Morgunblaðið - 10.05.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.05.1960, Blaðsíða 2
é 2 MORGUNBLAÐ1Ð Þriðjudagur 10. maí 1960 Útflutsiingsskatturinn rœddur á Alþingi í gœr — Fráleit fullyrðing, að útflutningsuppbœtur hafi verið feknar upp að nýju NOKKRAR umræður urðu á Alþingi í gær utan dagskrár um út- flutningsskatt á sjávarafurðum. Héldu kommúnistar og Framsókn- armenn því fram, að með samkomulaginu um fiskverðið hefði ríkis- stjórnin tekið uppbótakerfið upp að nýju. Af yfirlýsingu sjávarút- vegsmálaráðherra, sem birt var í Mbl. sl. sunnudag, er það hins vegar auðsætt, að þetta er hin mesta ijarstæða. Heildarupphæð út- flutningsskattsins verður ekki lækkuð heldur verður skatturinn innheimtur á lengri tíma en gert var ráð fyrir. Skatturinn verður innheimtur þangað til halli útflutningssjóðsins gamla hefur verið greiddur. Á innheimta skattsins á lengri tíma ekkert skylt við nýjar uppbætur eða útflutningsstyrki. Skúli Það var Skúli Guðmundsson, sem fyrstur kvaddi sér hljóðs, og gerði hann að umtalsefni blaðafregn á laugardag um að ofangreint samkomulag hefði náðst og að það mundi hafa greitt fyrir fram gangi málsins, að ríkisstjórnin hefði fallizt á að útflutningsskatt- urinn yrði lækk aður um helm- ing, úr 5% í 2,5 %. Næsta dag hefði svo verið frá því skýrt í sama blaði, að ríkisstjórnin hefði tekið ákvörðun um að lækka skattinn sem þessu næmi. Skúli kvaðst í tilefni af þessu vilja benda á, að það væri ekki á valdi ríkisstjórnarinnar að lækka skatt þennan, sem lagður væri á skv. skýlausum fyrirmælum í nýlega afgreiddum lögum um efnahags mál. Hugsanlegt væri að fregn- irnar væru á misskilningi byggð- ar, e.t.v. hefði ríkisstjórnin aðeins lofað að leggja fram frumvarp um lækkun á skattinum. Um hið sanna í málinu væri æskilegt að fá upplýsingar hjá sjávarút vegsmálaráðherra, Emil Jónssyni eða öðrum ráðherrum. Það var síðan upplýst af deild- arforseta, að Emil Jónsson væri fjarverandi vegna annarra skyldustarfa, og varð viðskipta- málaráðh. Gylfi Þ. Gíslason, því fyrir svör- um. Sagði hann að sjávarútvegs- málaráðh. mundi síðar um daginn eða á morgun, gefa skýrslu um málið, en blaða- fregnir um það mundu vera ó- Gylfi nákvæmar. Dagskrá Albingis FUNDIR eru boðaðir í báðum deildum Alþingis kl. 13.30 í dag og eru dagskrár á þessa leið: Efri deild 1. Innflutnings- og gjaldeyris- mál, frv. — Frh. 1. umr. 2. Ábúðarlög, frv. — 1. umr. Neðri deild 1. Verzlunarbanki íslands, frv. 1. umr. 2. Alþjóðasiglingamálastofnun, frv. — 1. umr. 3. Eignarnámsheimild fyrir Húsavíkurkaupstáð á Prests- túni, frv. — 3. umr. 4. Orlof húsmæðra, frv. — 1. umr. 5. Lífeyrissjóður togarasjó- manna, frv. — 1. umr. 6. Verzlunarstaður við Amar- nesvog, frv. — 2. umr. 7. Jarðræktar- og húsagerðar- samþykktir í sveitum, frv. 2. umr. 8. Aburðarverksmiðja, frv. — 2. umr. 9. Landnám, ræktun og bygg- ingar í sveitum, frv. — 2. umr. 10. Verkfall opinberra starfs- manna, frv. — 1. umr. — Ef deildin leyfir. 11. Dragnótaveiði i fiskveiði- landhelgi, frv. — 1. umr. Einar Olgeirsson bað því næst um orðið og benti á, að það væri varhugavert, ef ríkisstjórnin tæki slíkar ákvarðanir sem þessa, án þess að leita fyrst álits Alþingis Með því væri þingræðinu stefnt í voða. Það hefði verið yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar, að veita útflutningnum engan sér- stakan stuðning, en hér væri ein mitt verið að gera ráðstafanir til að hann fengi nýjar uppbætur. Taldi Einar að þetta sýndi, að sannar væru allar staðhæfingar sinar um að öll áform og áætlan- ir ríkisstjórnarinnar væru tóm vitleysa. Sjólft kerfi hennar væri að hrynja. Hún ætti því að end- urskoða afstöðu sína. Gylfi Þ. Gíslason tók þá aftur til máls og kvaðst ekki vilja láta