bases y INDIA llppdráttur þessi úr New York Times sýnir flugleið þá sem Rússar segja, að bandaríska könnunarflugvélin hafi farið og segja þeir að hún hafi verið skotin niður yfir miðjum Sovét- ríkjunum við borgina Sverdlovsk. Bandaríska utanríkisráðu- neytið viðurkennir að umrædd flugvél kunni að hafa verið á könnunarflugi, en hinsvegar þykir frásögn Rússa af flugleið hennar ótrúleg. Njósnaflugið gagnrýnt Samt er margt óskiljanlegt 1 skýrslu Rússa af furðuflugvélinni London, 9. mat. (Reuter) TILKYNNING bandaríska utanríkisráðuneytisins síðast- liðinn laugardag um njósna- flug við landamæri Rúss- lands hefur vakið furðu um allan heim og víða gætir mikillar gremju í garð Bandaríkjamanna vegna þess, að þeir skuli efna til slíkra snjósnaferða rétt áður en „toppfundurinn“ í París hefst. Mönnum kemur saman um það, að Bandaríkjamenn hafi farið mjög halloka fyrir Krúsjeff í þeirri orðasennu, sem fram hefur farið vegna þessa atburðar. í fyrstu þótt- ust Bandaríkjamenn geta hallmælt Rússum fyrir það að þeir hefðu skotið niður bandaríska flugvél, en við frekari skýringar virðist sem öll sökin falli á Bandaríkin og eru margir þeirrar skoðunar að Rússum hafi verið rétt og skylt að skjóta niður slíka njósnaflugvél. Margt óskiljanlegt Enn er þetta mál þó óljóst á ýmsa lund og má vera að erfitt verði að komast til botns í því. Bandaríska hermálaráðuneytið hefur enga dul dregið á það, að það hafi látið framkvæma myndatökur úr lofti undanfarna mánuði meðfram járntjaldinu. Er til dæmis alllangt síðan það var upplýst, að flugvélar Vestur- veldanna, sem flygu meðfram landamærum Austur-Þýzkalands gætu tekið skýrar myndir af mannvirkjum allt að 200 km fyrir austan járntjaldið. Slíkar flugferðir og myndatökur geta Rússar ekki bannað og er ekk- ert við þær að athuga. Flugvélar af tegundinni U-2 hafa einmitt verið notaðar við slíkar aðgerð- ir. — Hitt þykir með ólíkindum, sem fram kemur af skýrslu Rússa í þessu máli, að bandarík njósnaflugvél hafi flogið langt inn yfir landamæri Rússlands og verið komin alla leið til Sverdlovsk, eða 2500 km inn fyr- ir landamærin, eða þriggja klsL Framh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.