hjá líða að skýra frá því, að inn- heimta útflutningsskattsins á lengri tíma, ætti ekkert skylt við nýjar útflutningsbætur, hvað þá að hún væri nokkurt merki þess, að hið nýja efnahagskerfi væri að hrynja. Útflutningsskatturinn hefði verið lagður á, til þess að greiða halla útflutningssjóðs. Sá halli hefði nú reynzt minni en áætlað var. Þá hefði verðfall á fiskimjöli gert útflytjendum erf- iðara um vik að greiða skattinn. Þessar tvær ástæður hefðu vald- ið því, að bæði þætti fært og rétt mætt að taka ákvæðið um út- flutningsskattinn til endurskoð- unar. Að lokum sagði Einar Olgeivs- son aftur nokk- ur orð. H a n n kvaðst vera hræddur um, að allar áætlanir og útkomur ríkis- stjórnarinnar færu eftir 'því, hvað henni þætti hentugast á hverjum tima. Þó að aukið framboð frá Perú ylli verðfallinu á fiskimjölinu, væru afleiðingar þess ríkisstjórn- inni að kenna, af því að hún hefði ekki vljað selja mjölið til Tékkó- slóvakíu. Auðvitað væri lækkun útflutningsskattsins ekkert annað en útflutningsuppbætur. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Einar S'NAIShnútar S SVSOhnuhr ¥: Snjókoma y 06i \7 Skúrir K Þrumur KuUaskit Hitaski! H HrnB L Lasqi Víðáttumikið lægðarsvæði er yfir hafinu suður af íslandi, 4 en hæðir yfir Canada og Nor- egi. Mikil vorhlýindi eru um vestanverða Evrópu og ísland, en kaldara um vestanvert At- lantshaf. Hiti var 12 stig í Reykjavík um hádegið, 18 stig í Oslo, 13 í Kaupmannahöfn og 22 í London. Lægðin færist lítið úr stað og mun veðurlag því ekki taka miklum breytingum hér á landi næstu daga. Veðurhorfur kl. 22 í gærkv.: SV-mið: Allhvasst austan, rigning með köflum. SV-land til Vestfj., Faxafl.mið og Breiðafj.mið: Austan gola eða kaldi, víðast bjartviðri. N- land, Vesfj.mið og N-mið: Hægviðri, þokusúld með köfl- um. NA-land: Austan gola, víða bjartviðri. NA-mið: Suð- austan gola, þokusúld eða rign ing. Austf. SAland, Austfj.- mið og SA-mið: Austan kaldi, rigning. Lögunum um lækn- ingaleyfi breytt FRUMVARP það um breytingu á lögum um lækningaleyfi, sem Al- þingi hefur haft til meðferðar að undantörnu og lýst hefur verið hér í Mbl. varð að lögum í gær. Efri deild gerði að síðustu þá breytingu á frumvarpinu, að nið- ur voru felld ákvæði um heimild ráðherra til að setja reglur um ráðstöfun námsvistar lækna- kandidata, en áður hafði verið fellt úr frumvarpinu ákvæði um að landlæknir skyldi ráðstaEa námsvistum. Féllst Neðri deild á breytinguna á fundi sínum í gær og varð frumvarpið þar með að lögum. Sve/nn B. Valfells formaður F.I.I. ÁRSÞING iðnrekenda, sem jafn- framt er aðalfundur Félags ísl. iðnrekenda, var sett í Leikhúss- kjallaranum sl. laugardag og hófst með venjulegum aðalfund- arstörfum. Formaður félagsins, Sveinn B. Valfells, setti fundinn. Fundar- Iltjóri var Magnús Víglunds- son, en fundarritari Helgi Ólafs- son. Sveinn B. Valfells flutti ýtarlega ræðu um hag iðnaðar- ins á sl. ári og þau helztu mál, sem nú eru á döfinni og varða afkomu iðnaðarins. Pétur Sæm- undsen framkvæmdastjóri las upp og skýrði reikninga félags- ins. Að loknum umræðum um skýrslu og reikninga voru birt úr slit stjórnarkosninga, en úr stjórn áttu að ganga Sveinn B. Valfells formaður, Gunnar J. Friðriksson og Árni Jónsson. Stjórnina skipa nú eftirtaldir menn: Formaður Sveinn B. Val- fells. Meðstjórnendur: Gunnar J. Friðriksson, Axel Kristjánsson, Hannes Pálsson og Ásbjörn Sig- urjónson. Varamenn: Árni Jóns- son og Kristján Friðriksson. End urskoðendur voru kjörnir: Bjarni Kristinsson og Árni Kristjánsson og til vara Hjörtur Jónsson og Sigurjón Guðmundsson, Kosið var í starfsnefndir þingsins, sem skila munu áliti og tillögum í helztu málum, er liggja fyrir þinginu. Næsti fundur ársþingsins verð ur haldinn í Leikhússkjallaran- um í dag kl. 3 og munu þá álit fjármálanefndar, verðlagsmála- nefndar og viðskiptamálanefndar lögð fyrir þingið og rædd. Samsöngur Fóstbræðra KARLAKÓRINN Fóstbræður hélt samsöng í gærkvöldi. Stjóm andi var Ragnar Björnsson og einsöngvarar Sigurður Björnsson og Kristinn Hallsson. Carl Billich aðstoðaði með undirleik á píanó. Söngskrá kórsins er mjög fjöl- breytt, erfið og vandmeðfarin. Það er mikill vandi að velja utan fararsöngskrá fyrir íslenzkan kór, sem sýni hvorttveggja í senn hvar íslenzk söngmennt er á vegi stödd og hvers kórinn er megn- ugur. Þó er hitt ekki minni vandi að raða söngskránni saman, eftir að verkefnin hafa verið valin, þannig, að athygli áheyrenda haldist og hæfileg stígandi verði. Þar er margs að gæta. Bandaríkjamenn viður- kenna njósnaflugið Washington 9. maí. — Banda- ríska utanríkisráðuneytið gaf á laugardaginn út svohljóðandi til- kynningu vegna hvarfs banda- rísku kunnunarflugvélar innan rússnesku landamæranna: „Ráðuneytið hefur athugað síð ari ummæli Krúsjeffs um óvopn_ aða flugvél, sem sagt er að hafi verið skotin niður í tíovétríkjun- um. Eins og áður hefur verið til- kynnt var vitað, að flugvél af tegundinni U-2 hafði týnzt. Rann sókn sem Eisenhower forseti hef- ur fyrirskipað hefur leitt í ljós að engin yfirvöld í Washington hafi gefið heimild til slíks flugs sem Krúsjeff lýsir. Hins vegar virð- ist sem slíkt flug hafi líklega verið framkvæmt af óvopnaðri borgaralegri flugvél af tegund- inni U-2 til þess að fá upplýsing- ar sem faldar eru bak við járn- tjaldið. Það er auðvitað ekkert leynd- armál, að eins og ástandið er nú í heiminum, þá stunda öll ríki söfnun leynilegra upplýsinga og saga eftirstríðsáranna sýnir að Sovétríkin hafa ekki látið á sér standa i því. Nauðsyn slíkra að- gerða til landvarna verður þeim mun meiri sem Sovétríkin við- halda víðtækri leynd á öllu and- stætt því sem tíðkast í hinum frjálsa heimi. Eitt af því, sem veldur hvað mestri spennu í heiminum í dag, er óttinn við árás að óvörum með gereyðingarvopnum. Bandaríkin lögðu fram árið 1955 tillögu um „opinn himin“ og var ætlunin með henni að draga úr hinni gagnkvæmu tortryggni og veita vernd gegn árásum að óvörum. En tillögu þessari hafnaði Sovét- stjórnin umsvifalaust. Það er vegna hinnar miklu hættu á árás að óvörum sem óvopnaðar borg- aralegar flugvélar af tegundinni U-2 hafa flogið meðfram tak- mörkum hins frjálsa heims síð- astliðin fjögur ár.“ Um lagaval Fóstbræðra að þessu sinni verður því ekki neit- að að sumt orkar tvímælis, þótt söngskráin í heild sé svipmikil og blæbrigðarík. En niðurröðun hennar eins og hún var í gær- kvöldi er vægast sagt mjög vafa- söm. Söngur kórsins er mjög áferð- arfagur og á söngstjórinn mikið lof skilið fyrir þann hreina stíl og bjarta svip sem söngurinn ber. Og mikil breyting til bóta er það, hve öllum listbrögðum í söng- stjórn er nú meira í hóf stilít en var á fyrstu samsöngvum kórs ins, sem Ragnar stjórnaði. Einsöngvaramir báðir, svo og undirleikarinn skiluðu sínum hlutverkum af mikilli prýði og e. t. v. hefur einsöngur Sigurðar Björnssonar í fjórum lögum eftir Schubert verið það sem mest kom á óvart á þessum tónleikum. Þar fór saman sérlega fagur söngstíll og frábær túlkun á ljóði og lagi. Karlakórinn Fóstbræður er nú næstu daga að leggja af stað í langa og erfiða söngför til Norð- urlanda. Megi þeim ganga allt að óskum í þeirri för. — J. Þ. Akranesbátar VÉLBÁTURINN Böðvar er einn stærri báta héðan á sjó í dag. 1 gær lönduðu sjö bátar. Aflahæst ir voru Ölafur Magnússon með 16 lestir og Sigurður með 15 lestir. Sá lægzti hafði 4 lestir. Margir bátar komu úr síðasta vertíðar- róðrinum í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.